Þjóðviljinn - 11.04.1976, Qupperneq 5
Sunnudagur 11. april 1976. 1>JÓÐVI1.J1NN — SÍDA 5
samvinnufélögum, hverfanefnd-
um, starfsmannaráðum osfrv.
bað er ekki nema eðlilegt að
túlkendur hins afriska sósialisma
hafa aðrar hugmyndir um hlut-
verk verkalýðs og um iðnvæðingu
en t.d. sovétmenn. Þeir erú og
ekki sérlega hrifnir af ýmsum
marxiskum skilgreiningum á
stéttarbaráttu, m.a. vegna þess
að þeir telja að stéttabarátta sé
allt önnur hjá þeim en i þróuðum
iðnrikjum og svo vegna þess aö
þeir eru mjög áfram um að
komast hjá sundrung rikja sinna,
sem eru veikbyggð fyrir vegna
þess að venjulega eru þau byggð
nokkrum miðstórum þjóðum eða
þjóðabrotum. Þá eru allmargir
foringjar hin's afriska
kommúnisma tengdir kristinni
hefð (t.d. Nyerere forseti
Tansaniu) eða múhameðskri og
að þvi leyti foringjum rikjandi
kommúnistaflokka i Evrópu og
Asiu.
Ruglingur
Reyndar ber að hafa það mjög i
huga. að Afrika er stórauðug af
undarlegum uppákomum og
þverstæðum og munur á ,,hægri”
og „vinstri” er þar mjög afstæð-
ur. Til dæmis má nefna, að
vinstrisinnuð liðsforingjastjórn i
Eþiópiu fær vopn frá Bandarikj-
unum til að berjast við uppreisn
vinstrisinnaðra aðskilnaðarsinna
i Eritreu. Franska rikið greiðir
hallann á fjárlögum Alþýðulýð-
veldisins Benin. Þótt samskipti
Alsir við Bandarikin hafa verið
erfið, og stjórnmálasambandi
slitið, þá starfa þar ýmis banda-
risk fyrirtæki eins og ekkert hafi
iskorist. Utanrikisráðherra hinn-
ar nýju stjórnar Angólu kveðst
reiðubúinn til að ,,virða hagsmuni
alþjóðlegra stórfy rirtækja ”,
meöan þau ekki vinni gegn þróun
atvinnulifs i landinu.
A hinn bóginn má taka dæmi af
Mobutu, forseta Zaire, sem oft er
vitnað til með velþóknun vegna
þess að hann um mjög margt
hliðhoilur vesturveldunum: hann
tók höndum saman við CIA nú
siðast til að reyna að hindra
• valdatöku MPLA i Angólu. 1 Zaire
erhaldið uppi margnaðri Mobutu-
dýrkun sem einskonar rikistrú.
og fylgt eftir með harðsnúinni
leynilögreglu. 1 þjóðernisáróðri
sinum hefur Mobutu kastað fvrir
borð öllum áhrifum vestrænnar
menningar. m.a. kristindómi —■
Spiegel segir að i þessu ..vestur-
halla” landi séu kirkjurnar
ófrjálsari en i Sovétrikjunum.
Taflið
og veruleikinn
En hvort sem afriskar stjórnir
hallast til vinstri eða hægri eiga
þær það þó sameiginlegt. að utan-
rikisviðskiptum sinum beina þær
að mestu leyti til vesturs. Þvi það
er i hinum vestrænu iðnrikjum
sem markað er að finna fyrir hrá-
efni þau og landbúnaðarvörur
sem afrikuriki geta selt.
Það er ekki nema rétt. að i
mörgum tilfellum hafa Vestur-
veldin. Sovétrikin. Kina tekist á
um hylli þjóðfrelsishreyfinga eða
stjórna nýfrjálsra rikja. Þeir sem
hafa þá hátt um ..útþenslustefnu
kommúnistarikja” ættu að hafa
það i huga. að einatt var sovét-
mönnum og kinverjum boðið til
aðstoðar þegar vestræn riki höfðu
neitað um hjálp. Þetta gerðist
þegar sovétmenn tóku að sér að
smiða Assúanstifluna i Egypta-
landi. og þegar kinverjar tóku að
sér að byggja Tansaniujárn-
brautina. Svipað gerðist i Angóla.
eins og þegar var minnst á. Auk
þesser rétt að minnast á það. að i
þessu tafli hafa öll stórveldi orðið
fyrir bæði sigrum og ósigrum.
Vesturveldin unnu t.d taflið um
Kongó iZairei og Ghana.
En mestu skiptir að menn reyni
að gera ser grein fyrir afriskum
aðstæðum. upprunalegum þörf-
um fyrir samfélagsbreytingar
Nyerere. forseti Tansaniu. hefur
komist svo að orði. að sósialismi
sé afrikumönnum hagkvæm leið
til að ..eignast ga'ði evropsks
samfélags um leið og viðhaldið er
afriskri samfélagsbvggingu".
