Þjóðviljinn - 14.03.1976, Síða 15

Þjóðviljinn - 14.03.1976, Síða 15
Sunnudagur 14. marz 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 ÁVARP TIL ALLRA KVENNA Við komum til Berlinar frá öll- um hcimsálfum til þess að taka þátt i alþjóðlegu kvcnnaþingi i til- cfni kvennaárs. Jafnrétti — fram- þróun — friðurer kjörorðið, sem hefur' sameinað okkur. t anda þess sendum við eftirfarandi ávarp til allra kvenna i veröld- inni: Mannkyniö nálgast nú lok 20. aldar. Sú öld hefur verið timi meiri breytinga en áður hafa þekkst á öllum sviðum mannlegs lifs. Við okkur blasir sú stað- reynd, að sifellt fleiri þjóðir sækja i átt til friðar og félagslegs rétt- lætis. Okkur er ljóst hið sögulega tækifæri og sú ábyrgð, sem hvilir á okkar kynslóð hvað varðar það að móta með lifi sinu og baráttu þá veröld, sem biður næstu kyn- slóöa — Verður það blómstrandi garður eöa cyðimörk vetnis- sprengjunnar — verður það ver- öld þjóða og rikja, sem vinna sarnan i friði og af gagnkvæmri virðingu, eða óeirðastaður, fullur ögrana og óréttiætis? Það er okkar að svara. Við ryðjum veginn til komandi aldar- fars. Okkur, konum heimsins, sem kveikjum lif næstu kynslóða, ber að ryðja brautina til eigin öryggis, öryggis til handa börn- um okkar og barnabörnum. Sá er tilgangur okkar svo lengi sem við lifum. Viö höfum tekið okkur stöðu sem málsvarar allra þeirra, sem vilja lifa i veröld, sem finnur lausnir á erfiöustu vandamálum mannkynsins. Við biðjum um samstöðu allra þjóða i viðleitn- inni tii þess að ná þessu marki. Friöur 1 aldaraðir var hann ekki annað en draumur fólksins. 1 dag eygj- um við möguleika á varanlegum friði. Sú breyting, sem orðið hefur á andrúmslofti kalda striösins til samningaumleitana svo og auk- inn styrkur þeirra afla, sem helga starf sitt friði og frelsi þjóða ýtir mjög undir slika bjartsýni. Samt scm áður er hættan á styrjöld enn fyrir hendi. Vig- búnaðarkapphlaupið heldur áfram. Þriú hundruð þúsund miljónum dollara er varið árlega til vopnabúnaðar. Ef fé það, sem notað er til vopnakaupa og ógnar svo mjög friönum væri notað til félagslegra þarfa væri mun fleirri konum og stúlkum tryggt at- vinnuöryggi, allir menn gætu átt kost á aukinni menntun, koma mætti á opinberri vernd móður og barns, fólk gæti átt kost á ókeypis skólavist og stofna mætti lista- og menningarsjóði. Við segjum: Afvopnun — ekki vigbúnaður. Auknar fjárveitingar til þess að vinna að réttindamál- um kvenna. Við fordæmum vopnabúnað —auðhringana, sem ásælast i aukinn gróða. Við vör- um við hernaðarsinnum, sem vinna gegn friði til þess að hagn- ast á striði. Framþróun ' I þessu orði felst aukin þátttaka kvenna i félagsmálum, i stjórn- málum og fjárhagslegu sjálfstæði þjóðanna, barátta kvenna fyrir auknu lýðræði og félagslegum framförum. önnur hver kona býr i landi, sem hefur á siðustu árum brotist undan erlendum drottnur- um. Efnahagslegt sjáifstæði verður að fylgja i kjölfar þjóð- frelsis. Konur eiga að hafa ótvi- ræðan rétt og tækifæri til þess að ákveða sina eigin framtið. Ein- ungis frjáls þjóð megnar að tryggja konum þann rétt, sem þeim ber. Við setjum það á oddinn, að engin þjóö nokkurs staðar i ver- öldinni þurfi að þjást af hungri. Viö krefjumst þess að allt mannkyn fái að taka virkan þátt i félagslegum framförum. Jafnrétti t þjóðfélaginu, i löggjöfinni og i reynd. Ekkert af þessu öðlast konur af sjálfu sér. Við krefjumst þess, að konur fái þroskað hæfi- leika sina til fulls og njóti mögu- leika sinna enda sé það tákn virðingar þeirra og framþróunar. Viðerum i andstöðu við úreltar hugmyndir um eignarétt og vald, sem viðheldur óréttlætinu, sem