Þjóðviljinn - 14.03.1976, Page 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. mars 1976.
HigHlllillllsi
Leiðbeiningar
Stafirnir mynda islensk
orö eða mjög kunnugleg
erlend heiti, hvort sem
lesið er lárétt eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt
númer og galdurinn við1
lausn gátunnar er sá að
finna staflykilinn. Eitt
orð er gefið og á það að
vera næg hjálp, þvi aö
með þvi eru gefnir stafir i
allmörgum öðrum orð-
um. Það eru þvi eðlileg-
ustu vinnubrögðin að
setja þessa s.tafi hvern i
sinn reit eftir þvi sem töl-
urnar segja til um. Einnig
er rétt að taka fram, að I
þessari krossgátu er
gerður skýr greinarmun-
ur á grönnum séíhljöða
og breiðuni, t.d. getur a
aldrei komið i stað á og
öfugt.
Pmumí oró hj ekkí Jbrijtau ettttur
/ z Z 3 S H b 1 (o s 2 H 9 V 3 10
"F \ y V 9 10 /3 )S b S V )U> V 17 /3 ¥ IZ
/p 18 S- l\i 9 V /3 IS 20 <P 21 $ IZ )S 22 13 ¥
)!o 21 jsr V 2S- 17 <?> (p /3 /3 /S' V IZ /9 H /3 h?
e IS 9 S is 3T /r V V 21 13 II r ¥ 9 H $ 2S
2(o 9 27 sr I? z 2? b V II /6‘ 9 n V II Ib
IS 5" 2</ n 9 /v /0 5" v 28 H l¥ 9? Qp (o 2<i 30
/ II /S )Z V /3 H r 9 H /3 7 (p 5T ý 4
II /3 31 b V 2S 21 9 V 21 9 9 <?> Z 12 /S /2 V
zz /3 /3 V 21 /3 H 21 H h ¥ 9 Z 1¥ 1 b
s I S’ /3 32 /3 11 3o 9 0? IS 30 s? /S /3 /3 S 2
Setjið rétta stafi i auðu reitina
neðan við krossgátuna og
mynda þeir þá heiti á störborg i
Asiu. Sendið þetta borgarnafn
sem lausn á krossgátunni til af-
greiðslu Þjóðviljans, Skóla-
vörðustig 19 Rvk., merkt „Verð-
launakrossgáta nr. 23”. Skila-
frestur er þrjár vikur.
Verðlaunin eru bókin Dagur
úr dökkva eftir Brian Cooper i
þýðingu Andrésar Kristjánsson-
ar. útgefandi er Bókaútgáfan
Fróði. Einkunnarorð bókarinn-
ar eru tekin frá Ibsen: „Þúsund
orð ná ekki áhrifum einnar dáð-
ar”. I bókinni segir frá breskum
lögfræðingi sem starfaði við
réttarhöldin i Niirnberg yfir
zr / 2¥ 2S /S 7
ástir. En saga sem hann heyrði
við réttahöldin i Niirnberg rifj-
ast skyndilega upp og tengjast
þessari konu og fortið hennar i
Þýskalandi. Mikil hetjusaga er
þar að baki.
nasistaforingjunum. Að þeim
loknum heldur hann heim til
Englands og kynnist þar ungri
ekkju, með þeim takast heitar
Verölaun fyrir krossgátu nr. 19
— Verðlaun f yrir rétta lausn á krossgátu nr. 19 sem
birtist 8. febrúar hlaut Ingólfur Helgason Efstasundi
90 Reykjavík— Verðlaunin eru bókin Saga af sönnum
manni eftir Bóris Polevoj í útgáfu Heimskringlu.
• ■ :
Tvö þúsund fulltrúar voru á þessari miklu ráðstefnu
Fjórar af islensku fulltrúunum eru fremst á myndinni
Aö loknu kvennaári
Greinargerð eftir fimm
þátttakendur á heimsþingi
kvenna i Austur-Berlín í
október 1975: þær eru:
Erla ísleifsdóttir, Esther
Jónsdóttir, Guðriður Elías-
dóttir, Inga Birna Jóns-
dóttir, Steinunn Harðar-
dóttir.
Tvö þúsund fulltrúar ýmissa
frjálsra félagasamtaka frá 140
löndum sóttu heimsþing kvenna,
sem haldið var i Austur-Berlln,
dagana 20.-24. október 1975.
Bandarikjamenn áttu fjölmenn-
ustu sendinefndina, en þar á eftir
komu Rússar, Finnar, Englend-
ingar og Indverjar. Frá öllum
Norðurlöndunum voru samtals
um eitt hundrað þátttakendur á
þinginu. Ráðstefnan var aö hluta
til haldin á vegum Sameinuðu
þjóðanna og tóku fulltrúar þeirra
virkan þátt i öllum undirbúningi
hennar. Varaaðalritari Sþ og
höfundur kvennaársins, Helvi
Sipilla, var þarna i forsæti og
flutti þinginu sérstakar óskir og
kveðjur frá Kurt Waldheim, aðal-
ritara Sameinuðu þjóðanna.
