Þjóðviljinn - 17.03.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.03.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. mars 1976 Ahrifin af stœkkun landhelginnar frá 1971: Afli útlendinga hefur minnkað um helming en okkar afli óbreyttur Allar upplýsingar voru þá opin- berar9 og margvíslegar friðunar ráðstafanir gerðar, sagði Lúðvík Jósepsson í umrœðum á alþingi 1 siðustu viku urðu á alþingi all- mikiar umræður um þings- ályktunartillögu um fiskileit og tilraunaveiðar. Flutningsmaður tillögunnar er Tómas Arnason.og hafði hann áður mælt fyrir tillög- unni, en umræðum þá verið frestað. Meðal þeirra, sem til máls tóku við umræðuna i siðustu viku var Lúðvik Jósepsson en tii hans hafði Tómas Arnason m.a. beint fyrir- spurnum varðandi það hvaða upplýsingar sjávarútvegsráðu- neytinu hefðu borist frá Hafrann- sóknastofnun um ástand fiski- stofna á árinu 1972 og viðbrögð ráðuneytisins í þvi sambandi, en á þeim tima var Lúðvik sjávarút- vegsráðherra sem kunnugt er. Iræðusinni sagði Lúövik m.a.: Upplýsingum var ekki stungið undir stól Nú það hafa orðið hér nokkrar umræður um þessar upplýsingar, sem Hafrannsóknarstofnunin gaf um ástand fiskistofna á árinu 1972. Slikar umræöur hafa orðið hér áður og þá i þeim tón, að helst hefur verið látiö aö þvi liggja, að ég sem sjávarútvegsráðherra hafi i rauninni lagst á þessar upp- lýsingar og ekkert gert með þær. Þegar fullyrðingar um þetta efni komu hér fram áður þá svaraöi ég þeim strax opinberlega og benti á, að þær væru með öllu rangar. En þar sem þær upplýsingar, sem ég hef áður gefið um þessi efni virðast hafa farið fram hjá Tómasi Árnasyni, og máske fleir- um, þá þykir mér full ástæða til að rekja hér málið nokkuð nánar og þá til upplýsingar bæði fyrir hann og aðra. Það, sem hér er um að ræða er það, að á vegum Alþjóðahafrann- sóknarráðsinsfór fram allsherjar úttekt á stöðu þorskstofna i Norður-Atlantshafi á árinu 1971 aðallega. Ráðið hafði komið sér saman um það, að láta fara fram mjög ýtarlega skoðun á stöðu allra þorskstofna á þessu hafs- svæði, bæði á Norðaustur-At- lantshafi og Norðvestur-Atlants- hafi og þær fiskveiðinefndir sem starfa á vegum Alþjóðahafrann- sóknarráðsins á báðum þessum svæðum stóöu að þessum athug- unum. Tiu heimsþekktir fiski- fræðingar báru höfuðábyrgð á þessum rannsóknum og sömdu siðan mjög ýtarlega skýrslu um málið, sem siðan var afgreidd á fundi Alþjóðahafrannsóknarráös- ins. Þessi skýrsla var auðvitað ekki aðeins send okkur islending- um og ekki aðeins send isl. sjávarútvegsráðuneytinu, heldur öllum þeim, sem áhuga hafa yfir- leittá þessum málum, hérá þess- um svæðum. Henni var ekki stungið undir stól hér eins og sumir þingmenn virðast halda, heldur var þetta eitt af stærstu umræðuefnum i islenskum blöð- um og islenskum timaritum, sem eitthvað fjalla um þessi mál á þessum tima og tekið upp af islenskum stjórnvöldum. Töldu þorskstofninn þá ekki ofveiddan Sú niðurstaða, sem kom fram i þessari allsherjar úttekt fiski- fræðinganna um stöðu þorsk- stofna i Norður-Atlantshafi var i meginatriðum á þá lund, að þeir bentu á, að allir þorskstofnar i Norður-Atlantshafi væru fullnýtt- ir og nota mætti orðið ofveiddir um þá alla nema islensku Jxirsk- stofninn: þar var notað oröið, a6 hann væri að fullu nýttur. Fiskifræðingarnir bentu m.a. á þá stórkostlegu breytingu sem átt hefði sér stað I fiskveiðum fiskveiðaþjóða, sem veiðar stunda á þessu hafsvæði, einmitt á áratugnum frá 1960—1970, eink- um, aðþvi leyti til, hvað stór hluti fiskiskipaflotans, sem veiðarnar stunda væri orðinn þannig búinn að hann gæti auðveldlega valið sér veiðisvæöi eftir þvi sem hentaði hverju sinni og upp- lýsingar lægju fyrir um. Skipin væru orðin það stór, að þau ættu mjög auðvelt með að hreyfa sig frá