Þjóðviljinn - 12.03.1976, Qupperneq 17
Föstudagur 12. marz 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
Frá vinstri: Ingvar Guömundsson, Geröur Aradóttir, Guörún Kjerúlf, Einar Rafn Haraldsson,
Guölaug Bachmann.
HELGI SELJAN:
Ærsladraugurinn
Leikfélag Fljótsdalshéraðs
hefur að undanförnu sýnt gaman-
leikinn Ærsladrauginn eftir Noel
Coward undir leikstjórn Hauks V.
Gunnarssonar.
S.l. föstudag sá ég sýningu
þeirra á leiknum á Reyðarfirði
mér til óblandinnar ánægju.
Yfir flestum sæmilega heppn-
uðum leiksýningum áhugafólks
er viss þokki, viss leikgleði er
rikjandi, oft sakna ég þessa úr at-
vinnuleikhúsunum.
Heildarsvipur þessarar sýn-
ingar einkenndist mjög hér af og
glöggt er, að leikstjórinn hefur
lagt alúð við verk sitt.
Leikstjórar, sem koma til
starfa hjá áhugafélögum, falla
stundum i þá gryfju að einbeita
sér um of að einhverjum tiltekn-
um persónum — aðalhlutverkun-
um, en missa þá um leið viss tök á
verkefninu og túlkun þess i heild,
jafnvel svo að mikilvæg hlutverk
verða að engu og týnast.
f þessari sýningu var þessu
ekki til að dreifa, sem betur fer.
Leikritið er og á að vera ærsla-
fullt, kimileg tilsvör og svipbrigði
eftir
Noel
Coward
ráða miklu um velheppnað verk,
margt kemst þar ágæta vel til
skila, enda var óspart hlegið.
Framsögn leikenda var i heild
mjög góð, en þó þótti mér Krist-
rún Eiriksdóttir i ærsladraugnum
sjálfum jafnbest, einkennilega
kliðmjúk en hrein rödd minnti
oftlega á eitthvað handan okkar
vitundar. Og sviflétt framkoman
var eins og best varð á kostið.
Burðarásinn i sýningunni hlýt-
ur þó húsbóndinn að vera Hann
var leikinn af Einari Rafni Har-
aldssyni, sem hefur allt til að
bera i sitt hlutverk: frapikomu,
framsögn og svipbrigði.
Eiginkonan siðari var leikin af
Gerði Aradóttur, sem var hikandi
i fyrstu, en náði sér verulega á
strik siðar og þó aldrei betur en
sem framliðin vera.
Læknishjónin, leikin af Guð-
laugu Bachmann og Ingvari A.
Guðmundssyni, komu mjög
þokkalega fyrir i tiltölulega litl-
um hlutverkum og Guðlaugu ætti
að fela viðameiri verkefni, til
þess hefur hún greinilega hæfi-
leika.
Hrappurinn i leikritinu, gervi-
miðillinn, var leikinn af Guðrúnu
Kjerúlf, sem fór oft á mikhim
kostum og vakti ærna kátinu. Þó
var hér ekki um ofleik að ræða
eins og hlutverkið býður að
nokkru upp á. Litið hlutverk
stofustúlkunnar var ágætlega
túlkað af Helgu Aðalsteinsdóttur
— taugaóstyrkur hennar var ein-
mitt hæfilega fjölbreytilegur.
Annars átti þetta ekki að'vera
leikdómur sem slikur, aðeins um-
sögn ásamt þakklæti fyrir góða
skemmtan. Ég þekki af eigin
raun, hversu mikið og fórnfúst
starf liggur hér að baki og eru þá
•ótaldir ailir þeir aðrir, sem hafa
unnið hin fjöimörgu störf kring-
um leiksýninguna. Það þarf til að
koma mikið starf margra þannig
að sýning eins og þessi komist á
fjalirnar.
Mikil gróska er nú i leiklistarlífi
áhugafólks.
Verzlunarhúsnæði
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis óskar eftir
HUSNÆÐI FYRIR
VÖRUMARKAÐ
til kaups eða leigu. — Tilboð sendist
Lögfræðiskrifstofu Ragnars Ólafssonar,
Laugavegi 18.
Kristrún Eiríksdóttir, (sitjandi) °6 Guðrún Kjerúlf.
Með þessári sýningu hefur Leik hugastarfs. Fyrir það og ánægju-
félag Fljótsdalshéraðs lagt fram legt kvöld færi ég bestu þakkir.
ágætan skerf til þess mikla á- HelgiSeljan.
IÐJA
félag verksmiðjufólks
Aðalfundur félagsins verður haldinn i
Tjarnarbúð, sunnudaginn 14. mars, kl. 2
e.h.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
önnur mál.
Félagar mæti stundvislega og sýni skir-
teini við innganginn.
Félagsstjórn.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á
þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir febrúar-
mánuð er 15. mars. Ber þá að skila
skattinum til innheimtumanna rikissjóðs
ásamt söluskattsskýrslu i þririti.
Fjármálaráðuneytið
10. mars 1976
Sovéskar bækur
og tímarit
(á ensku), hljómplötur og nótur. Opið frá
kl. 10—12 og 14—18, föstudaga til kl. 19,
laugardaga kl. 10—12.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæð
..