Þjóðviljinn - 17.03.1976, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 17. mars 1976 ÞJÓDVILJINN — StÐA 13
Heykögglaverksmiðjan i Gunnarsholti.
Ályktanir búnaðarþings
Stofnlánadeild
landbúnaðarins
Búnaðarþing lýsir áhyggjum
sinum út af erfiðri afkomu Stofri-
lánadeildar landbúnaðarins.
Siðan er bent á ýmsar leiðir til úr-
bóta.
a) Hvortekki sé rétt að veita mis-
munandi hátt hlutfall lána
miðað við stofnkostaað fram-
kvæmda og bústofnskaup eftir
þvi, hvers konar framleiðsla
hentar á viðkomandi svæði,
hvaö framleiðslu- og markaðs-
skilyrði snertir.
b) Hvort ekki sé eðlilegt og sjálf-
sagt að setja hámark á lán til
einstakra framkvæmda, likt og
nú er gert varðandi ibúðar-
húsalán.
c) Hvort ekki sé rétt að útiloka
lánveitingar til bygginga verk-
smiðjubúa likt og norðmenn
hafa gert.
d) Hvort ekki sé rétt, að ibúðalán
í sveithm verði færð til
Húsnæðismálastofnunar rikis-
ins, enda verði stærðarmörk
ibúða i sveitum höfð verulega
rýmri en i þéttbýli, þar sem
byggja þarf fyrir starfsfólk
jafnframt fjölskyldu.
e) Hvort ekki sé rétt að
fella jarðakaupalánin undir
Stofnlánadeild og skylda
Byggðasjóð til að veita við-
bótarlán i þvi skyni.
f) Hvort gengistapi og vísitölu-
álagi lánsfjár Stofnlánadeildar
verði mætt með hækkuðu bú-
vörugjaldi, er komi i fram-
leiðslukostnað búvaranna og
minnkuð verði þannig þörf á að
verðtryggja útlán deildarinnar
til bænda.
AURA-
SÁLIR
öTc
— Þetta kostar það sama og i
siðustu yiku. Hvað skyldi vera að
þessu, ætli það sé gallað....?
— Jú, ég gróf peningana á vissum ,
stað, —en þegar mér verður loks
sleppt út, verður verðbólgan
ábyggilega búin að éta þá upp...
Villurí
yiðtali við
Ólaf Jóhann
Ýmsar villur sóttu i viðtal við
Olaf Jóhann Sigurðsson sem birt-
ist I blaðinu á sunnudag.
Meðal annars segir i fyrsta
spalta ,,ef mönnum finnst i of
mikið ráðið” á að vera „ráðist”. 1
öðrum spalta þar sem segir frá
gömlum hjónum er prentað „vissi
ég hver hann var” en það á að
vera „hver þau voru”. Þá er i
þrigang skrifað „eitthvað” i stað-
inn fyrir „eitthvert” (eitthvert
smáatvik, eitthvert Ermarsund).
Við biðjum velvirðingar á þ^ssum
villum og fleiri sem hér kurina að
hafa gleymst.
Vísitala
framfærslu-
kostnaðar
hækkaði
um 16 stig
i febrúarhefti Hagtiðinda segir
að visitala framfærslukostnaðar i
Rcykjavik hafi hækkað úr 491
stigi frá því 1. nóv. 1975 i 507 stig
1. febr. 1970 eða um 16 stig.
t matvöruflokknum hækkaði
verð á kjöti og kjötvörum (2,7 stig
nettó), á brauði og brauðvörum
(0,2 stig) og á ýmsum matvörum
(0,8 stig nettó). Hins vegar lækk-
aði verð á sykri og ávöxtum veru-
lega, og olli það visitölulækkun
um 3,7 stig.
1 fatnaðarflokknum urðu verð-
hækkanir svarandi til 5,0 visitölu-
stiga, i flokknum „heimilisbúnað-
ur, hreinlætisvörur o.fl.” varð
hækkun um 1,8 stig, verð á lyfjum
og læknataxtar hækkuðu um 1,8
stig vegna nýsettra ákvæða um
þátttöku hinna tryggðu i greiðslu
sjúkrakostnaðar. Þá hækkaði
liðurinn „eigin bifreið” visitöluna
um 2,6 stig (bifreiðaverð,
bensin), og húsnæðisliður hækk-
aði hana um 3,6 stig.
Þess má geta að visitala fram-
færslukostnaðar hefur fimmfald-
ast siðan i febrúar 1968 eða á að-
eins 8 árum. — GFr
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.!.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Gunnvör Braga heldur
áfram lestri sögunnar
„Krumma bolakálfs” eftir
Rut Magnúsdóttur (3). Til-
kynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atriða. Kristnilif kl. 10.25: 1
þessum þætti verður fjallað
um kristniboð. Umsjónar-
menn: Jóhannes Tómasson
og séra Jón Dalbú Hró-
bjartsson. Passiusálmalög
kl. 11.00: Sigurveig Hjalte-
sted og Guðmundur Jónsson
syngja við orgelleik dr. Páls
Isólfssonar. Morguntónleik-
ar kl. 11.20: Pierre Pierlot
og kammersveitin Antiqua
Musica leika Konsert i d-
moll fyrir óbó og strengja-
sveit eftir Albinoni Jacques
Roussel stjórnar. / Hljóm-
sveitin Collegium Musicum
leikur Svitu i D-dúr eftir
Telemann Kurt Liersch
stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Mað-
urinn frá Minap” eftir Júlij
Daniel. Halldór Stefánsson
les fyrri hluta sögunnar i
eigin þýðingu.
