Þjóðviljinn - 17.03.1976, Page 12

Þjóðviljinn - 17.03.1976, Page 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN tMiðvikudagur 17. mars 1976 Canyon - \n lcelamlk Wonderlandl Bókin um Úðafossar við fossstæði Vfgabjargarfoss. Jökulsárgljúfur Fyrir siðustu jól fékk ég senda fallega bók, Visað til vegar i Jökulsárgljúfrum. Aðalhöfundur hennar er Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi, sem mun vera einn kunnugastur manna á þeim slóðum. Ég las bókina þá þegar, en lagði hana svo til hliðar sakir anna. Nú hef ég lesið hana öðru sinni og nokkru nákvæmar. Þetta er um margt óvenjuleg bók sem leiðarlýsing. Algengt er. að slikir vegvisar eru þurr upptalning' örnefna. En hér fylgist lesandinn svo að segja Það er ekki einskis virði að eiga þá samfylgd hins gagnkunnuga og ritsnjalla manns visa um ókomin ár. Bókin er frábærlega falleg. Myndirnar eru margar ágæt listaveric, einkum litmyndirnar, svartkritarmyndirnar eru siðri, en kortin til stórprýði og hag- ræðis. Frásagnargleði Theodórs er aðdáanleg. Hitib hefur að geyma ótal heimildir um horfna tið, t.d. lýsingu á yfirnáttiírlegri björgun sumarið 1937, þegar við lá, að maður færist við Dettifoss og hvernig fólkið á Hafursstöðum austan ár og i Svinadal vestan hennar kallaðist á yfir hana, og strengdum vir var komið fyrir og fluttar á nauðsynjar i litlum vagni eftir þörfum og hentugleik- um Það er eitt fegursta tákn samhjálpar og samvinnu, sem ég hef séð getið. Mig langar til að bæta við þessa ófullkomnu umsögn endurminn- ingu um komu mina i Jökulsár- gljúfur. Það vari júlimánuði 1941, að ég fór frá Brekku i Núpasveit, ásamt konu minni, Þorbjörgu systur hennar og tveim vestfirð- ingum, Böðvari heitnum frá Hni'fsdal og Hirti Kristmunds- syni, siðar skólastjóra, sem þá voru staddirþar, tilaðskoða þau. Takmarkið voru Forvöð og Viga- bjargsfoss. Leiðin lá yfir glitrandi lindir og læki, blómaskrúð og skógi klæddar hliðar. Ilmur mik- ill var úr jörð i gróindunum. Þrastaljóð kváðu við, og músar- rindlar léku á hörpur sinar. Sólskin var og sunnanvindur, hiti svo mikill, að með ólikindum þótti á þeim breiddargráðum. Hjörtur Kristmundsson orti margt og vel i þessari ferð og Böðvar frá Hnlfsdal varð svo hrifinn af þvi, sem fyrir augu og eyru bar, að hann kvað ágætt kvæðium Forvöð, sem hann flutti nokkru siðar I Rikisútvarpið, en hefur vistekkienn þá verið prent- að. Kristján Jónsson Fjallaskáld, Matthias Jochumsson, Einar Benediktssson, og Þorsteinn Erl- ingsson ortu hver á sinn hátt ágæt kvæði um Dettifoss, og Einar auk þess snilldarkvæði um Hljóða- kletta. Guðmundur á Sandi kvað og fagurt ljóð um Jökulsárgljúf- ur. 011 þessi kvæði hafa birst og verið dáð. Kvæði skáldsins frá Hnffsdal um Forvöð var ekki sist. Skyldi það vera gleymt? Á heimleiðinni komum vér við á bæjunum Bjarmalandi og Hafurs- stöðum, sem þá voru enn i byggð. Theodór bjó á Bjarma- landi, Helgi bróðir hans á Hafurs- stöðum. Tóku allir oss með kost- um og kýnjum. Hjörtur lýsir komu vorri á Hafursstaði i af- burðaskemmtilegri ferðasögu sinni með svofelldum orðum (þættir úr miklu lengri ferðalýs- ingu með ljóðaivafi birtust i Eimreiðinni, 1. og 3,h 1942, en i heild er hún enn til i fórum undir- ritaðs): „Áður en varir er billinn kom- inn heim i hlað á Hafursstöðum. Þar stendur húsfreyja og biður ferðafólkinu til snæðings. Er það