Þjóðviljinn - 17.03.1976, Síða 14

Þjóðviljinn - 17.03.1976, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. mars 1976 Svanur Jóhannesson afhenti styttuna af Guögeiri Jónssyni Afmælisgjafir til ASÍ A 60 ára afmæli Aiþýöusam- bands islands sl. föstudag — 12. mars — bárust sambandinu ýms- ar gjafir og heillaóskir. Er þar að- telja veglegastar styttu þá af Guðgeiri Jónssyni, forseta ASÍ 1942 — 1944, sem Bókbindarafélag islands færði ASl að gjöf, og val- inn hefur verið staður i fundarsal sambandsins. Dóttir Guðgeirs, Asbjörg, afhjúpaði styttuna, en viðstaddir athöfnina voru stjórn Bók- bindaraféiagsins, forseti ASÍ og nokkrir miðstjórnarmenn. Formaður Bókbindarafélagsins, Svanur Jóhannesson, flutti stutt ávarp er hann afhenti styttuna en forseti ASl, Björn Jónsson,'þakk- aði, og að lokum mælti Guðgeir Jónsson nokkur orð. Styttan er eftir Sigurjón Ólafs- „Samflotinu99 lokið Frankinn flýtur einn áfall fyrir Efnahagsbandalagið Brússel 15/3 reuter ntb — Eftir mikinn átakafund fjármála- ráöherra EBE-ríkjanna aðfara- nótt mánudags ákvað franska stjórnin aö draga sig dt Ur gjald- eyrissamfloti aöildarrikjanna og láta frankann fijóta einan og óháöa öðrum gjaldmiðlum aöildarrikjanna. Þessi ákvörðun frakka kemur i kjölfar slversnandi stöðu frank- ans á gjaldeyrismörkuðum undanfarnar vikur. 1 siðustu viku mátti Frakklandsbanki punga út með 8miljarða franka I erlendum gjaldeyri til að bjarga honum frá miklu hrapi en alls hefur bankinn varið 14 miljörðum i þessu skyni frá þvi i janúar. EBE-löndin hafa um nokkurra ára skeið haldið uppi samfloti i gjaldeyrismálum sem almennt gengur undir nafninu „Slangan”. Samkvæmt þvi mega gjaldmiðlar aðildarrikjanna ekki sveiflast i gengi um meira en 2.25% i hvora átt. Bæði italia og Bretland hafa þó ekki verið með i slöngunni og Frakkland var fjarverandi um halfs annars árs skeið þar til I júli I fyrra. A næturfundi ráðherranna lögðu frakkar fram tillögu um að gengi frankans yrði leyft að falla um 3% gegn þvi að gengi þýska marksins yrði hækkað um 3%. Þjóðverjar vildu hins vegar fella frankann um 4% og hækka markið um 2%. Ekki náðist samstaða og þvi sögðu frakkar sig úr slöngunni. Franski ráðherrann, Jean-Pierre Fourcade, lýsti óánægju sinni með að italir og bretar standa utan slöngunnar en liran og sterlingspundið hafa fallið mjög i gengi undanfarnar vikur. Deildi hann hart á stjórnir þessara rikja fyrir að leyfa slikar gengisfellingar, þvi þær stofnuðu öllu viðskiptajafnvægi milli bandalagsrikjanna i voða. Almerint er svo litið á að þessi ákvörðun frakka sé mikið áfall fyrir Efnahagsbandalagið og „evrópska einingu”. Edduívaf í sögum son, myndhöggvara, og er hið fegursta listaverk. Annað Iistaverk barst ASÍ i til- efni dagsins. Var það Ragnar Jónsson i Smára, sem grundvöll- inn lagði að stofnun Listasafns ASÍ fyrir rúmum áratug með hinni stórmerku listaverkagjöf sinni til ASÍ, og I tilefni afmælis- ins nú gaf ASl litið málverk eftir Gunnlaug Scheving. Er það elsta varðveitt verk listamannsins, málað á léreft er hann var 10 ára gamall og sýnir Ingólfsfjall, séð frá Eyarbakka. Af kveðjum og heillaóskum er bárust, má nefna frá forseta Islands, forsætisráðherra, fyrr- verandi forsetum ASÍ, Hannibal Valdimarssyni og Helga Hannessyni