Þjóðviljinn - 12.03.1976, Síða 13
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. marz 1976
Föstudagur 12. marz 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Viðtal við
Þórð
Guðbjartsson
verkamann
á Patreksfirði
Myndir og texti: GFr
Ég man engan skemmtilegri fund
en þann þegar viö lokuðum
hreppsnefndina inni
Ég fer ekkert til Himnarikis.
Viö þessir verri menn
Svo áttum viö nokkrir samleið aö
stofna verkalýösfélag
Þar hef ég séö hættuna mesta á
ævinni -
Það var bara aö láta þrælana
hafa það.
Þrælahald og niðingsskap átti
ekki að iiöa lengur i því þjóöfélagi
scm var i framför.
Ef viö eigum erindi vest-
ur á Patreksfjörð er ekki
ósennilegt að við sjáum á
götu lágvaxinn, gamlan
mann með snjóhvíta hár-
lokka sem hrynja niður á
axlir og mikið og fagurt
hvítt skegg. Og ef viö lítum
i augun á þessum hára þul
og rýnum i þær rúnir, sem
ristar hafa verið á enni
hans, hljótum við að álykta
að hér fari harðger maður
sem kunni frá mörgum
stormi aðsegja. Þaðer rétt
til getið. Maðurinn er
Þórður Guðbjartsson
verkamaður á Geirseyri. I
æsku var hann niðursetn-
ingur, strauk að heiman
um fermingu, braust til
sjálfstæðis og var í farar-
broddi hetjulegrar verka-
lýðsbaráttu. Þó að hann sé
nú hálfníræður vinnur
hann enn i frystihúsi og sér
um heimili. Hann eldar
matinn i börn sin og barna-
börn og er hvergi myrkur í
tali. Þórður lifir i kóngsríki
andlegrar reisnar. Hann er
sagnaþulur, vísnasjóður og
rimnamaður góður. Blaða-
maður Þjóðviljans átti
fyrir skömmu viðtal við
Þórð og fer það hér á eftir.
Stundum hefur sólin
skinið en stundum
myrkrið lokað öllu
Ég hef aldrei þolaö mikla valdbeitingu
Hvar hófst saga
þín, Þórður?
Hún byrjar þannig: Það var
dimmur desembermánuður árið
1891,og þar heitir Fjörður i Múla-
hreppi i Barðastrandarsýslu. Ég
fékk fljótt mætur á fólki jafnvel i
æsku, en fyrirlitningu á sumum.
Það varð mitt hlutskipti að ég var
heima nokkra mánuði... Siðan
kom óhapp fyrir föður minn og
við vorum tekin frá foreldrunum,
ég og systir min sem hét Ingi-
björg og er dáin fyrir 30 árum.
Manni var sagt að hann hefði fót-
brotnað. Ekki hef ég sannanir á
því, ég hafði engin sambönd
við heimilið. Aðrir sögðu að það
heföi verið af of mikilli ómegð.
Hann var i húsmennsku, fékk
ekki bújörð. Það var ekkert lif.
Jæja, og það verður úr að hún
fer á bæ, sem heitir Illugastaðir,
til Guðmundar Arasonar, en ég til
Guðmundar hreppstjóra Guð-
mundssonar sem bjó á Svinanesi.
Það var venja að bjóða upp
sveitaómaga um hver hreppsskil,
og þá kom i hlut þeirra að fara
staö úr stað.
Ekkert hefur lifað á Islandi eins
lélegu og mannúðarlausu lifi og
sveitarómaginn, ungur og
gamall. Mér er minnisstæð min
ævi. Mér er minnisstæð með-
ferðin á Jóni Sigmundssyni. En
svoleiöis var að gamalt fólk var
oft til hálfs hjá hverjum bónda.
Annar átti kannski heima i
Vattarnesi og hinn i Skálmardal.
Á milli þessara bæja skyldi þessi
maöur vera leiddur án tillits til
þess hvernig veðrið var, þvi að
hannmáttiekki éta sig inn i vik-
una sem kallað var. Ef hann var
ekki kominn i tæka tið i þá vist,
sem hann átti að vera i þá viku,
þá varð hann að éta sig inn hjá
hinum. Svo lélegt sem barnið áttf
þá hefur hinn útslitni átt verri
ævi.
Konan i Svinanesi. Sæunn hét
hún, var reglulegt valkvendi og
alveg frábrugðin þeirra tima
fólki. Hún kom i veg fyrir að ég
væri boðinn upp árlega.
