Þjóðviljinn - 20.03.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.03.1976, Blaðsíða 6
« SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. mars 1976 A Iþýðubankamálið: Ennþá langt í málshöfðun Töluverð bið mun verða á þvi að saksóknari ákveði, hvert verður f ramhald Alþýðubankamálsins. Gögn hafa nú borist embættinu frá Sakadómi, og að sögn Þórðar Björnssonar eru þau mjög viðamikil og mikil vinna að yf irfara þau áður en ákvörðun verður tekin um hvort af málshöfðun verður eða ekki. Gögnin eru talsvert á annað þús. blaðsíður, mestskjöl frá bankanum, en skýrslur um yfirheyrslur bankastjóra, bankaráðsmanna og við- skiptamanna ýmissa fylla nokkuð á annað hundrað vél- ritaðar síður. —erl Atriði úr ,,Gisl Gísl sýndur á Akranesi Skagaleikllokkurinn frumsýndi s.L iaugardag 13. mars sjónleik- inn ,,GÍSL” eftir hinn þekkta irska höfund Brendan Behan i þýðingu Jónasar Arnasonar. Leikstjóri er Herdis Þorvalds- dóttir og er þetta hennar fyrsta verk sem sett er á svið. Herdis hefur æft leikinn, samhliða starfi sinu hjá bjóðleikhúsinu siðan um rniðjan janúar og eru skagamenn ánægöir með þann styrk er leik- menningu bæjarins barst með komu hennar. Leikurum var óspart klappað !of meðan á sýningu stóð og i lokin var leikstjóri og leikarar marg- kallaðir fram við dynjandi lófa- tak. Leikstjóri ávarpaði frum- sýningargesti og að endingu stóðu allir frumsýningargestir upp og hylltu stjórn félagsins, leikara og aðra er að sýningunni stóðu með ferföldu húrrahrópi. Húsfvllir var einnig á annari Norrœna félagið Kvöldvaka í Kópavogi Norræna félagið i Kópavogi efnir til kvöldvöku sunnudaginn 21. þessa mánaðar kl. 20.30 i Þinghól, Hamraborg 9. Þar flytur Ólafur Jónsson, bókmenntafræð- ingur, spjall um bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs og Ólaf Jóhann Sigurðsson, skáld. Lesið verður úr ritverkum ólals Jóhanns, Þorsteinn Gunnarsson, leikari les. Þá syngur kór Menntaskólans við Hamrahlið undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóftur. Kvnnt verða nýmæli i starfseini Norræna félagsins. sýningu á sunnudag, og verða næstu sýningar á föstudag 19. mars og laugardag kl. 21. Hönnun sviðs og leikmynd var i höndum Stefáns Magnússonar er skilaði þvi verki frábærlega vel. Ljósameistari er Kristinn Danielsson ljósameistari frá Þjóðleikhúsinu. Undirleik annaðist Ulrik Ólason. öll vinna og starf við uppsetn- inguna var unnið i sjálfboðavinnu og er ánægjulegt hversu vel hefur til tekist við eins bágbornar að- stæður og Skagaleikflokkurinn hefur haft til æfinga. „Gisl” er annað verkefni Skagaleikflokksins á þessu leik- ári; i haust var Fórnarlambið eftir Yrjö Soini sett á svið.og má geta þess að vegna húsnæðisleys- is i jafn stórum bæ og Akranes er, urðu æfingar að fara fram i félagsheimili fyrir utan bæinn sem og smiðar sviðs. Framhald á 14. siðu; Það er leikið og starfað á Geðdeildinni við Dalbraut eins og annarsstaðar þar sem börn hafast við. Þessi mynd er tekin í smiðastofu heimiiisins af gæslufólki og nokkrum krökkum. Fremst á myndinni er drcngur að gera við gltarinn sinn. (Mynd: AK) Geðdeild fimm ára barna Hefur haft afskipti af 1000 fjölskyldum Á miðvikudaginn 17. mars varð Geðdeild Barnaspítala Hringsins fimm ára. Deildin er til húsa að Dalbraut 12 í Reykjavík en hún er hluti af Landspítalanum. For- stöðumaður hennar er Páll Ásgeirsson sál- f ræðingur. 