fiskimiðum til fiskimiða og hefðu aðstööu til þess að vera á fiskimiðunum um langan tima i einu. Sem sagt, að flotinn var ekki jafn staðbundinn eins og hann hafði veriö áður, hann var oröinn miklu stærri og hreyfanlegri á þennan hátt, að hann gat valið sér veiðisvæði hvar sem var og hvolfdi sér þar svo að segja yfir, þar sem best veiddist hverju sinni eöa útlitið var best og þar með var auðvitað ofveiðihættan orðin miklu meiri en áður. Notfærum okkur skýrsluna strax Svo bar viö, að þegar þessi skýrsla var fullunnin á vegum Al- þjóöahafrannsóknarráðsins þá leið þó nokkuð langur timi frá þvi að skýrslan var tilbúin og undir- rituð af þeim, sem höfðu unnið hana, þar til fundur var haldinn i Alþjóðahafrannsóknarráðinu til þess að ganga þar endanlega frá samþykkt ráðsins á skýrslunni. Einn islenskur fiskifræðingur varihópi þessara lOheimsþekktu fiskifræðinga, sem vann þessa skýrslu. Af þessum ástæðum var það, að Hafrannsóknarstofnunin isl. sendi sjávarútvegsráðuneytinu nokkrar upplýsingar um þær niðurstöður, sem komu fram i þessu áliti og sendi þær til ráðu- neytisins merkt sem trúnaðar- mál, þar sem ekki þótti viðeig- andi að birta þetta formlega á meðan sú stofnun, sem átti að taka skýrsluna til endanlegrar af- greiðslu hafði ekki haldiö sinn fund um málið. En um þetta vorum við islendingar einmitt að gera ýmsar ráðstafanir I okkar fiskveiðimálum ogþá sérstaklega varðandi útfærsluna i 50 milur. Við tókum þessa skýrslu strax og notfærðum okkur hana mjög til rökstuðnings fýrir okkar máli I viðræðum okkar við breta, lögð- um þar drögin sem við höfðum i okkarhöndum á borðið-Þessidrög voru þá strax notuð af okkar hálfu eins og hægt var. En það var ekki aðeins að þetta væri gert.heldur var upplýsingunum dreift til landhelgisnefndar sem starfaði hér með fulltrúum allra flokka þannig, að þeir fengu allir skýrsl- una og efni hennar og að sjálf- sögðu var málið rætt I rikisstjórn- inni og utanrikismálanefnd. Hrygningastöðum og smáfiskasvæðum lokað Lúðvik minnti siðan á, að um þetta leyti höfum við islendingar verið að undirbúa útfærslu land- helginnar i50milur, sem kom til framkvæmda 1. sept 1972. Hann sagði, að á árinu 1972 hafi Fiskifélagið hins vegar snúist gegn hugmyndum sjávarútvegs- ráðuneytisins um vissar veiðitak- markanir gagnvart okkar eigin flota i hinni nýju landhelgi, enda hafi það komið fram i skýrslu frá Hafrannsóknarstofnuninni á þvi ári, að islenski þorskstofninn væri ekki ofveiddur, heldur aðeins full- nýttur. Lúðvik sagði siðan: þingsjá Við gáfum siðan út reglugerð um stækkun okkar fiskveiðiland- helgi úr 12 milum I 50 milur og tókum þá upp i fyrsta skipti i okk- ar fiskveiðisögu hér ákvæði um það, að loka fullkomlega vissum svæðum við landið til friðunar fyrir öllum veiðum. Þannig lokuðum við tilteknum svæðum á aöalhrygningarstöðvum þorsks- ins samkvæmt tillögum Hafrann- sóknarstofnunarinnar og þekktra fiskimanna, sem gerðu tillögur um afmörkun svæðisins. Slik lok- un ákveðinna hrygningarsvæða hafði aldrei þekkst áður, enda höföu okkar fiskifræðingar hvað eftir annað þegar málið haföi verið tekiö upp á Alþingi beinlinis sagt það, að þeir legðu ekki kapp á slikt. I reglugerð okkar i sambandi við útfærsluna I 50 milúr þá var einnig ákveðið að loka allstóru veiðisvæði fyrir Norðausturlandi yfir þann tima ársins, sem reynslan hafði sýnt, að þar var mest um smáfisk að ræða. Slik allsherjarlokun hafði heldur aldrei þekkst áður hjá okkur og siðan fylgdi hver reglugerðin á fætur annarri um þetta leyti þar sem nýjum og nýjum svæðum var lokað um lengri eða skemmri tima fyrir togveiðum jafnhliða þvi. sem reglur voru svo settar um stórlega skerta aðstöðu þeirra skipa til veiða við landið, sem veiddu með botnvörpu. Reglu- gerðir voru einnig gefnar