Kjörorð þingsins var kjörorð
hins alþjóðlega kvennaárs: Jafn-
rétti— framþróun — friður.Unn-
ið var i niu nefndum og skiptu is-
lensku fulitrúarnir sér á þær.
Erla Isleifsdóttir vann i nefndinni
„Fjölskyldan og þjóðfélagið”,
Esther Jónsdóttir og Guðriður
Eliasdóttir voru i nefndinni
„Konur i iðnaði og landbúnaði”,
Inga Birna Jónsdóttir vann i
nefndinni sem fjallaði um „Jafn-
rétti samkvæmt lögum og i
reynd” og Steinunn Harðardóttir
vann meö nefndinni „Fjölmiðlar,
bókmenntir og listir”. Hér á eftir
fara nokkur atriði sem telja má
hvað mikilvægust úr nefndaráliti
þessara hópa:
1. Mikiivægt er að konur hijóti
góða menntun og upplýsingar
um kynferðismál svo að þær
geri sér fulla grein fyrir þvi
hvenær þær vilja eignast börn
og hve mörg.
2. Nauðsynlegt er að viðurkenna
störf uppalandans eða uppal-
endanna sem þjóðfélagslegt
framlag i stað þess eins og nú
er, að litið er á það sem hjá-
verk.
3. Lögð var áhersla á að konur
tækju virkari þátt i félagslegri
stjórnun. Varað var við til-
hneigingum til kyngreiningar i
hinum ýmsu störfum.
4. Það er beinlinis talin vera
skyida verkalýðsféiaganna að
vinna að áætlanagerð um jafn-
réttismál og koma sér upp
ákveðinni stefnu á þvi sviði.
5. Það hefur gefið góða raun að
skylda ráðuneyti til þess að
gefa árlega út skýrslu um
ástandið i jafnréttismálum eins
og það er hverju sinni á hinum
ýmsu sviðum. Þetta þýðir það i
fyrsta lagi, að þá verða vald-
hafar að hafa vakandi auga
með þvi að farið sé eftir iögum i
þessum efnum og i öðru lagi á
þá almenningur greiöan að-
gang að nauðsynlegum upp-
lýsingum um jafnréttisstöðu
sina á hverju sviði.
6. Mikilvægt er að konur taki
virkan þátt i störfum fjölmiðla
og beiti kröftum sinum til að af-
nema, á jákvæðan hátt, hina
röngu glansmynd sem viða hef-
ur verið gefin af konunni.
7. Æskilegt þykir að koma á
framfæri i fjölmiðlum ná-
kvæmum og hlutlausum upp-
lýsingum um stöðu konunnar
alls staðar i hefminum.
8. Það er I þágu allra manna, að
fjölmiðlum verði beitt þannig,
að þeir stuðli að friði og skiln-
ingi milli manna um viða
veröld.
Aberandi var hve mikil eining
og samvinnuhugur rikti á þinginu
þrátt fyrir þá staðreynd, að
reginmunur er á jafnréttisstöðu
kvenna frá hinum ýmsu heims-
hiutum. Persónulegar lýsingar og
frásagnir kvenna báru vott um þá
vakningu sem kvennaárið hefur
óneitanlega komið af stað.
Japönsk kona lýsti ástandinu i
heimalandi sinu, sem er, eins og
við vitum, háþróað iðnaðarriki:
„Eftir siðari heimsstyrjöldina
var hið hefðbundna japanska fjöl-
skylduform lagt niður”, sagði
hún. „í þess stað var lagður
grundvöllur að jafnrétti karla og
kvenna. Þessar breytingar ollu
miklu öngþveiti og erfiðleikum
hjá báðum kynjum, sem voru
sterkbundin gömlum siðvenjum.
Hraður hagvöxtur og atvinnuþró-
un ásamt sivaxandi dýrtið, knúðu
báða foreldrana til launavinnu á
almennum vinnumarkaði. Þessi
þróun hefur valdið miklum erfið-
leikum við barnauppeldi, þar sem
riki og bæir hafa ekki séð fyrir
barnaheimilum og vöggustofum
nema i mjög takmörkuðum mæli.
Barnaheimilum hefur jafnvel
fækkað vegna þess að þarfir stór-
iðnaðar fyrir landrými og þörfin
fyrir breiðstræti og bilastæði
hafði forgang umfram lóðir fyrir
barnaheimili og leikvelli.
Mengunin er ógnvekjandi og
umhverfið verður sifellt hættu-
legra fyrir börnin. Svo er komið
málum i Japan, að eiturefni finn-
ast nú I móðurmjólkinni og
helmingur þeirra, sem þjást af
mengunarsjúkdómum eru börn
innan niu ára aldurs. Mengunin
er i andrúmsloftinu, fæðunni, haf-
inu, drykkjarvatni og jarðvegi. Á
Framhald á næstu siðu