Þjóðviljinn - 20.03.1976, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐV'ILJINN Laugardagur 20. mars 1!)76
Kristján
Pétursson9
Skriðnafelli
skrifar
fréttabréf
frá
Barðaströnd
Kristján Pétursson
Enn gerist þaö, aö baröstrend-
ingar eru geröir aö hornrekum t
samgöngumálum hjá Braga
Thoroddsen, vegaverkstjóra. Þaö
sem af er þessum vetri hafa vegir
veriö snjóléttir og hefur vegurinn
frá Baröaströnd, vestur til
mörgu nytsömu til leiöar og má
þar nefna merkingu á vegum, en
mikið vantar á, aö vegirnir okkar
séu nægilega vel merktir ennþá,
— og enn vantar mikla aögæslu
vegna hættanna sem enn leynast
á þjóövegum okkar.
Vegamál,
búskapur,
verslunarmál
Patreksf jaröar, yfirleitt veriö fær
i vetur.
Óbrúaður lækur
Lækur einn á þeirri leiö er þó
mjög slæmur vegatálmi og er þaö
óskiljanlegt af vegaverkstjóra að
láta svo vera. Lækurinn er óbrú-
aður og er fyrir vestan Seljadal,
en of tkemur þaö fyrir, að hann er
ófærbilum. Farartálmi þessi frýs
strax á haustin og verður einn
krapasvelgur sem bilar sitja þá
fastir i, þángað til vegfarendur
koma til hjálpar og gengur þaö
vissulega oft nærri farartækjun-
um. Gefur þaö auga leiö aö erfitt
væri aö koma sjúklingum yfir
slikan farartálma.
t fyrra vetur var ég á ferö i
mjólkurflutningabilnum frá
Barðaströnd og vestur til
Patreksfjaröar. Þá sat mjólkur-
billinn fastur i læknum i fjórar
klukkustundir, þangaö til hjálp
kom.
Segjum svo, að þetta heföi verið
bill með sjúkling, hvaö heföi ekki
getað gerst? Þess má geta, aö
sunnan viö læk þennar er nýlegur,
upphleyptur vegur, sem liggur
fast aö læknum, en veldur þvi að
lækurinn sést ekki fyrr en komið
er alveg að honum. Nauösynlegt
er að setja hættumerki við læk-
inn, en helst litur svo út sem
vegaverkstjórinn vilji hafa læk-
inn ósnortinn af mannavöldum.
Mér er kunnugt um þaö, að odd-
viti Barðastrandarhrepps hafi
kvartað við vegaverkstjórann og
krafist endurbóta og boöist til aö
útvega fé til framkvæmdanna —
en vegaverkstjórinn situr fast viö
sinn keip. Ekki væri óeðlilegt að
einhver hugsaði sem svo: Hefur
maöurinn enga sómatilfinningu?
Ég var á ferö i bil minum fyrir
jólin til Patreksfjarðar, ásamt
þremur farþegum. Er ég kom
vestur fyrir Kleifabúa, tóku
farþegar minir eftir vegamerki,
sem var langt fyrir utan veg og
spurðu mig hvaö merkið ætti aö
tákna. Ekki var mér kunnugt um
það. En okkur kom saman um
það, að vegaverkstjórinn hefði
sett merkið niður fyrir rjúpna-
skyttur. Ef svo væri, er þaö ágætt
aö sínu leyti, en mér finnst að
fyrst ætti að fullmerkja vegina.
Klúbbar að nafni öruggur akstur
hafa verið stofnaðir viðsvegar
um landið og hafa þeir komið
Met I dauðaslysum
Éghygg, að V.-Barðastrandar-
sýsla eigi á sföasta ári met yfir
allt landiö i dauöaslysum á veg-
um úti, ef tekiö er tillit til bila- og
fólksfjölda. A siöustu þrem mán-
uðum ársins uröu fjögur dauöa-
slys hér i Vestur-Baröastrandar-
sýslu — tvö i Vatnsfiröi, eitt i
Tálknafiröi og eitt á Patreksfiröi.
Þetta er iskyggileg tala. Væri
ekki þörf á aö gefa vegunum okk-
ar frekari gaum? Af hverjum
bensinlitra sem seldur er, eru
teknar kr. 16,- til vegagerðar,
ásamt öörum framlögum. Hvar
eru svo framkvæmdirnar? Ég er
búinn að aka bilum viðsvegar um
landið, bæði stórum og smáum,
og það verð ég að segja, að verstu
vegirnir eru hér I V.-Barða-
strandarsýslu. Eðlilega er talin
mikil slysahætta á vegum þétt-
býlisins á suöurlandi, en heldur
vil ég aka bil I Reykjavlk og á
suðurnesjum, i þéttbýliskjarna
Jandsins, heldur en á þessum
frumstæöu vegum, sem Ibúum
Barðastrandarsýslu er boöiö upp
á.
