Þjóðviljinn - 21.03.1976, Qupperneq 13
Sunnudagur 21. mars 1976 ÞJÓDVILJINN — SlÐA 13
meöal þeirra stórmeistara sem
við könnumst við hér á landi?
— Já, það er mér óhætt að
segja. Ég get sem dæmi nefnt
Lombardy, það er góð vinátta
milli okkar, og ljúfmennið Bron-
stein, hann er auðvitað vinur
allra.
— Hvernig náungi er sá frægi
maður Tal?
— Hann er indælis maður. Hann
er mjög liflegur og fljótur að átta
sig á hlutunum.
— Nú er hann frægur fyrir sinn
hvassa skákstil, endurspeglar
skákstill hans skapgerð hans?
— Ekki að öllu leyti. Sumir
skákmenn tefla kannski hvassan
Stil, en eru svo einstök ljúfmenni
þar fyrir utan. Ég held að sumir
fái bara vissa útrás i skákinni, en
ekki að skákstill þeirra endur-
spegli skapgerðina dags daglega.
Hitt er svo lika til að skákstillinn
endurspegli skapgerðina, en ég er
ekki viss um að það eigi að öllu
leyti við Tal.
— Eruð þið Larsen ekki kunn-
ingjar?
— Jú, mér hefur alltaf likað vel
við Larsen. Við höfum að visu
alltaf verið harðir keppinautar,
en ágætis kunningjar.
— Hvað um sviann unga Ander-
son, er hann efni i mikinn skák-
mann?
— Ég veit það satt að segja
ekki, ég held að hann verði þá að
breyta um skákstil. Hann teflir
alltof „passivt” sem kallað er.
Hann byggir sér upp stöður sem
hann er nokkuð viss með að ná
jafntefli á, gersneyddar flækjum
og spennu, en á móti kemur svo
að hann á erfitt með að vinna
skákirnar, það vantar það i upp-
bygginguna sem veldur þvi að
hann geti náð undirtökunum.
Hann er jafnvel verri en Petro-
sjan að þessu leyti og hefur hann
þó þótt tefla varlega.
— Hefur þú nokkuð frétt af
Fischer?
— Nei, ekkert. Hann hefur ekk-
ert teflt og maður veit ekkert
hvernig ástandið er hjá honum
núna. Það má hinsvegar minna á
að hann tefldi ekkert i 4 ár, 1966 til
1970 en virtist siður en svo hafa
haft slæmt af þvi. Fischer er óút-
reiknanlegur. Skákin er allt hans
lif, það er honum eðlilegt að stúd-
era alla daga, það er ekki vinna i
hans augum.
Myndin sú arna er af plagati sem Friðrik Ólafsson á, kóngulóavefurinn yfir skákborðinu og svipurinn á
andliti skákmanna segja allt sem segja þarf.
— Ef við snúum okkur aðeins að
þér aftur Friðrik, hvaða áhuga-
mál áttu fyrir utan skákina?
— Ég hef mjög gaman af góðri
tónlist.
— Leikur þú kannski á hljóð-
færi?
— Nei, ég geri það nú ekki. Þá
hef ég einnig gaman af að fylgjast
með iþróttum almennt.
— Það hefur löngum verið
deiluefni manna hvort skák sé
iþrótt eða list, hvert er þitt álit á
þvi máli?
— Ætli megi ekki segja að hún
sésambland af þrennu, list, iþrótt
og keppni. Menn mega ekki
gleyma keppnishliðinni i skák,
hún er og verður alltaf keppni á
milli einstaklinga. Hún er að
vissu leyti iþrótt og að vissu leyti
list, hjá þvi fer ekki. Ef við litum
á hana frá listrænu sjónarmiði þá
hafa engir tveir skákmenn sama
stil, maður getur oft sagt tii um
hver hefur teflt þessa eða hina
skákina án þess að manni hafi
verið sagt frá þvi fyrirfram, bara
af stilnum, þ.e.a.s. ef skákin er
einkennandi fyrir stil þessa eða
hins meistarans, það bera þó ekki
allar skákir snjöllustu skák-
manna slik einkenni og ég vil taka
fram að þetta á auðvitað aðeins
við um snjalla skákmenn. Þú sérð
þvi, að skák er eins og list að þvi
leyti að menn eru alltaf að skapa
eitthvað nýtt.
