Þjóðviljinn - 12.03.1976, Síða 1
Tillögimefnd um
stjórnun fiskveiða
skilar áliti:
Gera ráð
þorskveið
fyrir
a um
niðurskurði
þriðj ung
Tillögunefnd, sem sjávarút-
vegsráðherra skipaði, um stjórn-
un fiskveiða hefur nú skilað áliti
til sjávarútvegsráðherra, og er
meginefni tillagna nefndarinnar
það, að islendingar skeri niður
eigin þorskafla um hvorki meira
né minna en þriðjung á þessu ári,
úr 270.000 tonnum, sem þorskafl-
inn var á slðasta ári í 180.000 tonn.
Jafnframt gerir nefndin ráð
fyrir þvi, að útlendingar veiði hér
100.000 tonn af þorski á þessu ári,
en þorskafli þeirra var alls um
115.000 tonn á siðasta ári af ts-
landsmiðum.
Þannig er samkvæmt þessu ráð
fyrir þvi gert að okkar afli verði
skorinn niður um 33% en sam-
dráttur i veiðum erlendra skipa
verði aðeins 10-15%.
Alls verður ársafli af þorski hér
við land samkvæmt tillögum
nefndarinnar 280.000 tonn, það er
bæði okkar og annarra.
Nefndarmenn gera siðan tillög-
ur um hvernig eigi að ná þessu
marki.
Meirihluti nefndarinnar leggur
til, að allar þorskveiðar, nema
með handfæri og linu verði stöðv-
aðar i 2 mánuði á timabilinu frá
16. mai-15. október, en minnihlut-
inn leggur til, að aílar þorskveið-
ar nema á linu og handfæri verði
bannaðar i 4 mánuði, frá 15. mai
til 15. september.
Báðir nefndarhlutar leggja til
að á þessum tima verði skipum þó
heimilt að veiða annan fisk svo
sem karfa og ufsa á algerlega af-
mörkuðum svæðum.
Meirihluti nefndarinnar leggur
til, að þorskanet verði tekin upp á
skirdag, og ekki lögð aftur fyrr en
á annan i páskum, og veiðar með
þorskanetum þannig stöðvaðar i
4 .sólarhringa, en minnihlutinn
leggur til að veiðar i þorskanet
verði bannaðar frá laugardegi
fyrir pálmasunnudag þar til
Fráleitar
tillögur
segir
Lúðvik
Jósepsson
Sjá baksíðu
íslendingar
veiði
180.000 tonn
Útlendingar
veiði
100.000 tonn
þriðjudaginn eftir páska eða i 10
daga. Samkvæmt tillögum beggja
nefndarhluta skal bann þetta
gilda á svæðinu frá Stokksnesi að
Látrabjargi (það er fyrir Suður-
landi og Vesturlandi). Lagt er til
að togveiðar skuli einnig bannað-
ar þessa sömu daga.
Báðir nefndarhlutar gera til-
lögu um talsverða fækkun leyfi-
legs netafjölda á hverjum fiski-
bát, þannig t.d. að bátur með 12
manna áhöfn megi mest hafa 8
trossur, það er 120 net, og bátur
með 11 mánna áhöfn megi mest
hafa 7 trossur, það er 105 net.
Þá gerir nefndin tillögur um, að
möskvastærð i botnvörpu verði
155 mm, og að stórlega verði hert
á öllu eftirliti með veiðum og
veiðarfærum.
Báðir nefndarhlutar gera ráð
fyrir að heildarniðurskurður á
þroskafla islendinga verði 80.000-
90.000 tonn á þessu ári. Minnihlut-
inn reiknar með að togveiðibann-
ið yfir 4 sumarmánuðina þýði
39.000 tonna samdrátt i afla, en
meirihlutinn reiknar með að tog-
veiðibann i tvo mánuði yfir sum-
arið þýði um 20.000 tonn.
Varðandi önnur atriði eru
nefndarhlutarnir með nokkuð
mismunandi mat varðandi þýð-
ingu hvers um sig.
1 meirihluta nefndarinnar voru
Björn Guðmundsson, Ásgeir
Sölvason, Már Elisson, Vilhelm
Þorsteinsson og Tryggvi Helga-
son. t minnihluta nefndarinnar
voru Einar Ingvarsson, sem jafn-
framt var formaður nefndarinn-
ar, Eggert Jónsson og Jakob
Magnússon.
Nú á að fjölga
bankastj órum!
1 gær var lagt fram á alþingi
stjórnarfrumvarp að nýjum
lögum um Búnaðarbanka ts-
lands.
t 10. grein frumvarpsins er á-
kvæði um að bankastjórar Bún-
aðarbankans skuli vera þrir, en
þeir hafa hingað tii ekki verið
nema tveir og veitt er heimild til
að ráða aðstoðarbankastjóra að
auki.
Það er vissulega táknrænt
fyrir stjórnarfarið i landinu, að
sama dag og fram koma tillögur
stjórnskipaðrar nefndar um
þriðjungs niðurskurð á þorsk-
veiðum okkar þá skuli vera lagt
fram á alþingi stjórnarfrum-
varp um að fjölga bankastjór-
um.
Liklega verður erfiðara að
skipta lánunum, eftir þvi sem
fjármagnið verður minna!.
STÖÐUGIR FUNDIR
en samningar ekki i nánd
Stöðugir fundir eru nú haldnir
hjá sáttasemjara rikisins vegna
deilu verkakvenna á Akranesi við
atvinnurekendur um kauptrygg-
inguna. Fundur hófst kl. 10 i gær-
morgun og stóð hann til kl. 13.
Annar fundur hófst kl. 15.30 og
stóð hann enn er siðast fréttist.
Þjóðviljinn náði tali af Herdisi
ólafsdóttur formanni verka-
kvennadeildar Verkalýðsfélags-
ins á Akranesi i þann mund er
seinni fundurinn var að hefjast.
Hún sagðist engu vilja spá um
lengd fundarins né hvort takast
mundi að ljúka samningum áður
en honum lyki.
— Það er hlaupin nokkur hark
i málið og ekkert hægt að seg'
hvenær samið verður. I gær i
kvað Verkamannadeildin á Akr;
nesi að fresta ákvörðun um hvoi
boða skyldi til samúðarverkfall:
—t>M
Samninganefndin ofan af Akranesi við Tollstöðvarhúsið I Reykjavik I gær. Frá vinstri: Guðmundina
Samúelsdóttir, Sigriður Jónsdóttir, Jakobina Pálmadóttir, Guðrún Jónsdóttir og Herdis ólafsdóttir,
formaður Verkakvennadeildar verkalýðsfeJagsins á Akranesi.
Deila verkakvenna á Akranesi
ASÍ 60 ára
Blaðið i dag er 48 siður og að verulegu leyti
helgað afmæli ASí. Meðal efnis má nefna að
brugðið er upp svipmyndum úr 60 ára baráttu-
sögu Alþýðusambands Islands, birt viðtöl við
frumherja verkalýðshreyfingarinnar, rætt við
forystumenn ASÍ og tiu menn svara spurningum
um reynslu og framtið verkalýðshreyfingarinn-
ar.
Þjóðviljinn
sendir
Alþýðnsainbandi
íslands
ba r á tt u k veð j ur
í dag