Þjóðviljinn - 14.03.1976, Síða 7
Sunnudagur 14. marz 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Er þetta hægt?
lenskt yfirráðasvæði þegar fært
yrði út i 200 milur. Ljóst var hins
vegar frá upphafi, að af hálfu nú-
verandi stjórnvalda var hér að
verulegu leyti um blekkingaleik
að ræða. Ætlunin var að semja
um veiðiheimildir við „nágranna-
og vinaþjóðir” þær, sem veitt
höfðu obbann af þeim fiski er út-
lendingar sóttu á tslandsmið.
Yrði samningaróðurinn ykkur
þungur, var fyrstog fremst treyst
á það, að tsland væri Atlantshafs-
bandalaginu svo mikilvægt að
oddvitar þess hlytu að ganga i
málið og leysa þaö með viðhlit-
andi hætti að ykkar dómi. Og þá
var ekki. amalegt að geta bent á
slika lausn sem sönnun fyrir á-
gæti Atiantshafsbandalagsins og
gagnsemi aðildar að þvi.
En þetta hefur farið allmjög á
annan veg en áætlað hafði verið.
Eins og fyrri daginn reyndust
bretar haröir i horn að taka, og
hafa hagað sér með þeim hætti
sem ætla mátti aö heyrði til löngu
liðnum tima sjórána og nýlendu-
velda, en ekki lýðræðisriki undir
kratastjórn á siðasta fjórðungi
tuttugustu aldar. Og ósköp hafa
rtkisstjórninni þinni oft verið
mislagðar hendur eftir að þessi
þriðja þorskastyrjöld hófst. Hvað
eftir annað hafa handarbaka-
vinnubrögð, hik og hálfveljga,
einkennt framgöngu þeirra
manna, sem til þess höfðu valist
að vera oddvitar þjóöarinnar á
örlagatimum. Meginástæðan er
vafalaust sú, að stjórnin þin hefur
settalltsitt traustá Nato, án þess
þóaðþora aðbeita þvivopni,sem
kynni að hafa bitið: hótun um úr-
sögn úr félagsskapnum.
í þess stað hafa talsmenn
stjórnarliða, og þó einkum þið
Morgunblaðsmenn, birt hverja
lofgerðarrolluna af annari um
Nato. Markvisst og af talsverðri
lævisi stefnduð þið að þvi að gera
Luns karlinn að goðumlikri hetju
og ástmegi islensku þjóðarinnar,
eftir að hann hefði stökkt bresku
freigátunum á flótta og fært Is-
lendingum frið og samninga á
silfurfati frá Nato.
Nú blasir árangurinn við. Auð-
sætt er að erindi hins erlenda
sendimanns hefur verið það að fá
rikisstjórn íslands til að hefta að-
gerðir varðskipanna og knýja
hana siðan til að fallast á upp-
gjafarsamninga við Breta.
En þetta hefur ekki tekist. And-
stðan gegn undansláttarsamning-
um er öflug og nær langt inn i rað-
ir stjórnarflokkanna beggja. Og
nú er Framsökn farin að bita i
skjaldarrendur. ólafur Jó-
hannesson mundar pennann, og
milli þess sem hann hirtir Visis-
mafiuna skrifar hann Einari
Agústssyni bréf og felur honum
það verkefni að útvega hrað-
skreið gæsluskip, ef ekki banda-
risk — þá rússnesk. Ja, þvilikt og
annað eins.
Og þið Geir sitjið úti i homi og
litið þetta allt saman m jög alvar-
legum augum.
Sú er eina bótin að Gylfi hefur
enn á ný játað Atlantshafsbanda-
laginu ást sina og alla hylli. Ást-
arjátningin birtist i Morgunblað-
inu innrömmuð og með mynd. —
Þinn til dauðans o.s.frv.
5.
Hér verða ekki raktar fleiri
stjórnarraunir aö sinni, og er þó
af nógu að taka. Ég skal svo ekki
orðlengja þetta meira, en ódca
þér alls góðs, og þó einkum
maigra skáldlegra upphafningar
— og náðarstunda á komandi
timum. Kannski sendi ég þér linu
seinna. Um margt gæti verið
gaman að spjalla: utanrikispóli-
tik Brésnefs og félaga hans,
frelsi, réttlæti, Solzhenitsyn,
KGB, CIA — Ford og Reagan.
Eftir á að hyggja: Finnst þér
ekki dapurlegt til þess að vita
hversu mjög bandarikjamenn eru
að missa áhrifavald á vettvangi
alþjóðamála? Vinum þeirra fer
fækkandi. Og nú er Franco dauð-
ur.
Stundum - þegar mér blöskrar
eitthvað þá get ég ekki oröa
bundist, þannig er það einmitt
núna.
Svoleiðis er mál með vexti að
ég þekki náið samkomuhús,
sem er litið og vinalegt. Það er i
litlu og þokkalegu þorpi og i
þorpinu býr fátt fólk, alla vega
ef við miðum við Reykjavik.
