Þjóðviljinn - 14.03.1976, Síða 22

Þjóðviljinn - 14.03.1976, Síða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. marz 1976 Lýst eftir manni Rannsóknarlögreglan i Kópa- vogi lýsir eftir manninum á myndinni hér við hliðina. Hann heitir Árni Jón Árnason. Siðast er vitað um Arna i strætisvagni við Hlemrritorg á miðvikudagskvöldið. Arni er 175 sm á hæð, brúnhærður, rheð sitt hár og rauðbirkið hökuskegg. Hann var klæddur grænni kulda- úlpu, brúnteinóttum jakkafötum og uppreimuðum gúmmistigvél- um, svörtum að lit. Skiptafundur i þb. Flugfélagsins Air Viking h.f., sem tekið var til gjaldþrotameðferðar með úr- skurði uppkveðnum 2. þ.m., verður hald- inn i skrifstofu borgarfógetaembættisins að Skólavörðustig 11, herbergi nr. 10 á III. hæð, þriðjudaginn 23. þ.m. kl. 10 árdegis. Ræddur verður hagur búsins og tekin á- kvörðun varðandi tilboð i flugvélar i eigu þess. Skiptaráðandinn i Reykjavík 12. marz 1976. ALÞÝÐUBANDALAG Árshátið A.B.R. Árshátið Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður haldin að Hótel Borg föstudaginn 26. mars n.k. og hefst meðborðhaldi kl. 19. Matargestir tilkynni sig i sima 28655. Skemmtiatriði nánar auglýst slðar. — Stjórn A.B.R. Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 16. mars kl. 20.15. Fundarefni: 1. Stefán Jónsson þingmaður reifar spurninguna um eignarnám á landi. — Hvert er langtimamarkmið Alþýðubandalagsins varðandi þetta mál? 2. Arni Waag sýnir litskuggamyndir og tekur fyrir efnið: Náttúru- vernd og sósialismi. Ka ffiveitingar. Takið með ykkur gesti. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsmálanámskeiðið hefst föstudaginn 19. mars. Vinsamlega til- kynnið þátttöku i sima: 43357 Asgeir 41962 Baldur 42331 Grétar 40047 Margrét 42462 Ragna Freyja 40671 Þorleifur Alþýðubandalagið Akranesi Félagsfundur i Alþýðubandalaginu á Akranesi verður haldinn sunnudaginn 14. mars kl. 16.30 I Rein. Helgi Alþingismennirnir Helgi Seljan, Jónas Árnason og Vilborg Harðardóttir mæta á fundinum og ræða stjórnmáiaástandið og horfurnar framundan. Skor- að er á félagsmenn að fjölmenna og mæta stundvis- lega. Stjórnin Neskaupstaður „Orkumál á Austurlandi” er efni erindis, sem Erling Garðar Jónsson rafveitustjóri flytur fyrir almenning I Egilsbúð sunnudaginn 14. mars kl. 16. Allir veikomnir. — Alþýðubandalagið í Neskaupstað. Alþýðubandalagið i Kópavogi Skólamálahópurinn kemur saman I Þinghóli mánudaginn 15. mars kl. 20.30. Rætt verður um grunnskólalögin, mismunandi skólakerfi og möguleika á að koma upp tilraunaskóla samkvæmt heimild i grunnskólalögum. 1 þetta sinn er ætlunin að skipta hópnum i tvo til þrjá smærri hópa, þar sem hver hópur tekur fyrir afmarkað svið. Sameiginlegar umræður verða svo i Jokinr— Starfshópurinn. Alþýðubandalag Árnessýslu gengst fyrir leshring um málefnið: „Leið Islands til sósíalisma” undir stjórn Einars 01- geirssonar. Fundir leshringsins verða haldnir laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. mars, að Eyrarvegi 15, á Selfossi og hefjast kl. rúmlega 2 eftir hádegi á laugardag og stundvlslega klukkan 2 á sunnudag. Upplýsingar I sima 1659. — Stjórnin Einar V/ 1 Vilborg Ólafur Jóhann Framhald af bls. 5. — Frá hvaða starfi tafði verð- aunaveitingin þig? — Frá skáídsögu. Sem hefur verið lengi i smiðum og kallar liklega á aðra bók, ef mér tekst að ljúka þessari. Og eins og löngum fyrr held ég áfram að setja saman eitthvað kvæða- bull. Það er allt annars eðlis. Að yrkja kvæði er eins og synda i sundlaug, en i skáldsögunni er maður að reyna að komast yfir eitthvað andskotans Ermasund. Það er miklu meiri þolraun. Eitt var reyndar ónefnt af erf- iðleikum starfsins. En það er is- lenskan. Ég hefi alltaf haft grið- arlega mikið fyrir þvi að skrifa islensku. Og I annan stað: það er alltaf verið að bera islenska höfunda saman við erlenda, jafnvel höfunda stórþjóða. Þá vilja menn gleyma þvi að stór- þjóðarhöfundur sem skrifar bók sem veitt er athygli, hann hefur ekki áhyggjur af lifsafkomu sinni um langan tima, kannski tekur hann sér þrettán ár til að vinna að næstu bók. En hjá is- lenskum höfundum langflestum er þetta kvöld- og