— Er engin hætta á að skák
tæmist af nýjungum, þetta eru
aðeins 32 menn á 64 reitum?
— Ekki held ég það, það er að
minnsta kosti enginn hörgull á
nýjungum, það er alltaf eitthvað
nýtt að koma fram. Einu sinni
héldu menn að skákin væri stöðn-
uð, lengra yrði ekki komist og þá
var talað um að fjölga reitum og
mönnum á skákborðinu, en ég
held að engin þörf sé á þvi ennþá
að minnsta kosti. Aftur á móti
má segja, að með aukinni þekk-
hættuspil hjá Tal), að hann væri
ekki kominn mörg hundruð kiló-
metra til tslands, til þess að gera
jafntefli. Hann heldur sinu striki,
tvinónar ekki við hlutina. Ef það
ekki heppnast, þá verður bara að
hafa það, þannig er Tal.
— Hvaða skák heldur þú að sé
sú besta sem þú hefur teflt?
— Þessu er nánast ekki hægt að
svara. Það eru til svo margar
gerðir af skákum og sumum
finnst ein gerð fallegri eða
skemmtilegri en öðrum. Það eru
til skákir sem hafa fallega upp-
byggingu, hasarskákir með fórn-
um og látum, fléttuskákir og
fleira. Maður hefur kannski teflt
eina skák af hverri tegund sem
manni finnst mest til koma, en
eiginlega er ekki hægt að gefa á-
kveðið svar við þessari spurn-
ingu. Ég vann einu sinni skák á
móti Fischer þar sem ég fórnaði
skiptamun og vann, mér hefur
alltaf þótt gaman að þeirri skák.
Liggur skákgáfa
í ættum
— Frændi þinn einn, Magnús
Smith, varð mjög frægur skák-
maður vestan hafs, þekkir þú
sögu hans?
— Ég hafði séð skákir eftir hann
i bókinni — t uppnámi — án þess
að vita að við værum skyldir og
svo hef ég lesið þáttinn sem Gils
Guðmundsson skrifaði um hann i
bókina Heimdraga. Gils mun
hafa flutt þennan þátt fyrst i út-
varp, án þess að vita þá að við
værum skyldir. Það er greinilegt
áskákum Magnúsar-að hann hef-
ur verið mjög sterkur skákmaður
á þess tima mælikvarða.
— Er mikið um sterka skák-
menn i þinni ætt?
— Ja, ég er nú ekki sterkur i
ættfræðinni, en ég get nefnt sem
dæmi að við Ingi R. Jóhannsson
erum nokkuð skyldir og við
Magnús Smith vorum af 2. og 5.
lið i móðurætt og ég veit um fleiri
frændur mina sem eru ágætir
skákmenn. Faðir minn er einnig
ágætur skákmaður.
Fjögur
mót á ári
— Nú er það æði misjafnt hve
mikið atvinnuskákmenn tefla. Má
liða of langur timi á milli móta?
— Nei, slikt er mjög óæskilegt,
ef menn ætla að haída sér i topp-
æfingu. Ég tel að það megi helst
ekki liða meira en 2 mánuðir á
milli móta, þannig að maður tefli
i svona fjórum mótum á ári, ég
hygg að það sé hæfilegt.
—■ Nokkrir stórmeistarar. eins
og til að mynda Anderson, hinn
sænski, tefla nærri á hverju móti,
þannig var það hjá honum i fyrra.
