Þjóðviljinn - 14.03.1976, Side 6

Þjóðviljinn - 14.03.1976, Side 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINNi Sunnudagur 7. mars 1976. GILS GUÐMUNDSSON: Bréfkorn til Matthíasar Jóhannessen ritstjóra og skálds i. Kæri Matthias. Mjög hefur fundum okkar lækkað siðustu missiri, eftir að Vilhjálmur menntamálaráðherra framlengdi orlof mitt frá Menn- ingarsjóði ogellefu alda afmælis- árið var runnið i aldanna skaut. Áður áttum við eitt og annað saman að sælda um skeið, eins og þú kannske manst, og á ég marg- ar góöar minningar frá samstarf- inu. Eftir á að hyggja setur það bara skemmtilegan blæ á þessar liönu stundir, hvað þú komst oft skelíing seint á lundina og hvað þér var einatt afskaplega mikið niöri fyrir þegar þú loksins snar- aöist inn úr dyrum. Þá hætti mað- ur óðara að bölva seinlætinu, — forföll þin voru næstum lögleg — þú hafðir verið að stýra Morgun- blaðinu þinu. Á meðan hugurinn dvelst enn við þessar liðnu stundir og er ekki farinn að reika annað, langar mig til að bæta hér við fáeinum orð- um. Manstu allar hrakspárnar, sem þjóðhátiðarnefndin okkar sáluga hlaut i vegarnesti á tima- bili, meðan flest átti að vera vit- laust og jafnvel stórháskalegt sem hún gerði? Ósköp er nú á- nægjuiegtað geta með góðri sam- visku staðhæft eftir á, að fæstar rættust þessar hrakspár. Jafnvel sitthvað.sem stóð höllum fæti um skeið, svo sem Islandssagan, virðistætla að hafa heldur góðan framgang. I þvi efni eigum við að visu dugnaði, útsjónasemi og öðr- um hæfileikum Sigurðar Lindals stórmikið að þakka. En meðal annarra orða: geturðu frætt mig nokkuð um það, hvað iiður sam- eiginlegu áhugamáli okkar beggja, þjoðarbókhlööunni fyrir- huguöu'.' SU var von okkar að hún risi heldur fyrr en siðar, — veg- legt tákn um raunsæi og mening- arlegan stórhug bókmenntaþjóð- ar sem minntist ellefu aida mannvistar i þessu landi. Ég veit að rikiskassinn er galtómur (nafni þinn, sem gætir hans, hef- ur trúað mér fyrir þvi). En jafn- vel á ,,erfiðum timum'’ ætti að vera kleift að fjármagna eina bráðnauðsynlega stórfram- kva'md, sem vonir standa til að geti orðið lyftistöng fræða og mennta i landinu um langa fram- tið. Hvað segirðii um það að nota á næstu missirum nokkra Morg- unblaðsdálka til að ýta á eftir þessu máli? Meðþvi ynnir þú gott verk. 2. Fjarskalega þótti mér gaman að sjá það i' blaðinu þinu á dögun- um að þið Morgunblaðsmenn höfðuð nýlega fengið góða og kær- komna gesti i heimsókn: sendi- herra kinverja á lslandi ásamt fyigdarliði. Þessi góðlátlegi og geðþekki fulltrúi rikis Maós for- manns hafði verið að kynna sér starfsaðstöðu ykkar Styrmis. Þarna hefur hann átt þess kost að sjá með eigin augum hver ytri skilyröi ykkur eru búin til að þjóna sannleika og réttlæti i eitt hundrað og sextiu til tvö hundruð og fjörtiu blaðdálkum dag hvern, alla daga vikunnar nema á mánu- dögum. Ég þykist vita að sendi- herrann hefur fengið góðar og hjartanlegar móttökur hjá ykkur Styrmi. Getur hann nú vafalaust glatt aldna kempu i Peking eystra með þvi', að ekki hafi Morgun- blaðið ýjað að þvi einu orði upp á siðkastið að skáldið og stjórn- málamaðurinn Maó hafi fengiö svo mikið sem giktarkast eða kvef, þótt áður fyrr væri það hátt- ur blaðs þessa að birta oft á ári fréttir af hroðalegum sjúkdómum ogdramatiskum banalegum, sem ein á fætur annari hrjáði þennan þjóðarleiðtoga. Nú er það hins vegar Breshnef hinn gerski, sem aö sögn sama málgagns hefur átt viö aðskiljanlega sjúkdóma að striða, og gegnir mestu furðu að karlinn skuli ekki vera hrokkinn upp af fyrir löngu. A hinn bóginn læðist að mér sá grunur að þér