út um það, að banna algjörlega þorsk- veiöi i herpinót, sem var hafin hér i allrikum mæli. Minni háttar undantekning var þó gerð á litlu svæði fyrir Norðausturlandi um takmarkaðan tima. Einnig var sett reglugerð um verulega breytta möskva-stærð i sambandi við veiðar með þorsknetum og netafjöldi takmarkaður. Þessu var siðan fylgt eftir með þvi að ráða allmarga menn til sérstaks eftirlits viða um landið til þess aö líta eftir þvi, að þessar reglur væru haldnar. Hafrannsóknastofnunin vitnaði til alþjóðlegu skýrslunnar Auk alls þessa þá var svo frá 11. október 1971 starfandi sérstök nefnd allra þingflokka til þess að endurskoða þær reglur, sem I gildi höfðu verið og til þess aö gera tillögur um nýjar reglur um það hvernig ætti að standa aö þvi að nýta hina nýju stækkuðu fisk- veiðilandhelgi okkar. Þessi nefnd starfaði siðarihluta ársins 1971 og slðan á árinu 1972 og allt fram á árið 1973. Hafrannsóknarstofnun- in, fiskifræðingar okkar gera til- lögur til þessarar nefndar og það vildi nú svo tilað Hafrannsóknar- stofnunin sendi tvisvar tillögur á árinu 1972. Fyrri tillögurnar sem Hafrannsóknarstofnunin lagði fram voru dags. 21. sept. 1972 en éndurskoðaðar tillögur fiski- fræöinganna voru dags. 2. nóv. 1972. Fiskifélagið gerði að sjálf- sögöu sinar ýtarlegu tillögur lika og fjölda-mörg samtök útvegs- manna, og það lágu fyrir þessari ne&idallýtarlegálit um þessimál frá öllum landshlutum. í tillögum Hafrannsókr.arstofn- unarinnarfráþessum tima vitnar hún til þessarar alþjóðlegu skýrslu, sem hér hefur verið minnst á. Það var þvi sannarlega fjallað um allar þær upplýsingar um þetta leyti, sem þarna komu fram, bæði af hálfu opinberra aðila og allra þeirra nefnda sem settar höfðu verið með fulltrúum allra flokka, bæði I sambandi við lagasetningu á Alþingi og eins til samninga við útlendinga I sam- bandi við landhelgismálið; allt lá þetta fyrir þessum aðilum. En Jakob gerði svo ágreining. 1 timariti fiskifélagsins, tima- ritinu Ægi, fóru um þetta leyti fram allmiklar umræður um þessi mál. Þetta voru athyglis- verð skrif, en þar skiptust á skoð- unum einn af okkar þekktustu fiskifræðingum Jakob Jakobsson og fiskimálastjóri Már Ellsson. Jakob Jakobsson, kemur þarna skemma árs 1973 fyrstur manna fram með það.að hann sé ekki al- gjörlega sáttur við þá reiknings- aðferð sem fiskifræðingarnir 10, þessir heimsþekktu, sem stóðu aö verkinu á vegum Alþjóðahaf- rannsóknarráðsins, hefðu beitt varðandi Islenska þorskstofninn sérstaklega. En i þessari skýrslu fiskifræðinganna 10 haföi eins og áður sagði verið talið að islenski þorskstofninn væri miklu örugg- ari og jafnari stofn, en aðrir þorskstofnar I Norður-Atlants- hafi; það hefði sýnt sig i langri reynslu að sveiflur i honum væru miklu minni, en öðrum þorsk- stofnum og að af þeim ástæðum væri ekki þörf á þvi, að reikna með jafn afgerandi aðgerðum til þess að ná þeim stofni upp eins og þeir teldu að þyrfti við aðra þorskstofna. En Jakob, hann vakti þá athygli á þvi, að hann væri ekki sáttur við þennan boð- skap og það hefði mátt segja um islenska þorskstofninn ekki siöur en hina, að hann væri ofveiddur, en ekki aðeins fullnýttur, ef notuð hefði verið samskonar reikningsaðferð, varðandi hann, einsog hina stofnana. Jakob lagði áherslu á það i skrifum sinum I Ægi, að það væri kominn timi til þess að við hættum að nota þetta orð, sem fiskimálastjóri notaði si og æ, að Islenski stofninn væri ekki ofveiddur, heldur aðeins full- nýttur, að væri kominn timi til þess, að nota orðið ofveiddur um hann lika.Nú.um þetta urðu sem sagt i timaritinu Ægi allmikil skrif á milli þessara tveggja þekktu manna, hvað væri nú hið rett i þessum efnum. Ég bendi aðeins á þetta hér til rökstuðn ings þvi,að þvi fór svo viðs fjarri, sem hér