Þjóðviljinn - 05.03.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.03.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. mars 1976. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11 Sverrir bjólengstum sem kennari viö gagnfræöaskóla, sætir það furðu hve miklu hann kom i verk á fræðasviöi sinu — og ekki þvi einu, eftir hann liggja einnig margar þýðingar og ritgerðir um bókmenntir og stjórnmál. Hér var þó ekki ætlunin að ti- unda brauðstrit og hversdagselju, heldur minnast hins hvilikur hann var sem maður — og manneskja. Sverrir var ávallt þá ég hitti hann einhver magnaðasti sam- ræðusnillingur og sögumaður, sem ég hef þekkt. A góðum stund- um var orðræöa hans samfelld flugeldasýning andrikis, fyndni og gáfna. Hann stráði um sig heil- um sólkerfum hugmynda. Hann gat með einni skemmtisögu gefið lifinu nýjan lit og hljóm svo að himnarnir sungu við. Honum var gefin sú náðargáfa húmoristans að sjá lifið úr tveimur áttum senn og skynjaði þvi jafnt hið alvar- lega i gamni sem hið skoplega i alvöru. Ég veit varla hverjar sam- ræðustundir við hann eru mér eftirminnilegastar: Hásumar- nótt, er hann kynnti mér Kaup- mannahöfn og Hafnarislendinga við upphaf fjórða áratugarins. Heitur siösumardagur, er hann leiddi mig um ættarvanda og töfrafjöll Thomasar Manns, sem þessi aldni marxisti dáði flestum öðrum höfundum meira. Aldrei reyndi hann — hefur liklega ekki talið tilraunina ómaks verða — að kenna mér agnarögn i marxisma, en hann var lika meiri manneskja en svo að hann skammaðist sin nokkurn tima fyrir gamla mann- inn eða bæði afsökunar á þvi, sem þeim félögum kynni að hafa skjátlast i hugmyndafræði. Sverrir trúði ekki á óskeikulleika manna eða kenninga — i hæsta lagi þvi að þráttarlögmál gæti þokað gömlum hugmyndum áleiðis til viðhorfa framtiöar. A lýriskum stundum gátum við viknað svolitið yfir Heine og Jónasi, en oftast endaði ræða okk- ar hjá þeim dæmalausa gyðingi Georg Brandesi. Ég hygg að Sverrir hafi verið góður marxisti, a.m.k. var hann mikill húmanisti, og ótvirætt var hann skarpgáfaðasti lærisveinn Brandesar á okkar tið. Með hon- um er genginn siðasti og e.t.v. eini Brandesarsinni, sem ég hef þekkt. Sverrir var mér kær fyrir margt: Mennska og föðurlega hlýju, hispursleysi og hreinskilni, en e.t.v. mat ég hann mest sem einn örfárra manna, er gerði það eftirsóknarvert á okkar timum að vera læs. Meðferð hans á islensku máli, hvort heldur var i ræðu eða riti, var slungin þeim persónulegu töfrum, sem aðeins eru fáum gefnir. Stundum fannst mér hann tala og skrifa islensku best okkar samtiðarmanna. Mál hans ilmaði af öllu sem islenskt er. Það var römm angan stargresis og mýrarrósa, ekki hins kýrgæfa töðuheys. Og i stil sinum, máli sinu, þrammaði hann þungum skrefum eins og sá jötunn is- lenskra fjalla, sem alla kallar. Sverrir var mikill og ungur stúd- ent alla ævi. Hann var enn að stúdera niðri á Landsbókasafni er hann féll. Og hann var faustus — farsæll — þrátt fyrir marga glannalega háskaför á úfnum sævi. Sennilega lá skýringin á óbug- andi æsku hans i hinu sama og raun var um vin hans heimsfræg- an, dr. Faustus: lifsþorsta, þekk- ingargræðgi og óseðjandi þrá til athafnar. Aldrei bað Sverrir fremur en Faustus stundina að stansa i sjálfumglaðri nautn. Þvi tók hann undir íneð honum: Við örskotsstundina ef ég segi: Hve fögur ertu, sattu við! Þú mátt mig eiga á þeim degi, þá öll mér séu horfin grið. Og þá má dánarklukkan kalla. Lifsþorstinn gefur þó ekki að- eins eilifa æsku, heldur færir okk- ur einnig kvöl þess og þjáningu að vera maður, en af þvi markast reisn mannsins hversu hann ber þá byrði. Sverrir bar líf sitt keikur og hann bar margt ljós inn i tilveru okkar, sem þekktum hann. Þvi mátti hann likja sér við Lúsifer, ljósberann, eins og gerði vinur hans Brandes um sjálfan sig. Ég hygg að Sverri hefði