Þjóðviljinn - 14.03.1976, Síða 5

Þjóðviljinn - 14.03.1976, Síða 5
Sunnudagur H. marz 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 NUSTOFU • * GÖMUL HJÓN GÁFU ÖNDUM BRAUÐ vöglí Ólafur Jóhann Sigurðsson var ekki vel ánægður með það um- stang sem fylgdi í kjölfar bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Ég hefi, sagði hann, ekki haft tima til að skrifa eina linu fyrir sjálfan mig siðan þetta gerðist Það dynja yfir mig bréf og fyrirspurnir frá fólki og for- lögum, og ég er svo mikill sveitamaður i mér að ég vil svara pósti... Engu að siður er nú bætt við þetta ónæði þvi viðtali sem hér fer á eftir. Og fyrstvar spurt um reynslu hans af fyrrnefndum bókmenntaverðlaunum og álit á þeim. Annaö fyrirkomulag — Ég held að fyrirkomulag verðlaunanna sé ótækt orðið. Menningarritstjóri Dagens Ny- heter Lars Olof Frantzén hefur i blaði sinu borið fram gagnrýni á þau, sem ég get að mörgu leyti tekið undir. Hann benti á það, að þau geta verið ósanngjörn — dómnefndarmönnum er gert að gera upp á milli 2—3 manna sem allir koma vel til greina á sama tima. Kostnaðurinn við verð- launin er orðinn fáránlega hár, meira en tvisvar sinnum hærri en verðlaunaupphæðinni nem- ur. Og hún sjálf hefur staðið I stað allt frá þvi að til verðlaun- anna var efnt. Lars Olof Frantzen hefur bor- ið fram hugmyndir til breyt- inga. Hann vill að verðlaunin verði hækkuð um helming, i 100 þúsund d. kr. Og gangi þau þá i hring með þeim hætti, að eitt land sé til meðferðar i einu. Eða þá að sömu upphæð sé skipt milli fimm höfunda á ári hverju, og sé einn frá hverju landi. Mér finnst það vel koma til greina að hafa hvorutveggja i gangi i einu — ef mönnum finnst i of mikið ráðið, þá mætti skipta um kerfi annaðhvert ár. Gallinn við stærri upphæð til eins manns er sá, að hætt er við að hún gangi til reyndra manna og ráðsettra, en 20 þúsundir danskra króna til fimm manna gætu að minu viti orðið góð tilbreytni i lýðræðis- legri átt. — Hvemig var tekið ræðunni sem þú fluttir við afhending- una? — Það er skemmst frá þvi að segja, að ég hefi aldrei fyrri haldið ræðu.Hvað þá á dönsku. Eitt af þvi sem hefur komið mér á óvart á þessum stutta vetri er það, hve vel menn tóku þessu stutta ávarpi minu. Sama kvöldið var ég falaður til að koma til Danmerkur i aprillok til að halda aðra tölu, en ég gat ekki tekið þvi. Þar var á ferð fé- lagsskapur sem kallar sig Frit Norden, hópur manna úr ýms- um flokkum sem telur hættu á þvi að Danmörk verði gleypt með húð og hári af stórveldum og fjársterkum aðilum öðrum, hreyfing sem er einskonar framhald af andófi gegn aðild dana að Efnahagsbandalagi. Eitt tilsvar — Mig langar að spyrja þig um atvik úr vinnustofu rithöf- undar. Hvað um fyrirmyndir, hefurðu tilbúna heillega beina- grind að sögu áður en þú byrjar og hvernig safnast á hana hold, kemur það fyrir að persónur taka völdin i sinar hendur og fara aðrar leiðir en þeim var ætlað upidiaflega? — Ég get nefnt eitt dæmi um það hvemig saga verður til. Einhverju sinni er ég á gangi við tjömina. Skammt frá Odd- fellowhúsinu vom gömul hjón að gefa fuglum brauð, og vissi ég hver hann var. Konan var fljótt búin með það brauð sem hún var með, og bað mann sinn um meira. Hann sagði: Mér er það ekkert útbært, þú varst með þitt. Mér fannst á þessum gömlu hjónum, að eitthvað sérstakt lægi á bak við þessi orðaskipti. Og upp úr þessu spruttu önnur hjón smám saman, sem fundu sér stað i sögunni um Bréf séra Böðvars (Leynt og ljóst). Þetta sótti svo á mig að ég reif mig frá öðru verki. Fyrst ætlaði ég að smiða smásögu um þetta atvik. Siðan skáldsögu með miklum fortiðarinnskotum. Nema hvað þessi saga hefur reynst mér erf- iðustaf ölluþvi sem ég hefi látið frá mér fara. Ég margskrifaði hana og stytti svo griðarlega mikið, t.d. varð ekki eftir nema einn fortiðarkafli. Þvi fór mjög fjarri að ég gerði mér grein fyr- ir þvi, þegar ég stóð hjá þessum hjónum, sem ég áðan nefndi, að þau mundu leggja á mig þetta erfiði. — En útkoman er sú, að þú ert einna ánægðastur með Bréf séra Böðvars af verkum þinum? Rölt og næöi — Já. En sem sagt: það er kannski eitthvað smáatvik sem verður að kveikju. Það heldur áfram að sækja á mig, breytast, taka á sig ný form. Ég byrja að sjá persónurnar fyrir mér. Ég held éghafialdrei byrjað ásögu fyrr en ég gæti séð fyrir mér bygginguna alla og persónurn- ar. En þegar lengra er komið fer