Þjóðviljinn - 14.03.1976, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. marz 1976
Umsjón: Vilborg Haróardóttir.
Konur á Akranesi hafa
nú verið í fjórar vikur i
verkfalli og lítt gekk við
samninga er þetta var
skrifað. Það er sérstakt við
þetta verkfall, að konurnar
standa einar, — önnur
félög innan Verkamanna-
sambandsins hafa skrifað
undir það samkomulag
sem þær hafna vegna
þeirrar reynslu sem þær
hafa áður fengið af glopp-
um i kauptryggingarsamn-
ingnum, gloppum, sem
atvinnurekendur á Akra-
nesi hafa notfært sér til
hins ýtrasta.
Þótt þær standi einar í
verkfalli mega þær
Skagakonur vita, að þær
eru síður en svo einar,
enda hafa streymt að þeim
stuðningsyfirlýsingar
hvaðanæva að og sumir
hafa einnig stut.t verkfalls-
sjóð þeirra. En fjórar
vikur er langur tími tekju-
lausum og hætt við að
sverfa fari að þar sem
ástandiðer erfiðast. Erþví
hérmeð skorað á fólk að
veita verkfallskonunum
styrk siðferðislegan og
fjárhagslegan, hver eftir
sinni getu.
Margt hefur þegar
komið fram um verkfallið
og þann málstað sem kon-
urnar eru að verja. Um
siðustu helgi héldu þær
opinn kynningarfund á
Akranesi, þar sem ma.
þrjár konur úr frysti
húsunum lýstu viðhorfum
sínum og hefur jafnréttis-
síðan fengið leyfi til að
birta ræður þeirra, sem
fara hér á eftir.
Elsa Sigrún
Siguröardóttir:
Eru
konur
óþarfar
í frysti-
hús?
Sá atburður gerðist á Akranesi
29. febrúar, þegar samþykkja átti
nýgerða samninga við Vinnuveit-
endasamband Islands, að konur i
hraðfrystihúsum á Akranesi
felldu samningana með miklum
meirihluta á þeirri forsendu, að
kauptryggingarsamningúr sem
gerður var, var öllu verri nú en
verið hafði Var hann nógu göt-
óttur fyrir samninga þótt hann
yrði nú ekki samþykktur verri.
Árið 1974 var kauptryggingar-
Frá Akranesi
samningur fyrst samþykktur, til
mikillar ánægju og gleði fyrir
konur, þvi þarna var komin
trygging fyrir þvi, að þær fengju
greidda upp að einni atvinnu-
íeysisviku. En i ljós kom gat i
samningnum. Væri vinnu sagt
upp á föstudegi og byrjaði siðan
aftur á fimmtudegi töldu konur,
að þær ættu að fá mánudag,
þriðjudag og miðvikudag
greidda. En atvinnurekendur
héldu þvi fram, að vinnuvika
byrjaði þann dag sem vinnsla
hæfist á ný, þannig að vika getur
að þeirra mati byrjað á fimmtu-
degi. En vinnuvika byrjar alls-
staðar á mánudegi, nema þá i
frystihúsi.
Konur biðja nú um það, að
þegar kauptryggingasamningi er
sagt upp, sé honum sagt upp á
föstud. með 7 daga fyrirvara, en
vinnuveitendur vilja segja honum
upp hvaða dag sem er óháð viku-
skiptum. Þetta er fáheyrt. Vill
t.d. maður, sem hefur mánaðar-
uppsagnarfrest, hlita þvi, að
honum sé sagt upp i miðjum
mánuði, en ekki um mánaðamót?
Þetta virðist'ekki vera mikil
spurning, en samt er þetta svo
alvarlegt, að atvinnurekendur
Framhald á bls. 22
Gréta Gunnarsdóttir:
Stöndum
samanum aö
ná rétti okkar
Guðmundína Samúelsdóttir:
Þaö sem viö viljum
er trygg atvinna
Vegna mikils misskilnings á
túlkun kauptryggingarsamnings
verkafólks i fiskvinnu, sem komið
hefur fram að undanförnu og ekki
sist eftir að við verkakonur á
Akranesi felldum nýgerðan
samning á þeim forsendum að
hann væri spor aftur á bak við það
sem viðhöfðum áður, langar mig
að setja hér upp litið dæmi, sem
ætti að sannfæra konur um það
misrétti sem við erum beittar:
Segjum svo, að við séum
kallaðar til vinnu á mánudag.