kunni að hafa vafist tunga um tönn þegar sá kinverski spurði þig hvers vegna i ósköpun- um þú værir steinhættur að skrifa um rtissneska stórnjósnarann við Túngötu. En þá fyrst hefði gam- anið tekið að kárna, ef einnig hefði verið spurt hvort það væri satt að Geir og Gunnar og Matthiasarnir báðir hefðu heim- sótt þann sovéska 7. nóvember og skálað við hann fyrir rússnesku byltingunni. Það eru svo hin bestu tiðindi að þú skulir loks hafa uppgötvað hið gagnmerka málgagn KSML, og gerst áskrifandi að blaðkominu. Hefur þú séð af hyggjuviti þinu að til þessa sómablaðs getur þú sótt röksemdir og þó einkum andlegt þrek i örðugri og lýjandi baráttu við alla þá háskalegu bolsa, sem fylkt hafa liði innan Alþýðu- bandalagsins og ógna frelsi hús- bænda þinna til að græða á ná- unganum, svo sem lögmál pen- inganna ætti að tryggja að öðrum kosti. Ég er þess fullviss að heimsókn kinverska ambassadorsins og andlegt samband við kommúnist- ana — marxistana — leninistana hefur orðið þér nokkur uppörvun á annars heldur umhleypinga- sömum vetri. Þú ert tilfinninga- maður eins og flest skáld, og þér veitir naumast af svolitilli hlýju, þar sem þú mátt dúsa, eins og annað vinnufólk Geirs og Ólafs, i heldur köldu og fúlu andrúmslofti á stjórnarheimilinu. 3. Mikill var fyrirgangurinn hjá ykkur Sjálfstæðismönnum sið- sumars 1974 þegar Ólafur hafði myndað fyrir ykkur stjórnina. Nú skyldi sýnt að styrkar hendur væru teknar við stýristaumunum. Gætni og festa og ábyrg fjár- málastjórn átti að einkenna stjómarfarið. Ihaldsöflin ibáðum stjórnarflokkunum hugðu gott til glóðarinnar. Brátt kæmi i ljós hvemig oddvitar frjálsrar sam- keppni leystu þjoðfélagsvanda- málin. Það fór ekki fram hjá neinum, sem las blað þitt um þær mundir, að þú varst afar kátur og ortir trúlega opnari ljóð en nokkru sinni fyrr. Sumir fullyri'i. að í einskæru virðingarskyni viö samstarfsflokkinn hafir þú þau missiri skilið við hvert ljóð galop- iö i báða enda. Fyrstu mánuðir stjórnarsam- starfsins vom án efa góðir timar og vonbjartir i augum ykkar Sjálfstæðismanna. Þeir sem réðu ferðinni i samstarfsflokknum Forsætisráðherrann — Er hann farinn að lita Ólaf alvarlegum augum? Fjái;málaráðherra — Er botn rikiskassans uppi i Borgarfirði? lögðu sig i lima um að verða við hverri ósk ykkar og kröfu, og reyndust hjóiliprir að snúa flestu öfugt við það sem áður var. Eftir alla „vinstrimennskuna” undir forsæti Ólafs áttu þeir furðu létt með að feta fhaldsveginn i fótspor Geirs. Einar skrapp i snarheitum vestur til Washington og sótti gömlu tillögurnar sinar um brott- för hersins i áföngum, sem þar höfðu legið i reiðileysi um hrið. Siðan var viðbótarsamningur gerður við herstöðvarsamninginn um stóraukin umsvif og mann- virkjagerð á herstöðvarsvæðinu i anda Varins lands. Samið var um að efla samstarf Bandarikjahers annars vegar og islensku land- helgisgæslunnar, almannavarna og flugmálastjórnar hins vegar. Á vettvangi innanlandsmála var greiðlega orðið við margvislegum kröfum kaupsýslustétta-og milli- liða um stórfelldar hækkanir á Dómsmálaráðherrann — Ef ekki bandarisk gæsluskip, þá rússnesk Utanrikisráðherra — Er hann orðinn leiður á utanrikispólitik ihaldsins? vörum og þjónustu. Gengið var tvívegis fellt hressilega með nokkurra mánaða miílibili. Hvar- vetna gat að lita hugsjónastefnu Sjálfstæðisflokksins i fram- kvæmd. Og stjórnarflokkarnir voru eins og ástfangið par i til- hugalifi. Þið Styrmir klöppuðuð Framsóknarráðherrunum á koll eða kinn i öðrum hvorum leiðara. Og niðri á Alþingi hentu menn gaman að þvi að Eykon og Þ.