Þaö munu liöin ein þrjú ár slöan
vegaverkstjóra þóknaöist að
kasta malarhlassi á Siglunes-
veginn á Barðaströnd og tvö ár
eru liöin slöan var sendur hefill á
þann veg, og stórir vegakaflar
eru án ofaniburðar. Hlýtur hver
maöur aö geta imyndað sér
hvernig sá vegur er til yfirferðar,
þó svo sjálfur vegaverkstjórinn
sjái það ekki eða vilji ekki sjá
það. Mér er sem ég sjái nýja bil-
inn hans — eftir að hafa ekið
Siglunesveg. Það er annars
athyglisvert hvaö margir, sem
starfa hjá riki, borg og sveita-
félögum aka á dýrum bilum — þá
viröist ekki skorta peninga, sem
hlýtur að koma niöur á þjónustu-
starfi I þágu hins almenna
borgara og skattgreiðanda.
Er ekki kominn timi til aö taka
upp það stjórnskipulag hér á
Islandi að hver opinber starfs-
maður verði aðeins tvö kjörtima-
bil i stöðu sinni og fari svo beint út
i atvinnulifið? Þá er hætt við að
einhverjum brygði — ef hann ætti
t.d.aöfara útá sjó i frosti og stór-
hríö og handfjatla freðin veiöar-
færi o.s.frv. Hætt er við að
tekjurnar rýrnuðu, villurnar og
fínu bilarnir gengju úr sér og elli-
blæ slægi á góssið.
Réttur gamla fólksins
fyrir borð borinn.
Já, ég minntist á ellina — þá
sem byggðu landið á undan okkur
— hvað gerum við fyrir þetta
fólk? Hve mikils eru störf þess
metin?
Ellilifeyrir stórskertur, meööl
hækka upp úr öllu valdi — svo ég
tali ekki um læknisþjónustuna.
Þetta eru þakkirnar sem þetta
fólk fær hjá forráðamönnum
þjóöar okkar um leiö og þeir sem
fleyta rjómann eru verölaunaðir
meö skattaivilnunum o.þ.h.
Þvi miður eru þetta vinnu-
brögöin hjá framámönnum
þjóðar okkar — þar er svo sann-
arlega veriö aö ráöast á garðinn
þar sem hann er lægstur. En eins
og gamall málsháttur segir:
Sjaldan launar kálfur ofeldi. Það
verður ekki annaö sagt en réttur
gamla fólksins — hinna öldruöu
sé stórlega fyrir borð borinn.
Væri full þörf á að skrifa meira
um þau mál og einnig væri ástæða
til að ætla, aö þeir menn sem á
Alþingi þjóöarinnar sitja, geri
málum þessum góö skii.og vildi
ég mælast til þess sérstaklega við
þingmenn úr rööum Alþýöu-
bandaiagsins að þeir geri þessum
málum góð skil áöur en langt um
liður.
Árferði
Hér á Barðaströnd var tiö
fremurrysjótt I fyrravetur og var
veturinn gjafafrekur. Heita má
að fé hafi staðið inni allan vetur-
inn — aö frátöldum örfáum bæj-
um. S.l. vor var kalt og urðu
bændur aö ala lambfé inni —
langt fram i júnimánuö og urðu
þá að sleppa þvi á sáralitinn
gróöur. Annriki bænda er mikið
oger þetta fámennur hópur — all-
flestir einyrkjar með konu og
ung börn, þvi um leið og unga
fólkinu vex fiskur um hrygg er
það flogið úr hreiðrinu — ýmist i
skóla eöa út i atvinnulífiö. Þvi eru
oft fáar hendur heimafyrir til að
vinna þau verk, sem með þarf.
Vinnustundir bóndans eru
ótaldar, ekki sist um sauðburðinn
— þvi sauðkindin er undirstaða
atvinnugreina hans. Þó svo að
einhverrar mjólkurframleiöslu
gæti hér, þá er það ekki fyrr en á
siðustu árum að hægt er að tala
um blandaðan búskap. Allir vita
að kýrnar þurfa sitt ef vel á að
vera. Hér I byggöarlaginu voru
dæmi þess s.l. vor, aö ekki var
hægtaö setja kýr út, fyrr en langt
var liöið á júllmánuö. En þaö má
segja aö sauöburöur hafi yfirleitt
gengið vel, þrátt fyrir kulda og
gróöursnautt vor. Sláttur hófst
ekki fyrr en síðast i júll og byrj.
ágúst og var hér eins og vlöa
annarsstaöar óþurrkatið meö ein-
dæmum. Aburöarkaup bænda
skipta hundruöum þúsunda og
verða þeir að kasta honum á jörð-
ina I algjörri óvissu um afrakstur.