vel þegið og veisla hin besta. Heimafólk starfar sem óðast að heyþurrki, en þrátt fyrir það lætur bóndinn sig eigi muna um það að ræða við gestina yfir borð- um. Renna bóndi og húsfreyja hýrum augum tii þeirra sysö'a, Hólmfriðar og Þorbjargar. Grunar oss, að þau þykist eiga þeim gistivináttu að launa.” Lýs- ir þetta atvik vel gestrisni fólks- ins á þessum bæjum inni við öræf- in. Ábur og siðan þessi för var far- in, hef ég nokkuð oft séð bæði Ás- byrgi og Dettifoss. Nú hef ég undir leiðsögn Theodórs Gunnlaugssonar ferðast um öll Jökulsárgljúfur i anda. Það var mikil og góð ferð. Hann virðist hafa tileinkað sér alla þá þekk- ingu, sem þessar slóðir varðar. Og hann miðlar þvi, sem hann veit, svo sem best verður á kosið, þvi að hann elskar það allt og skilur þeim rétta skilningi. Mest er þó ef til vill um það vert, að það er sem honum auðnistað miðla lifsgleðinni, sem leiddi af þeirri miklu lifsreynslu, er hann hefur öðlast af sambúð sinni við þessa yndislegu, en stór- brotnu náttúru, við að kynnast henni inn að hjartarótum, berjast strangri baráttu i bliðu jafnt sem striðu vetur, sumar, vor og haust i áratugi við þessi óliku og and- stæðu öfl. Vib þá baráttu og þann unað sem af henni hefur leitt, er sem öll skilningarvit hans hafi skerpst til hins ýtrasta, hlotið næmleik og snerpu i viðureigninni við refi, frost og funa, hriðar og hregg. En hann hefur einnig notið sólskins og sunnanvinds, söngva þrastar og músarrindils, ilms og unaðar blágresis og bjarkar, alls þess sem islensk náttúra ber fegurst og fullkomnast i skauti sinu. Þóroddur Guðmundsson. LESENDAKÖNNUN Siðastliðinn sunnudag birti Þjóðviljinn á blað- siðu 11 (14. mars) lesendakönnun. Þessi könn- un verður ekki birt aftur i sama formi, þar eð endurtekning mundi gera okkur ókleift að finna út lesendafjölda á hvert eintak blaðsins. Við leggjum áherslu á mikilvægi þess að sem allra flestir fylli út spurningalistann og sendi okkur sem allra fyrst. Athugið að á listanum kemur á engan hátt I ljós krafa um að „húsráð- andi” eða kaupandi fylli listann út. Vinsam- lega merkið umslagið þannig: ,, Lesendakönnun’ ’ Þjóðviljinn Skólavörðustíg 19 Reykjavik með höfundi hvert spor. Svo vel þekkir hann allt af sjón og reynd frá blautu barnsbeini, hefur fylgst með atburðum, sem þar hafa gerst, breytingum á gróðri, dýralifi og sköpun lands, slysför- um, flóðum iánni, ekki aðeins svo lengi sem hann rekur minni til, heldursér hann lika allt með aug- um liffræöingsins og jarðfræð- ingsins og gefur lesandanum rikulega hlutdeild i þvi sem hann sér. Allt er breytingum háð i lifi náttúrunnar og sögu jarðar. Sem dæmi um breytingar dýralifs i riki Gljúfranna á seinni árum má nefha, að tveir borgarar hafa numið land, annar i hinum eigin- legu Jökulsárgljúfrúm tyr'ir tveim áratugum, hinn mesti vágestur fuglalifs, minkurinn, en hinn fýllinn, 1970, sem festi byggð i björgum Ásbyrgis, en hinir visu jarðfræðingar hika nú ekki við að telja Ásbyrgi til rikis Jökulsár, en auic þess Ástjörn og umhverfi hennar og hver veit annað. Ég nefndi minkinn vágest. Það hefur sýnt sig áþreifanlega, að hann hefur nálega gereytt einum skemmtilegasta fugli i Jökulsár- gljúfrum, músarrindlinum, sem er minnstur islenskra fugla og einn hinn besti söngvari. Þar var hann sannkölluð sveitarprýði, enda Gljúfrin gósenland árið um kring, og