ekki heldur verið á móti skapi að taka undir með Lúsifer Frödings i Vitrun hans: -----— Vér sjálf ein gerum svo sárbeitt vort kvalastál og eldsneyti ein vér berum á eigin pisla bál, en látum oss sjálf dæma oss sýkn og sjálf snúa kvöl i likn og ávallt hinu ókomna trúa og aldrei sjónum snúa um öxl á illsku og vamm, — en aðeins fram! Sveinn Skorri Höskuldsson. Góð nærvera Fróðir menn tjá mér að út- synningurinn sé sérislenskt fyrir- brigði. Annað veifið er hvellbjart og það á miðjum þorra. Sólfarið endurspeglast i ólgandi skýja- bólstrum og sólhvitt ljósið marg- faldast á fannhvitri jörðinni. En áður en varir syrtir yfir og „hann brestur á” eins og sagt er og bik- svart skammdegissvartnættið tekur völdin á miðjum degi. Það var á svona degi, sem ég hitti Sverri vin minn Kristjánsson hinsta sinni. Hann var á leið úr útvarpinu og upp á Landsbóka- safn. Við röbbuðum saman góða stund um landsins gagn og nauð- synjar, en siðan fór hvor sina leið, svo diki sé meira sagt. Klukku- tima seinna var mér sagt að Sverrir væri allur. Ég veit að svo margir verða til þess að mæraSverri látinn að það er að bera i bakkafullann lækinn að bæta þar einhverju við, en þó get ég ekki stillt mig um að minn- ast hans með nokkrum orðum. Ég bar gæfu til þess að kynnast Sverri unglingur og eiga hann að vini til siðasta dags og ég er sann- færður um að sú viðkynning hefur orðið mér betra veganesti en flest annað sem ég hef oröið aðnjót- andi i lifinu. Þó að Sverrir væri jafnaldri mömmu minnar varð ég aldrei var við að neinn aldurs- munur væri á okkur, mér fannst hannoftastheldur yngri en ég ef frá voru talin silfurgrá hárin og hæfileikar til að koma hugsun á blað. Mér finnst að æfi Sverris hafi ekki veriðólik útsynningnum sem að framan er lýst. Þar skiptast á skin og skúrir, en sjaldnast var dumbungur,og i hvert skipti sem maður hitti Sverri birti svo sannarlega til. Maður varð eins og sagt er „betri maður” um stundarsakir. Ég ætla mér ekki þá dul aö lýsa Sverri Kristjánssyni i þess- um fátæklegu linum. Það hefur hann raunar gert sjálfur svo ekki verður um bætt. Það er eins og maður finni Sverri i hverjum pennadrætti, þegar hann er að lýsa örlögum Bólu Hjálmars og Sigurðar Breiðfjörð. Svona lýsir Sverrir Bólu Hjálmari: „Veröldin var við Hjálmar eins og heimarik búrtik, glefsaði i hann sem óboðinn og umkomulitinn gest”. Það má ef til vill segja að ver- öldin hafi glefsað á þennan hátt i Sverri Kristjánsson, en þó.má það ekki gleymast að hann var meira elskaður og dáður af samtið sinni en aðrir menn. Það sem kallað er á vondu máli ,,góð nærvera” var galdur þessa manns. Hvar sem hann kom birti i lofti. Hann var fagurkeri og rómantiker, elskaði Heineog Djurhuus; hann var ljóð- skáld, sem marglýsti þvi yfir að sér væri fyrirmunað að hnoða saman ferskeytlu, en hvort sem hann vissi það eða vissi það ekki var hann maður sem fengið hafði i vöggugjöf hæfileika til að tjá sig i fegurra máli en aðrir menn. En þó veröur það alltaf minn- ingin um Sverri sem verður okkur vinum hans dýrmætust og satt að segja finnst mér hann einhvern veginn ekki farinn frá okkur og þess vegna syrgi ég hann ekki, en hans er sárt saknað. FIosi ólafsson. Og því ekki á Alþingi? Sverrir Kristjánsson var borinn (1908) og barnfæddur Reyk- vikingur, kominn af verkafólki, uppalinn við Laugaveginn. Faðir hans féll frá, meðan hann var á unga aldri. Upp óx hann með móður sinni, sem sá fyrir þeim með þvottum og daglaunavinnu. Hann var námsfúst barn. Og þegar hann hafði aldur til, var hann settur á Menntaskólann. Hann varð brátt mjög vel að sér i sögu og bókmenntum. (Sá, sem þessar linur ritar, sá i fþöku siðar bók, sem i höfðu verið færð útlán til nemenda á þeim árum. Undir nafni Sverris voru hvað flestar bækur, fæstar léttmeti). Þar gripu lika hug hans draumsjón sósialismans og kenningar