þeir sleppa þá þeirri vinnu sem
þið stundið á milli móta?
verið tengiliður á milli þessa stils
og þess sem svo kemur eftir strið,
en það var einmitt Bronstein og
einnig Boleslavski sem sköpuðu
þann stil sem nú er rikjandi. Auð-
vitað koma þarna fleiri menn við
sögu, svo sem Keres og aðrir
sterkir skákmenn sem komu
fram á þessum tima. En ég hygg
að Bronstein eigi þarna stærstan
þátt. Að visu má segja um Keres
að hann hafi frekar verið leik-
fléttusnillingur en að hann hafi
komið fram með mikið af nýjum
hugmyndum. Hann var ákaflega
hvass skákmaður, tefldi sóknar-
skákir mjög skemmtilega. Bron-
stein aftur á móti kom fram með
nýjar hugmyndir. Hann breytti
hugsunarhætti manna um skák,
kom fram með kenningar og til-
færði þær. Hann byggði oft á þátt-
um sem áður voru algerlega for-
dæmdir. Menn áttu alltaf að gæta
sin á að fá ekki einangruð peð eða
veikleika hér og þar. Bronstein
sagði aftur á móti, að hinir
„dynamisku” eiginleikar stöð-
unnar skiptu öllu máli, þeir vægju
fyllilega upp veikleikana. Þá kom
hann einnig fram með nýjungar i
byrjunum, sem skiptu miklu
máli.
— Þegar þú nefnir byrjanir,
einu sinni sagðir þú að þær væru
þin veikasta hlið, og að þú yrðir
að yfirstiga þann veikleika, hefur
þér tekist það?
— Við skulum vona það, segir
Friðrik og brosir, en bætir svo við
— kannski yfirstigur maður það
aldrei fyllilega en það hefur lag-
ast mikið.
— Einu sinni sá ég þig hugsa i 20
minútur yfir 1. leik svarleik á
svart, hvernig getur slikt gerst?
— Já, það gat komið fyrir. Þá
hef ég sjálfsagt verið að rif ja upp
hvernig andstæðingur minn tefldi
viðkomandi byrjun, sem ég hef
verið með i huga.
Erfiðir
andstæðingar
— Hverjum af þekktustu skák-
mönnum heims i dag þykir þér
mest gaman að mæta i keppni?
— Ég veit ekki hverju svara
skal, þaðer nú allt annað en gam-
an að mæta sumum þessum körl-
um. Ætli ég hafi ekki mest gaman
af að tefla við Tal. Hann er nefni-
lega mannlegur þrátt fyrir
hvassan skákstil. Hann gefur
manni oft höggstað á sér, þótt
hann sé kannski um leið að djöfl-
ast á manni. Tal er ansi skemmti-
legur maður. Það var til að
mynda á einu móti sem hann tók
þátt i hér á landi, að Jón Kristins-
son var kominn með þá stöðu
gegn honum að geta þráleikið og
náð jafntefli. Tal var aftur á móti
ekki sáttur við það og fórnaði
drottningunni fyrir tvo létta menn
og vann skákina. Hann sagði eft-
irá þegar menn spurðu hvers-
vegna hann hefði ekki sætt sig við
jafnteflið, (þetta var nefnilega
ingu og framþróun og öllu þessu
bókaflóði um skák, verði þetta
alltaf viðameira og viðameira og
þá um leið erfiðara að ná uppá
toppinn
Bronstein
— Hver heldur þú að sé mesti
núlifandi hugsuður i skák, ég á
þar við þann skákmeistarann,
Tal
Bronstein
sem hefur komið fram með mest
af nýjungum i skákinni?
— Þessu er nú dálitið erfitt að
svara, en ég hygg að Bronstein sé
einn sá mesti á þessari öld. Fyrir
strið, á árunum 1920—1940, var
allt annar still rikjandi i skákinni
en nú er. Þá var þessi svokallaði
klassiski stíll. Hans helstu ein-
kenni voru að allt var mun fast-
ara i formi en nú er, meira um
kreddukenningar. Menn máttu
ekki fara útfyrir þetta eða hitt, þá
var voðinn vis. Þá voru menn eins
og Cabablanca, sem tefldu þenn-
an einfalda, tæra stil, nær alveg
spennulausan. Aljekin var aö visu
á undan sinni samtið að sumu
leyti og má segja að hann hafi
TEXTI: S.DÓR
— Það kemur öðruvisi út hjá
þeim, sú vinna sem við leggjum á
okkur milli móta kemur bara úti
mótunum sjálfum hjá þeim. Þeir
eru kannski að reyna eitthvað á-
kveðið i þessu móti, takist það
ekki breyta þeir bara um og
reyna nýtt i næstu skák, næsta
móti. Þetta er hægt með árangri
að vissu marki en ég held að þeir
komistaldrei mjög djúpt i hlutina
með þessu móti. Menn verða að
gefa sér tima til að stúdera i ró og
næði. Þetta er að minnsta kosti
mitt álit.
