Þjóðviljinn - 05.03.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.03.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. mars 1976. sHH Ætlunin er að auka lesendaþjónustu Þjóðviljansog leggja eina síðu í hverju blaði framvegis undir bæjar- póstinn og aðra skylda liði. Geta lesendur skrif- að eða hringt til bæjar- póstsins með það sem þeim liggur á hjarta og þeir óska að komi fyrir almennings sjónir. Að sjálfsögðu verður það háð takmörkunum almenns siðgæðis hvað birt verður, en bæjarpósturinn er öll- um þeim opinn, sem ekki eru haldnir sjúklegum kenndum í orðavali og árásarhneigð. Gagnrýni er góð og sjálfsögð, en henni verður sem öðru að halda innan velsæmis- marka. Þá verður einnig reynt að fá svör við spurning- um hlustenda sem þeir óska svara við á opinber- um vettvangi. Má í því sambandi minna á, að víðar er hægt að beina spurningum en til em- bættismanna rikisins, en til þess mun tilhneigingin mest. Þá eru ýmiss konar fróðleiksatriði vel þegin, og fleira mætti nefna. Allar ábendingar eru og vel þegnar um starfsvett- vang lesendaþjónustunn- ar. Utanáskrif tin er: Þjóðviljinn — bæjar- póstur, Skólavörðustíg 19, Reykjavík. Eiga íslendingar enga forystumenn?— Hvar er réttarkerfið? Það er ekki vanþörf á þvi að vekja athygli kjósenda á þvi, hverjum ber að treysta og trúa á Alþingi, sem mér finnst nú mara þjóðleikhúsi, enda marg- ir þingmenn meiri skopleikarar en ábyrgir stjórnmálamenn. Dómsmálaráðherrann er þar ekki aftastur á merinni miðað við að sjá hann á skerminum, þegar hann var að verja sig fyrir alvarlegum 'ádeilum. Ekki segi ég, að þær séu sannar og réttar, en annað mál er svo það, hvort maður eins og Vilmundur Gylfason, vel menntaður maður, fer i öllu með staðlausa stafi. Mestu máli skiptir okkur, að hið sanna komi undanbragðalaust i ljós. Ég hefi talað við marga framsóknar- og sjálfstæðis- menn og flestir segja þeir, að okkur vanti ákveðna menn með fastmótaðar skoðanir i stjórn- ina. Eða dettur nokkrum i hug að bera Ólaf og Geir saman við Ólaf Thors, Hermann, Jónas frá Hriflu eða Bjarna Benediktsson, svo dæmi séu nefnd úr sömu flokkum. Allir voru þeir a.m.k. miklir stjórnmálamenn, sem vissu hvað þeir vildu og voru til forystu fallnir. Þeirra eftirmenn standast þeim a.m.k. ekki snúning að dómi flokksbræðra þeirra. Að sjá Ólaf t.d. sem brosandi land á skerminum, þegar alvar- leg mál eru á döfinni og allir vita að réttarkerfi okkar allt upp i Hæstarétt er gatslitið eins og um margra alda vanrækslu væri að ræða. Ég gæti fært mörg rök aö þessu t.d. glæpamenn, sem morð fremja og fá aðeins fárra ára fangelsi og geta svo gengið lausir eða er sleppt lausum, þegarkosningar fara fram. Mér finnst þetta sýna þaö, að mapnslifið sé ekki metið mikils. Litum á bifreiðalögin og spurninguna um ölvum við akstur, hvernig þar er dæmt •um. Ég þekki dæmi um mann, sem .drakk sig fullan hjá kunningja 'sinum, fór svo af stað á bilnum, •ók á konu i leiðinni, dró hana.á aurbrettinu 30 metra og áúðvit-' að dó konan. Þessi maöur. fékk aðeins fárra mánaða fangeísis- dóm og ökuleyfið fékk hann aft- ur, til þess sjálfsagt að halda fyrri iðju áfram. Allt er þetta til umhugsunar. Að lokum þetta: Ég hef nú kynnst samsteypustjórnum i 45 ár og enga stjórn þekki ég kæru- lausari og eins sofandi, hvort sem um er að ræða landhelgis- mál, efnahagsmál, fjármál, skattamál og réttarfarið marg- umrædda, að ekki sé nú minnst á samningsviljann við vinnu- stéttirnar, sem við höfum nú sopið seyðið af. Ráðlaus rikisstjórn sannar okkur, að þvi likast er sem þess- ir flokkar, stærstu flokkar þjóðarinnar eigi enga forystu- menn. Er nema von að menn vilji fá breytingu á? Jóhann Þórólfsson. Er ráðamenn þjóðarinnar ekki lengur að finna í Stjórnarráð- inu? Stjórnarráðshúsið var eitt sinn hegningarhús fslendinga, en er nú löngu aflagt sem slikt. 