Þjóðviljinn - 17.03.1976, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 17.03.1976, Qupperneq 5
Miðvikudagur 17. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 V instribylg j a í Frakklandi Síöustu tveir sunnu- dagar hafa verið kosningadagar i Frakk- landi. Það sem um er kosið nefnist á frönsku „Cantons" en það mun vera millistig milli sveitar- og ríkisstjórnar. Venjulega hafa þessar kosningar sáralítið póli- tískt gildi því valdsvið kantónanna er lítið,en að þessu sinni hefur mikill sigur vinstri manna í þessum kosningum komið þeim i heimsfréttirnar. Alls var kosið um á að giska 1.800 fulltrúa i kantoustjórnum. Þar af fengu vinstri flokkarnir samanlagt rúmlega helming eða um 930. Ötviræður sigur- vegari i kosningunum er Sósialistaflokkur Mitterrands, hann fékk rúmlega 500 fulltrúa i sinn hlut sem er riflega helm- ingi fleiri en hver hinna stóru flokkanna. Kommúnistar eru næstir með um 240 fulltrúa en stjórnarflokkarnir, Gaullistar og óháðir repúblikanir (flokkur d’Estaings forsefa) um 180 hvor. Fylgi sósialista i kosningunum hartnær tvöfald- aðist, jóskt úr 14% árið 1970 i 26,5% nú. Kommúnistar stóðu þvi sem næst i stað en stjórnar- flokkarnir töpuðu fylgi, einkum þó flokkur gaullista sem má muna fifil sinn fegri i frönskum stjórnmálum, hafandi verið áhrifamesti borgaraflokkur landsins frá miðjum sjötta ára- tugnum. Samfylking vinstri fokkanna sem um tima virtist i algerri upplausn vann mjög á i kosningunum og fékk 56,5% atkvæða miðað við tæplega 50% i forsetakosningunum árið 1974. Bágborinn efnahagur Menn eru almennt sammála um að það sem olli þessari „vinstriskriðu” hafi fyrst og fremst verið bágborið ástand i efnahagsmálum sem rekja má Verður ný „bylting” í landinu, árið 1978? Giscard d’Estaing forseti. Af hverju gengur frökkum verr en öðrum? beint til rangrar stjórnarstefnu. Atvinnuleysið hefur náð til rúm- lega einnar miljónar frakka undanfarna mánuði, samkv. opinberum tölum, hagvöxturinn varð neikvæður um 2% i fyrra og franski frankinn á mjög i vök að verjast á gjaldeyrismörk- uðum. Þegar Giscard d’Estaing tók við embætti forseta árið 1974 voru fyrstu merki hinnar alþjóðlegu kreppu farin að sjást i frönsku efnahagslifi. Hann lét það engin áhrif hafa á sig og stefndi ótrauður að sama hag- vexti og frakkar bjuggu við fram að þvi. Samkvæmt áætlunum forsetans átti hann að nema 4% árið 1975. Undir árslok 1974, sáu menn að allt var að fara úrskeiðis og undirstöður efnahagslifsins að gefa sig en þá var orðið of seint að söla um. Um mitt ár var um hálf miljón frakka atvinnulaus. Um næstu áramót var þessi tala komin upp i 650 þúsund og i árslok 1975 gekk 1 miljón frakka atvinnulaus. Og hagvöxturinn reyndist vera neikvæður um 2% á árinu 1975 i stað þess að vera hagstæður um 4% eins og sér- fræðingar forsetans sáu fyrir. 1 skýrslum OECD segir að i flestum rikjum auðvaldsheims- ins hafi menn ekki séð fyrir hve djúptæk kreppan varð en hvergi voru menn eins bláeygir og i Frakklandi. Frakkar missa forystuna Afleiðingar þessarar- kreppu komu fram i vaxandi ólgu á vinnumarkaðinum, stór- versnandi greiðslustöðu gagn- vart útlöndum og gjaldeyris- vandamálum. Frakkar máttu horfa aðgerðarlausir upp á vestur-þjóðverja hrifsa úr höndum sinum forystuhlut- verkið innan EBE, bæði efna- hagslega og pólitiskt. Eitt af siðustu Verkum Pompidou i for- setaembætti var að rjúfa sam- starfið innan EBE um samflot i gjaldeyrismálum en samkvæmt þvi voru sett ákveðin mörk fyrir þvi hve mikið gengi gjaldmiðla rikjanna mátti hækka eða lækka. í júli i fyrra ákvað d’Estaing að ganga inn i sam- flotið