Þjóðviljinn - 20.03.1976, Side 16
djqðviijinn
Laugardagur 20. mars 1976
Lissabon:
Banatilræði
yið Karami
BEIRÚT 19/3 — Rashid Karami,
forsætisráöherra Libanons, var
sýnt banatilræði i dag. Var eld-
flaugum skotið á flugvél, sem var
i þann veginn að leggja af stað
með hann og fleiri leiðtoga
múhameðstrúarmanna i landinu
til Sýrlands til viðræðna við Ass-
ad forseta og aðra þarlenda
framámenn. Enginn i sendi-
nefndinni hlaut sár eða bana i ár-
ásinni, sem ekki er vitað hverjir
gerðu.
Borgarastyrjöldin i Libanon
virðist nú hafin á ný og að þessu
sinni með fullri þátttöku hersins,
sem virðist skipta sér milli deilu-
aðila, sem þar af leiðandi hafa nú
bæði skriðdreka og fallbyssur,
sem hingað til hefur litt verið not-
að i bardögum i landinu. Sagt er
að yfir 50 manns hfi i gær og i nótt
verið drepnir i Beirút og ná-
grenni, og óstaðfestar fréttir
greina frá stórskotaliðs- og skrið-
drekaorrustu i Tripóli i norður-
hluta landsins.
íslands-
ferðum
breskra
frétta-
manna
fækkar
í frétt frá landhelgis-
gæslunni segir að áber-
andi sé hvað ásókn
breskra fréttamanna
hingað til þess að fylgj-
ast með landhelgis-
stríðinu hafi minnkað.
Ekkert lát er hinsvegar
á straumi fréttamanna
annarsstaðar frá, og
hefur gæslan veitt þeim
ýmiskonar fyrir-
greiðslu.
Þrir sjónvarpsmenn frá
bandarisku sjónvarpsstöðinni
ABC hafa verið hér ásamt
tveimur hollenskum frétta-
mönnum, kanadiska útvarpið
og þýska blaðið Spiegel sendu
einnig menn hingað fyrir
skömmu og þýska og kana-
diska sjónvarpið hafa einnig
notið fyrirgreiðslu gæslunnar.
Flestir fréttamannanna hafa
farið i gæsluferð með varð-
skipi eða i eftirlitsflug.
Sænska sjónvarpið er nú að
senda hingað vinnuhóp til þess
að taka þætti og fréttamyndir
vegna fiskveiðideilunnar.
Það er bagalegt að bresku
fréttamönnunum skuli hafa
fækkað, vegna þess að skrif
þeirra og ummæli hafa yfir-
leitt verið heldur vinsamleg
málstað islendinga.
t fyrradag voru heimilaðar
verðhækkanir frá deginum i
dag, er hin „herta” verðstöðvun
fellur úr gildi. Þessar hækkanir
eru: Afnotagjöid útvarps og
sjónvarps, sem hækka um 30%,
þjónusta efnalauga sem hækkar
um 14% og rakarar fá að hækka
sina vinnu um 5%. Aður hefur
verið sagt frá hækkun Hitaveitu
Reykjavikur um 27%, en hún
kemur til framkvæmda nú um
helgina.
Hér er gefinn forsmekkurinn
að. þvi, sem dynja mun yfir á
næstunni, nú þegar herta verð-
stöðvunin er úr gildi fallin.
Verðlagsstjóri, Georg Olafsson,
sagði i gær að fjöldi hækkunar-
beiðna lægi fyrir. Ekki vildi
hann nefna neinar sérstakar, en
meðal annarra mun þar vera
beiðni frá SVR um hækkun far-
gjalda um 35%.
Landbúnaðarafurðir munu
sennil. hækka i næstu viku, og
sitja nú fulltrúar sexmanna-
nefndar við að reikna þær
hækkanir út. ASI hefur ekki
skipaö mann i nefndina, en þar
sitja menn frá Sjóma nmafélagi
og von a morgum nýjum
Reykjavikur, Landssambandi
iðnaðarmanna og einn skipaður
af félagsmálaráöuneytinu, i
stað ASt-fulltrúans. Hins vegar
eru svo fulltrúar Framleiðslu-
ráðs og Stéttarsambands
bænda. Má vænta niðurstöðu af
þeirra hendi eftir helgi. Þeir lið-
ir sem hækka munu búvörurnar
eru launaliður bóndans, og
hækkun á honum sem ekki kom
til framkvæmda 1. de's-. eins og
vera átti. Þá mun hækkun á
dreifingarkostnaði i kjölfar
siðustu kjarasamninga hafa
nokkur áhrif.