Hráefni er fyrir hendi til 6 daga
vinnslu. Á þriðjudag gætum við
fengið bréf um uppsögn með 7
daga fyrirvara. Frá þriðjudegi til
mánudags eru 7 dagar. Nú, á
þessum 6 dögum göngum við frá
þvi hráefni sem til er og engin von
um meira hráefni. Við erum at-
vinnulausar og búið að segja okk-
ur upp. Nú eru 4 dagar eftir af
vinnuvikunni. Við förum að láta
skrá okkur atvinnulausar. En þar
koma margar að stóru gati i
kerfinu, sem ég kem að siöar.
Ef þessu hefði ekki veriö breytt
i nýju samningunum var aðeins
hægt að segja okkur upp á föstu-
dögum. Þannig vorum viö bundn-
ar til næsta föstudags. Svo að
eftir þessu dæmi sem ég dró hér
upp fyrr, verða þeir að finna eitt-
hvað fyrir okkur að gera, þessa 4
daga eða láta okkur vera heima á
launum.
Það er það sem virðist hneyksla
svo marga sem um þetta ræða
þessa dagana. Ég vil þó benda á,
að atvinnurekandi greiðir 40% af
þeim launum, en atvinnuleysis-
tryggingasjóður 60%. Við biðjum
ekki um að vera heima á launum.
Það sem viö viljum er trygg
vinna, atvinnuöryggi.
Þá er að athuga hversvegna at-
vinnuleysistryggingasjóður vill
viðurkenna þennan samning
frekar en hinn fyrri, þvi svo ég
vitni aftur idæmið hér að ofan, þá
aukast atvinnuleysisdagar og
sjóðurinn þarf að greiða meira.
En þá komum við aftur að gatinu
I kerfinu., sem ég vék að áðan:
Eins og allir vita er stór hluti af
þeim konur sem i fiskinum vinna
giftar konur. Og þegar þær skrá
sig atvinnulausar verða þær að
gefa upp tekjur maka. Þvi aðeins
fá þær bætur, að maki þeirra hafi
minni tekjur en 1.073.000 krónur.
Hvað eru margir karlmenn með
minni tekjur? Eru þetta miklar
tekjur nú til dags? Nú segja
margir. „Égheld, að þessar giftu
konur þurfi ekki á bótum að
halda!” En mér er spurn: Er ekki
greitt i atvinnuleysissjóð fyrir
gifta, sem ógifta?
Eitt langar mig að benda á, þótt
það sé kannski ekki i sambandi
við kauptryggingarsamning og
þaö er sá rfkjandi hugsunarháttur
hjá karlpeningi þessa lands, að
þeireigiað hafa tryggða vinnu þá
daga sem hráefni er ekki fyrir
hendi, þeir hafi fy rir sér og sinum
að sjá. En eru ekki líka margar
konur i fiskvinnu sem hafa fyrir
sér og sinum að sjá? Eru ekki
margir karlar i fiskvinnu sem
eiga maka i öðrum störfum, sem
gætu þá séð fyrir þeim þann tima
sem hráefni er ekki fyrir hendi.
Já, og þeir gætu lika látið skrá sig
atvinnulausa. Þá gætu þærgengið
fyrir vinnu, sem á henni þyrftu að
halda. Ég er ekki þarmeð að
halda þvi'fram, að allir karlmenn
I fiskvinnu hafi fyrirvínnu i öðr-
um störfum, langt frá þvi.
Ég vona, að þessi orð komi fólki
til að sjá, að það er ekki að
ástæðulausu sem við viljum ekki
skrifa undir þennan samning sem
atvinnurekendur vilja telja okkur
ihagogað hann veitiokkur meira
öryggi en viö höfðum.
