Þjóðviljinn - 12.03.1976, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.03.1976, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. marz 1976 Spurningum svaraö um 1 Hefur tekist Hver eru reynslu og framtíð 1 að breyta brýnustu verkalýöshreyfingarinnar? ■ þjóðfélaginu? — verkefnin? Þjóðviljinn leitaði til nokkurra manna er tekið hafa þátt i baráttu verklýðshreyfingarinnar og lagði fyrir þá eftirfarandi spurningar: 1. í hvaða mæli hefur islenskri verklýðshreyfingu tekist að breyta islensku þjóðfélagi? 2. Hvaða verkefni telur þú brýnast að islensk verk- lýðshreyfing snúi sér að á næstu árum? Svör þeirra fara hér á eftir. „Hún hefur gerbreytt lífskjörum alþýðu” 1 hvaða mæli hefur islenskum verkalýðtekist að breyta fslensku þjóðfélagi? Verkalýðshreyfingin háði fyrstu hálfa öldina (1894—1942) harða baráttu gegn hinni sáru fá- tækt, sem var hið almenna hlut- skipti verkalýðs, — baráttu með samtökum sinum á kaupgjalds- oe stiörnmálasviði. Það tókst að knýja fram viðurkenningu félags skaparins, mannréttindi til handá öllum verkalýð, nokkra hvild á togurum, upphaf almannatrygg- inga, byggingu verkamannabú- staða o.fl. En öll þessi barátta lin- aði aðeins neyðina og kostaði þó hin hörðustu stéttaátök, sem hins vegar sameinuðu stéttina og stæltu. En með sigri i skæruhernaðin- um og með nýsköpun atvinnulifs- ins 1942—47 gerbreytir verkalýðs- hreyfingin þjóðfélaginu: Hún leggur grunninn að þvi að þurrka burt sáru fátæktina sem hið al- menna hlutskipti verkamanna. Þessi lifskjarabylting byggist á þvi, að þegar verkalýðsfélögun- um er með gerðardómslögunum i janúar 1942 bannaöar allar kaup- hækkanir, þá skipuleggur Sósial- istaflokkurinn verkalýðinn til að brjóta lögin uns atvinnurekendur neyðast til að semja um stór- hækkun kaups, mánaðarlega visi- tölutryggingu, orlof, 8 tima vinnudag — og afnám þrælalag- anna. Jafnframt skapast með þessari gifurlegu kauphækkun mestallar þær erlendu innistæð- ur, sem þjóðin á i striðslok og Sósialistaflokkut inn fékk fram aö notaðar yröu til þess að nýskapa allan grundvöll atvinnulifsins með kaupum nýrra framleiðslu- tækja, er lögðu grundvöllinn að þvi að hægt væri að tryggja fulla atvinnu eftir strið og útrýma þvi böli atvinnuleysisins, er þjáði verkalýðinn áður fyrr. Jafnframt var i tið nýsköpunarstjórnarinnar sett lög um miklu fullkomnari al- þýðutrygginga en áður og fleiri félagslegar umbætur tryggðar, ekki sist á sviði húsnæðismála. Með allri þessari gerbreytingu var lifskjörum alþýðu lyft upp á nýtt og hærra stig. Bjarni Benediktsson orðaði það svo eitt sinn i þingræðu, að munurinn á lifskjörum almennings nú og fyrr væri eins og á himnariki og hel- viti. Verkalýðurinn hafði með sigr- um sinum 1942—47 gerbreytt svo valdahlutföllunum i þjóðlifinu að raunverulegt valdajafnvægi var milli hans og atvinnurekenda- stéttarinnar. Verkalýðurinn sigr- aði.i öllum kaupdeiium og hækk- aði kaupið i sifellu, — en atvinnu- rekendastéttin hafði hins vegar rikisvaldið i sinum höndum i krafti flokka sinna (Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks) og svaraði hverri kauphækkun ýmist með verðbólgu eða gengislækkunum, ef ekki tókst að hindra hana eða tefja með þrælalögum. í þrjátiu ár hafa nú fésýslu- flokkar þessir haldið þessari hringrás áfram,sett dollarann úr 6,50 kr. upp i 170 kr., — lækkað þannig kaupið um leið og verka- lýðurinn hækkaði það, skorið jafnframt niður verðgildi lána sinna, hækkað i verði fasteignir sinar — og steypt þjóðinni i skuldafen. Mestöll kaupgjalds- barátta verkalýðsfélaganna i 30 ár hefur þvi orðið varnarbarátta, þótt sigrar hafi unnist á félags- málasviði m.a. fyrir róttækar stjórnaraðgerðir. Hvaða verkefni telur þú brýn- ast að islenska verkalýðshreyf- ingin vinni að á næstu árum? Mikilvægasta hlutverk verka- lýðs og alls launafólks á næstunni er að samtök þess á stjórnmála- og hagsmunasviðinu, Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn, Alþýðusambandið og B.S.R.B., taki höndum saman i pólitiskri baráttu um að breyta gerð is- lenska þjóðfélagsins, nái sUku valdi á Alþingi og yfir rikisvald- inu að þau megni að skera niður mikið af þvi bákni, sem brask- aravaldið hefur hrúgað upp og hvilir sem mara á herðum alþýðu (oliufélög, tryggingafélög, of þungt bankakerfi, allt of stórt og þungt verslunarkerfi o.s.frv.) og skipuleggja atvinnureksturinn sem best, svo hann losni við þann óskapnað og svindl, er viða á sér stað, en komist undir vaxandi á- hrif hins vinnandi fólks sjálfs. Verkalýðurinn verður að knýja fram heildarstjórn á þjóðarbú- skapnum, skynsamlega áætlana- gerðfyrir