Þjóðviljinn - 17.03.1976, Blaðsíða 1
UOWIUINN
Miðvikudagur 17. mars 1976 — 41. árg. 60. tbl.
SJÓMANNAVERKFALL
Á AUSTFJÖRÐUM
Hófst á Eskifirði í nótt, á öðrum
höfnum í kvöld
A miðnætti i nótt hófst verkfall
hjá sjómönnum á Eskifirði, og i
nótt fara starfsbræður þeirra á
Seyðisfirði, Neskaupstað og Fá-
skrúðsfirði i verkfall. Sáttafundir
stóðu með deiluaðilum á Eski-
firði á föstudag og laugardag er
upp úr viðræðum slitnaði, og hef-
ur nýr fundur ekki verið boðaður.
Sáttasemjari er prestur eskfirð-
inga, Sigurður Guðmundsson.
af
eins og þruma úr heiðskíru lofti
London 16/3 reuter — Harold Wilson forsætisráöherra
Bretlands kom öllum á óvart í dag er hann kvaðst hafa á-
kveðið að seg ja af sér um leið og Verkamannaf lokkurinn
hefur kosið sér nýjan formann og forsætisráðherra.
Wilson hafði ekki sagt einum einasta manni frá þess-
ari ákvörðun sinni er hann ók til Buckinghamhallar í dag
og tilkynnti drottningunni um hana. Margir þingmenn og
f lokksfélagar hans neituðu hreinlega að trúa þegar þeim
var sögð fréttin.
Búist er við að það taki flokk-
inn tvær vikur eða svo að velja
sér nýjan formann. Þeir sem
helst eru taldir munu veita
Callaghan samkeppni eru Denis
Healey fjármálaráðh. og Tony
Benn orkumálaráðherra sem er
einn helsti talsmaður vinstri-
armsins. Callaghan hafði vinn-
inginn i veömálum sem þegar
voru tekin að hrannast upp hjá
veðmöngurum.
Verið getur að sá sem við tekur
telji sig þurfa traustsyfirlýsingu
eftir stuttan tima i embætti og
efni þvi til nýrra kosninga sem að
réttu lagi ættu ekki að vera fyrr
en 1979.
Litið hafði frést um viðbrögð
erlendra stjórnmálamanna við
afsögn Wilsons i dag en hún kom
alls staðar mjög á óvart.
A 7. siðu blaðsins i dag er ferill
Wilsons rakinn i stuttu máli og
birtar nokkrar myndir af honum.
Wilson tilgreindi enga aðra á-
stæðu fyrir afsögn sinni en þá að
hann væri búinn að vera nógu
lengi viö völd. Hann kvaðst hafa
skýrt drottningunni frá þvi i des-
ember sl. að hann hygðist segja af
sér en siðan ákveðið að fresta þvi
fram i mars. Upphaflega ætlaði
hann að tilkynna þetta á sextugs-
afmæli sinu sl. fimmtudag en þá
var til afgreiðslu i þinginu van-
trauststillaga á stjórn hans svo
hann ákvaö að biða þar til hún
væri útkljáð.
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar,
Margaret Thatcher, krafðist þess
að efnt yrði til nýrra kosninga en
Wilson hafnaði þvi og gerði
mönnum það ljóst að flokkur hans
hygðist fara áfram með völd þótt
skipt væri um formann.
Forysta Verkamannaflokksins
kom saman til fundar i dag til að
ræða væntanlegar kosningar á
eftirmanni Wilsons. Hermdu
fregnir að sá sem helst kæmi til
greina i það embætti væri James
Callaghan utanrikisráðherra.
í yfirlýsingu sinni sagðist Wil-
son hafa verið leiðtogi flokksins i
13 spennandi og viðburðarik ár,
setið 31 ár á þingi, þar af 11 i rik-
isstjórn, og „enginn ætti að fara
fram á meira”. Kvað hann það
skyldu sina við þing og þjóð að
gerast ekki of þaulsætinn i em-
bætti og ræna með þvi aðra þvi
tækifæri að freista þess að kom-
ast i það.
Margir flokksmenn kváðu&t i
daj harma þessa ákvörðun Wil-
sons, hún kæmi á mjög viðkvæm-
um timum þegar flokkurinn
þyrfti á sameiningartákni að
halda. — Ég fæ ekki komið auga á
neinn sem talist gæti rökréttur
eftirmaður hans og þetta gerist
þegar við þörfnumst leiðtoga sem
getur tryggt einingu flokksins,
sagði Joe Gormley forseti sam-
bands námuverkamanna.
Undanfarið hefur Wilson átt i
harðvitugum deilum við vinstri-
arm flokksins út af stefnunni i
efnahagsmálum. Astandið i þeim
efnum er ekki gott, atvinnuleysi
er mikið, verðbólga sömuleiðis og
pundið hefur hrapað i gengi und-
anfarnar vikur. í siðustu viku
gerðu 37 vinstrimenn á þingi upp-
steyt gegn stjórninni og neituðu að
greiða atkvæði með stjórnar-
frumvarpi um að skera niður
fjárveitingar til rikisfram-
kvæmda um 3 miljarða punda.
betta varð til þess að frumvarpið
var fellt og Wilson bað þingið um
traustsyfirlýsingu sem var sam-
þykkt með 17 atkvæða mun.