konur eru beittar hvað varðar menntun, viðurkenningu og félagslega stöðu. Við segjum: Jafnrétti er jafn réttur innan fjölskyldunnar og þjóðfélagsins, jafn réttur til vinnu, jöfn laun fyrir sömu vinnu og alhliða viðurkenning á hlut kvenna á öllum sviðum lifsins. Jafnrétti næst ekki nema með virkri þátttöku kvenna sjálfra. Við skorum á konur að vera virk- ar. Frelsun kvenna frá áhyggjum og skorti er þvi aðeins möguleg, að um sé að ræða þjóðlega og félagslega frelsun þvi að örlög kvenna ráðast beint af örlögum þjóða þeirra. Friður, lýðræði, þjóðlegt sjálfstæði og félagslegar framfarir verða að komast á um allan heim. ». Þetta eru markmið, sem fela i sér kvaðir á okkur og krefjast fullrar þátttöku okkar. Og — við höfum mögulcika á að ná þeim. Konur, þekkið ykkar eigin styrk Rödd ykkar er öflugt baráttu- tæki, talið hátt og skýrt og óhikað. Framtið jarðarinnar veltur á þvi, sem hver einstaklingur tekur sér fyrir hendur — við allar. Sameinumst í samræmdum aðgerðum Möguleikarnir, sem við konur ráðum yfir eru mjög mismun- andi. t kvennasamtökum, æsku- lýðsfélögum, • verkalýðsfélögum, á þjóðþingum, i sveitastjórnum, trúfélögum, ýmsum félagasam- tökum, menningarstofnunum, verksmiðjum, á skrifstofum, i þorpum og borgum, heildarsam- tökum þjóða og alþjóðahreyfing- um — hvar sem þú ert i starfi: Geröu citthvað til þess að áhrif kvenna megi sin einhvers. Efldu samhug friðelskandi afla. Konur i öllum hcimshlutum — bregðist við þessu kalli. Berjist sjálfar fyrir friði, lýðræöi, þjóð- legu sjálfstæði, félagslegum framförum og jafnrétti — verjist og öðlist það allt. AFERLENDUM BÓKAMARKAÐI Oxford Dictionary of Current Idio- matic English Volume 1: Verbs with Prepo- sitions & Particles. A.P. Cowie & R. Mackin. Oxford University Press 1975. Rit þetta verður tvö bindi. 1 þessu er f jallað um sagnir og al- menna notkun þeirra i tengslum viö málvenjur. Fjöldi dæma er tekinn til nánari skýringa og út- listana úr bókmenntum, ævisög- um, blöðum og timaritum. Höf- undarnir hafa samiö og staðið aö fjölda útgáfa varðandi enska málvisi og er þessi bók þeirra hið þarfasta rit einkum fyrir útlend- inga. 1 daglegu tali og riti er svo að ensk orð af engilsaxneskum uppruna eru notuð fremur en þau af rómönskum, en þau eru vand- meðfarnari i notkun en þau róm- önsku og þvi er þessi bók mjög svo þörf. Ætlað er að fjallað veröi um 20.000 orð og oröasambönd i báðum bindunum samtals. Ezra Pound: Selected Poems 1908—1959 Fabcr and Faber 1975 Útgáfan er byggð á vali T.S. Eliots sem út kom i fyrstu 1928 og er nú aukin, svipuð útgáfa hefur verið á bandariskum, markaði undanfarin ár. Crvalið ætti að vera góður inngangur að verkum Pounds, bæði fyrir almennan les- anda og þá sem stunda bók- menntasögu. Að loknu kvennaári siðustu 10 árum hefur fósturlát- um og fæðingum andlega og likamlega vanheilla barna fjölg- að mikið”. Þetta er aðeins ein af fjölmörg- um lýsingum kvenna á hörmu- legu ástandi. 1 þinglok var gefið út ávarp til allra kvenna. Þar er skorað á konur i kvennasamtökum, æsku- lýðsfélögum, á þjóðþingum, og i sveitarstjórnum, trúfélögum, menningarstofnunum, verk- smiðjum og skrifstofum, i þorp- um og borgum, heildarsamtökum þjóða og alþjóðahreyfingum — hver sem er: Gerðu eitthvað til þess að áhrif kvenna megi sin einhvers! Þegar Helvi Sipilla flutti þing- inu kveðjur og árnaðaróskir aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna, Kurts Waldheims, sagði hún meðal annars: „Kvennaárið hefur valdið mikl- um viðhorfsbreytingum og einnig breytingum á vinnubrögðum. Við höfum staðið betur saman en nokkurn tima áður. Við höfum staðið saman - ekki gegn körlum heldur oft með þeim og unnið að markmiðum til hagsbóta fyrir allt þjóðfélagið, en ekki eingöngu konur. Þannig er barátta okkar — hún er ekki strið — heldur er hún barátta gegn ýmsum þjóðfélags- meinum, sem ennþá greina heim- inn i þróuð og vanþróuð riki, i stóran meirihluta fátækra rikja og svo minnihluta sem fleytir rjómann ofan af öllum veraldar- auðnum. 