Þjóðviljinn - 20.03.1976, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardágur 20. mars 1976
SKAMMTUR
Ég hef alltaf, ég held hérumbil f rá því að ég
man fyrst eftir mér, haft sérstakt dálæti á
dagblaðinu Vísi og raunar oftar en einu sinni
látið þá skoðun í Ijós í skrifum mínum. Það er
þó einkum á síðari árum og ekki hvað síst ef tir
að Vísir fór að þurfa að standa í harðri sam-
keppni við annað síðdegisblað, að verðleikar
blaðsins hafa stóraukist, og það ekki hvað síst
með tilkomu frábærra skriffinna, sem öðru
fremur hafa orðið til þess að draga fram í
dagsl jósið allan sannleikann Um landsins gagn
og nauðsynjar, f yrir nú utan það að setja allt á
annan endann í hinu værukæra þjóðfélagi voru
og kolgeggja sjálfan landsföðurinn svo ræki-
lega, að hann er sjálf ur farinn að sjá fyrir sér
,,sundin blá'' að eigin sögn, eða svo notuð séu
hans eigin orð: ,,lnn við sund og útum eyjar"
(Vonandi er þetta orðrétt eftir haft).
Þá hefur Vísir og á að skipa greinahöf und-
um, sem skrifa í léttum dúr og sumir jafnvel í
laufléttum, en sá sprenghlægilegasti þeirra
held ég tvímælalaust að sé sá sem skrif ar und-
ir dulnefninu ,,Svarthöfði".
Svo vill til að ég veit hver maðurinn er og
þess vegna veit ég lika að hann var ekki skírð-
ur þessu nafni af prestinum, enda var hann
þegar hann var skírður enn svo ungur að ekki
var enn Ijóst hvaða litur væri á innihaldi
höf uðsins.
En það merkilega við ,,Svarthöfða" er það,
að þóff svarti liturinn sé ríkjandi inní sjálf um
hausnum, þá virðist hann vera með það sem
rautt er á heilanum, en eins og kunnugt er
telja menn að heilinn sé inní höfðinu á ,,hinni
hugsandi mannveru" (Homo sapiens).
Það er langt, kannske f leiri áratugir, síðan
ég man eftir nokkrum, sem fundið hefur sig
jafnknúinn til að vara við helvítis kommún-
istunum, rauðliðum, rússum og bolsum eins og
„Svarthöfði" og var sannarlega kominn tími
til að taka þann þráð upp aftur þar sem frá
var horf ið. Ég er hérna með fyrir f raman mig
slitur af grein eftir Svarthöfða, sem hann
nef nir „Menningarhallir handa rauðliðum" og
er fyrirsögnin með svörtu letri að undanskildu
orðinu rauðliðum sem skartar hinum rauða lit
blóðsins eins og vera ber. í grein þessari f jall-
ar hann um það hvernig alls konar kommún-
istiskir starfshópar eru með óæskileg afskipti
af því sem þeim kemur ekki við, eins og það
hvernig aðstæður eigi að vera á vinnustað, eða
þá fásinnu að samtök myndlistarmanna skuli
vera með fingurna ofan í því hvernig Kjar-
valsstaðir eru reknir.
Orðréttsegir Svarthöfði á einum stað: „Það
er sem maður sjái Einar Benediktsson og Jó-
hannes S. Kjarval ræða þjóðfélagslegt gildi
listar sinnar undir forsæti Birnu rauðu, eða
Inúkhópurinn færi að segja Guðjóni Samúels-
syni hvernig skyldi teikna Þjóðleikhúsið."
Ég verð að segja að mér finnst þessi hug-
mynd svo frábær, að ég gæti vel hugsað mér
að stuðla að þessum stefnumótum núna ein-
hvern næstu daga. Ég hef nú unnið í Þjóðleik-
húsinu í um tvo áratugi og er því sæmilega
kunnugur húsaskipan þar, og af þeirri reynslu
er ég sannfærður um að Guðjón heitinn
Samúelsson hefði betur ráðfært sig við Inúk-
hópinn áður en hann hannaði Þjóðleikhúsið,
sem er að mínu viti besta og fallegasta bygg-
ing á norðurhveli jarðar, með þeim einum
ágalla, að þar mætti vera betri aðstaða til að
fremja leiklist.
Næsta grein Svarthöfða gæti litið út eitthvað
á þessa leið, án þess að nokkur yrði undrandi
(Ég mun þó í henni nota græna litinn fyrir
þann rauða og hesta í stað lista)
Græna hættan ógnar
drithöll hestahátíðarinnar
Það hefur nú loks verið ákveðið að hesta-
hátíðin verði haldin á Hellu, Rangárvöllum, i
vor. í þvi sambandi var ákveðið eftir nokkurt
málþóf að koma upp nokkurri hreinlætisað-
stöðu og reisa þar drithöll.
Þrír húsagerðarhestamenn voru fengnir til
að hanna drithöllina og hafa þeir nú skilað
teikningum og líkani. Strax er farið að bera á
því að vissir grænir hópar hestafólks austur á
Rangárvöllum semlagthefurfyrir sig leikhest
og þykist í framtíðinni eiga eftir að hafa af-
not af drithöllinni sé farið að sameinast um
afskipti af hönnun hennar. Og auðvitað er
það eins og endranær græna liðið undir því
yfirskini að þar séu hestamenn á ferð undir
merki leikhestagyðjunnar, sem er í farar-
broddi. Svokallaðar leikhestakonur með Birnu
grænu í fararbroddi þykjast þess umkomnar
að véfengja starf þriggja valinkunnra húsa-
gerðarhestamanna, bara vegna þess að þeir
eru allir karlmenn og nú er það krafa þessarra
grænu kvenna að fá að pissa sitjandi í Drit-
höllinni. Það er vitað og hefur komið skýrt
fram að álits allra helstu sérfræðinga í
veröldinni um þetta atriði hef ur verið leitað og
alls staðar, hvar sem komið var, var það ein-
dóma sérfræðileg skoðun allra þeirra, sem
leitað var til byggð á nær ævilangri reynslu
hvers og eins,að bæði handhægara, fljótlegra
og hestrænna væri að pissa standandi en sitj-
andi. Og svo kemur hópur svonefndra hesta-
kvenna á Rangárvöllum og þykist hafa meira
vit á þessu atriði en bæði þrír valinkunnir
húsagerðarhestamenn og nokkrir fremstu
hestrænir ráðunautar veraldar.