að nýju og lét svo ummælt að frankinn hefði alveg jafnað sig. En meðan verið var að telja upp úr kjörkössunum aðfara- nótt mánudagsins tilkynnti franski fjármálaráðherrann eftir næturfund með kollegum sinum i öðrum EBE-rikjum að frankinn yrði ekki lengur með i samflotinu. Stjórnin hafði gefist upp við að vernda hann gegn gengisfalli eftir að hafa eytt 10,5 miljörðum franka til að verja hann fyrir spákaupmennsku. Eins og er virðist fátt benda til þess að betri tið sé i vændum i Georges Marchais. Fólk er óánægt og vill breytingar. frönsku efnahagslifi. Að visu segir i skýrslu sem OECD gaf nýlega út að i árslok 1975 hafi verið ýmis teikn á lofti um að vænta mætti nýrra framfara- tima en það er alls ekki vist að það ástand geti staðið út þetta ár. Franskur iðnaður glimir enn við offramleiðslu og það getur leitt til enn meira atvinnuleysis. 1 skýrslu OECD segir að d’Estaing hafi ekki mikið svig- rúm til stefnubreytingar þvi ekki þarf margt að raksast til að ný verðbólguskriða fari af stað. Atvinnuleysiö er frökkum við- kvæmt vandamál. Um þessar mundir eru stórir árgangar ungs fólks að streyma inn á vinnumarkaðinn og atvinnu- leysið bitnar langharðast á æskulýðnum. Enda voru menn fljótir að koma með kenningar um að vinstribyigjan i kosn- ingunum á dögunum hafi fyrst og fremst stafað af því að kosningaaldurinn hefur frá siðustu kosningum verið færður úr 21 ári niður i 18 ár. Lýkur valda- skeiöi borgara- flokkanna 1978? En hvað sem þvi liður er Mitterrand maður dagsins i Frakklandi. Flokkur hans hefur verið á stöðugri uppleið undan- farin tvö ár. 1 aukakosningum sem fram fóru til beggja deilda þingsins i fyra og árið þar áður bætti flokkurinn stöðu sina og núna tók hann stökk fram á við og er orðinn stærsti flokkur landsins. 1 Frakklandi hafa menn það i flimtingum að þar i landi verði bylting á tiu ára fresti. Miða menn þá við valdatöku de Francois Mitterand. Með pálmann i höndunum. Gaulle árið 1958 og uppreisn námsmanna og verkalýðs árið 1968. Arið 1978 verða þing- koisningar i Frakklandi. Þá bendir allt til þess að endir verði bundinn á iangan valda- feril borgaraflokkanna og að til valda komist samsteypustjórn sósialista og kommúnista, sú fyrsta af sinu tagi i einu af stærri rikjum Evrópu. Ef Giscard d’Estaing vill komast hjá þvi verður hann að geta út- skýrt það fyrir kjósendum sinum af hverju frakkar stefna áfram rakleiðis niður á við i efnahagsmálum á sama tima og önnur stórveldi auðvaldsheims- ins — td. Bandarikin, Japan og Vestur-Þýskaland — eru að rétta úr kútnum. Sömuleiðis er það forsenda fyrir þvi að vinstristjórn komist til valda að vinstriöflin haldi friðinn i sinum herbúðum. Um tima var allt útlit fyrir að upp úr samstarfi þeirra slitnaði og þeir George Marchais formaður Kommúnistaflokksins og Mitterand leiðtogi sósialista sendu hvor öðrum harðar hnútur i fjölmiðlum. Heldur hefur dregið úr fjandskapnum að undanförnu og nýafstaðið þing kommúnista ætti að glæða vonir manna um að friður haldist. Þar lagði flokkurinn áherslu á að draga skýr mörk á milli stefnu sinnar og Moskvu- linunnar. Jafnframt var það itrekað að flokkurinn hygðist ekki gera aðför að þingræðis- skipulaginu og alræði öreiganna var strikað út úr stefnuskránni. Það bendir þvi flest til þess eins og er að kenningin um „byltingar” á tiu ára fresti muni standast. —ÞH (aöalheimild Information) George-Brown vekur deilur George-Brown lávarður hefur löngum haft lag á aö vekja umtal um sína per- sónu. Hann var þingmaður Verkamannaf lokksins i neöri deild þar til hann tap- aði sæti sinu i kosningum áriö 1970. Þá