Verðlagsstjóri sagði i gær, að
þótt hertu verðstöðvuninni íyki
nú um helgina yrði verðstöðvun
áfram i gildi. Er hann var beð-
inn að skýra muninn sagði hann
að nú að undanförnu hefðu eng-
ar hækkanir verið leyfðar, aðr-
ar en í beinu sambandi við
erlendar verðhækkanir, en á
næstunni mætti búast við öðr-
um hækkunum, þvi að nóg væri
af beiðnum. Munurinn væri þvi
kannski sá, að á timum hinnar
hertu verðstöðvunar væri hægt verðstöðvun
að tala um verðstöðvun, en hömlur.
fremur mætti kalla venjulega
verðhækkana-
— erl
Harka í ríkisstarfsmönnum
BSRB þar sem samningsréttar-
málin yrðu tekin til umræðu.
Þessir fundir eru þegar hafnir og
hafa þar veriö samþykktar tillög-
ur sem sýna, aö rikisstarfsmenn
vilja einskis iáta ófreistaö til aö
ná viöunandi samningsrétti. Er i
samþykktum þessum oröalag,
sem ekki veröur skiliö á annan
veg en um verkfallshótun sé aö
ræöa. Hefur Starfsmannafélag
rikisstofnana þar riöiö á vaöiö og
hvatt til verkfalls daginn sem
kjaradómur á aö fella úrskurö
sinn.
A fundi i Lögreglufélagi Reykj-
avikur i fyrradag var samþykkt
einróma ályktun þar sem segir
m.a.:
„Fundurinn undrast þau vinnu-
brögð, sem viðhöfð hafa verið af
rikisins hálfu, að hindra fram-
gang samkomulags á lokastigi
málsins með sifellt nýjum skil-
yrðum. Væntir fundurinn þess að
sá lokafrestur sem nú hefur verið
ákveðinn, verði notaður til að
fullreyna sættir og skýra alla
þætti málsins.
Takist ekki samkomulag um
lausn málsins, en einhliða vilja
stjórnvalda .verði þröngvað upp á
opinbera starfsmenn i nafni
Kjaradóms, þá lýsir fundurinn
yfir þvi, að öllum opinberum
starfsmönnum beri að sameinast
gegn sliku, með öllum tiltækum
ráðum.”
Jónas S. Jónasson formaður
Landsambands lögreglumanna
sagöi i gær, að þá um kvöldiö yrði
haldinn i Stapa fundur með lög-
reglumönnum frá ýmsum stöðum
suðvestanlands. Sagði hann að
lögreglumenn væru i fyllstu sam-
stöðu með öðrum félögum BSRB
og bjóst við að ályktun yrði gerð á
fundinum i sömu átt og sú er birt
er hér að ofan. Það er töluvert
hörkubragð af henni.sagði Jónas,
en annað dugir ekki en sýna
hörku og fyllstu samstöðu.
Þá gerði aðalfundur Félags
flugmálastarfsmanna rikisins
svohljóðandi álvktun fyrir
skömmu:
„Aðalfundur Félags flugmála-
starfsmanna rikisins, sem hald-
SALISBURY 19/3 - 1 dag slitnaði
upp úr samningsviðræðum þeim,
sem undanfarið hafa staðið yfir
milli Ians Smith, forsætisráð-
herra stjórnar hvitra manna i
Ródesiu, og Joshua Nkomo, ann-
ars aðalleiðtoga Afriska
þjóðþingsflokksins (ANC), sem
berst fyrir þvi að svartir ibúar
landsins fái jafnrétti við hvita.
Nkomo sagði á blaðamanna-
fundi að siðasta viðræðufundi
loknum að upp úr hefði slitnað
vegna þess að Smith hefði verið
ófáanlegur til að afhenda blökku-
mönnum, sem eru um 95% lands
Margrét og
Snowdon skilin
LUNDÚNUM 19/3 — Margrét
bretaprinsessa og maður hennar
Snowdon lávarður eru skilin að
borði og sæng eftir 16 ára hjóna-
band. Var þetta tilkynnt frá
Kensington-höll i Lundúnum, þar
sem þau hjón hafa búið. Hins-
vegar hafa þau ekkert fyrirhugað
um lagalegan skilnað. Margrét
kemur hér eftir fram opinberlega
án þess að hafa Snowdon með sér.