Varstu lengi I Svlnanesi?
Þar var ég til fermingaraldurs.
Þá kom það fyrir að ég átti að
fara af hreppnum og heim til að
vinna fyrir systkinum minum,
sem ekki voru orðin fær um það,
svo að þau þyngdu ekki hrepps-
félagið. bvi undi ég illa, var eitt
ár heima og strauk. Ég hef aldrei
þolað mikla valdbeitingu. Ég
hafði vanist allt öðru en þar og
sárnaði svo að vera sviptur min-
um leikfélögum og æskumönnum
eins og krökkunum hreppstjór-
ans.
Gott er að vera góöum hjá,
en geta sneitt hjá hinum.
Sárt er aö vera sviptur frá
sinum bestu vinum.
Hvert fórstu?
Ég strauk með manni, sem var
mér góður, i Hergilsey. Siðan
komst ég i vist i Sauðeyjum i 3 ár
með ágætri liðun. Þá er ég nú i
ýmsum stöðum. Ég kunni varla
að lesa þegar ég var 17 ára, ekki
nema með vandræðum,og öngvan
staf skrifað. Nei, sveitarómagar
hafa ekkert með það að gera að
vera að læra. Guðmundur, sem ég
var hjá sem strokumaður i Sauð-
eyjum, gaf mér forskrift. Það var
mikil bót. Ég fékk mér spjald og
griffil, sem þá var notað við
reikning, og reikningsbók. Ég
fann þetta út með timanum. En
hvað um það. Þetta voru nú köld
kjör og þetta allt saman i raun-
inni smánarblettur á þjóðfélag-
inu, að halda þjóðfélagsþegnun-
um i þessum hefðbundnu þræla-
fjötrum sem voru frá fyrstu tið.
Ég tel það. Vinnumennskan var
þrælafjötur þó að heiðarleg
heimili væru til.
Hvenær komstu hingaö til
Geirseyrar?
Hingað komst ég 1909 og siðan
hef ég bjargað mér alveg á eigin
spýtur. Ég keypti mér lausa-
mannsbréf: „Heimilt skal Þórði
Guðbjartssyni að leita sér að at-
vinnu innan sýslumarka Barða-
strandarsýslu”. Lengra náði það
ekki. Færi ég suður á vertið, þá
var ég syndinni seldur. Ég var
ólöglegur lausamaður en löglegur
meðan ég hafði þetta i vasanum.
Bréfið kostaði 17 krónur og var
ekki litið að ætla sér þegar engir
peningar voru borgaðir. En ég get
sagt þér frá hvernig ég komst yfir
þetta. Það er ekki markvert. Ég
átti kind og hún var geld, missti
lambið ár eftir ár. Þegar ég
slátraði henni um haustið þá var
það maður sem kaupir hana af
mér, skrokkinn. gæruna og allt
saman fyrir þessa peninga.
Annars hefði ég aldrei komist yfir
það.
Þegar ég kom hérna fyrst átti
égþrennarstagbættar buxur, eina
blússu, tvenna roðskó, eina skinn-
skó og engin spariföt, öngvan eyri
og þekkti engvan. Þetta voru
kaldir timar.
Hvcrnig var umhorfs á Geirs-
eyri þegar þú komst?
Þannig var ástatt að 26 ibiíðir
voru á staðnum. Þar af voru 8
torfkofar. Ekki var upphitun i
nokkru húsi nema þar sem efnin
voru best svo sem i Valhöll sem
stendur enn hérna, Þrúðvangi,
sýslumannshúsinu og læknishús-
inu sem er hérna niður frá. Hin
voru flest upphitunarlaus nema
þar sem hlóðin voru inni I torf
kofunum. Þá voru þau aflið.
Sumir kofarnir láku i rigningum.
Þá myndaðist for á moldargólf-
inu. Væru hundur og köttur, þá
höfðu þeir sina hentugleika á
moldargólfinu að öllu leyti. Þetta
var óvistlegt að minum dómi. En
þetta var nú ekki eingöngu svona
hér. Þetta var svona um land allt.
Hvernig var vinna fólksins?
Ég get nefnt saltburðinn.
Norskt skip kom með sait i mars-
mánuði. Nú flaut það ekki að
bryggjunni á Geirseyri. Þá kom
uppskipunarskip, áttræöingur
sem hét Hringhorni. Það var farið
um borð i norska skipið á honum,
mæld 160 pund i mál og sturtað i
poka. Báturinn kom upp með
bryggjunni. Þá komu karl og
kona. Hann flaut ekki vel að. Það
varð að vaða út i hann i frostinu.