(áb byggði á Spiegel og Soeialist
Kegister)
Kúbumenn \
Angóla
Um fátt hefur verið meira
skrifað að undanförnu en þá
aðstoð sem um 12.000 kúbanskir
hermenn veittu MPLA-hreyfing-
unni i Angólu i þeirri borgara-
styrjöld sem nú er til lykta leidd.
Mörg vestræn blöð og stjórn-
málamenn hafa haft hátt um það,
að Castro og sovétmenn, sem
vopnuðu MPLA, hafi með þessu
brotið gegn friðsamlegri sambúð
og slökun spennu. Kissinger hefur
haft i hótunum við kúbumenn, að
ef þeir noti lið sitt til að hafa áhrif
á framvindu mála i Ródesiu eða
Suðvestur-Afriku (Namibiú) þá
skuli þeir hafa verra af.
Aðrir hafa bent á það, að hin
kúbansk-sovéska aðstoð við
MPLA i Angólu þurfi i sjálfu sér
ekki að bera vitni „kommúniskri
útþenslustefnu”. MPLA reyndi,
meðan hreyfingin bar mestan
þunga af baráttunni við
portúgalska nýlendustjórn, að
verða sér úti um stuðning hvar
sem unnt var. Og það var auðséð
að hann gat ekki komið frá
Natórikjum, sem voru i hern-
aðarbandalagi við þessa sömu
nýlendustjórn. Aðstoðin hlaut þvi
að koma frá sovétmönnum, eða
kúbumönnum eða júgóslövum.
Reyndar er nú upplýst, að i fyrra
(eftir að portúgalir höfðu afsalað
sér tilkalli til Angólu) reyndi
MPLA m.a. að verða sér úti um
vopn i Vestur-Þýskalandi, en var
synjað og sneri sér eftir það til
Moskvu.
Óttast ekki
kommúnista
Sem fyrr hallast vestræn blöð
oftast að þvi, að túlka útbreiðslu
sósialiskra hugmynda og
framkvæmda fyrst og fremst sem
niðurstöðu af utanaðkomandi af-
skiptum sovétmanna eða þá kin-
verja. Enginn þarf að draga i efa
að þessir aðilar báðir reyni að
afla sér vina og áhrifa i Afriku
með diplómatiu, efnahags- eða
hernaðaraðstoð osfrv. En þessi
sömu blöð vanrækja það hins-
vegar oftast að skilgreina sér-
stakar aðstæður Afriku og þann
náttúrulega jarðveg sem þar er
fyrir sósialisk úrræði. Skyldleika
hinna nýfrjálsu afrikurikja við
kommúnisk riki — og lika
mismuninn þar á milli.
í fyrsta lagi eru ýmsar ástæður
til þess, að vesturveldunum geng-
ur ekki vel að hræða afrikumenn
með kommúniskum rikjum. Það
þýðir ekki að benda þeim á eins-
flokkskerfi i Sovétrikjunum eða
Kina af þeirri einföldu ástæðu, að
i langflestum hinna 47 Afrikurikja
(hvort sem þau hallast til vinstri
eða hægri i utanrikismálum) er
einmitt við lýði einskonar eins-
flokkskerfi. í öðru lagi verða
margar sögulegar ástæður til
þessað afrikumönnum finnst þeir
eiga meira sameiginlegt með
austurblökkinni en Vestur-
Evrópu og Bandarikjunum. Eitt
er, að þjóðfreisishreyfingar
Afriku áttu rétt sinn að sækja i
hendur auðugra vestrænna iðn-
rikja — þeirra hinna sömu sem á
sinum tima reyndu að koma
rússnesku, kinversku eða
kúbönsku byltingunni fyrir
kattarnef með ihlutun, viðskipta-
banni eða öðrum ráðum. Þá hafa
afrikumenn einatt ástæðu til að
ætla, að aðstoð sú, sem kemur frá
fyrrverandi húsbændum þeirra á
Vesturlöndum^sé fyrst og fremst
miðuð við að lialda þeim efna-
hagslegu itökum og ágóða sem
vesturveldin höfðu áður en
afrikurikin hlutu pólitiskt sjálf-
stæði. A hinn bóginn vitna afriku-
menn til þess að t.d. kinverjar
hafi með aðstoð sinni við lagningu
járnbrautar um Tansaniu til
Sambiu staðið miklu betur að
verki en vestræn riki gera i svip-
uðum tilviktim. Allt það mál sé
lritt við fjármálaspillingu, mútu-
gjafir og annað þess liáttar og
miklu meira tillit tekið til
aðsta'ðna og þarfa landsmanna
en vestrænir sérfræðingar og
lirmu gera.