er verið að reyna að gefa i skyn, að upplýsingar hafi verið gefnar af Hafrannsóknarstofnun- inni til sjávarútvegsráðuney tisins á þessum tima, um hættuástand okkar fiskistofna, en ráðuneytið hafi siðan stungið þeim undir stól. Allt slikt er auðvitað hreinn til- búningur og þvættingur, enda væru menn hér i rauninni að ákæra Hafrannsóknarstofnunina sjálfa, fiskifræðingana, þvi að ekki hefur þeim dottið til hugar, að halda þannig á málum að þeir ættu að hvisla einhverju að ráðu- neytinu um það hvað kom út úr alþjóðlegri skýrslugerð, en þegja annars þunnu hljóði. Þeir sem tala um einhvern felu- leik af hálfu sjávarútvegsráðu- neytisins i þessum efnum á árun- um 1972 og 1973, þeir eru annaö hvort mjög illa að sér um málin og hafa litið fylgst með þvi sem var að gerast um þetta leyti eða þá að þeim þykir það þægilegra að halda öðru fram, heldur en þvi, sem er rétt. Og þessi mál lágu sannarlega hér fyrir Alþingi til afgreiðslu, og Alþingi afgreiddi lög á þessu timabili um það sem það taldi að rétt væri að gera, til þess að hefta sókn I islensku fisk- stofnana. Það er auðvitað enginn vandi aö koma á eftir og halda þvi fram.að viðhefðum þurftaðgera betur en við gerðum; vissulega hefðum við, — þaðhefur reynslan sýnt — þurft að færa landhelgina út I 50 milur, og hefja þá baráttu, sem þar var hafin nokkrum árum áður en við gerðum það. En um þaö tókst ekki samstaða. Afli útlendinga hefur minnkað um helming, en okkar afli haldist Sföar I ræðu sinni vék Lúðvik, að þeim breytingum, sem orðiö hafa á afla annars vegar okkar sjálfra og hins vegar útlendinga frá 1971, en það var siðasta heila árið, sem erlendir veiðiflotar gátu veitt hér truflanalaust upp að 12 milum. Um er að ræða afla á þorski, ýsu, ufsa og karfa, og litur þró unin svona út samkvæmt opin- berum skýrslum. Afli útlendinga: 1971 ................ 384.000 tonn 1972 ..................309.000 tonn 1973 ................ 279.000 tonn 1974 ................ 230.000 tonn 1975 ................ 175.000 tonn (áætlað) Þannig hefur afli útlend- inganna nú minnkað um helming frá þvi landhelgin var færð út i 50 milur, sagði Lúðvik. Á þessu ára- bili frá 1971 til 1975 hefur afli okk- ar islendinga af þessum sömu fisktegundum hins vegar staðið i stað, ogheldur betur, það er vax- ið úr 417.000 tonnum árið 1971 i 419.000 tonn á sfðasta ári. Mestu skiptir að flota verksmiðjuskipa var bægt frá. Það fer þvi auðvitað ekkert á milli mála, sagði Lúðvik, að á þessu timabili höfum við náð verulegum árangri, þött hann hefði mátt vera meiri. Við höfum verið að draga úr sóknarþunga útlendinganna. En það, sem skiptir þó e.t.v. allra mestu máli er, að með útfærslu landhelginnar i' 50 milur árið 1972, þá tókst okkur að bægja frá þeirri mjög svo alvarlegu hættu, sem yfir vofði, að hingað þyrptust i stórum stll flotar erlendra verksmiðjuskipa, sem geta legið á miðunum 2—3 mánúði i einu, og jafnvel lengur. Þessi stóru verksmiðjuskip voru einmitt að byrja að færa sig hingaö á árunum kringum 1970, og þar var mesta hættan. VÁTRYGGINGARIÐ- GJÖLD FISKISKIPA 1 gær var afgreitt með hraði á Alþingi frumvarp til laga um greiðslu vátryggingariðgjalda fiskiskipa. Helstu atriði laganna eru þau að viðskiptabanka útgerðar- manns skuli skylt að halda eftir fjárhæð, sem nemi 5% af heildar- söluverðmæti afla, sem landað er hérlendis, en 4% af afla, sem landað er erlendis. Þessi fjárhæð á að renna til greiðslu iögjalda al vátryggingum. Viðskiptabankarnir eiga siöan að skila þessum fjármunum inn á reikning Ltú og það siðan skila andvirðinu til viðkomandi vá- tryggingarfélaga. Við árslok er svo gert upp við skipseiganda og honum endurgreitt það er kann að verða umfram greiðslu vá- tryggingariðgjalda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.