7 Stærstur menningarauki umgangast dýrin eins ... Nú stendur hegningarhúsið hins vegar við Skólavöröustíg, og þar eru gæsluvarðhalds- fangar oft geymdir. Það skyldi þó ekki vera, að meðal þeirra leyndust einhverjir af hinum raunveruiegu ráðamönnum? og vini segir Svanlaug Löve formaður Kdttavinafélagsins A laugardaginn var stofnuðu kattavinir á Islandi með sér félag sem ber heitið Kattavina- félag tslands. A fundinum voru félaginu sétt lög og stjórn kosin. Formaður er Svanlaug Löve, og átti Þjóðviljinn stutt samtal við • hána i fyrradag. •• Hvað voru stofnfélagar margir? ■ — A fundinum voru 80 manns ög eru þeir allir stofnendur. Mikil samstaða var með þeim um að vinna að velferð katta, þar sem viða er pottur brotinn i þeim efnum. — Og tilgangur félagsins er þá sá? — Já, eða eins og segir I lög- um þess, ,,að vinna að betri meðferð katta, standa vörð um það að kettir njóti þeirrar lög- verndar sem gildandi dýra- verndunarlög mæla fyrir um, og stuðla að þvi að allir kettir eigi sér húsaskjól, mat og gott at- læti." — Og hvernig hyggst félagið ná þessum tilgangi sinum? — Með þvi að vinna ötullega að útbreiðslu stefnumála sinna og fá i lið með sér stjórnvöld og yfirvöld á hverjum stað, eins og bæjar- og sveitarstjórnir. Tak- markið er eins og áður segir að allir kettir eigi sér heimili. Þvi verður að aflifa þá útigangsketti sem til eru á hrakningi á mannúðlegan hátt. Það verk verða sérstakir-menn á vegum yfirvalda að annast, og þá velt- ur á miklu að þeir séu vandaðir og vel innrættir. Ef þetta mark- mið, að ekki verði til neinir úti- gángskettir, næst ekki, þá verð- ur að beita sér fyrir sérstökum skatti sem fylgi kattahaldi. . ' — Er það skoðun ykkar, að meðferð katta sé stórlega ábótavant hér á landi? — Það er alveg ótrúlegt hve illa hefur verið farið með ketti Svanlaug Lpve, formaður hins nýstofnaða Kattavinafélags ís- lands, með vini sinum. hér uni ára- ef ekki aldaraðir, en nú eru menn að vakna tií vitundar um. þessa svivirðu og þá tekst vonandi að bæta mjög úr. Það hafa verið dæmi til þess að fólk hefur hreinlega borið ketti sina út, með þvi að aka þeim svo lángt að heiman að þeir ekki rati,’ i stað þess að láta aflifa þá mánnúðlega, þegar það ekki treystist til að hafa þá lengur. Foreldrar kaupa sér oft frið frá börnum sinum með þvi að gefa þeim kött, sem fæst fyr- ir ekkert, en er svo ekki til þess vaxið að sjá um hann. Þá eru og um það fjölnyörg dæmi, að fólk horfi upp á. að köttum sé mis- þyrmt án þess að hreyfa hönd né fót. úr þessúm og fleiri atriðum viljum við bæta, og þá vil ég koma enn einu á framfæri: Það er að fólk hætti að auglýsa kett- linga og láta'þá i hendur hvers sem er. Geti það ekki komið þeim fyrir hjá góðu fólki sem það þekkir, þá er betra að aflifa þá mannúðlega en fá þá I hend- ur fólki sem ekkert kann með þá að fara. Það er stærstur menn- ingarauki að umgangast vel alla félaga sina. — Hverjir skipa stjórn félags- ins auk þin? — Það eru þau Guðrún A. Slmonar, Hildegard Þórhalls- son, Eyþór Erlendsson, Gunnar Pétursson og Hörður Pétursson. — Og hverjir geta orðið félagar? — Allir sem hafa áhuga á dýravernd og eru kattavinir hvar sem þeir búa á landinu. Það er þvi eindregin von okkar að þeir taki höndum saman og gerist félagar i þessu nýstofn- aða félagi. Það geta þeir gert með þvi að hringja i sima 14594 en það er simanúmer Katta- vinafélags Islands. Vill Geir vera hálf- drœttingur áni? Kæri Bæjarpóstur. I morgunblaöinu sl. þriðjudag er viðtal við Kristján Ragnars- son, formann Landssambands isl. útvegsmanna, undir fyrir- sögninni: „Nú kemur I ljós hverjir vilja vera á sjó og hverj- ir ekki.’ Ég vil gera það að tillögu minni i framhaldi af þessu, að á þáð verði reynt'hvort eftirtaldir menn vilja vera á sjó á þeim kjörum sem sjómönnum eru voð in. Þetta er skipshöfn sem i landi ræður míklu um kjör sjómanna, og að mati þeirra væri hún betur komin á sjó en landi, þótt útgerðin gengi ef til vill brösulega, og þeim myndi reynast erfitt að draga fram lif- ið: Kristján Ragnarsson, skip- stjóri, Sveinn Benediktsson, stýrimaður, Gunnar Guöjóns- son, vélstjóri og hásetarnir Pét- ur Sigurðsson, Jón Sigurösson, Sigfús Bjarnason, Hilmar Jóns- son, Gunnar Hallgrimsson, Matthias Bjarnason, Gunnar Ólafsson, Jón H. Bergs og Geir Hallgrimsson sem hálfdrætting- ur. Hermann ólafsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.