og Guðgeiri Jónssyni, félagsmálaráðherra, formönnum stjórnmálaflokkanna, forseta Sameinaðs Alþingis erlendum bræðrasamböndum, fjölmörgum verkalýðsfélögum, Sambandi bankamanna, félögum opinberra starfsmanna, KRON, formanni og forstjóra SÍS og samtökum vinnuveitenda, auk fjölda ein- staklinga. Alþýðusamband islands færir öllum þessum félögum og ein- staklingum þakkir sinar. Slitnaði upp úr olíu- samningum Wsahington 16/3 reuter — Slitnað hefur upp úr viðræðum sovéskra og bandarískra embættismanna um fyrirhuguð oliukaup banda rikjamanna i Sovétrikjunum. Agreiningur hefur risið Ut af flutningsgjöldum og segja banda- risku samningamennirnir að hin- ir sovésku kollegar þeirra hafi ekki lagt neitt nýtt til málanna i nokkrar vikur. Sovétmenn vörð- ust allra frétta i dag. Samningarnir miðuðu að þvi að bandarikjamenn keyptu 10 miljónir tonna af oh'u á ári i Sovétrikjunum eða 200þúsund föt á dag. Var hér um að ræða hrá- oliu. Eldur í blokk í Asparfelli Prófessor Haraldur Bessason frá Winnipeg heldur opinberan fyrirlestur i boði heimspeki- deildar Háskóla Islands fimmtu- daginn 18. mars kl. 5.15istofu 422, Arnagarði. Fyrirlesturinn nefnist: Edduivaf i sögum öllum er heimill aðgangur að fyrirlestri þessum. Um 11 leytið i gærmorgun var slökkviliðið kallað að Asparfelli 4. Hafði þar- kviknað eldur i fata- skáp uppi á 7. hæð. Húsmóðirin brást rétt við og lokaði öllu sem hægt var að loka, fékk siðan tvo menn sér til aðstoðar og slökktu þau eldinn með handslökkvitækj- um sem geymd voru á stigapall- inum. Hafði þvi slökkviliðið litið að gera, er það kom á vettvang, og hafði ekki einu sinni komist reykur fram á ganginn. Sýnir þetta dæmi, að fólk getur bjargað sér sjálft með réttum viðbrögðum og búnaði við höndina. Mikið öryggi er þvi fólgið i þvi að hafa ávallt handslökkvitæki við hönd- ina, þvi að eldurinn j*erir ekki boð á undan sér. Eiginmaður minn Hallgrimur J.J. Jakobsson, söngkennari, lést i Borgarspitalanum þriðjudaginn 16. mars. Margrét Arnadóttir. Gils Framhald af 16. siðu. ráðuneytisstjóri, Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofn- unarinnar, Már Elisson, fiski- málastjóri og af hálfu stjórn- málaflokkanna Eyjólfur Konráð Jónsson frá Sjálfstæðisflokknum, Gils Guðmundsson frá Alþýðu- bandalaginu, Haraldur Henrýs- son frá Samtökum frjálslyndra og vinstrimanna, Jón Ármann Héð- irisson frá Alþýðuflokknum og Þórarinn Þórarinsson frá Fram- sóknarflokknum. -dþ. Algjör samstaða Framhald af bls. 3. var ósvikin norsk kveðja frá norsku alþýðufólki, sem hefur fullan skilning á mikilvægi þeirr- ar baráttu, sem háð er til að vernda fiskistofnana i norðurhöf- um. Enda samþykkti þingið mjög eindregna stuðningsyfirlýsingu við baráttu islendinga fyrir 200 milna fiskveiðilögsögunni og al- gera fordæmingu á framferði breta. Konur í meirihluta í framkvæmdastjórn flokksins — Urðu breytingar á flokksfor- ustunni á þinginu? — Kosinn var nýr flokksförmað ur, Berge Furre, i stað Berit As, sem nú var kjörinn varaformað- ur. Berge Furre var áður formað- ur þingflokksins, en nú var Reid- ar T. Larsen kjörinn i þá stöðu. Þetta var gert með tilliti til hinna ýmsu samtaka, sem flokkurinn er stofnaður úr. Furre er þannig úr Sósialiska þjóðarflokknum, Berit As úr vinstra armi