Þjóðviljinn - 05.03.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.03.1976, Blaðsíða 7
Sigurður Örlygsson í Norræna húsinu Málverkasýning Sigurðar Orlygssonar i Norræna húsinu hefur nú staðið i tæpa viku og hlotið ágæta athygli. A þessari sýningu eru 55 myndir, flestar tengdar dvöl listamannsins i New York fyrir skemmstu. En um áhrif þeirrar dvalar segir á þessa leið i sýningarskrá: Teikning hans varð lipurri og linur hans eru ekki lengur afger- andi og stranglega afmarkandi og lifrænir litflekkir rjúfa helgi hinna stóru einlitu forma......... Meiri hreyfing er i málverki Sigurðar en áður, áferð þeirra er fjölbreytileg og litirnir eru dýpri og muriaðarfullri.... Sýning Siguróar er opin til 7 mars. Hamlet á frum- málinu Enskudeild Háskólans sýnir verkið í sér- stœðri leikgerð Charles Marowitz, sem á að gleðja augað og eyrað Sunnud. 7. mars 1976 verður frumsýnt i Félagsheimili Sel- tjarnarness leikritið HAMLET eftir William Shakespeare i leik- gerð Charles Marowitz. Sýningin er á vegum ensku- deildar Háskóla islands og er verkiö flutt á ensku. Enskudeild Háskólans hefur áður flutt leikrit, veturinn 1975-74 voru flutt verkin The Beaux Strategem eftir Farquhar og The Puchess of Malfi eftir Webster. Leikgerð Charles Marowitz er m.iög ólik hinu upprunalega verki. Að visu er allur textinn tekinn úr verkinu, en honum er ruglað, hann er stokkaður upp, sum tilsvör lögð annarri persónú i munn en upphaflega var, og allt er þetta flutt i afar andnatúral- iskum stil. Hugmyndin að baki þessarar leikgerðar er sú að Hamlet i sinni upphaflegu mynd sé orðið óvirkt leikrit, m.a. vegna þess að það er orðið alltof kunnuglegt. Þess vegna sé ómaksins vert að taka verkið til róttækrar endurskoðunar og lita á persónuna Hamlet frá dálitið öðru sjónarhorni en gert er i upp- haflega verkinu. Með þessu er Framhald á bls. 14. Verðið á rækju og hörpudiski A fundi Verðlagsráðs sjávarútvegsins 2. mars varð samkomu- lag um eftirfarandi lágmarksverð á rækju og hörpudiski frá 16. febrúar til 20. júni 1976. Stór rækja, 220 stk. i kg eða færri, hvert kg. kr. 60.00. Smá rækja, 221 stk. til 330 stk. i kg, hvertkg. kr. 30.00. Hörpudiskur, 6 sm á hæð og yfir, hvert kg. kr. 35.00. ; iisg^gfii Os mnefþmt, TAKKJ 2 vinseetor Kv\Kmyna\r y* •****.; : Oömsú svarar ■ ' ' . Þess vegna eru alltaf einhverjir sem veröa of seinir aö ná sér í laugardags- og sunnu- dagsblaöiö. Því ekki aó láta veröa af því aö gerast áskrifandi? í laugárdags- og sunnudagsblaöinu er birt veigamikið og fjölþætt efni, ekki aðeins skemmtilegt heldur einnig fræöandi helgar- lesning. í sunnudagsblaðinu birtast yfirlitsgreinar um listir, menningarmál og þróun og horfur á stjórnmálasviðinu. Fastar.síöur helgaöar jafnréttisbaráttu kvenna, myndlist, kvikmyndun, heimilishaldi, 'pöpmúsik og fjölþættu efni fyrir börnin. Og vekjandi myndlist á forsíöunni. Ritstjóri sunnudagsblaðsins er Árni Bergmann. Og úr því Þjóðviljinn er oróinn ómissandi um helgar - því ekki aö gerast áskrifandi? Þaö er ódýrara aö vera áskrifandi en kaupa hann í lausasölu. Áskriftasíminn er 17505. DJOÐVIUINN Blaö lifandi þjóöfélagsumræöu. Þunn helgi án Þjóðviljans helgarblöðin hafa sérstöðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.