margt á annan veg. Ekki persónurnar sjálfar, heldur hlutföllin, ýmsir þættir gera til- kall til annars rúms og meira en þeim var I upphafi ætlað. Vinnustofumál rithöfundar eru tviþætt. Annarsvegar er hann á rölti meðal fólks til að vita hverju fram vindur. Hins- vegar þarf hann að hafa full- komið næði til að vinna sitt verk. Það þarf litið til að kippa mér út úr verki. Og það getur kostað miklar þrautir að kom- astinn I vedk að nýju, sem mað- ur hefur af einhverjum ástæð- um orðið að leggja á hilluna. Það kemur oft fyrir mig að ég detti ofan i einhveija botnholu. Mér finnst ég þurfi að segja eitt- hvað öðruvisi og betur. Við hvörf i sögu, sem e.t.v. eru smá- vægileg, til dæmis á að kveða við dálitið annan tón. Þá getur oftfarið svo,aðégengist dögum og vikum saman yfir þessum hvörfum. Og það hörmulegasta er að menn taka alls ekki eftir þvi, sem hefur kostað mann mest erfiði. Menningar- gagnryni Þessu næst var að þvi vikið að höfundur er ekki einungis á rölti meðal fólks, hann nýtur góðs af þvi sem aðrir hafa skrifað. Og margir hafa skiptmáli fyrir rit- höfund.einkum meðanhann var ungur — i dæmi Ólafs, amriska skáldsagan. 1 seinni tið fer til- hneiging til að halda við þekk- ingu á fomum bókum saman við þá nauðsyn að rithöfundur verð- ur að fylgjast með þvi sem er að gerast þar og hér. — I skáldsögunni Hreiðrið og víðar heldur þú fram mjög harðri gagnrýni á siði og háttu, sem ekki aðeins eru tengd við striðshyggju eða þá svokallaðan vitundariðnað, heldur er henni mjög stefnt að frammistöðu bókmenntanna sjálfra, þar eru látnar uppi áhyggjur af sundur- hólfun mannsins i kynlifsþenslu og heilaspuna. — Það er auðvitað ekki nema eðlilegt að rithöfundur spegli sinn tima. En ef höfundur geng- ur alveg á hönd þeim tima sem hann lifir, þá fer það eftir þess- um tima hvort það er honum til gagns eða tjóns. íhaldssemi eða róttækni Ég held að þjóðfélag enda- lausra manndrápa og enda- lausrar tæknivæðingar, þjóðfé- lag þar sem allt er gert að versl- unarvöru hafi afvegaleitt marga höfunda. Ég held að ým- isleg verðmæti mannleg, sem hafa lifað um aldir geti ekki verið orðin úrelt vegna ákveð- innar framvindu i raunvisind- um og þar með tækniþróun. Sumir segja að ég hatist við klám og rustaskap og telja mér það til ihaldssemi. En ég tel þetta hinsvegar vott um rót- tækni. Vegna þess að margt af þessum bókum er nátengt sölu- mennsku og prangi, ber þvi vitni að svonefnt frjálsræði og rustaskapur er hreint ekki til komið af listrænni nauðsyn heldur til að bækurnar veröi seljanlegri. Ég held að bókmenntir af þessu tagi séu ekki liklegar til að verða manninum nein stoð á vegferð hans. Ég veit ekki betur en einn helsti talsmaður frjáls- legs uppeldis, Benjamin Spock, hafi i nýlegri bók lýst þeirri skoðun að hrottaskapur, rudda- fengni og klám á tjaldi, skermi og prenti séu engu hættuminna en eiturlyf. Þegar ég minnist á þessa hluti i Hreiðrinu er fyrst og fremst vikið að erlendum fyrirmyndum, þvi það hefur ekki borið mikið á þessu hér. Þann kafla taldi ég nauðsynleg- an til að sýna, hvað sögumaður er að lesa um það leyti sem á- kveðin tiðindi gerast i lifi hans. Ég ætla ekki að gerast neinn postuli umfram það sem i þeirri sögu segir, en ég held, að þessar bókmenntir adki á tragik mannsins, sérstaklega unga fólksins. Alþýðumenning Mitt lifsviðhorf er ofið saman úr ýmsum þáttum og hefur styrk af mörgu fólki sem ég hefi þekkt og hafði áþekk viðhorf, en var mér miklu fremra. Fólki sem hefur mótast af og tileinkað sér þá gömlu alþýðumenningu okkar sem ég hefi drepið á nokkrum sinnum að undan- förnu. Og þessi menning var nota bene ekki einangrunar- sinnuð, rejmdi að draga sér föng utan úr heimi við engar aðstæð- jr. Ég nefni til dæmis Jón á Bægisá. — Finnst þér að áhrifamáttur oókmennta, skáldsögunnar hafi rýrnað á seinni tið? — Nei. Það er stundum verið ið segja að dagar skáldsögunn- tr séu taldir, hún sé of löng og imafrek við okkar aðstæður. En ég sé ekki betur en það séu niklir doðrantar sem menn lesa nest, nefiium Joseph Heller, íefiium Solzjenitsin. Ég er auð- átað ekki að segja að skáldsög- ír þurfi að vera koffort að ;tærð, en þetta sýnir að fjalli )ær um mál sem mönnum eru íugleikin, þá gefur fólk sér tima il að lesa þær, hvað sem liður illum hraða. Framhald á bls. 22 Viðtal við Olaf JóhannSigurðsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.