1 samningunum i feb. 1974 var
samið um kauptryggingu i fisk-
vinnu, þannig að greiddir skyldu
þrir fyrstu atvinnuleysisdagar i
viku hverri. Okkur sem þessa
vinnu stundum fannst, að nú væri
kominn fyrsti visir að þvi, að við
nytum sömu kjara og annað fólk.
Nú væri ekki lengur hægt að reka
okkur heim kauplaust er okkar
væri ekki talin þörf. En það leið
og beið og ekki vildu atvinnurek-
endur fara að greiða þessa lang-
þráðu tryggingu. Það var haft til
afsökunar, að ekki væri búið að
breyta lögum um atvinnuleysis-
tryggingar til samræmis við
samningana, þannig að vinnu-
veitendur gætu verið öruggir um
aðþeir fengju endurgreiddan hlut
trygginganna i þessum hræðilegu
útgjöldum. Haldnir voru fundir
bæði hér og í Reykjavik, en ekk-
ert gekk. Loks eftir miðjan júni,
tæpum þrem mánuðum eftir
undirritun samninga, gátum við
farið að fastráða okkur. Og ég sé
á minum samning, að hjá Þórði
Óskarssyni voru fyrstu konurnar
ráðnar 19. júni.
En galli var á gjöf Njarðar:
Þessum fágæta samning var hægt
að segja upp með viku fyrirvara.
Og brátt fengum við að reyna, að
það voru sannarlega ekki orðin
tóm. Oft og mörgum sinnum höf-
um við fengið að horfa á hvitan
miða upp á veggnum i kaffistof-
unni, þar sem hefur staðið, að
vegna hráefnisskorts sé okkur
sagt upp frá og með næsta föstu-
degi. Og fleiri annmarkar komu i
ljós.Viða vardeilt um,hvort færa
mætti konur milli vinnustaða inn-
an sama fyrirtækis, t.d. láta þær
rifa upp saltfisk ef ekkert væri að
gera i frystihúsinu.
Við vildum ekki sætta okkur við
þessa túlkun og gerum ekki enn.
Nokkrir fundir voru haldnir en án
árangurs. Ekki hvað minnstar
deilur urðu um svokallaða aftur-
virkni, þ.e. ef kallað væri til vinnu
t.d. á miðvikudegi i uppsagðri
viku, hver ætti þá að borga tvo
fyrstu dagana. Við héldum, og
höidum enn fram, að það eigi at-
vinnurekendur að gera, þvi í
samningnum stendur: Greiða
skal fyrstu 3, nú 4, atvinnuleysis-
daga í viku hverri, — og við telj-
um, að vinnuvika sé frá mánu-
degi til föstudags.
Þegar við vorum i nærri tvö ár
búnar að reka okkur á þessa og
jafnvel fleiri galla samningsins
tók stjórn kvennadeildarinnar sig
til sl. haust og gerði uppkast að
endurbótum á samningnum til
þess að senda verkamannasam-
bandinu fyrir væntanlega kjara-
samninga. Þar er skýrt tekið
fram, að hver almanaksvika sé
ein heild og þvi gildi samningur-
inn frá mánudegi til föstudags og
ekki megi segja honum upp nema
á föstudegi. Þetta var alls ekki
tekið til greina i nýgerðum kjara-
samningum, heldur samið um, að
segja mætti upp hvaða vikudag
sem væri með 7 daga millibili.
Þetta vildum við ekki sætta okkur
við hér, eins og ykkur er kunnugt
og þvi voru samningarnir felldir.
Það virðist furðulegt ábyrgðar-
leysihjá atvinnurekendum hér að
vilja heldureyðileggja verðmæti i
stórum stil en semja við okkur
um þetta litilræði- verðmæti sem
örugglega nema margfalt meiru
en þeir kæmu til með að greiða
okkur á öllu samningstimabilinu.
Ég veit ekki nema það ætti að
taka atvinnutæki af slikum mönn-
um, sem vinna ekki aðeins verka-
fólki og bæjarfélaginu okkar slikt
tjón með þrjósku sinni og stifni,
Framhald á bls. 22