Þjóðviljinn - 21.03.1976, Side 9

Þjóðviljinn - 21.03.1976, Side 9
Sunnudagur 21. mars 1976 ÞJÓÐVILAINN — SIÐA 9 Barbara Valentin i ÓTTIN TORTIMIR SALINNI. Birgitte Mira og E1 Hedi Ben Salem I hiutverkum sinum i ÓTTINN TORTIMIR SALINNI. Óttinn tortímir sálinni Frægðin kemur að utan. Það þekkja Islendingar þjóða best. Sama gildir stundum hjá þjóðum, sem vegna stærðarhlutfalla virðast i fljótu bragði ekki eiga neina samleið með íslendingum. I Sambandslvðveldinu Þýskalandi (BRD)_ nokkrir ungir kvikmyndagerðar- menn verið að baxa við það undanfarin ár að endurreisa þýska kvikmyndahefð. Til þess hafa þeir notið einhverrar hjálpar af opinberri hálfu. Styrkir hafa verið veittir til kvikmyndagerðar frá innanrikisráðuneytinu, menntamálaráðuneytum hinna ýmsu rikja og frá opinberum kvikmyndasjóðum. þessar fjár- veitingar námu árið 1974 átta til tiu milljónum marka (600- 700 milljónum islenzkra króna. Við þetta bætist siðan verulegur áhugi þýska sjón- varpsins á þvi að leggja fram fé til kvikmyndagerðar. 1974 gerði sjónvarpið samning við kvik- myndaframleiðendur (Film- verlag der Autoren) um að leggja þrjátiu og fjórar milljónir marka ( ca. tvo milljarða islenskra króna) i púkkmyndir (co- produetion) á fimm ára bili. Fyrir sitt framlag fær sjónvarpið rétt til nokkura sýninga i sjón- varpi en kvikmyndagerðar- mennirnir halda öllum öðrum rétti. En á meðan allir eru á fleygiferð til að gera eitthvað fyrir kvikmyndamenninguna verður einum hlekk i keðjunni vart lokaö Það eru dreifingar- fyrirtækin, sem i öllum vest- rænum löndum eru annað hvort i eigu eða klóm bandarisku risa- fyrirtækjanna. (Helmingur að- gangseyris að kvikmyndum i BRD er fyrir sýningar á kvik- myndum amerisku risafyrir- tækjanna). Til þeirra, sem stjórna dreifingunni og sýningum kvikmynda, berast fréttir af frægðinni að utan. Það var fyrst eftir hrifningu og verðlaun erlendis (Verðlaun gagnrýnenda i Cannes 1974), að kvikmyndin ÓTTIN TORTIMIR SÁLINNI (Angst essen Seeleauf) fékk almennilega dreifingu i Þýskalandi. Sama er að segja um kvikmyndir annarra þýskra höfunda, sem höfða til skynsemi og næmra tilfinninga. Það var meðal annars ástæðan fyrir stofnun Filmverlag der Autoren, sem er samband óháðra kvik- myndastjóra og framleiðenda og er að hluta framleiðslufyrirtæki en fæst þó aöallega við dreifingu kvikmynda. t Filmverlag eru samankomnir flestir þekktustu ungu kvikmyndagerðarmenn BRD. Meðal annarra eru þar Verner Herzog, Alexander Kluge, Peter Lilienthal, Volker Schlöndorff, Peter Fleischmann og Rainer Werner Fassbinder. Kvikmyndir þessara manna hafa svo ég viti ekki verið sýndar hér á landi að undanskildum tveim kvikmyndum Fassbinders, ÁV AXTASALI FJÖGURRA ÁRSTÍÐA (mánudagsmynd fyrir nokkru) og ÓTTIN TORTIMIR SÁLINNI, sem nú er sýnd mánu- dagsmynd í Háskólabiói. Fassbinder er mikill afkasta- maður. Frá 1967-1974 stjórnaði hann átján leiknum kvik- myndum, samdi átta klukkustunda sjónvarpsmynda- flokk og stjórnaði honum einnig, samdi og/eða sviðsetti tuttugu og fimm leikrit og lék auk þess i fjölda kvikmynda sjálfs sin og annara. Kvikmyndasagan ÓTTIN TORTtMIR SALINNI er að ein- hverju leyti byggð á ameriskri kvikmynd ,,A11 That Heaven Allows” frá 1955 eftir danskan kvikm.stj. Douglas Sirk. Fullorðin skúringakona, Emmi, sest inn á krá, þar sem erlendir verkamenn venja komur sinar. Þar hittir hún Ali, ungan verka- mann frá Marokkó. Þau taka tal saman og með þeim takast ástir öllum til furðu, reiði og hneyksl- unnar. Hún er ekkja og börn hennar lifa sinu lifi annarsstaðar i borginni án þess að hugsa um hana. Hann vinnur i framandi