Samt sem áður er þetta fólk
með sálir einsog geingur og ger-
ist alls staðar annars staðar.
Það þarf að vinna fyrir sinu lifi-
brauði og ef þið hafið ekki tekið
eftir þvi, þá er lifibrauðið orðið
rándýrt nú til dags. (Ég læt
þetta fljóta með ef þið skylduö
ekki hafa orðið þess vör).
En ég var að ræða um sam-
komuhús og fólk og litil þorp og
vinnu en ekki verðlag. Sem sagt
ég ætla að segja ykkur frá þessu
samkomuhúsi. Þetta er afar
merkilegt hús og ef til vill er það
einsdæmi. Samkomuhúsið er af-
skaplega litið á mælikvarða
risa-samkomuhúsa, en hefur þó
staðið fyrir sinu. En þeir sem
byggðu húsið voru ekki nógu
framáýnir, þvi ef þeir hefðu séð
fram til dagsins i dag, hefðu
þeir byggt húsið á einni hæð. En
það er sem sé á tveim hæðum.
Uppi er salur sem rúnfar 110
manns og niðri, er það sem hún
amma min hefði kallað borulegt
eldhús, salerni - tvö, eitt fyrir
konur og annað fyrir karla.
Herbergi sem rúmar 20 manns
i sæti, þar fyrir innan er aflangt
herbergi sem notað er fyrir
geymslur og innaf geymslunni
er smákompa. Þetta eru sem sé
húsakynnin.
Uppi salnum er smá svið sem
ég hugsa aö hvert einasta leik-
hússvið myndi afneita á stund-
inni eftir að hafa borið það aug-
um. En það hefur verið hægt
að notast við það hingað til,
þarna uppi er lika herbergi sem
er notaö fyrir ölsölu.
1 vetur hefur samkomuhúsið
verið brúkað óspart. Skólinn
hefur notað salinn sem leikfimi-
sal, handbolti og fótbolti er æfð
ur i salnum tvisvar i viku. Það
hafa verið tómstundakvöld fyrir
unglinga einu sinni i viku, einu
sinni i mánuði skemmtikvöld
fyrir þessi sömu auk dansleikja-
halds, félagsvistar og bingó.
Ef þið kæmuð inn á einhverja
af þessum samkomum myndi
ykkur sjálfsagt finnast fátt fólk i
salnum - en ef viö vitnum i þessa
sivinsælu höföatölu sem Is-
lendingar miða allt sitt við og
tökum dæmi af einu skemmti-
kvöldi þar sem inn komu 50 ung-
lingar, þá væri það sama og inn
á eina skemmtun i Reykjavik
kæmu 9000 manns. Hver mundi
kalla það dræma pðsókn? Nú
eruð þið ef til vill farin að furða
ykkur á hvert ég sé eiginlega að
fara, en þetta er nauðsynlegur
undirbúningur svo þið getið
skiliö alla málavöxtu.
Nú nú - þá kom vertiðin. Þessi
makalausa vinnuhátið íslend-
inga, þegar allir ætla aö vinna
fyrir skuldum og eiga auk þess
nokkrar krónur eftir i
handraöanum til að gleðja sig
við. Kannski kaupa bil eða hús
eða kannski fara til útlanda.
Það skiptir i rauninni eingu
hvaö fólkið ætlar að gera við
alla sina aura en hitt er vist að
allir eru að vinna. Og þorpið hér
er eingin undantekning. Hér
fara allir að vinna og félagslifið
dettúr upp fyrir.
Já, segið þið. Er þetta bara
ekki eðlilegt á svona litlum
stað? Einginn fer út að
skemmta sér allir eru að vinna?
Rangt til getið. Félagslifið
dettur upp fyrir af þvi að eing-
inn staður er fyrir félagslif.
En hvað með samkomuhúsið?
Ónothæft.
Hvers vegna?
Það hefur verið leigt
út. Hverjum?
Fry stihúsast jóranum.
Ha?
Jú sko hann þarf mötuneyti.
Er ekki mötuneyti i frysti-
húsinu?
Ekki fullklárað, bara útvegg-
irnir.
En af hverju mötuneyti i sam-
komuhúsinu?
Þaö er bara svona.
Er bara svona?
Já, það hefur alltaf veriö.
En að nota heilt samkomuhús
undir mötuneyti?
Það er bara kjallarinn.
Nú hvað, þá er öll efri hæðin
eftir.
Já.
Yfir hverju ertu þá að kvarta.
Hvert á að fara með leikfimi-
dótið til dæmis?
Hvað?
Ég spurði hvert ætti að fara
með leikfimidótið?
Meinaröu . . .
Já, þegar halda á ball?
Þá ferðu með það niður.
Það er ekki pláss.
Nú?
Mötuneytiö er niðri.
Hmmmm.