hann heldur þar til sem staðfugl. En fyrst ég er farinn að minnast á lifriki Jökulsárgljúfra, kemur ýmislegt óvænt i ljós þegar vel er skoðað. Helgi Hallgrimsson náttúrufræðingur skrifar um gróður og dýralif i þeim. Björk og reynir, gul- og loðviðir eru þar þroskamikil, reynitré 7 m og birki 8 m. Fjalldrapi, sortulyng og einir setja svip á lyngmóana, svo og eyrarrós og hvannir, og af sjald- gæfum tegundum eru þar fer- laufasmári og berserkjasveppur. Alls hafa fundist 215 tegundir há- plantna á svæðinu. Af þvi að óskað hefur verið eft- ir,að égskrifaði um bókina,vil ég segja kosti og galla á ritinu, frá leikmanns sjónarmiði séð. Má ég þá fyrstgera litils háttar athugasemd við málnotkun um dýralif? Þar er skógarþrösturinn talinn til mófugla. Ekki vandist ég þvi, að hann væri talinn til þeirra, heldur einkum lóur og spöar og jafnvel hrossagaukar og rjúpur. Sigfús Blöndal telur aðeins (i orðabók sinni) þá fugla, sem halda sig i móum mófugla Helgi segir i sömu grein, a6 Theodór frá Bjarmalandi og ref- urinn hafi oft elt grátt silfur i gljúfrunum. Ég vandist þvi, að talað væri um að eldagrátt silfur. Svo er og orðið beygt hjá Blöndal. Má þó vera, að báðar orðmyndir séu jafnréttháar. Annars er grein Helga, Lifriki Jökulsárgljúfra, einkar fróðleg og skemmtileg. Svipað má segja um Jarðsögu Jökulsárgljúfra eftir Odd Sigurðsson. Er furðumiklum fróðleik þar saman þjappað i stuttu máli. Hallast hann ein- dregið að þvi, að Jökulsá hafi grafið Asbyrgi og Ástjörn. Samt get ég ekki fallist á þá skoðun skilyrðislaust, en minni á lands- sigskenningu Þorvaldar Thoroddsens jafnframt. Eða er ekki jörðin að siga undan fótum keddhverfinga einmitt nú? Meginefni bókarinnar er grein Theodórs Gunnlaugssonar. Næst (H ÚTBOÐ Ul Tilboð óskast i að steypa upp og gera fok- helt 1. stig þjónustuálmu Borgarspitalans. Tilboðin verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn 15.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, föstu- daginn 2. aprll 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAIÍ Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Theódór Gunnlaugsson leyfi ég mér að gera nokkrar athugasemdir við hana: Á bls. 21, neðst, stendur: „Nokkuð sunnan við Haug, en mun nær, sjást tveir dökkir áberandi hnjúkar, sem bera við loft.” Sögnin að bera er hér ópersónuleg, þ.e. i 3. pers. eint., og á þvi að vera ber. Á bls. 52 stendur: „1 henni (þ.e. Ástjörn) er lika mergð af hornsil- um og sömuleiðis meinlegar blóð- sugur, sem ekki standast þá freistingu að góma berar manns- fætur.”Hér á að nota orðmyndina bera.þvi að mannsfætur eru i flt. Á miðri bls. 63 er prentað: „I hásuðri ber hæst Eilifur, á að vera Eilif, þvi að það er þf. Þá kann ég ekki við að viðskeyttum greini sé hnýtt aftan i sérnöfn, nema þá i hófi. Dæmi: Svinadalshálsinn, Sauðafellið, Jökulsárgljúfrin, Hljóðaklettana, Langavatnshöfðinn, Vesturdalur- inn, Asgilið, o.s.frv. Þetta kann að virðast hót- fyndni. Svo er það vissulega. Kostir þessarar greinar eru yfir- gnæfandi. Með henni gerist hann leiðbeinandi um Jökulsárgljúfur svoaðaf ber. Um langa framtið á hann Theodór eftir að visa ótal mörgum vegfarendum leið I þess- um gljúfrum, opna augu þeirra fyrir undrum þessa óviðjafnan- lega svæðis, ljúka upp eyrum þeirra fyrir röddum náttúrunnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.