samfélagi, vegna þess að heima er ekki vinnu að fá, það er farið með hann eins og hvert annað vinnudýr. Enginn talar við hann eins og mann. Þau eru bæði jafn einangruð hvort i sinum heimi. Það liður ekki á löngu áður en kynþáttahatrið og fordómarnir koma i ljós. Skyldmenni, vinnu- félagar og nágrannar reyna það sem hægt er til að gera Emmi lifið óbærilegt. Það er ekki fyrr en fólkið þarf á hjálp að halda, að samband er haft við hana á ný. Vinnufélagar hennar taka hana i sátt, þegar hún tekur afstöðu með þeim gegn erlendri verkakonu i hópnum. Börn hennar sættast við hana, þegar þau þurfa á barnagæslu að halda. Kaup- maðurinn sættist til að hún haldi áfram að versla við hann o.s.frv. t fyrri hluta myndarinnar er athyglinni aðallega beint að konunni en i seinni hlutanum beinist hún að Ali. Þó fólkið sætti sig við samband þeirra smám saman og taki Emmi i sátt, er hann eftir sem áður með- höndlaður sem sýningargripur og húsdýr. Jafnvel Emmi teur þátt i þvi. Ali misbýður og leitar á náðir fyrrverandi vinkonu. Hvernig sambandinu lyktar verður áhorfandinn sjálfur að geta sér til um. Kvikmyndin endar þar sem Ali erlagður inn á sjúkrahús með magasár. Læknirinn fullyrðir að þótt hann nái sér i þetta skipti muni hann koma aftur að hálfu ári liðnu. Erlendu verkmennirnir fá þennan sjúkdóm vegna þess að þeir þola ekki andlegu spennuna sem leiðir af lifi þeirra i þessu framandi, óvinveitta samfélagi. Lokakafli myndarinnar nægir engan vegin til þess að gefa full- nægjandi lýsingu á hugarástandi Ali né vandanum frá hans sjónar- hóli. Óréttlætið gagnvart honum er sýnt eins og það birtist sem vandamál Emmiar, ástkonu hans og eiginkonu. Emmi er aðal- persónan og það er hennar hamingja og sorg, sem kvik- myndin lýsir. Persónan Ali er að sumu leyti meðhöndlaður i hand- ritinu á sama hátt og i veru- leikanum, sem myndin fjallar um. Óliklegt er að erlendir verkamenn i sömu aðstöðu og AIi mundu telja þessa kvikmynd merkilega lýsingu á vandamáíum þeirra. Hvort það sé galli eða ekki, er kannski ekki sérlega frjó umræða, en hitt er vist að kvik- myndin er þörf áminning til hvitra um að taka til athugunar afstöðu sina gagnvart lituðu fólki t.d. ef eitthvað þessu likt gerðist i þeirra eigin fjölslyldu. En sem kunnugt er telja margir sig hafa hvitan skjöld i þessum efnum á meðan vandamálið snertir þá ekki beint. Fassbinder hefur sérstæða og skemmtilega frásagnartækni, sem byggir á leikhúshefð og þáttum úr ameriskri klassiskri kvikmyndalist. Leikur er mjög stiliseraður og sviðsetning einföld og skýr. Samtöl gegna miklu hlutverki svo og val persóna. At- burðir eru úr daglegu lifi lág- stéttafólks. Stóratburðum og æsi- fregnum er algerlega haldið utan við myndina. Myndakaflarnir eru svipaðir atriðum i leikriti hvað snertir staðáetningar. Helstu staðsetningar eru: tbúð Emmia-, krá, stigahús. Sáralitið er vikið frá þessum helstu stöðum. Þrátt fyrir þetta er ekki hægt að segja að Fassbinder sé að kvikmynda leikrit. Fremur er hann að einfalda kvikmyndafrá- sögnina. Hann reynir að láta söguna og atburði speglast i af- stöðu persóna hverrar til annarrar. Ef áhersla er á ákveðnum þáttum, þá er það á leik og samtölum. Þetta kann að valda þvi, að sumum finnist hann gera kvikmyndatækninni lágt undir höfði. Birgitte Mira leikur Emmi mjög trúverðuglega og hlaut fyrir frammistöðu sina viðurkenningu sem besta þýska leikkona ársins 1974. ^ff^Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 N Blóm og gjafavörur i úrvali ■ • tj Fassbinder að starfi (fyrir aftan tökuvélina)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.