marxismans. Og var hann i tvö eða þrjú ár ötull i Félagi ungra kommúnista. Stúdent varð hann 1928. Haustið 1929, i þann mund er heimskreppan skall á, sigldi Sverrir Kristjánsson til Kaup- mannahafnar og hóf nám i sagn- fræði. Til þeirra fræða hafði hann gott upplag, las söguleg rit nánast af ástriðu, var minnugur vel og skýr i besta lagi. Engu að siður sóttist honum seint leiðin upp að prófborðinu. Stúdentalifið i Kaup- mannahöfn laðaði hann til sin. Hann varð leikinn að ræða við fólk og að segja frá, og það þvi fremur sem andlit hans var svip- mikið og rödd hans mikil, djúp og hljómfögur. Sú leikni kom honum að góðu haldi siðar, ekki sist sem útvarpsfyrirlesara. Ihugun stjórnmála og alþjóðamála heimtaði ávallt hluta af tima hans. Tilskilin próf til magister- gráðu i sagnfræöi tók Sverrir 1937, en ekki kom frá hans hendi stóra ritgerðin svonefnda, sem skila ber innan sex vikna frá próf- inu. Afram varð hann i Kaup- mannahöfn hálft annað ár, utan nokkra mánuði, sem hann dvaldist i Berlin. Þegar hann snemma árs 1939 hélt heim frá Kaupmannahöfn, munu honum hafa komið i hug kveðjuorð Skúla Magnússonar. Kennslustörf lágu Sverri Kristjánssyni ekki á lausu i fyrstu, en 1941 varð hann forfalla- kennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Við þann skóla kenndi hann siðan i aldar- þriðjung. Kennsla lét honum vel, og hann mun hafa verið vinsæll, jafnt af nemendum sinum sem samkennurum. Um þetta leyti, 1941, fór árangur fræðiiðkana Sverris að koma i ljós. Frá 1942 til 1975 leið vart svo ár, aö ekki sendi hann frá sér bók auk fjölmargra greina og ritgerða i blöð og tima- rit. Þá flutti hann i útvarpi á ári hverju erindi, frásagnir og fyrir- lestra, en flest það kom siðar út á prenti. Innan fimm ára frá heim- komu sinni frá Kaupmannahöfn var hann orðinn einn vinsælasti höfundur þjóðarinnar. Bókaþýðingar voru gildur þátt- ur i ævistarfi Sverris Kristjáns- sonar. Margra grasa kennir meðal þeirra, ævisagna, skáld- sagna, leynilögreglusagna og rits almenns eðlis. Til þýðinganna varði hann mismiklum tima. 1 þeim öllum birtist samt litrikt og auðugt mál hans. Hinar bestu þeirra eru ágætar, en allar eru þær læsilegar. Still hans og rit- hæfni munu hafa eflst viö þýðingarstörfin. Sagnfræðileg rit Sverris Kristjánssonar eru alþýðleg fræðirit eða kennslubækur, ef undan eru skildar nokkrar rit- gerðir um sögu Islands frá innréttingunum til loka 19. aldar, meðal þeirra inngangsrit- gerðirnar að Blaðagreinum Jóns Sigurðssonar I-II og Hugvekju. Að nokkru mun hann hafa kjöriö sér það starfssvið, að nokkru mun hann lengstum ekki hafa haft út- gefendur að öðrum ritum. öll bera þessi rit hans glögg merki sanns sagnfræðings, leit að sameiginlegum orsökum að sam- fellu frásagðra atburða og tengslum þeirra innbyrðis, glögg- skyggni á mál, sem hrifu hugi manna, og skynbragð á sögulegar persónur. Allmarga þjóðlifsþætti tók hann einnig saman. Ritgerðir og greinar, sem Sverrir samdi af ýmsu tilefni, eru misjafnar aö gæðum. Heiður hugur hans og viðsýni munu samt hvergi njóta sin betur en i hinum bestu þeirra. Og munu þær skipa honum á bekk með fremstu ritgerðahöfundum á islenska tungu. Sverrir Kristjánsson stóð framarlega i Sósialistaflokknum. Nokkrum sinnum var hann i framboði fyrir flokkinn, þótt ekki félli honum þingsæti i hlut. Hann hefði sómt sér vel á Alþingi. Reykjavik, 2. mars 1976 Haraldur Jóhannsson Honum var kommún- isminn lífsnauösyn Væri ég spurður um það hvenær pólitikin kom i lif mitt þá get ég gengið hérna út að glugganum, bent á staðinn á austari gang- stéttinni við Tjarnargötu á móts við númer 20 og nefnt stundina. I þessum sporum stóð ég þann 30. mars árið 1949 — unglingur i landsprófsbekk — og sá táragas- strókana siga upp bakvið þing- húsið. Mannfjöldinn kom hlaupandi suður sundið hjá listamannaskál- anum, rann