15.00 Miðdegistónleikar.
Yehudi Menuhin og Louis
Kentner leika Fantasiu i C-
dúr fyrir fiðlu og pianó
(Dd34 eftir Franz Schu-
bert. Frantisek Rauch og
Sinfóniuhljómsveitin i Prag
leika Pianókonsert nr. 2 i f-
moll eftir Frédéric Chopin.
Václav Smetacek stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.10 Dtvarpssaga barnanna:
Spjall um Indiána. Bryndis
Viglundsdóttir heldur
áfram frásögn sinni (6).
17.30 Framburðarkennsla i
dönsku og frönsku.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Vinnumál.Þáttur um lög
og rétt á vinnumarkaði.
Umsjónarmenn: Gunnar
Eydal og Arnmundur Back-
man lögfræðingar.
20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng-
ur. Maria Markan syngur
islenzk lög. Beryl Blanche
og Fritz Weisshappel leika á
pianó. b. Spekingurinn með
barnshjartað. Kvöldvöku-
þáttur um Björn Gunn-
laugsson stærðfræðing á
100. ártið hans. M.a. lesið úr
Njólu og bréfum Björns, svo
og greinum eftir Þorvald
Thoroddsen, Steinþór Sig-
urðsson o.fl. Samantekt
Baldurs Pálmasonar. c.
Kórsöngur. Liljukórinn
syngur islenzk þjóðlög i út-
setningu Jóns Þórarins-
sonar. Söngstjóri: Jón Ás-
geirsson.
21.20 Útvarpssagan: „Siðasta
freistingin” eftir Nikos Kaz-
antzakis. Kristinn Björns-
son islenzkaði. Sigurður A.
Magnússon les (5).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (26).
22.25 Kvöldsagan: „1 verum”,
sjálfsævisaga Theódórs
Friðrikssonar. Gils Guð-
mundsson les bókarlok (32).
22.45 Djassþáttur. Jón Múli
Árnason kynnir.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
s|ónvarp
18.00 Björninn Jógi Bandarisk
teiknimyndasyrpa. Þýðandi
Jón Skaptason.
18.25 Robinson-fjölskyldan
Breskur myndaflokkur
byggður á sögu eftir Johann
Wyss. 6. þáttur. Lif og dauði
18.50 Ante Norskur mynda-
flokkur i sex þáttum um
samadrenginn Ante. 1.
þáttur. Hvar er Ante? Ante
er sendur i heimavistar-
skóla fjarri heimkynnum
sinum. Allt er honum fram-
andi og hann kvelst af heim-
þrá: Þýðandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.40 Vaka Dagskrá um bók-
menntir og listir á liðandi
stund. Stjórn upptöku
Andrés Indriðason.
21.20 Biialeigan Mynda-
flokkur um Pistulla fjöl-
skylduna, sem rekur bila-
leigu. Viðskiptavinir hennar
eru mislit hjörð og lenda i
ýmsum ævintýrum.
Þýðandi Briet Héðinsdóttir.
21.45 Baráttan gegn þræla-
haldi Lokaþáttur. Frelsið
Árið 1832 gerðu þrælar á
Jamaika uppleisn, sem
skipti sköpum i baráttu
þeirra. Foringi þeirra var
prédikarinn Daddy Sharp,
sem var handtekinn og
dæmdur til dauða. Séra
William Knibb, hviti sókn-
arpresturinn á uppreisnar-
svæðinu, dró taum þræl-
anna i frelsisbaráttu þeirra.
Þvi var hann fluttur
nauðugur til Englands. Þar
flutti hann fjölmarga fyrir-
lestra og átti rikan þátt i að
breyta almenningsálitinu.
Árið 1834 kom loks að þvi, að
þrælahald var afnumið um
allt breska samveldið. Þýð-
andi Óskar Ingimarsson.
22.35 Dagskrárlok
Sovéskar bækur
og tímarit
(á ensku), hljómplötur og nótur. Opið frá
kl. 10—12 og 14—18 föstudaga til kl. 19,
laugardaga kl. 10—12.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæð.
Söluskattur í Kópavogi
Söluskattur 4. ársfjórðungs 1975 er fallinn
i gjalddaga. Lögtak er úrskurðað vegna
vangreidds söluskatts og fer það fram eft-
ir 8 daga frá birtingu úrskurðar þessa.
Jafnframt verður atvinnurekstur þeirra,
sem skulda söluskatt þennan eða eldri
stöðvaður án frekari aðvörunar.
Bæjarfógetinn i Kópavogi.