En fyrir utan þetta allt, þá er
ljóst, að leiðtogar margra hinna
nýfrjálsu rikja Afriku höfðu
1
Angóluhermenn — þeir fengu ekki vopn i Bonn og fóru þá til Moskvu.
Veröur Afríka rauð?
Kinver jar við opnum jarðgangna i Tansaniu; engar imitur eða spilling.
fullan hug á að sneiða hjá
kapitalisma i þróun. Bæði vegna
þess. að þeir sem nýlenduþegnar
höfðu fengið að kenna á
kapitalisma i hraklegustu mynd,
og svo blátt áfram vegna þess, að
innlend borgarastétt var i þessum
nýju rikjum fámenn og litils
megandi. Það gat liðið óratimi
áður en einkafjármagn innlent
væri búið að koma undir sig fót-
um. Sá getur ekki verið
kapitalisti sem ekkert kapital á,
sagði áætlunarráðherra Mali,
Kouyate. Hinsvegar hefur rikið
viða verið eini aðilinn, sem gat
útvegað fjármagn og sérþekkingu
i þeim mæli, að dygði til að leysa
meiriháttar verkefni.
En þótt menn vilji sneiða hjá
vestrænum kapitalisma þá þýðir
það ekki að þeir ætli sér að koma
upp sósialisma að sovéskri eða
kinverskri fyrirmynd. Settur var
á dagskrá afriskur sósialismi.
Það hugtak er ansi viðfeðmt og að
sumu leyti þverstæðukennt. Of oft
hefur þessi sósialismi verið not-
aður sem áferðarfalleg framhlið
valdkerfis sem reynist þegar
betur er að gáð hýsa mjög sér-
dræga valdakliku. En hvað sem
þvi liður: kennimeistarar hins
afriska sósialisma töldu að hann
ætti fyrst og fremst að byggja á
hefðum hins afriska ættarsam-
félags, þorpsins, þar sem enn
lifðu allsterku lifi hefðir sam-
Á.B. tók saman
hjálpar, samvinnu og félagslegs
öryggis, sem byggði á samkomu-
lagsvilja „bestu manna”. Land
og náttúruauðæfi áttu að vera
eign samfélagsins og mikill áhugi
var sýndur þvi að koma upp eins-
konar samvinnufélögum, ekki
sist i sveitum.
Tansanía
Oft er i þessu sambandi vitnað
til Tansaniu. Þar hefur hinn
ráðandi flokkur, TANU, beitt sér
fyrir svonefndri Ujamaa-hreyf-
ingu, sem felst i þvi að setja hina
dreifðu sveitamenn þessa fátæka
lands niður i samyrkjuþorpum.
Um 65% landsmanna býr nú
þegar i slikum þorpum. TANU er
eini flokkur landsins, en meðlimir
hans geta boðið sig fram hver
gegn öðrum til ábyrgðarstarfa.
Til að vinna gegn spillingu er
þeim bannað að reka eigin fyrir-
tæki eða taka meira en ein laun.
Enda þótt TANU hafi verið ásak-
aður um að beita i ýmsum tilvik-
um þvingunum til að koma fólki i
Ujamaa-þorpin, þá er þessi hug-
mynd talin það skynsamleg jafn-
vel hjá Alþjóðabankanum, sem er
allt annað en byltingarsinnaður.
að hann hefur veitt lé tíl þessar-
ar áætiunar.
Eftir að Alsir hlaut sjáifstæði
voru ýmis helstu fyrirtæki lands-
ins og þá fyrst og fremst oliu-
vinnslan þjóðnýtt. Á búgörðum
sem frakkar höfðu yfirgefið var
komið upp sjálfstjórn starfs-
fólks, sem bjó við föst laun. Mikið
lengra en þetta hefur
Boumedienne forseti ekki gengið i
þjóðfélagslegri lilraunastarf-
semi.
Portúgölsku
nýlendurnar
Eins og margir höfðu við búist
gætir einna mestrar róttækni i
fyrrverandi nýlendum Portúgals.
Flest önnur afrikuriki fengu
pólitiskt sjálfstæði fremur
skyndilega og án þess að við-
komandi sjálfstæðishreyfingar
hefðu mikla reynslu i að byggja
upp samfélag sem þær gætu með
réttu kallað sitt eigið. M.a.
vegna þess var viða i mjög rikum
mæli apað eftir þvi stjórnkerfi
sem gilt hafði á nylendutimanum.
En i portúgölsku nýlendunum
hafa þjóðfrelsishreyfingarnar
margra ára reynslu i að fara með
stjórnsýslu. menntun og ræktun á
allstórum svæðum. Þetta kerfi
reyna PAIGC i Guineu-Bissau og
MPLA i Angólu að yfirfæra a allt
landið. spanna það þéttu neti af