Þjóðviljinn - 20.03.1976, Síða 11

Þjóðviljinn - 20.03.1976, Síða 11
Laugardagur 20. mars 1976 ÞJÓOVI[..MN\ — SÍOA II Börn I Austurbæjarskólanum Ólafur Haukur. Ég get ekki oröa bundist vegna greinar þinnar i Þjóövilj- anum þann 7. mars og einkum þess þáttar hennar, sem að skólastarfi lýtur. — Þessisamsetningur er af sliku alvöruleysi gerður, að honum verður ekki látið ósvarað af þeim, sem láta sig skólastarf einhverju varða. — Skóli er samfélag ólikra ein- staklinga, þar sem ýmsir til- finningalegir agnúar barna svo og áunnir, sem rekja má til heimila koma fram i skýrustu ljósi. Þar eigast einnig við hinar ýmsu stéttir þjóðfélagsins i smækkaðri mynd. Ólikir hags- munir og mismunandi fyrir- myndir valda oft á tiðum tog- streitu. Kennari á samkvæmt skilningi almennings og raunar skólayfirvalda einnig að vera hlutlaus aðili, sem lætur erjur og misklið til sin taka og leiðir til lykta. En kennari er einnig stéttir þjóðfelagsins i smækkaðri mynd. ólikir hags- munir og mismunandi fyrir- myndir valda oft á tiðum tog- streitu. Kennari á samkvæmt skilningi almennings og raunar skólayfirvalda einnig aö vera hlutlaus aðili, sem lætur erjur og miskliö til sin taka og leiðir til lykta. En kennari er einnig stéttbundin vera, háður hags- munum og trúlega jafnframt skoðunum. Meintu alræöisvaldi hans eru takmörk sett bæði að þvi er persónulega gerð hans sjálfs varðar og einnig af ýms- um tilætlunum tengdum þjóð- félagslegi stöðu hans og þá ekki sist afstöðu yfirboöara. —■ Þess ber og að geta, að t. a.m. grunnskólalögin takmarka mjög alræðisvald kennara og fyrirbyggja að kennara haldist uppi einhvers konar tyranniser- ing á þeim uppsprettum tilfinn- inga oghvata, sem fram koma i skólastofunni. Þú gerir greini- lega ráð fyrir að börn séu óvirkt afl, sem lætur bjóða sér hvers konar atlæti: þar misstigur þú þig illilega. Sá kennari, sem einu sinni veitir ofbeldishneigð sinni hömlulausa útrás á næsta erfitt uppdráttar gagnvart þeim, sem ofbeldið hefur steytt á: hópsefjun og raunar einnig inngróin réttlætiskennd barna sér fyrir þvi. Þess eru og ófá dæmi, að kennarar hafi hrökklast úr starfi vegna fjandskapar nem- enda, og er það raunar vel, ef um óhæfan starfskraft er að ræða. Foreldrar veita kennur- um aðhald og það gera börn lika, þó að á annan hátt sé og um það megi deila hvort þær mæli- stikur á starf kennara sem all- ur þorri fólks setur sér séu i öll- um tilvikum hinar réttustu. Vitaskuld má segja, að nem- endum sé ekki gefið tækifæri til að láta sitt álit á kennara i ljós á annan hátt en þann að íjandi skapastvið hann og gera honum lifiö leitt. Uppbyggileg gagnrýni og um- ræða á sér þvi miður engan vettvang i skólakerfinu og hefur Lárus M. Björnsson, Fáskrúðsfirði: Meintu alræðis- valdi kennarans eru takmörk sett OPIÐ BRÉF TIL ÓLAFS HAUKS SÍMONARSONAR aldre i átt. Það er undir hverjum kennara komið, hvort hann skapar sér og nemendum sinum þennan vettvang eður ei. Einnig má segja sem svo, að yfir mestanpart þess sálfræðilega samspils milli ólikra einstak- linga, sem á sér stað i skólastof- unni, nái engin bókfest lög. Það sama gildir um þjóðfélagið i heild sinni. Þeim, sem fást vib skipulagningu og beiningu mannlegs atferlis er þetta full- ljóst, þó að fristundafilósófiu þinnar gerðar skorti skyggni til slikrar vitneskju. Vitnandi vits um þetta reyna þeir, sem af alvöru fást við setn- ingu eða framfylgni laga og reglugerða að hafa þau sem fæst og sem mannúðlegust og gjarnan þannigað þau laði fram hið mannlegasta i hverjum og einum fremur en að þau bæli það niður. Þvi miður hefur orðið átakanlegur misbrestur á þessu með þeim afleiðingum, að t.a.m. háskólar útskrifa sorg- legan fjölda bældra ungmenna, sem ekki eygja aðra framtið en gröfina, með stuttri viðkomu i Heimdalli eða Sus. Þetta fólk er tiðum alla ævina grátlega fjarri þvi að geta nokkurn tima sýnt minnsta vott ofbeldis, ef frá er talið hið þögla ofbeldi skoðana- lauss þjóðfélagsmeirihluta, sem lýsir sér i umburðar- og af- skiptaleysi.