næturstarf, aukastarf. Það er óneitanlega lýjandi og kannski ekki við góðu að búast um árangur. Árni Bergmann skráði Elsa Framhald af bls. 2. hika ekki við að eyðileggja nú fyrir miljónir fremur en að semja um svona einfalt atriði. Þessi föstudagsuppsögn hrópar ekki á fleiri miljón króna útgjalda- aukningu fyrir atvinnurekendur, en þýðir samt töluvert atvinnu- öryggi fyrir konur. Sjáist t.d. fram á hráefnisskort á mánudegi verða þeir að biða fram til föstu- dags með blessaða uppsögnina. En eins og þeir vilja hafa þetta geta þeir endalaust dag hvern hengt upp uppsögn, jafnt sUnnu- dag sem þriðjudag og þar af leið- andi sloppið við að borga 4 atvinnuleysisdaga sem þeim ber skylda til. Það er ekki einu sinni svo, að þeir borgi allt úr eigin vasa, nei ónei. Atvinnuleysistrygginga- sjóður borgar 60%, en vinnuveit- endur 40% til ársins 1979, en eftir það lækkar framlag sjóðsins um 10% næstu 5 árin, þannig að greiðsla sjóðsins fellur niður frá og með 1. mars 1984. Árið 1975 borgaði Heimaskagi 13 atvinnuleysisdaga, samtals kr. 257.210.00. Takið eftir: þúsundir, ekki miljónir. Svo þetta er ekki peningaspursmál fyrir fyrir- tækin. Hvað er það þá? Já, ég spyr. Er verið að sýna konum fram á, að þær séu öldungis óþarfar I frystihús? Það sé bara 'greiðasemi við þær, að þær megi jú vinna ef þær endilega vilja? Ef svo er, þá þakka ég fyrir mig. Ég vinn ekki upp á að ég sé öldungis óþörf. Er hér kannski á ferð þessi úrelti hugsunarháttur: Þegiðu kona, þakkaðu fyrir að þú skulir fá vinnu og vertu nú góð og gerðu eins og ég (karlmaðurinn) segi þér? Gréta Framhald af bls. 2. heldur þjóðfélaginu öllu, þótt allir viti, að þessi atvinnufyrirtæki eru rekin með lánum og styrkjum af almannafé. Það er ekkert nýtt, að konur séu settar skör lægra en karlar á vinnumarkaðnum. 1 öllum stétt- um þjóðfélagsins verður þess vart. Enginn atvinnurekandi mundi þora aðkoma þannig fram við verkamenn sina, að senda þá heim er ekki væri fiskur. Þeir mundu þá ekki mæta meir. Mér finnst það lika hart, að það skuli ekki vera litið á okkur sem sjálf- stæða einstaklinga úti á vinnu- markaðnum, t.d. hvað við kemur atvinnuleysisbótum, sköttum og ýmsu fleiru. , Við búum si karlmannaþjóð- félagi og verðum þess sannarlega varar. Það er þvi timi til kominn, kæru félagar, að við látum ekki lengur bjóða okkur hvað sem er, en stöndum saman um að ná rétti okkar, bæði i þessu kauptrygg- ingarmáli og öllum þeim málum, sem geta orðið til þess að stuöla að fullkomnu jafnrétti íslenskra kvenna. Pípuþanar — undirstööukefli o.fl. Tilboð óskast v/kaupa á eftirtöldu efni f. Gufuveitu Kröfluvirkjunar. 1. Pipuþanar (belgþennslustyki) þvermál 250-800m/m 2. Undirstöðukefli undir pipur, pipuþver- mál 350-700 m/m 3. Undirstöðuplötur undir pipur, pipu- þvermál 350-700 m/m Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri fimmtudag- inn 8. april 1976,.kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Hraðnámskeið í ítölsku fyrir byrjendur hefst miðvikud. 17. mars kl. 21.25, kennt verður tvisvar I viku miðvd. og föstud. Verð fyir 20 stundir kr. 1.800 Innritun fer fram mánud. þriðjud. og miðvd. kl. 19.30-21 i Laugalækjarskóla. Tilboð óskast i að steypa upp og gera fok- helt 1. stig þjónustuálmu Borgarspitalans. Tilboðin verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn 15.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, föstu- daginn 2. april 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 /111 \ Útboö Tilboð óskast i að rifa trébryggju i Hafnarf jarðarhöfn. Bryggjan er um 150 metra löng og 12 metra breið. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6 Hafnar- firði. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 22.3 1976 kl. 11 fyrir hádegi. Hafnarstjórn Hafnarfjarðar. Sveitarstjóri Staða sveitarstjóra i Vatnsleysustrandar- hreppi er hér með auglýst laus til umsóknar. Nánari upplýsingar veita undirritaður, i sima 92-6541, og Magnús Agústsson, odd- viti, i sima 92-6540. Umsóknir ber að senda skrifstofu Vatns- leysustrandarhrepps, Vogagerði 2, Vog- um. Umsóknarfrestur er til 31. mars n.k. Sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.