Drithöllin að Hellu á Rangárvöllum er hin
fegursta bygging og hönpuð að svo vel rann-
sökuðu máli, að Birna græna og allt hennar
græna kvennalið, skal ekki, þótt þær haf i allar
gengið í leikhestaskóla, fengið hestamanna-
styrk, viðbótarreiðlaun hestamanna og komist
vafalaust inná hestasafn ríkisins, reyna í
skjóli hestrænna samtaka grænna hesta-
kvenna með Birnu grænu í fararbroddi, kom-
ast upp með það að breyta fyrirkomulagi i
Drithöllinni. Það er aldagömul reynsla manna
að hagkvæmt, handhægt og hestrænt er að
pissa standandi og þannig skal Birna græna og
hennar lið fá að pissa í Drithöllinni, annars
geta þær bara látið ógert að pissa yfirleitt.
Eða eins og segir í úrskurði dómnef ndar um
þetta mál:
Vondar konur vandandi
vondum formum andandi
góðum verkum grandandi
skal gert að pissa standandi.
Flosi.
AF DRITHÖLL
Marfa viö mynd sfna Sorgarvættir (Mynd GFr).
MALVERKASYNING
Marfa H. Olafsdóttir hiddur
sína aöra einkasýningu á islandi i
Norræna húsinu dagana 20.-28.
mars. Maria er fædd 6. mai 1921 i
Tálknafirði, stundaöi nám viö
listadeild Handiöaskólans i
Reykjavfk 1941-1943 og viö
Konunglegu listaakademfuna í
Kaupmannahöfn 1946-52. Hún er
húsett i Danmörku.
Myndir þær sem Maria sýnir nú
i Norræna húsinu, en hún hélt þar
lika einkasýningu fyrir þremur
árum, eru flestar nýjar af nálinni
og allar með islenskum mótifum.
Hún vinnur fyrst og fremst með
mismunandi tónbrigði birtunnar
að gamalli hefð og myndir hennar
eru expressjóniskar. Höfuðverk
þessarar sýningar er mynda-
flokkur um Reykjavik: Lifsbar-
átta siðustu kynslóöar, gamli
bærinn og tækni nýrrar kynslóð-
ar, einnig ljóðræna hliðin.
Maria H. ólafsdóttir hefur
fengið heiðursstyrki úr Ekers-
berg-Thorvaldsensfond, Statens
Kunstfond, Anne E. Munch,
Dansk-Islandsk fond og einnig
frá Menntamálaráöi. Hún hefur
AFERLENDUM
IBÓKAMARKAÐI
John Calvin.
A Biography. T.H.L. Parker.
J.M.Dent & Sons 1975
Höfundurinn starfar viö há-
skólann I Durham og hefur ritað
mikið um siðskiptamenn og tima.
í þessari bók rekur hann ævi
Kalvins og eykur vitneskjuna um
hreintrúarmanninn einkum
varðandi stúdentsár Kalvins og
Bibliurannsóknir hans, hann
fjallar einnig talsvert um stól-
ræður Kalvins, en þessum efnum
hafa ekki verið gerð slik skil áður
tekið þátt i samsýningum i nokkr-
um löndum og i 28 ár tekið þátt i
árlegri sýningu á Charlottenborg
i Kaupmannahöfn með hópnum
,,SE”. I fyrra var hún með einka-
sýningu i Nikúlásarkirkju i Kaup-
mannahöfn. Ýmis söfn hafa keypt
myndir hennar þ.á m. Listasafn
fslands. Þá má geta þess að tvær
bækur liggja eftir Mariu: Verk-
efni fyrir handavinnu 1944 og Villi
fer til Kaupmannahafnar 1971
(tréskurðarmyndir og texti).
— GFr
og hér er gert. Kalvin fæddist
þegar Evrópa logaði i deilum,
hann var ihaldssamur að eðli,
uppeldi hans stuðlaði einnig að i-
haldssemi og þegar hann vitkað-
ist beindust lifshræringar hans i
þá sömu átt, en það atvikaðist svo
að iheldni hans varð kveikja
þeirra breytinga á mörgum sam-
félögum Evrópu, sem jaðraði við
byltingu. Kenningar hans voru
svo afturhaldssamar að þær þóttu
nýjung. Hann dáði röð og reglu i
öllum hlutum, en skoðanir hans
urðu til þess meðal annars að
auka ófriðarbálin vitt um
Evrópu.
Höfundur fjallar fyrst um
ástand Evrópu i upphafi 16.
aldar,, siðan námsár Kalvins og
starf og ritstörf hans og höfuð-
verk, Institutio Christianae
religionis. Siðan ræðir höfundur
starfsemi Kalvins i Genf og
undanfara þess, flótta Kalvins frá
Frakklandi. t lokin er lýst stjórn
Kalvins á borginni og tilraunum
hans til þess að skapa samfélag
kristinna manna og þau áhrif sem
þessi starfsemi olli þar og afleið-
ingum hennar annars staðar.