— Maður heyrir oft talað um
hin dæmigerðu stórmeistarajafn-
tefli. Getur stórmeistari teflt það
mikla varnarskák til jafnteflis að
ekki sé hægt að rjúfa múrinn?
— 1 flestum tilfellum er það
hægt. Ef góður skákmaður hugs-
ar aðeins um það eitt að ná jafn-
tefli þá er ákaflega erfitt að rjúfa
vörnina, ég segi kannski ekki að
það sé ómögulegt en það er erfitt.
Og kannski getur tilraun til sliks
kostað mann sjálfan skákina, þvi
maður rifur ekki slikan jafnteflis-
múr nema hætta einhverju. Þeir
sem ætla sér bara að ná jafntefli
hætta aldrei neinu, en taka alltaf
áhættuminnsta kostinn. Mjög gott
dæmi um þetta er einvigi Karp-
ovs og Kortsnoi um réttinn til að
skora á Fischer. Þar tefldi Karp-
ov mjög yfirvegað og varfærnis-
lega en Kortsnoi sótti og tók á-
hættu og tapaði. Hann var allt i
einu orðinn tveimur vinningum
undir og tekur það þá til bragðs
að tefla eins og Karpov og það
verða 10 jafntefli i röð. Kortsnoi
mátti ekki við að tapa fleiri skák-
um. Það er ekki fyrr en i lokin að
hann reyndi aftur, þá var annað-
hvort að duga eða drepast fyrir
hann. Hann náði að visu að
minnka muninn i lokin en þá held
ég að úthaldið hafi verið farið að
bresta hjá Karpov.
— Þegar þú minnist á úthald,
stundarðu sjálfur likamsæfingar
til að halda þér i formi?
— Ja, ég hef stundað sund tölu-
vert, ég tel að það sé nóg að vera
vel hress likamlega. ef við getum
orðað það svo og ég hef reynt að
halda mér þannig. Það .þarf
vissulega gott úthald til að sitja
yfir skák i 5 tima daglega á löngu
móti, auk þess sem aðbúnaður á
keppnisstað er oft ekki uppá það
besta.
Aðbúnaður á
keppnisstað
— Er aðbúnaði oft ábótavant?
— Já, það kemur fyrir að að-
búnaðurinn er ekki eins og best
verður á kosið. Gallinn er sá. að
það eru engar reglur sem segja til
um hvernig aðbúnaður á keppnis-
stað á að vera. Þær eru ekki alveg
úti höt.t þessar frægu kvartanir
Fischers um aðbúnað á keppnis-
stað, þótt það hafi stundum virst
ganga út i cígar hjá honum. Menn
mega ekki glevma þvi að við
þurfum að sitja og einbeita okkur
i 5 klst. i senn og það er erfitt að
gera slikt ef aðbúnaðurinn er
slæmur. Það er ætlast til að við
sýnum okkar besta á þessum
mótum. teflum góðar skákir og
þá verðum við auðvitað að gera
kröfu um viðunandi aðbúnað.
— Eru nógu mörg stórmót hald-
in hér á landi Friðrik?
— Ég tel að við verðum að
stefna að þvi að halda hér eitt al-
þjóðlegt mót á ári. Hér er mikið
af efnilegum skákmönnum. sem
ekki fá tækifæri til að tefla við er-
lenda stórmeistara nema að hér
' séu haldin alþjóðleg mót og þessir
skákmenn okkar verða að fá þá
reynslu sem slik mót gefa.
Efnilegir
skákmenn
— Eigum við marga efnilega
skákmenn i dag?
— Já. við eigum það. menn eins
og til að mvnda Helga Ólafsson og
Framhald á bls. 22