— Ofbeldishneigð er eðlileg. Það þarf einungis að virkja hana i þágu þeirra, sem kúgaðir eru. Réttlæti þarf að vera samfara ofbeldi. — A meðan tveir menn komast að ólikri niðurstöðu um sama hlut fer ekki hjá þvi að óánægju gæti. Af óánægju leiðir ofbeldi. Aldrei hefur verið til þjóðfélag án ofbeldis og það mun aldrei verða til. Ég hygg að ég geri þér rangt til með þvi að ætla þér þær hugmyndir um tölvufærðar meðaltals- manneskjur, sem svo mjög setja svip sinn á siðfræði hægri armsins og sjást t.a.m. gjörla i . lagasetningum auðvaldsþjóð- félags, boðum þess og bönnum, enef til vill er hæsta stig þeirrar lögregluútópiu eina leiðin til að skapa þjóðfélag án ofbeldi's. — Annað viðhorf i grein þinni vekur upp ýmsar spurningar. Það kemur fram i notkun þinni á orðunum brjálsemi og geð- veiki. Ekki veit ég hvaða höf- undur sautjándu aldar hefur kennt þér það, sem þú veist um geðveiki, en hitt get ég sagt þér að kenningar hans hafa mjög trúlega verið afsannaðar. Hin litskrúðuga mynd af geðsjúk- lingi, sem sýnd er i Hollivúdd- myndunum er nú á förum og i stað hennar hefur komið mun raunsærri mynd. Afturgöngur hollivúddbrjálæðinganna lifa hins vegar góðu liii i grein þinni. Og um skólann: Brjálæðing- urinn hinum megin við púltið sem öskrarog froðufellir,sk.ipar og dæmir er nú óðum að vikja fyrir stelpu i gallabuxum, sem tók kennarapróf i fyrra og er hálf hrædd við þetta allt saman. Hún sér þrjátiu ný andlit að hausti, sem hún hvorki þekkir né skilur til neinnar hlitar. Að vor i á hún ýmsa nýja kunningja og vini og fer rikari heim en að heiman. Þetta dæmi er að sjálf- sögðu jafn langt frá þvi að vera algilt og brjálæðingarnir hans Ólafs Hauks, en það á altént við meiri rök að styðjast árið 1976, en steriótýpan af sadista, sem velur sér kennslu að lifsstarfi vegna þeirra möguleika er það veitir til útrásar „sjúklegra” hvata. Það er ekki kennarinn, sem ákveður hvað er eðiilegt: Það er nemandinn. Hann sér og dæmir og kemur lifunum sinum áleiðis til þeirra, sem eiga betur með að orðfæra ástandið og túlka það, þ.e.a.s. foreldra. Þeir gripa til aðgerða ef þeir álita að þess geristþörf, sem þvi miður er of sjalcjan. t þessu dæmi öllu er það ekki geðþótti hins al- menna kennara, sem er náttúruaflið, fremur má heim- færa það hugtak upp á álit og hald almennings hverju sinni Grein þin lýsir átakanlegri vanþekkingu á börnum. Börn hafa dómgrind þó að þau hafi ekki hugtakaskilning til jafns við sér þroskaðri. Það gerist fleira i' skólastofu en það sem sagt er. Ýmis ferli eru að þróast hvarvetna, með þátttöku tveggja eða fleiri. Atburðir skólastofunnar ákvarðast ekki siður af þvi, sem þar gerist en af hinu, sem kennaranum þóknast að segja. — Og að lokum: Þeirri siðbót, sem þér hugnast að draga upp mynd af, og sem um margt minnir mig á kenningar Eduards Bernstein, einkum að þvi er.tekur til þeirrar áherslu, sem þú leggur á félagslegar umbætur verður ekki á komið með rangtúlkunum, eða fávis- legri meðferð á hinum ýmsu innyflum kerfisins. Sósialistar hljóta að vinna saman að úttekt á öllum þáttum hins borgara- lega þjóðfélags og að mótun heildarstefnu i þágu verkalýðs og launþega,— Þar verður geðvonska að vikja fyrir heilbrigðara hugar- fari. Fáskrúðsfirði, 8. mars, 1976. Lárus M. Björnsson. KJARVALSSTAÐIR Um helgina Laugardagur 20. mars Sýning á verkum Asgrims Jónssonar i báðum sölum og göngum. Opin 14—22. Björn Th. Björnssonlistfræðingur verður sýningargestum til leiðsögu milli 15—17. Sunnudagur 21. mars Asgrimssvning opin frá 14—22. Aðalsteinn lngólfsson listfræðingur verður sýningargest- um til leiðsögu milli 17—19. Dagskrá með ljóðum og tónlist i Austursal kl. 22. Aðgang- ur 300 krónur. Fram koma: Hrafn Gunnlaugsson. Jóhann Hjáimarsson. N'iiia Björk Arnadóttir, Steinunn Sigurðardóttir. Þorsteinn frá llamri og Þorvarður llelgason. ásamt bresku ljóð- skáldunum Keith Armstrong. l’eter Mortimer og llavid Mc Duff.hljómsveitinni Diabolis in Musicaog öðrum tón- listarmönnum. Kynnir Aðalsteinn Ingólfsson. Veitingar á staðnum

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.