sósialdemó- krata og Reidar T. Larsen er fyrrverandi formaður Kommún- istaflokks Noregs. Áberandi var hve konur, og sér- staklega ungar konur, tóku mik- inn þátt i umræðum og öllum störfum landsfundarins. Þær voru ekki allar ánægðar með það, að kona hvarf á þinginu úr for- mannssæti flokksins, en bættu sér það upp að nokkru með þvi að tryggja sér meirihluta i fram- kvæmdastjórn flokksins, en átta af fimmtán fulltruum i henni eru konur. —dþ Indíánar Framhald af bls. 9. og einkarétt til veiða á 14% svæöisins i viðbót. Og 225 miljónir eikfílag: TKJAVfKDRj EQUUS i kvöld kl. 20,30. VILLIÖNDIN 3. sýn. fimmtudag kl. 20,30. SKJALDHAMRAR föstudag. — Uppselt. SAUMASTOFAN laugardag kl. 20,30. KOLRASSA sunnudag kl. 15. VILLIÖNDIN sunnudag kl. 20,30. 4. sýn. Rauð kort gilda. SKJALDHAMRAR þriðjudag kl. 20,30. Miðasalan I Iðnó opin kl. 14 til 20,30. Simi 1-66-20. l*ÞJÓ0LEIKHÚSIfl SPORVAGNINN GIRND i kvöld kl. 20 Næst siðasta sinn. NATTBÓLID 6. sýning fimmtudag kl. 20 laugardag kl. 20 CARMEN föstudag kl. 20 BALLETT þættir úr Þyrnirósu o.fl. Aukasýning laugard. kl. 15 Siðasta sinn. KARLINN A ÞAKINU sunnudag kl. 15. Miðasala 13,15-20. Simi 1-1200. dollara gera 2250 dollara á manneskju. Það hrekkur skammt, jafnvel þótt það yrði fjárfest skynsamlega. Þessi fjár- hæð verður hlægilega lág þegar hún er borin saman við það fjár- magn, sem varið verður til James Bay-framkvæmdanna i heild. Talið er að þegar hafi verið varið til þeirra um 20 miljörðum dollara. Indiánar og eskimóar svæðisins fá ekki einu sinni eitt prósent þeirrar upphæðar. Það er sjaldgæft, að eitt fyrirtæki fái hráefni sin á svo hagstæðu verði. Þvi er ekkert undur að stjórnarvöldin vilji endilega fá samninginn staðfestan sem fyrst, svo að hægt sé að semja við aðra indiána og eskimóa með hann sem fyrirmynd. Ekkert undur er heldur að eskimóarnir i Povungnituk séu litið hrifnir. (Úr grein eftir Philip Laurit- zen I Information.) ALÞÝÐUBANDALAG Viðtalstími borgarfulltrúa Adda Bára Sigfúsdóttir verður til viðtals I dag á Grettisgötu 3 frá kl 17.00 til 18.00. Simi 28655. Árshátíð ABR Árshátið Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður haldin að Hótel Borg föstudaginn 26. mars n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19. Matargestir tilkynni sig I sima 28655. Skemmtiatriði nánar auglýst siðar. — Stjórn A.B.R. Alþýðubandalagið i Kópavogi Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 16. n.ars kl. 20.15. Fundarefni: 1. Stefán Jónsson þingmaður reifar spurninguna um eignarnám á landi. — Hvert er langtimamarkmið Alþýðubandalagsins varðandi þetta mál? 2. Arni Waag sýnir litskuggamyndir og tekur fyrir efnið: Náttúru- vernd og sósialismi. Ka ffiveitingar. Takið með ykkur gesti. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsmálanámskeiðið hefst föstudaginn 19. mars. Vinsamlega til- kynnið þátttöku i sima: 43357 Asgeir 41962 Baldur 42331 Grétar 40047 Margrét 42462 Ragna Freyja 40671 Þorleifur Alþýðubandalagið í Neskaupstað Aðalfundur 1976 verður haldinn i Egilsbúð miðvikudaginn 17. mars kl. 20.30: Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Sýndar litskyggnur úr gönguferð i Hellisfjörð. 3. önnur mál. — Félagar fjölmennið. — Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.