1 tilefni af afmælinu var blaðamönnum boðið að skoða deildina og ræða við starfsfólk hennar um starfsemi hennar. Kom þar fram að starfsemin er þriskipt. Stærsti hlutinn er göngudeild þar sem starfa 4 læknar, 3 félagsráðgjafar og 3 sálfræðingar. Þetta fólk tekur til rannsóknar börn með geðræn vandamál af öllu landinu. Að sjálfsfegðu er einnig rætt við aðstandendur þeirra og einnig fer starfsfólkið oft á staðinn þar sem vandamálin steðja að, i skóla, inn á heimili osfrv. Þessar ferðir eru farnar út um allt land ef þörf krefur. Leiði rannsóknin til þeirrar niðurstöðu að barnið þurfi að leggjast inn á stofnunina eru tveir kostir fyrir hendi. Annars vegar er dagdeild þar sem börnin eru til meðferðar á dag- inn kl. 9-15 fimm daga vikunnar en fara heim þess á milli. Hins vegar er legudeild þar sem börnin eru allan sólarhringinn og sækja i mörgum tilvikum skóla þaðan. A þessum deildum dvelja börnin venjulega I 6-12 mánuði en stundum lengur. Þegar blaðamenn heimsóttu stofnunina voru niu börn á legu- deild og sjö á dagdeild. Á þeirri fyrrnefndu eru börn á aldrinum 5-13 ára en komið hefur fyrir að Brýn þörf fyrir sérdeildir fyrir unglinga og veikustu börnin allt ujjp i 16 ára börn hafa verið lögö þar inn. A dagdeild eru hins vegar tekin inn yngri börn, frá 2 ára upp i 7-8 ára. A þeim fimm árum sem stofn- unin hefur starfað hefur hún haft afskipti af uþb. þúsund fjöl- skyldum en það er þó sennilega aðeins brot af þeim fjölda sem þyrfti á aðstoð eða meðferð að halda. I könnunum sem gerðar hafa verið á þörfinni á þjónustu sem þessari hefur komið i ljós að tæplega 20% barna hafa þörf fyrir sálfræðilega þjónustu eða meðferð i einhverri mynd. En að sögn starfsfólksins vill það verða svo að einungis er komið með þau börn sem háværust eru, hin sem bera vanda sinn i hljóði koma oft aldrei þótt þau þyrftu þess. Hér kemur lika til þekkingarleysi þvi foreldrar hugsa oft sem svo að börn þeirra séu ekki svo „langt leidd” að þau þurfi að fara á geðdeild. En þótt starfsemi geðdeildar- innar sé hin þarfasta er langt frá þvi að hún sinni þörfinni sem fyrir hendi er til hlitar. Að sögn starfsfólksins er það einkum á tveim sviðum sem skórinn kreppir hvað mest. Deildin á mjög erfitt með að sinna vandamálum unglinga. Þar er mjög erfitt um vik að leggja inn unglinga á aldrinum 13-18 ára þótt það hafi stöku sinnum verið gert út úr neyð. Gerð hefur verið könnun á þörf fyrir unglingadeild og kom þá i ljós að 125 unglingar á þessum aldri höfðu verið lagðir inn á Klepp eða geðdeild Borgar- spitalans. Af þessum fjölda hafði þriðjungurinn enga meðferð hlotið enda henta þessar stofnanir illla fyrir þennan aldurshóp. Þessi könnun náði aðeins yfir tvö ár þannig að af henni er ljóst að mikil þörf er á geðdeild fyrir unglinga. Margir þessara unglinga höfðu búið við mjög erfiðar heimilis- aðstæður og stór hluti átt við aðlögunarvandamál að striða frá barnæsku. Hitt vandamálið eru mjög geðveik börn eða þau börn sem á erlendum málum eru nefnd „psykotisk”. Talið er að nú séu um 30 börn hér á landi sem falla i þennan hóp. Þessi börn þurfa langmeðferðar með og stöðuga hjálp. Algengt er að telja þessi börn vangefin og eru þau þvi iðulega vistuð á fávitahælum þótt þau hafi eðlilega og oft frá- bæra greind; hér á landi er vitað um allmörg slik börn sem dveljast á fávitahælum. Eins og stendur hefur geðdeildin við Dalbraut ekki aðstöðu til að taka við mörgum slikum börnum i einu og þvi hafa myndast langir biðlistar. Að sögn starfsfólksins er fyrir hendi nægjanlegur þjálfaður starfskraftur sem komið gæti upp deildum fyrir unglinga og veikustu börnin með litlum fyrirvara en til þess vantar bæði húsnæði og fjárveitingu. Bandarísk útfærslu í WASIIINGTON 18/3 — Nefnd þingmanna úr báðum deildum Bandarikjaþings komst i gær- kvöldi aö samkomulagi um lag-a- frumvarp þess efnis, að fiskveiði- lögsaga Bandarikjanna skuli færð þingnefnd 200 mílur út i 200 sjómilur 1. mars 1977. Nefndin sendir þelta frumvarp til þingsins, þar sem báðar deildir þurfa að samþykkja það áður en það fer til Fords forseta til stað- festingar. Talið er vist að báðar mælir með 1. mars ’77 þingdeildirnar samþykki frum- varpið, sem gert var til mála- miðlunar milli deildanna, sem áður höfðu hvor um sig samþykkt frumvarp um útfærsluna..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.