Þjóðviljinn - 12.03.1976, Side 19

Þjóðviljinn - 12.03.1976, Side 19
Föstudagur 12. marz 1976 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 19 Undirbúningur landsliðsins fyrir B-liðakeppnina að hefjast: „Við náum okkur aldrei upp án róttækra breytinga og ekki má slá nein vindhögg” segir Sigurður Jónsson, formaður HSI í samtali við Þjv. Undirbúningur islenska hand- knattleikslandslibsins fyrir B-liðakeppni Ol-leikanna er nú að hefjast. Framundan er erfitt æfingaprógram fyrir landsliðs- mennina og HSl hyggur á ýmsar breytingar frá þvf sem verið hefur til þessa. Fyrst er þar aö telja ráðningu útlends þjálfara til landsins og þar á eft- ir koma aörir þættir eins og að hætta að liota „útlendingana”, breyta jafnvel tilhögun tslands- mótsins eftir landsleikjadag- skránni, veita auknum pening- um inn i æfingakerfið sem greiðslum til leikntanna o.s.frv. I B-liðakeppninni svokölluðu berjast nokkuð mörg lið um fjögur sæti i úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar. Rétt til þátttöku i keppninni hafa öll þau lið, sem urðu i 2. sæti hvers Olympiuriðils og meðal þeirra er íslands. Þau lið sem náðu fyrsta sæti komast hins vegar átakalaust i úrslita- keppnina. Þjöðviljinn heimsótti Sigurð Jónsson, formann HSl, i gær og ræddi við hann um undirbúning landsliðsins, þjálfaramál og annað það, sem ofarlega er á baugi i sambandi við handbolta- iþróttina um þessar mundir. — Nú hefur verið ákveðið að ráða hingað erlendan þjálfara þrátt fyriryfirlysingar á siðasta ársþingi HSl um að leggja ein- göngu áherslu á menntun Is- lensku þjálfaranna og fela þeim allt starf i hendur? — Já, við sjáum ekki neina heppilegri leið til þess að mennta upp islensku þjálfarana heldur en aö fá til þess mann hingað til landsins. Upphaflega var að visu gert ráð fyrir þvi að Viöar Simonarson hefði lands- liðið I jafnvel tvö ár, en við telj- um okkur ekki geta slegið hend- inni á móti tilboði eins og þvi, sem nú er i athugun á milli HSÍ og pólska landsliðsþjáifarans. Viðræöur við hann byrjuðu að hans eigin frumkvæði þegar pólska landsliðið kom hingað sl. haust. Hann sagðist þá hafa á- huga á því að breyta til og taldi rétta timann til þess vera strax að loknum Olympiuleikunum. Við ræddum mikið við hann og þegar hann fór utan hafði hann frá okkur skriflegt tilboð, til þess að sýna pólska handknatt- leikssambandinu. Þegar siðan júgóslavarnir komu hingað fengum við frá honum skilaboð, þar sem itrek- aður var áhugi á þvi að koma hingað þannig að vissulega er- um við vongóðir um að nú takist okkur loksins að fá hingað við- urkenndan útlenskan þjálfara. — Verður þetta ekki eins og með Mares forðum, — þiö biðiö og biðið eftir endanlegu svari og fáið siðan neitun þegar allt er komiö I eindaga? — Auðvitað er ekki hægt að afskrifa þann möguleika. Við vorum grátt leiknir með Mares forðum en núna hins vegar kæmi það ekki alveg eins flatt upp á okkur. Viðar Simonarson er alls ekki úr sögunni, hvort sem pólverjinn kemur eða ekki. Við erum hæstánægöir með starf Viðars og vonumst til þess aö hann verði nýttur til hins ýtr- asta án tillits til þess hvað gerist Isamningunum viðpólska þjálf- arann. Komi hann ekki er vist að Viðar verðurbeðinn um að taka að sér undirbúning lands- liðsins að öllu leyti, viö ætlum ekki að leita á önnur mið utan landsteinanna en til Póllands. — Hvert yrði hlutverk inn- flutts handboltaþjálfara? — Starf hans kæmi trúlega til með að mótast töluvert af þvi, að hannyrðihér ekki lengur en i tvö ár. A þeim tima myndihann væntanlega sjá um öll íslensku landsliðin og siðan vinna af al- efli við þjálfun og menntun is- lenskra þjálfara. Að loknum tveimur árum vil ég aö minnsta kosti