Pils kvennanna flutu i sjónum i
kringum þær þegar þær voru að
vaða eftir pokunum sinum i bát
inn. Hvernig mundi þér lika að
farið væri svo með dyggðadömur
nútimans? Daginn eftir var sára-
kaka á móts við baggana á bak-
inu. Skinnlaus skrokkur. Hyggi-
legra hefði verið að hafa heysi-
krana á bryggjunni og heysa pok-
ana upp.þvi að þar var jarnbraut
og hægt að aka þessu inn i hús. En
það var ekki verið að hugsa um
það. Það var bara að láta þrælana
hafa það,enda þótt það væri fjár-
tjón vegna vitlausra vinnu-
bragða. Ég sé fyrir mér konurnar
ganga með pokana á bakinu i röð
upp i húsið.
Fyrir vestan fæ ég séö
fölar mest á vanga,
eins og hesta áburö meö
I stórlestum ganga.
Við sáum nú hvernig hestarnir
voru. Ég fór með 12 i lest. Ég rak
þá nú reyndar alla þegar ég var
að fara með heybandið á Svina-
nes.
Reyndi fólkið ekki að bindast
samtökum gegn þessu?
Það þorði það ekki. Svo áttum
Patreksf jöröur nokkru eftir aldamót. Geirséyri er nær en Vatneyri fjær.
Hér eru vöskukonur á Geirseyri aö þvo saltfisk úr tréstokk þar sem klakavatniö rann I úr Litadalsá. Þær
höföu 12 1/2 eyri á tímann en til samanburöar má nefna aö eldspýtnabúnt kostaöi þá 15 aura. Þarna
stóöu þær jafnt i bieytukafaldi sem austanstormi. Þegar Þóröur Guöbjartsson kom 17 ára ungiingur til
Geirseyrar fékk hann ekki piáss á skútu og mátti þakka fyrir aö fá aö tina klakann upp úr stokknum á
kvenmannskaupi. Konurnar á myndinni eru frá vinstri taldar: Jakobina Jakobsdóttir frá Tungumúla,
Ragnheiöur, Herdis, Sólbjörg, Maria Helgadóttir, Magöalena Magnúsdóttir, Guörún Dagsdóttir og
Guörún Brynjólfsdóttir en fleiri veröa ekki munaöar.
við nokkrir samleið að stofna
verkalýðsfélag i janú
ar 1917, i húsi sem er hérna
fyrir neðan, en var bara torf
kofi þá. Þar bjó Markús
Jósefsson. Benedikt Sigurðsson
var kosinn formaður félagsins.
En fólkið skildi ekki þessa nauð-
syn. Það var hrætt við samtökin.
Það var engin leið að fá það til að
skilja að með samtökunum væri
það öruggt um betri lifskjör.
Fólkið hélt að kaupmaðurinn væri
eini bjargvætturinn og eina
hjálparhellan. Svo sáu atvinnu-
rekendurnir sinn hag i að láta þá
öngva fá vinnu sem voru i félag-
inu. Hið nýstofnaða Alþýðusam-
band var ekki orðið nógu sterkt til
að hjálpa upp á sakirnar. Þar
með fækkaði einum og einum og
félagiðdó. Það var svo endurreist
um 1919 en dó aftur. Og þá komst
það ekki á fót fyrr en 1928.
Voru margir atvinnurekendur á
Patreksfirði?
Pétur A. Ölafsson hætti sinum
atvinnurekstriá Geirseyri 1917 og
þá varð Ólafur Jóhannesson á
Vatnseyri einvaldur.Það vareng-
inn verslun önnur svo að teljandi
sé. Pétur og Ólafur höfðu ekki
verið algerlega samherjar. Ann-
ar vildi meiri kúgun en hinn. Með
einokunarverslun Ólafs fengust
aldrei frá honum peningar, og si-
fellt hækkaði varan. Þá kom fyrst
hugmyndin að kaupfélagi. Það
var stofnað i skúrnum sem er hjá
honum Páli Guðfinnssyni. Við
vorum 7 menn sem grófum fyrir
þessu með þvi að panta fyrir 40
krónur á mann og fékkst varan
frá heildsala i Reykjavik. Ólafur
Jóhannesson hafði rikisskipaaf-
greiðsluna, og þetta ætlaði að
verða óhugnanlegt ástand þvi að
hann vildi eiginlega ekki láta vör-
una inn i sin hús. Svo fengum við
að taka hana og var henni skipt i
húsum Péturs A. Ólafssonar á
Geirseyri. Hver kom með sinn
poka. Þar var bankabygg, eitt-
hvað sáralitið af hrisgrjónum,
eitthvað sykur og rúgmél. Ekki
var það nú annað.