þjóðfélagið allt til þess að tryggja atvinnuöryggi og batn- andi afkomu allrar alþýðu, en ekki bara hreppapólitiskan óska- lista fyrir hvert kjördæmi. Koma þarf á yfirstjórn á utanrikisversl- uninni i almennings þágu og til að Einar Olgeirsson ritstjóri Réttar tryggja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, en þvi er nú stefnt i voða með einræöi verslunarauö- valdsins i innflutningsmálum og „þjóðnýtingu” þess á öllum gjaldeyri þjóðarinnar sér til handa ( — sem auðvitað er kallað verslunarfrelsi). Þessar ráðstafanir eru for- senda þess að verkalýðurinn með pólitisku valdi sinu geti stöðvaö verðbólgusvikamyllu atvinnurek- enda og bætt kjör sin án þess hægt sé að rýra þau aftur á hefðbund- inn hátt. Vissulega hefur verka- lýður Islands settlög um orlof, at- vinnuleysistryggingar, lifeyris- sjóði og húsnæðismál með verk- föllum. En það er rétt fyrir verkalýð og launafólk allt að i- huga það, ekki sist eftir allsherj- arverkfall er kostar þjóðarbúið ó- talda miljarða króna, að það er ó- dýrara að setja lög með kjörseðl- inum en verkföllum, — og engin ástæöa tilþess aö láta örfámennri stétt atvinnurekenda haldast uppi að nota rikisvaldið til að ræna I sl- fellu ávöxtunum af sigrum al- þýðu, þegar verkalýöur og annað starfsfólker 75—80% landsmanna og gætu þvl ráðið rikisvaldinu, þegar þau vildu og væru sam- taka. Byrjum á okkur sjáfum 1. Ég tel að flestar þjóðf. um bætur á íslandi séu árangur af baráttu verklýðshreyfingarinnar. Ég minni á vökulögin, lög um almannatryggingar og nú sfðast nýja samninga um lifeyris- sjóðina. Við getum auðvitað náð miklu lengra ef við þjöppuðum okkur betur saman, vinnandi fólk, sem höfum sameiginlegra hagsmuna að gæta. 2. Að við i hverju verklýðsfélagi snúum okkur að okkur sjálfum. Byggjum upp öflugra félagsstarf, hikum ekki við að leggja inn á nýjar brautir. Við verðum að byrja á réttum enda ef við viljum hafa áhrif á heildarsamtökin. Það má ekki fela eigið athafnaleysi með þvi að skrifa allt sem aflaga fer á reikning ASÍ. Konur i verklýðssamtökunum eiga að berjast fyrir auknu lýð- ræði i heildarsamtökunum. Verk- Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar lýöshreyfing, sem telur sig berjast fyrir jafnrétti og bræðra- lagi getur ekki varið það, hve hlutur kvenna er fyrir borð borinn i stjórn ASt. Að grisja frumskóginn Verkalýðshreyfingin hefur haft margvisleg áhrif á islenska þjóðfélagsþróun, með kröfugerö á hendur atvinnurekendum um auknar kjarabætur til verkafólks, og með þrýstingi á rikisvald um lagasetningu isama skyni. Óþarft er að telja hér upp öll þau stór- baráttumál sem verkalýðshreyf- ingin hefur borið fram til sigurs, en vist er að án þeirra væri islensk þjóð fátækari bæði af efnum og andlegum gæðum. Þannig er flest það sem við metum best i þjóðfélagi okkar ávöxtur af áratuga baráttu islenskrar alþýðu og samtaka hennar. Þau mannrettindi flest sem við njótum i dag, voru fyrir nokkrum áratugum fyrir daga hinnar skipulögðu verkalýðs- hreyfingar draumsýn feðra okkar og mæðra. Hinu kapitaliska þjóðskipulagi, sem dýrkar arðrán og einkafram- tak og nærist á andstæðum auðs og vinnu er stundum likt við frumskóg, og lögum þess við lögmál frumskógarins, þar sem hinn harði.sterki og grimmihefur yfirhöndina. Ef við notum þessa samlikingu mætti i sem fæstum orðum segja að verkalýös- hreyfingin hafi grisjað frumskóg- inn, én hún á mikið starf óunniö. Égtel þau mái sem snúa inn á við i verkalýðshr. vera hennar brýnustu verkefni. Breyta þarf skipulagsformi verkalýðsfélaganna, þeas hætta að flokka verkafólk i stéttarfélög eftir þvi hvort það er faglært eða ófaglært. Þetta verður best gert með þvi að stefna markvisst á vinnustaðinn sjálfan sem grunn- einingu verkalýðsfélagsins. Skipulagsbreyting sem þessi ætti að auka samkennd verkafólks og stéttarmeðvitund. Sameinaðir stöndum viö sundraðir föllum viö segir einhversstaðar. Skipulag sem þetta á einnig að stuðla aö virkari þátttöku einstakra félags- manna i stefnumótun og ákvarð- anatekt, en mikil nauðsyn er að breyttum vinnubrögðum á þessu sviði. Sigurður Magnússon rafvélavirki Astandiðl samtökum islenskra sjómanna nú, er t.d. skóladæmi um hvaðgetur gerstþegar saman leggst fulltrúalýðræði og skilningsleysi á gildi viðtæks upplýsingastreymis til hins aimenna félagsmanns. Ef að islensk verklýöshreyfing ætlar að sækja fram til nýrra þjóðfélags- hátta þar sem auöur og atvinnulif lúta stjórn hins vinnandi manns þarf hún að hafa hættur af þessu tagi og nauðsyn á að bregðast við þeim hugföst i daglegu starfi sinu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.