Á laugardaginn gerðu sjómenn
sáttatilboð til skamms tima. Fól
það i sér:
1. Að háseta á.skuttogara verði
borguð laun þau, sem lægstlaun-
aður verkamaður fær fyrir 12
stunda vinnuvakt i loðnubræðslu.
2. Að öðru leyti verði farið eftir
sérákvæðum milli samninga-
aðila, og 3. Með fyrirvara um
samþykki skuttogaramanna.” Þá
buðu sjómenn útvegsmönnum að
taka skuttogarasamningana út úr
bátakjarasamningum.
Þessu boði höfnuðu útvegs-
menn en gerðu gagntilboð, sem
sjómenn töldu fela i sér 2% lækk-
un skiptaprósentu frá þvi sem um
samdist i Reykjavik. Slitnaði þá
upp úr samningum.
Kröfur sjómanna eru einkum
um hækkun skiptaprósentu, eða
bætur sem komið geti i hennar
stað. Fara þeir fram á að 33,5%
komi til skipta i stað 29,2%, en
áður var skiptaprósentan 35,5, að
sögn Sigfinns Karlssonar á Norð-
firði. Allar tölurnar eru miðaðar
við 16 manna áhafnir.
Sigfinnur sagði að sá misskiln-
ingur hefði gert vart við sig á
Eskifirði, að verið væri að boða
nýtt verkfall og hefðu nokkrir
menn tekið sliku illa. Svo væri þó
ekki, þar sem hér væri aðeins að
koma til framkvæmda áður boðað
verkfall, sem frestað hefði verið
að loknum Reykjavikursamning-
unum. Sagði Sigfinnur að sjó-
menn á togurum frá Norður-
landshöfnum og Keflavik reru nú
aðeins vegna sambærilegrar
frestunar á verkfalli, og gæti það
þvi skollið þar á hvenær sem
væri.
—erl.
RíkiSvStjórnin ábyrg vegna vanskila
verktaka við járnblendiverksmiðjuna
Jónas Árnason kvaddi sér
hljóðs utan dagskrár á Alþingi i
gær og kvað rikisstjórninni sið-
ferðilega skylt að greiða úr þeim
fjárhagsvandræðum sem fjöl-
margir aðilar hafa lcnt i vcgna
vanskila Jóns V. Jónssonar vcrk-
taka við járnblendiverksmiðjuna
á Grundartanga, bæði vegna
aðildar ríkisins að járnblendifé -
laginu og af þvi að talsmenn rlkis-
stjórnarinnar hefðu átt hvað
mestan þátt í að draga menn til
starfa hjá þessum verktaka fé •
lagsins.scm hcfur nú með fram-
ferði sinu komið hag þessara
söinu manna i óhag.
Jónas upplýsti að skuldir verk-
takans næmu tugum miljóna og
m.a. skuldaði hann vinnuvélaeig-
endum, sem ynnu sjálfir við vélar
sinar, um 12 miljónir.
Ennfremur spurðist Jónas fyrir
um það hvað járnblendiverk-
smiðjan hefði nú kostað rikissjóð,
hvort málið verði lagt fyrir al-
þingi á ný eftir endurskoðun
vegna breyttra viðhorfa og hvort
bætt verði þau ógnarlegu spjöll á
náttúrunni sem á Grundartanga
hafa verið unnin.
Gunnar Thoroddsen gaf fremur
óljós svör um bætur vegna fjár-
hagstjóns en sagðist þó hafa beint
þvi til stjórnar járnblendifélags-
ins að hún gerði hvað hún gæti til
að greiða vanda þeirra sem
skuldir ættu. Upphaflegur samn-
ingur við Jón V. Jónsson hefði
numið 147 miljónum en vegna
verðbóta og aukningar verka
næmu greiðslur til hans nú 165
miljónum. Gunnar lofaði þvi að
skýrsla yrði gefin Alþingi að lok-
inni endurskoðun á forsendum
verksmiðjunnar og sagði að
náttúruspjöll yrðu bætt i vor.
Nánar verður sagt frá umræð-
um um málið á morgun.
—GFr
NYR SKUTTOGARI
TIL FLATEYRAR
Fyrsti skuttogarinn, sem flat-
eyringar eignast kom til Flat-
eyrar i gær. Er þetta norsk
smiði, 431 tonn og hefur verið
heitinn Gyllir með einkennis-
stafina ÍS-261.
Skipstjóri á Gy.li er Grétar
Kristjánsson frá Súðavik.
Eigandi skipsins er útgerðar-
félag Flateyrar, en aðal -
eigandi þess er Hjálmur hf. Er
Útgerðarfélagið i góöum hönd-
um að ætla má, þvi stjórnarfor-
maður er sóknarpresturinn,
sira Lárus Guðmundsson.
I Gylli er 1800 hestafla MKV-
vél. Gekk skipið 12 og 14 milur i
reynslusiglingu. —úþ
Eskimóc
indíánai
Kanada
í vök að
Sjá opnu
Hvað er í kassanum?' Eða: Hvað er í ríkiskassanum?
Verkamenn við uppskipun í Reykjavíkurhöfn á dögun-
um. (Ljósm. S.dór)
SAMIÐ A
AKRANESI
Sjá viðtal
á baksíðu
Jóna%Árnason utan dagskrár á Alþingi í gær:
Wilson segir
Tilgreinir engar ástœður aðrar
en að hann hafi verið nógu lengi
í embœtti — Afsögnin kom
sér