Þ: væru að verða eins og eineggja tviburar, með sömu skoðanir á öllum hlutum — liktust æ meir hvor öðrum, jafnvel i málrómi og göngulagi. Smám saman fóru að visu að koma snurður á stjórnarþráðinn. Nafni þinn Mathiesen kvartaði sáran yfir hriplekum rikiskassa, og hélt um skeið að botninn hefði orðið eftir hjá Halldóri uppi i Borgarfirði. Á f'yrsta tólf mánaða timabili núverandi rikisstjórnar hækkaði allt verðlag hér á landi samkvæmt framfærsluvisitölu um 54%. Launþegar báru sig illa, og þeir sem áttu að lifa á ellilif- eyri og örorkubótum áttu enga sældardaga. Hallinn á gjaldeyris- viðskiptum var hrikalegur, og eftir að hann var kominn yfir tiu milljarða fór ólafur að hafa við orð að liklega nægði að flytja inn hundraö sortir af ensku kexí i staðinn fyrir tvö hundruð. Það fannst ykkur frjálsræðishetjun- um góðu i Sjálfstæðisflokknum að visu afleit frelsisskerðing. En að öðru leyti var kaupsýslustéttin sæmilega ánægði með rikis- stjórnina sina, enda þótt alltof seint þætti ganga að koma siðustu rytjum verðlagseftirlits fyrir kattarnef. Ykkur leiö vist heldur vel þarna á Morgunblaðinu fyrsta stjórnar- áriö. Margt hafði óneitanlega tek- ið breytingum siðan hinir vondu „kommúnistar” gátu ekki lengur ausið réttmætu aflafé athafna- mannanna i óverðuga, lifeyris- þega og láglaunafólk. Og þeir erf- iðleikar, sem við var að etja, myndu hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar ljóminn af útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 milur færiað leika um rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar. 4. En á skammri stund skipast veður i lofti. Og nú er svo komið að rikisstjórnin þin á formælend- ur fáa, jafnvel i röðum þeirra sem hún hugðist þjóna — og hefur eftir megni reynt að þjóna — fésýslu- manna, Natosinna, Bandarikja- vina. Ef þú dregur þessa staðhæf- ingu mina i efa, þarftu ekki annað en bregða þér suður i Keflavik eða Grindavik oghafa tal af góð- um og gegnum Sjálfstæðismönn- um. Þar muntu fá að heyra sitt af hverju um frammistöðu rikis- stjórnarinnar að undanförnu, og fara þinir menn i stjórnarstólum sistvarhluta af harðri gagnrýni. Þeim finnst það varla einleikið þarna suðurfrá, hversu hrösul rikisstjórnin hefur reynst og van- máttug til að reka þá pólitik, sem venjulegur góðborgari og sauð- tryggur kjósandi Sjálfstæðis- flokksins ætlaðist til að hún ræki. Hvar er hin ábyrga forusta? spyrja menn. Hvar er fjármála- stjórnin trausta og örugga, sem okkur var heitið? Hvar eru hömlurnar gegn verðbólgunni? Og flokksbraður þinir viðs vegar um land láta ser ekki nægja að spyrja þessara spurninga. Þeir spyrja einnig (og þá fer að kárna gamaniö): Hvers virði er okkur aöildin að Nato? t hvers þágu haía Bandarikin „varnarlið” á Keflavikurflugvelli? Nokkru fyrir siðustu kosningar þótti Gunnari Thoroddsen pólitisk nauðsyn til bera að þið sjálf- stæðismenn rækjuð af ykkur það slyðruorð, að þið væruð ævinlega dáðlausastir og mestir úrtölu- menn þegar barátta fyrir stækk- un fiskveiðilandhelginnar væri unnarsvegar. Nú skyldi fært út i 200 milur. lokamarkinu náð. Og blaðið ykkar Styrmis var undir- lagt dag eflir dag til að básúna hina tilvonandi hetjudáð. Til bragðbætis var þvi si'ðan skrökv- að ótal sinnum, að vondir menn, einkum Alþýðubandalagsmenn, væru andvigir 200 milna útfærsl- unni. Þetta stóra og útbreidda blað ykkar, sem alltaf hafði verið með hundshaus út af 50 milna út- færslunni og lagt sig i framkróka um aö gera li'tið úr henni, lét nú reikna út og birti með miklu stolti, hve margar þúsundir fer- kilómetra sjávar bættust við is-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.