láta islendinga eina sjá um alla þjálfun en þó að sjálfsögðu að halda við kunnáttu þeirra með þvi að senda þá á námskeið o.fl. Hér á ég alls ekki við þjálf- ara meistaraflokkanna ein- göngu, það eru yngri flokkarnir sem eru veikasti hlekkurinn hjá okkur og þar þarf að gera rót- tækar breytingar lika. — En þið álitið nauðsynlegt að stokka verulega upp I þjálfun landsliðsins? — Já, því er ekki að neita. Við teljum að ýmslegt þurfi að lag- færa til þess að ná árangri. Raunar viðurkenna allir þá staðreynd að ef við ætlum að ná okkureitthvaðofar en orðið er verður að gjörbreyta allri is- lenskri handknattleiksþjálfun. Að minu áliti erum við ennþá á bilinu frá 12.-18. bestu þjóðar heims og þvi sæti verður vart haldið, hvað þá aukið, nema rót tækar breytingar verði gerðar. Viðlærðum ýmislegt af undir- búningi landsliðsins fyrir und- ankeppni Ol-leikanna. Akveðin vindhögg voru slegin, eins og t.d. með feröinni til Júgóslaviu sl. sumar, og slikt má ekki ger- ast aftur. Það er teflt um, háar fjárhæðir i þessum málum og við höfum engin efni á þvi áð gera sömu mistökin tvisvar. — Og I liverju veröa helstu breytingar fólgnar nú? — Það er fyrst og fremst að auka æfingatiðnina h já landslið- inu verulega. Við höfum nefht við landsliösmennina möguleik- ana á þremur föstum landsliðs- æfingum i hverri viku fyrir utan æfingabúðir, keppnisferðir og annað slikt. Skemmst er frá þvi að segja að þessu hefur verið vel tekiö og menn undantekningar- litið lýst sig reiðubúna til þess að gera nánast hvað sem er til þess að unnt verði að senda fram topplið i B-liöakeppnina. — Hvað er mönnum greitt fyrir vikið? Hingað til höfum við eingöngu greitt þeim vinnutap i keppnis- ferðum, fyrir utan að sjálfsögðu ferðir, gistinguog uppihald. Við hins vegar gerum okkur grein fyrir þvi aö þaö verður að reyna aö gera eitthvað meira fyrir strákana. Þetta eru ungir menn, margir hverjir að byrja búskap og mega illa viö sifelldum vinnutöpum og kostnaði vegna iþróttarinnar. Min skoðun er sú að það eigi að stefha að ákveðn- um mánaðargreiðslum fyrir mætingar á landsliðsæfingar, enda verði reynt að hafa þær á virkum dögum á bilinu frá klukkan fimm til sjö. — Er möguieiki á þvi að pólski þjálfarinn, ef hann kem- ur, taki að sér þjálfun einhvers félagsliðs jafnframt landsliðs- þjáifun? — Jú, það er auðvitað mögu- leiki en ég liti slikt þó óneitan- lega homauga. Ég vil virkja manninn af alefli við kennslu til handa islenskum þjálfurum og slikt starf samhliða landsliðs- þjálfun er feykinóg handa ein- um manni. — Fer reisnin yfir handbolt- anum okkar minnkandi? Sigurður Jónsson: „Vilreynaað borga landsliðsmönnum eitt- hvað fyrir vinnutap vegna æf- inga”. —- Menn greinir nú á um þessa spurningu. Mér finnst ekki hægt að loka augunum fyr- ir þvi að handboltinn hefur sett ofan og er reiðubúinn til þess hvenær sem er að ræða hrein- skilnislega um hvað hægt sé að gera til breytinga. En minnkandi mæting áhorf- enda á leiki a sér þó aðra skýr- ingu en þá eina, að örlitil deyfð sé yfir iþróttinni. Fjölmiðlar hafa gert handboitanum ööru visi skil i vetur en fyrr og það hefur haft sin áhrif. — Hvernig? — Ég á fyrst og fremst viö rikisútvarpið. Allar handbolta- lýsingar frá 1. deildarleikjum hafa svo tillegið niðri i vetur, en betri auglýsingu er ekki hægt að fá heldur en þetta vinsæla út- varpsefni. Ég er hins vegar alls ekki að amast við gagnrýnum skrifum. Þau eru ómissandi þáttur i um- ræðum um iþróttina og viö sem höldum um stjórnvölinn gerum okkur ljóst að oft gerum við mistök, sem engin ástæða er til þess að þegja i hel. A þeim má hins vegar reyna að læra og okkur er enginn akkur i þvi að vinna að slikum rannsóknar- störfum