eins og sauðahjörö undan lögreglunni beint framaf Tjarnarbakkanum, vætti vasa- klútana sína i tjörninni og bar þá upp að augunum, ráðvillt og klof- blautt. Um morguninn hafði ég veriö á fundinum mikla við þinghúsið en skroppið i' mat. Og þetta var það sjónarhorn stjórnmálanna sem við mér blasti þegar ég ætlaði að fara á fundinn aftur. Nú er það vissulega ekki eins- dæmi að einhver slik mynd frá þessum degi vaki eins og áleitin spum við upphaf pólitiskrar vit- undar manna af minni kynslóð. Þann dag gat engum dulist að andstæð öfláttustviðog með öðru hvoru varð að skipa sér. Frá fundinum fyrr. um morgun- inn man ég undarlega fátt. Þó er þaðan önnur mynd álika áleitin. Lengi vel skildi ég ekki hvað þvi olli að hún festist i mér við hliöina á hinni. Sverrir Kristjánsson gekk um á fundinum. Eiginlega var það ekki annað. Og það var eitthvað skoð- andi og eftirvæntingarfullt i stillt- um svip hans sem gerði þaö að verkum að ég fór að skima eftir einhverju sem ég vissi ekki þá hvað var. Og veit varla enn. Þennan vetur hafði Sverrir kennt okkur sögu. Liklega höfum við verið bæði fávis og vanþróuð i andanum. En ég man hann ekki fyrir kennslu hans þann tima, einna helst vörpulegan myndug- leik þegar hann snaraðist i kenn- arasætið, lagði neftóbaksdósirnar á borðið og fór að tala. Sefjandi, hreimmikið málfar hans er frá þeim tima eftirminnilegra en inn- tak kennslunnar. Uppundir áratug siðar kynntist ég Sverri nánar og skildi þá betur að raunar var það ekki tilviljun hvernig mynd hans tengdist 30. mars. Eiginlega var Sverrir Kristjánsson óskabarn. Fljúgandi gáfur hans opnuðu honum vegi að menntabrunnum Evrópu. Arni Pálsson gaf honum bein oglifandi tengsl við Georg Brandes og þar með rjómann úr borgaralegri fri- hyggju. Stundum var engu likara en lifandi samtið Sverris næði alla götu aftur tíl frönsku bylt- ingarinnar. En beiskjan og vonbrigðin sem át þessa frihyggjumenn að lokum varð aldrei með öllu hlutskipti Sverris, þvi umfram þessa menn átti hann hlutdeild i þroskaðasta blómi borgaralegrar hugsunar frá 19. öld — marxismanum — og það blóm var lifandi i hans sálar- garði. Marxismi sem uppþurrkaður safngripur var Sverri engin aufúsa. Slik fyrirbæri afgreiddi hann með þögulli forakt. Ég held að Sverrir hafi verið stoltur af þvi að vera kommúnisti og honum var kommúnisminn lifsnauðsyn. Og nú hugsa ég til þess að timann sem við þekkt- umst hefur margur „vinstri sinni” orðið að skipta um jurtir i safni skoðana sinna, og þá stund- um ekki hirt um að þurrka sér nýjar úr þeim garði. En skoði maður afstöðu Sverris til ýmissa mála sem aðrir töluðu hrapallega af sér um i hita bardagans þá hygg ég að niðúrstaðan verði nokkur undrun á þvi hversu varfærnislega jafn heitur bar- dagamaöur hefur jafnan tekið af- stöðuna. Það er undrafátt sem framvindan hefur afturkallað fyrir Sverri á þessum göróttu timum. Það vildi ég hafa til marks um hversu vel honum farnaðist að varðveita einstak- lingsefahyggju friþenkjaranna með yfirsýn dialektiskrar sögu- skoðunar. Þannig er til komin sú skoðandi eftirvænting, sú vakandi spurn i stilltu yfirbragði hans sem einmitt geymist i myndinni af honum frá 30. mars árið 1949. Og einkennilegt má manni finn- ast það i heimi klisjunnar og patentskoðunarinnar að rifja upp hvemig samhengi hlutanna alltaf vakti i tali og skrifum Sverris. Það var sama hvort hann var að rita lærða bók um sigur kristin- dómsins i Rómaveldi eða segja frá littererum vændiskonum á strætum Hitlersþýskalands, allt- af skyldi i frásögninni bjarma af .heildarsýn, þjóðfélagslegu sam- hengi og dálitið kaldhæðinni at- hugun á veröldinni. Það gat verið meiri menntun fólgin i þvi að drekka eina flösku með Sverri en þó hlustað væri á heila röð háskólafyrirlestra. Og enginn var ljúfari ráðgjafi Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.