1 þeirri baráttu verðum við að sigra.----Við konur verðum að skilja hvaða ábyrgð við berum á framtið mannkyns- ins og jarðarinnar. Ef við viljum koma i veg fyrir styrjaldir — ef við viljum að hver einasfa kona, karl og barn fái lifað með fullri sæmd og i frelsi þá er það okkar að láta svo verða. Aðgerðaleysi af okkar hálfu er steinn i gotu slikr- ar þróunar. Með aðgerðum getum við hins vegar séð til þess að sú verði þróunin og einungis með þvi að starfa og vera virkar getum viö náð markmiöum þessa árs” JAFNRÉTTI — F R A M ÞR ÓU N — FRIÐI. Hjördís Bergsdóttir velur gítargrip viö vinsæl lög Tökum lagiö HÆ! 1 dag langar mig til að kynna fyrir ykkur lag af plötunni „AFRAM STELPUR” i tilefni 8. mars en það er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. A plötunni, sem kom út siðastliðið haust, eru allflest lögin sænsk og ljóðin ýmist þýdd eða frumort. Eitt lag af-plötunni er eftir MEGAS og heitir „1 Viðihlið”. Konurnar, sem syngja, eru allar þekktar leikkonur. Lagið okkar i dag er eftir sviann Gunnar Edander og ljóðiö eftir Böðvar Guðmunds- son, en hann þekkjum við fyrir plötu sina „ÞJÓÐHÁTÍÐARÁRIÐ ’74” með lögum eins og Varðbergsmenn o.fl. EINSTÆÐ MÓÐIR í DAGSINS ÖNN C a d G7 c Það var einu sinni móðir sem mædd i dagsins önn a G7 C sat marga stund og las i Andrésblaði. F C Og innra með sér þuldi hinn sama gamla söng e F G7 þvi sumir verða að halda i skildinginn með töng C a d G7 C og spara við sig matinn og spara það og það a d G7 eða sperrast annars tvöfalt á sinum vinnustað. C e G C Og börnin skilja blankheitin svo illa, e G7 C og börnin vilja allt af drasli fylla. En móöirin var geðprúð og sagði bara: „sjá. Já, svona er aö vera einstæð móðir. Það er vist eitthvert lögmál að laun min séu smá, það leysir engan vanda að slá og slá og slá. Með öfundlausu hjarta ég hrindi burtu sút og hamast við min störf meöan aðrir fara út i félagsskap og finnst þeir vera góðir, i félagsskap og finnst þeir vera góðir. Og vist skal þakka launin sem drottinn gaf i dag, þau duga fyrir nýjum Andrésblööum. Og fyrir það aö vaka yfir verksmiðjunnar hag þér veitist fylgd meö Jóakim önd I bófaslag. Og þaöer bara firra, meö fúlt og snautlegt lif, þvi fyrir mina dóttur ég er jú stoð og hlif. Og Andrésblöö ég á fyrir mig sjálfa sem athygli og draumagetu þjálfa.” Já siik var þessi móðir sem mædd i dagsins þröng tók mikinn þátt I velfarnaðarauka. A daginn eftir vinnu var dóttir hennar svöng en dragsúgur i gáttum, viö eldhússtörfin söng: „Nú matbýrö þú og hamast og finnst þú vera frjáls en fjötrar allra tima, þeir liggja þér um háls. Nú þrælar þú og þræiar vegna heimsku en þú munt samt um eilifö falla i gleymsku. Þá hristi litla mamman sig mitti dagsins önn og mælti við sig sjálfa: „Hvað skal gera? þvi freisisþulan gamia er fjarska litið sönn og félagshyggju og jafnrétti miöar ekki spönn. Um réttinn til aö kjósa og réttlát vinnulaun menh raupa stundum ákaft en meina ekki baun. Þaö leggur ýldulykt af þeirra orðum, menn Ijúga þessu núna eins og forðum. Það leggur ýldulykt af þeirra orðum, menn ljúga þessu núna eins og forðum.” F-hljómur T1 ©Q) © © d-hijómur — ■« Q D <í l I C~hl jómur C ) ;Q ) Q D L

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.