i kyrrþey. —gsp- Heimsmethafinn í 10 km. hlaupi ekki meö á ÓL? Gummersbach náði aðeins jafntefli Allar likur eru á þvf, að heims- methafinn i 10 km hlaupi, bretinn David Bedford, verði ekki meö á Ólympiuleikunum i Montreal Ali enn í hringinn Muhamed Ali, heimsmeistar- inn i hnefaleikum ætlar i hringinn einu sinni enn gegn litt kunnum hnefaleikara 30. april nk. Það er Jimmy Young, sem veröur þess heiðurs aðnjótandi að láta Ali lemja sig niður að þessu sinni. Ali sem er orðinn 34ra ára ætlar þarna að verja titil sinn i 6. sinn siðan hann náöi honum aftur 1974. Young þessi, sem ætlar að berjast viö Ali er eins og áður segir litt kunnur hnefaleikari frá Phila- delphia i USA, 27 ára gamall. næsta sumar. Ástæðan fyrir þvi er sú, að hann hefur átt við þrálát meiösli I fæti að striða sl. 4 ár. llann sagði við fréttamann Reut- ersfréttastofunnar að hann hefði leitaö til 29 sérfræðinga, og meöal annars gengist undir uppskurði en án árangurs. — Og ef ég finn ekki einhvern lækni sem getur hjálpaö mér og þaö alveg á næstunni er útséð með að ég verð ekki með á Ölympiuleikunum i sumar, og þar með væri iþróttaferill minn á enda, sagði Bedford. David Bedford, setti heimsmet sitt i 10 km hlaupi 1973 og er tim- inn 27:31,00 min. Læknar hafa sagt honum að ekkert væri að fæti hans, þetta væri aðeins „móöur- sýki” að honum. — Þetta er ekki rétt, segir Bedford, — þeir segja þetta aðeins af þvi þeir finna ekki það sem að fætinum er. Andstæðingar Vikings, i EB i handknattleik frá þvi i haust, v- þýsku meistararnir VFL Gummersbach, náðu aðeins jafn- tefli gegn júgóslavneska liðinu Borac Banjaluka I fyrri leik lið- anna i undanúrslitum keppninn- ar, 16:16, en leikurinn fór fram i Dortmund i V-Þýskalandi. Þar með má fastlega reikna með að draumur Gummersbach um Evrópumeistaratitilinn, einu sinni enn, sé úr sögunni. Ötrúlegt er að júgóslavarnir tapi á heima- velli, fyrst þeir náðu jafntefli i V- Létt hjá KR-ingar voru ekki I neinum vandræðum meö Framara i seinni leik liðana i 2. deildinni i körfu. KR-ingarnir voru nokkuð lengi að ná sér á strik, en eftir að skriður komst á liðiö varö þaö ó- stöðvandi og sigraöi 104-74. Framarar léku fyrri hálfleikinn vel, voru til dæmis yfir 14-12 á 5. min. en þá misstu þeir tökin á leiknum og eftir það varð sigri KR ekki ógnað. Strax á fyrstu min. seinni hálf- leiks tóku KR-ingar góða rispu og komust i 57-35 og lOmin. siðar var Þýskalandi. Gummersbach hafði oftast frumkvæði i leiknum, til að mynda var staðan i leikhléi 9:8 Gummersbach i vil. Það var sem staðan orðin 100-59, og slökuðu þeir þá á og lokatölurnar urðu 104-74. Trukkurinn átti ágætan leik, og Birgir, Bjarni og Kolbeinn voru mjög góðir. Hjá Fram var það Helgi Vald. sem stóð sig best, en Hörður Agústsson og Þorvaldur Geirsson voru einnig góðir. Dómgæslan var i höndum Hall- grims Gunnarssonar og Atla Ara- sonar og heföi hún svo sannarlega getað verið miklu betri og bitnaði léleg dómgæsla þeirra meir á Framörum en KR-ingum, sem þökkuðu þeim fyrir eftir leikinn. fyrr Hansi Schmidt, sem mest kvað að hjá þýska liðinu, en snilli hans dugði ekki til, Gummers- bach varð að sætta sig við jafn- tefli. Stigin hjá KR: Trukkur 33, Birgir Guðbjörnsson 18, Bjarni Jóhannesson og Kolbeinn Pálsson 10 hvor, Gunnar Jóakimsson og Arni Guðmundsson 8 stig, Gisli Gislason 7, Eirikur Jóhannesson 6, Hilmar Viktorsson og Asgeir Hallgrimsson 2 stig hvor. Hjá Fram: Helgi 23, Þorvaldur 22, Hörður og Jónas Ketilsson 6 hvor, Guðmundur Hallsteinsson, Ömar Þráinsson og Arngrimur Thorlacius 4 hver, Héðinn Valde- marsson 3 og Hörður Garðarsson 2 stig. G.Jóh. KR gegn Fram

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.