Hún heldur umráðarétti yfir
börnum þeirra tveimur og árs-
launum sinum, sem eru 35.000
sterlingspund.
inn var 16. þ.m. lýsir undrun sinni
á afstöðu stjórnvalda til
samningsréttar opinberra starfs-
manna.
Það er alkunna, að starfsmenn
rikisins hafa lakari rétt til
samninga um laun sin en aðrir
þegnar þjóðfélagsins og hafa oft
orðið að sætta sig við gerðardóm
sem lokastig i kjaradeilum.
manna, völdin fyrr en eftir tiu til
fimmtán ár, en Nkomo hafði talið
tvö ár hámarksfrest.
Smith lét hafa eftir sér að við-
ræðufundi loknum að nú yrði
Bretland að taka á sig ábyrgðina
á framtið Ródesiu. Ródesia var
hluti Bretaveldis þangað til árið
1965, er minnihlutastjórn hvitra
manna þar lýsti yfir sjálfstæði.
Stjórnmálafréttaskýrendur telja
að endalok viðræðnanna hafi i för
með sér að aðstaða stjórnar
Smiths versni enn að miklum
mun, og má hún þó varla mikið
verri vera eftir að Mósambik lok-
aði landamærum sinum að
Rodesiu.
Talið er einnig liklegt að lok
samningaviðræðanna kunni að
leiða til þess að fleiri grannriki
Ródesiu, einkum Sambia, sem til
þessa hefur verið næsta hógvær i
afstöðu sinni til Ródesiu, taki nú
upp herskárri stefnu gagnvart
stjórn Smiths. Mikið veltur á af-
stöðu Suður-Afriku, en svo að
segja öll utanrikisviðskipti
Ródesiu fara nú fram um það
land. Johannes Vorster, forsætis-
ráðherra Suður-Afriku, sem á
sinum tima átti mikinn þátt i þvi
að Smith settist að samningum
með Nkomo, sagðist i dag ekki
vera vonlaus um að hægt væri að
taka samningaviðræðurnar upp
aftur.
Fundir um samningsréttarmálin
standa yfir hjá aðildarfélögunum
i gær var hér I blaðinu sagt frá
hræringum I aðildarfélögum
Ródesia:
Slitnaði upp úr
sairniingaviðræðum
Fundurinn skorar á rikisstjórn
að taka þegar i stað upp viðræður
við heilarsamtök opinberra
starfsmanna i fullri alvöru og
beita sér, þegar á yfirstandandi
alþingi, fyrir lagasetningu, sem
tryggja muni opinberum starfs-
mönnum sömu aðstöðu við gerð
kjarasamninga og öðrum þegn-
um þjóðfélagsins.
Fé veitt til
hitaveitu
á Vestfjörðum
I Vestfirska fréttablað-
inu, sem gefið er út á ísa-
f irði, segir að Orkuráð haf i
samþykkt að verja tals-
verðu fé til vinnsluborana
og hitaveituf ramkvæmda
á Vestfjörðum.
Hér er um að ræða 15
miljónir til borunar eftir
heitu vatni fyrir Isafjörð,
15 miljónir vegna borana í
Bolungarvík, 6 miljónir til
að gera vinnsluhæfa holu
sem boruð var á Suðureyri
við Súgandaf jörð sl. sumar
og 1,8 miljónir til borunar í
Vatnsfirði. r r-
Arshátíð AB í Reykjavík
Árshátíð Alþýðubandalagsins í Reykjavík
verður haldin á.Hótel Borg n.k. föstudag, 26.
mars, og hefst með borðhaldi kl. 19.00
Minnst verður tíu ára afmælis félagsins.
Veislustjóri verður Jón Múli Árnason
Dagskrá:
1. Stutt ávörp f lytja Ragnar Arnalds og Þröst-
ur Ólafsson.
2. Jónas Árnason og Arnmundur Backmann
syngja og stjórna fjöldasöng.
3. Þáttur frá Alþýðuleikhúsinu á Akureyri.
4. Söngsveitin Þokkabót skemmtir.
Hljómsveit Árna ísleifssonar leikur fyrir
dansi.
Miðar eru seldir að Grettisgötu 3 (28655)
Miðaverð er kr. 3000 með mat og kr. 1000 án
matar.
Stjórn A.B.R.