Nú kom til að fá atvinnu hjá
Ólafi. Ekki einn einasti af þessum
sjö fékk hana, ekki nokkur. Þeir
sem börðust fyrir kaupfélaginu
fengu ekki handtak. Ég man eftir
að Ólafur sagði við mig og Gest
Gestsson:
„Þið ættuð aldrei að koma hér
ofan eftir."
Og sagði við Gest:
„Ég fyrirbýð þér að stiga fæti á
mina lóð.”
Þá segi ég sisona:
„Jæja, ólafur. Nú ætlar guð að
gefa góöan þurrk i dag.”, þvi að
það var fiskur.
Þá segir hann og rigsar til á
meðan:
„Þú ættir aldrei að nefna guð.”
Og ég verð svo djarfur að
segja:
„Ég fer ekkert að spyrja þig að
þvi.”
En þetta var ekki neitt. Við
ætluðum á sild á Hesteyri og
viðar og fórum. En þá er búið að
hringja þangað og biðja um að
hafa eftirlit með okkur. Ekki veit
ég hvers vegna. Ekki vorum við
dæmdir fyrir neitt afbrot. Þetta
var afbrotið.
Það var þungt i vöfum með
þann sem átti öll ráð. Ég segi ekki
Framhald á 14. siðu.
Þóröur Guðbjartsson er fóstri
Jóns skálds úr Vör
og er Ijóðabókin Þorpið
helguð Þórði, enda kemur hann
talsvert við sögu í henni.
VETRARDAGUR
Eftir svellaöri vegbrún gengur lágvaxinn maöur
með lítinn kút sér við hönd.
Þeir segja fátt
og fara sér hægt niður brekkuna.
Ef þú hefur einhverntíma séð kaupmanninn okkar
muntu þekkja hann, þegar þú kemur til himnarikis,
þó að þú værir aðeins sex ára þegar hann dó.
Kannski þér finnist, þegar þú ert orðinn stór,
að tvíræð glettni hafi búið í augum hans,
eitthvað haglkennt og hart
bak við hið eilífa ferðalag hökutoppsins
gegnum þykkar höfuðbækur.
Kannski manstu aðeins meinlaust bros
í vindilangan mahonirauðrar stofu.
Fámennt i búðinni,
kaupmannshönd á rauðhærðum kolli
— og kexkökur tvær i lófa þinum
sem snöggvast. — Augnaráð fóstra þins
og þú leggur gjafirnar
þegjandifrá þér
án þess að þakka.
Eftir svellaðri götu fara tveir lágvaxnir menn
og leiðast upp brattann.
ÚTMÁNUÐIR
Og manstu hin löngu
mjólkurlausu miðsvetrardægur,
útmánaðatrosið,
bútung, sem afvatnast i skjólu,
brunnhús
og bununnar einfalda söng,
báta í nausti
og breitt yfir striga,
kindur í fjöru
og kalda fætur,
og kvöldin löng eins og eilífðin sjálf,
oft var þá með óþreyju beðið
eftir gæftum
og nýju í soðið.
Og manstu
eitt kvöld undir rökkur.
Þú stóðst í fjöru með fóstru þinni.
Þið horfðuð með ugg á frosna hlunna,
út á fjörðinn,
til himins, —
þið áttuð von á litlum báti fyrir eyrarodda,
en hann kom ekki.
Og rökkrið varð að þungu myrkri með
veðurhljóði,
þögn
og tárum i kodda,
og þú sofnaðir einsamall i of stóru rúmi.
Og manstu
gleði þína á miðri nóttu,
er þú vaknaðir við, að á koll þinn
var lagður vinnuharður lófi.
og um vanga þinn
strokið mjúku og hlýjú handarbaki.
Fóstri þinn var kominn
— og kyssti þig, er þú lagðir hendur um háls hans.
Og það var enn kul í sjóvotu yf irskegginu.
Og næsta morgun var blár steinbitur
á héluðum hlaðvarpasteini,
og sól sindraði i silfri ýsuhreisturs, —
og hamingja i húsi fátæks manns.