var hann heiðraður með lávarðs- tigninni og hefur síðan tek- ið þátt i störfum lávarða- deiidar breska þingsins. George-Brown hefur á undan- förnum árum gagnrýnt Harold Wilson harðlega og barist gegn þvi sem hann segir vera sivax- andi róttækni Verkamanna- flokksins. Fyrir nokkrum dögum sagði hann svo skilið við flokkinn. Lávarðurinn kallaði blaðamenn á sinn fund er hann tilkynnti úr- sögn sina úr flokknum og mættu margir, þám. sjónvarpsmenn. George-Brown kom þeim enn einu sinni á óvart með þvi að mæta áberandi drukkinn. Ekki þannig að menn séu ekki orðnir vanir drykkjuskap hans sem orð- ið hefur tilefni margra sagna heldur bjuggust menn við að hann reyndi nú að hanga þurr þegar hann tilkynnti svo mikilvæga ákvörðun. Fundurinn reyndist hið mesta hneyksli, lávarðurinn var þvoglu- mæltur og óskýr i máli. Hápunkti náði hneykslið er Beorge-Brown var á leið út úr fundarsalnum og féll kylliflatur á gólfið. Allt var þetta rekið upp i sjónvarp og dag- inn eftir skörtuðu fjögur lundúna- blöð — Gurdian, Daily Mirror, Daily Mail og Express — með for- siðumyndum af lávarðinum spriklandi á gólfinu. Nú hefði mátt ætla að málið væri úr sögunni. En þá er það að i George-Brown hinu virðulega og ihaldssama blaði Times birtist leiðari þar sem ráðist er á blöðin fjögur fyrir æsifréttamennsku. Sagði þar að téð blöð veltu sér i rennusteinin- um með þessari myndbirtingu. Hanskinn var tekinn upp fyrir George-Brown og klykkt út með þvi að segja að „George-Brown lávarður drukkinn er betri maður en forsætisráðherrann edrú”. Blöðin fjögur svöruðu fyrir sig strax og þá var hafin mikil blaða- deila um siðfræði blaðamennsk- unnar og ábyrgð blaðamanna i starfi. Guardian birti leiðara þar sem tekin var upp vörn fyrir myndbirtinguna. Þar segði ma.: — Þegar alþekkt persóna... gefur út persónul. yfirlýsingu má ekki skilja innihald hennar frá þeim aðstæðum sem rikja þegar hún kemur fram. Að þegja um likam- legt ástand George-Brown þegar hann gaf út yfirlýsinguna (eins og sum blöð hafa krafist) hefði verið tilraun til að skapa alranga mynd af atburðinum, með þvi hefði ver- ið gefið i skyn að virðulegur rosk- inn stjórnmálamaður hefði eftir miklar bollaleggingar gefið út þaulhugsaða yfirlýsingu á yfir- vegaðan hátt. Svo var alls ekki eins og miljónir sjónvarpsáhorf- enda vita.... — Lesendurnir bættust svo i slag- inn og sýndist sitt hverjum. 1 blöðunum sem birtu myndina birtust mörg bréf þar sem sagði að myndbirtingin hefir verið „lágkúruleg, illgirnisleg. óviðeig- andi og óþörf”. 1 Times birtist hins vegar bréf þar sem sagði að „ákvörðun ykkar um að þegja um þær hliðar málsins sem ykkur mislikar kemur mér á óvart og i raun er ekki nema stigsmunur á þessu og starfsemi sovéskra fjöl- miðla”. Greinilegt var að ihaldssamir Enn einu sinni lék áfengið hann grátt og aðþessu sinni leiddi það til heiftúðugra blaðadeilna lesendur voru á bandi lávarðarins og vildu ekki að nafn hans yrði svert með þessum hætti. Sum blaðanna fjögurra höfða mest til ihaldsmanna i skrifum sinum og þegar þau urðu vör við tóninn i lesendum sinum voru þau fljót að snúa við blaðinu. Til dæmis hóf Dailv Mail birtingu á ritgerð i fjórum hlutum eftir George- Brown þar sem hann útskýrir af- stöðu sina og ræðir framtiðar- áform sin. En spuringunni sem lá að baki öllum deilunum er enn ósvarað: voru blöðin að notfæra sér vand- ræði mannsins til að auka sölu sina eða ber að lita á myndbirt- inguna sem réttlætanlega lýsingu á þeim aðstæðum sem riktu þegar lávarðurinn gaf yfirlýsingu sina? — ÞH (heimild IMT)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.