Þá þarf að bera það úti skól-
ann.
Bera hvert?
Húsvörðurinn þarf að bera
dótið úti skóla.
Ég skil þetta ekki.
Ekki ég heldur.
En segðu mér er ekkert annaö
hús?
Jú, það er annað hús.
Fyrir kannski svona mötu-
neyti?
Þrisvar sinnum stærra eldhús
og eitt til vara, þvisvar sinnum
stærra herbergi.
Þrisvar sinnum stærra - en af
hverju er það ekki notað?
Frystihúsastjórinn neitar.
Á hann samkomuhúsið?
Nei.
Hvað þá?
Mér skilst hann eigi þorpið.
Það er ekki hægt að eiga heilt
þorp.
Það viröist vera hægt.
En segðu mér, þetta sem er
þrisvar sinnum stærra - hvað
með þaö?
Þaö eru verbúðir.
En er ekki fint að hafa ver-
búöirnar og mötuneytið i sama
húsi?
Nei.
Af hverju ekki?
Frystihúsastjórinn segir nei.
Ég skil ekki þennan frysti-
húsastjóra.
Ekki ég heldur.
En eru ekki önnur hús sem má
leigja fyrir verbúðir svo mötu-
neytið geti flutt i þetta þrisvar
sinnum stærra húsnæði?
Jú.
En af hverju er það ekki gert?
Frystihúsastjórinn neitar.
Þetta er eitthvað undarlegt,
er ekki til hreppsnefnd eða eitt-
hvað svoleiðis sem sér um hag
ibúa þorpsins?
Jú.
Hvaö með hana?
Frystihúsastjórinn á meiri
hlut i hreppsnefndinni.
Þú ætlar þó ekki að segja mér
Jú.
En félögin maður félögin?
Geta ekkert gert.
Eru þau kannski i rassvasa-
num á frystihúsastjóranum?
Nei.
En hvað þá?
Þaö er ekki hlustað á
þau. Ekki hlustað? Hafið þið
reynt að tala við hreppsnefnd-
ina?
Meira að segja haldið fund
með henni um málið.
Og?
Ekkert.
Ha?
Ekkert. Ekkert?
Frystihúsahúsastjórinn
hlustar ekki á neinn. Hann segir
hreppsnefndinni að samþykkja
málið og býður uppá kók.
Og ekkert hægt að gera?
Ekkert hægt að gera.
En ekki verður hann þarna
inni allt árið ha?
Nei, bara næstu sex mánuði.
Er ekki samkomuhúsið
lokað?
Jú.
Verið að setja nýjar plötur i
loftið ha?
Vegna eldþættu já.
Þá fer einginn inn i
samkomuhúsið er það?
Jú, mötuneyti frystihúsa-
stjórans.
Ha?
Mötuneytið er komið inn.
En eldhættan?
Hún er ekki undir sama þaki.
Ha?
Mötuneytið i kjallaranum og
salurinn uppi er ekki undir
sama þaki.
Ha?
Það er gólf á milli.
Ég skil þetta ekki.
Ekki ég heldur.
En húsið er lokað?
Já fyrir alla félagsstarfssemi.
Þangað til hvenær?
Þangað til búið er að setja
nýjar plötur i loftið.
Hvenær verður það?
Þegar það er búið.
Alveg er þetta makalaust.
Húsvörðurinn hætti.
Útaf mötuneytinu?
Þú getur ekki ætlast til að
hann uni þvi að þurfa að hlaupa
með húsgögn og leikfimidót á
bakinu um allt þorp.
Sei sei nei.
Formaður kvenfélagsins
hættir störfum ef mötuneytið fer
ekki út.
Hvað?
Formaður ungmennafél-
agsins er að hugsa um að gera jj
slikt hið sama.
Hvað þá?
Til hvers að hafa félög sem s
ekki er hægt að starfrækja?
En er þetta hægt?
Ég segi það með þér - er þetta
hægt?
Skrifstofustarf
Byggingasamvinnufélag óskar eftir
starfsmanni (karli eða konu) til almennra
skrifstofustarfa. (gjaldkera störf, almenn
afgreiðsla) Umsóknir ásamt upplýsingum
um aldur, menntun og fyrri störf sendist
afgreiðslu Þjóðviljans fyrir 17. þ.m. merkt
„Ábyrgðarstarf”
Aöalfundur
(Síðari fundur)
Byggingasamvinnufélags starfsmanna
rikisstofnana Verður haldinn i skrifstofu
félagsins Hverfisgötu 39 fimmtudaginn
18. mars nk. og hefst kl. 5 siðdegis.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagsstjórnin.
Höfum
opnað skrifstofu
Miðnefnd herstöðvaandstæðinga hefur
opnað skrifstofu að Skólavörðustig 45.
Opið alla daga allan daginn þessa viku
Simi 17 9 66
Hafið samband við skrifstofuna.
Miðnefnd
herstöðvaandstæðinga