Fáar stéttir hér á landi eru eins
háöar hinu umhleypingasama
veöurfari og þeir og þurfa þeir að
ala búfénað sinn á kjarnagröðri.
Misjöfn gæði heyja er afleiðing
misgóðra véla viö heyöflun hér
sem annarsstaðar.
Verslunarmál.
Verslunarmál okkar barö-
strendinga eru i mesta ólestri.
Viö höfum haft viöskipti okkar viö
Kaupfélagið á Patreksfiröi, en
þjónustan litil sem engin. Þeir
sem ekki eiga bila og geta ekki
náö i nauösynjar slnar— veröa aö
vera án þeirra — að frátöldum
áburði; honum er ekið til bænda
ásamt fóðurbæði, en oft eru vand-
kvæöiá,aöfá fóöurbæti fluttan.og
verður margur að sjá um
aödrætti á honum á eigin bilum.
Sveinn Þórðarson á Innri-Múla
hefur rekiö verslun hér i sveitinni
og er það mikil bót, svo langt sem
þaö nær, þó einkum oliusalan sem
kom þar s.l. haust —■ en betur má
ef duga skal.
Barðstrendingar eiga að stofna
eigið kaupfélag og þeir eiga einir
aö annast sláturhúsmálin. Við
eigum unga og dugandi menn
sem geta annast þessi mál fyrir
okkur — einnig eigum 'viö dug-
mikinn oddvita, þar sem hann vil
beita sér og má þar einkum nefna
rafmagns- og skólamál. Hygg ég
aðþessimál væru skemmra á veg
komin, ef hans hefði ekki notið
þar viða. Barðstrendingar eiga
ekki að vera undirgefnir ein-
hverjar sérhagsmunaklikur i
öðrum byggðarlögum, sem eru
innan ramma fárra manna.
Barðstrendingar eiga að annast
sin verslunarmál sjálfir — meðan
við gerum það ekki, köstum við
krónunni og hirðum eyrinn.
Mig langar til þess að geta þess
til gamans, aö s.l. vetur var ég
ásamt tveim öörum mönnum
dyravöröur I Félagsheimilinu á
Patreksfiröi I nokkur skipti. Eitt
sinn þyrfti ég að biöja gesti að
fjarlægja áfengi af boröi — þótt
éghefði fullt vald til aö taka þetta
vin til vörslu, meöan á dansleikn-
um stóö, en ég fékk skjót svör: —
patreksfiröingar létu ekki barö-
strendinga segja sér fyrir verk-
um. Viö skulum muna þessi orð
barðstrendingar — og reyna aö
standa á eigin fótum.
Grásleppan
— Sláturhús
Ahugi er talsveröur i mönnum
hér meö grásleppuveiöi —
fimmtán bátar voru gerðir út á
s.l. vori, en veiðin var mun
tregari I ár en á fyrra ári. Verö-
mæti hrogna, sem bátar þessir
veiddu, mun samt vera um
fimmtán miljónir.
Slátraðmun hafa verið um nlu-
þúsund fjár I sláturhúsinu á
Skjaldvararfossi auk nautgripa.
Fimm bændur úr Rauðasands-
hreppi óku fé slnu hingað suöur á
Baröaströnd til slátrunar; einnig
komu bændur af Múlanesi með fé
sitt til slátrunar.
Slðustu fjölskyldurnar fluttu
burt úr Múlahreppi i haust, svo
enn gerist það að heilir hreppar
leggjast i auðn. Eðlilegt er að
talsveröur óhugur leggist aö
mönnum viö slikar fréttir, þegar
heilu byggðarlögin leggjasti eyöi,
hvert af ööru — sem áöur
blómstruöu full af lífi og fjöri.
Trúlega eru þetta forlögin, sem
enginn ræöur viö.
Eflaustleitar hugurinn oft heim
til æskustöövanna hjá hverjum og
einum — þvi oft hefur þetta fólk
orðið að fara nauðugt burtu.
Vonandi er, að þessi byggöar-
lög byggist aö nýju — áður en
langt um liöur.
—Skrifaöl jan. 1976.
Kristján Pétursson,
Skriðnafelli
Barðaströnd
Sovéskar bækur
og tímarit
(á ensku), hljómplötur og nótur. Opið frá
kl. 10—12 og 14—18 föstudaga til kl. 19,
laugardaga kl. 10—12.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæð.
Útboð
I Aö-
Tilboð óskast I 132 kV rafbúnaö, SF 6, einangraðan,
veitustöö 1 fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur.
Otboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 4. mai 1976
k. 14,00 e.h.
INNKAUPÁSTOFNUN REYK)AVÍKURBORGAR
Fríkirlcjuvegi 3 — Sími 25800