Þjóðviljinn - 11.04.1976, Side 6
(i SIDA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 11. aprll 1976.
SVAVAR GESTSSON:
„Það er erfitt að
ala þjóðina
Foreign Relations
of the
United States
1949
Volume IV
Western Europe
United State.s
Government Printing Oflice
Washington : 1975
Laugardaginn 24. mars birti
Lesbók Morgunblaðsins kafla úr
bandarískum leyniskýrslum
,,um Island á dögum kalda
striðsins” eins og það var orðaö i
kynningu blaðsins. Þess var
hvergi getið i þetta sinn hvaðan
skýrslur þessar væru teknar, en
þess getið að framhald yrði á
birtingu þeirra i næsta blaði. Við
það var staðið. Birti Morgunblað-
ið i Lesbók sinni þó aðeins nokk-
urn hluta allra þeirra skýrslna
sem hér um ræðir.
Strax og fyrri hluti birtingar
Morgunblaðsins kom Þjóðvilja-
mönnum fyrir augu var hafist
handa við að kanna hvaðan þessi
gögn gætu verið komin. Kom þeg-
ar i stab i ljós að þau voru úr rit-
inu ,,Foreign Relations of the
United States”. Þar eru gefnar út
utanrikismálaskýrslur Banda-
rikjanna 15—25 árum eftir þá at-
burði sem um er að ræða i hverju
tilviki. Þjóðviljinn hafði samband
við bandariska sendiráöið um
skýrslu þessa og bað um hana, en
sendiráðið gat ekki orðið við
þeirri beiðni. Eins og af rælni
hringdum við á Landsbókasafnið
— og viti menn: Þar var bókin til
með skýrslum um samskipti ís-
lands og Bandarikjanna á árinu
1949. Þar með er varla hægt að
tala um leyniskýrslur. Jafnframt
hefur Þjóðviljinn svo gert ráð-
stafanir til þess að fá skýrslur
þessar frá fyrri árum og að sjálf-
sögðu mun vandlega fylgst með
þvi þegar nýjar bækur koma meö
skýrslum frá árunum eftir 1949.
Eftir að Þjóðviljinn hafði kom-
ist yfir skýrslur þessar hóf hann
þegar birtingu á þeim hluta
þeirra sem Morgunblaðið hafði
ekki birt og birtist aöalskýrsla
bandariska utanrikisráðuneytis-
ins um samskipti rikjanna frá
23.8.1949 i blaðinu fyrra föstudag
oglaugardag. Þá mun Þjóðviljinn
nú eftir helgina birta nokkrar
styttri skýrslur og minnismiða
bandariskra ráðamanna frá þess-
um tima.
Æpandi þögnin
Þó að nú sé liðinn hálfur mán-
uður frá þvi að skýrslur þessar
birtust fyrst i Morgunblaðinu hef-
ur ekki eitt einasta islenskt blað
séð ástæðu til þess að gera þær að
umtalsefni nema Þjóðviljinn.
Morgunblaðið sjálft hefur ekki
sagt orð um skýrslurnar utan
birtinganna — og hinir óhlut-
drægu rikisfjölmiðlar hafa ekkert
sinnt þessum skýrslum. Þessi
deyfð fjölmiðla rikisinser blátt á-
fram hin furðulegasta að ekki sé
minnstá hneyksli, vegna þess að
þessar skýrslur eru einhver
merkustu plögg um islenska
utanrikisstefnu og samskipti
bandarikjamanna og islenskra
stjórnarvalda sem nokkru sinni
hafa birst, hvorki meira né
minna. Þessar skýrslur afhjúpa i
einni svipan áróður herstöðva-
sinna sem falsáróður og um leið
afhjúpa þær undirlægjuhátt her-
stöðvasinna við bandarisk stjtírn-
arvöld.
Það kann þvi að vera skýringin
á þögn ihaldsblaðanna að þau
treysta sér ekki til þess aö éta of-
an i sig i einni svipan öll ósann-
indin; hemámsöflin standa ber-
stripuö. Svo er Morgunblaðinu
fyrir að þakka! Þögnin fær ekki
skýlt hinni átakanlegu nekt
undirlægjuháttarins. Þessi orö
skulu nú rökstudd nokkru frekar.
Tvíþætt
„vandamál”
Sumarið 1944 var samstaðan
einkenni islensku þjóðarinnar
meira en nokkru sinni fyrr og sið-
ar i sögu hennar. Þessi samkennd
þjóðarinnar samhliða skarpri
þjóðernistilfinningu og þeirri
ákvörðun að vernda sjálfstæði
þjóðarinnar fyrir hverju sem á
dyndi entist þjóðinni sjálfri lengi,
en einstakir valdamenn hennar
sátu fljótlega á svikráðum við
hana. Þetta kom þó ekki i ljós
1945, þegar bandarikjamenn fóru1-
fram á það að fá herstöðvar hér
til 99 ára. Þeirri kröfu var ein-
róma hafnað af islendingum. Svo
hræddir voru ráöamenn peninga-
flokkanna þá við þjóðleg viðhorf
almennings. En það kom lika til
að Sdsialistaflokkurinn var aðili
að rikisstjórn.
Þegar þessi neitun lá fyrir
gerðu bandarikjamenn sér ljóst
að á Islandi var i meginatriöum
við tviþætt „vandamál” að fást:
Þjóðlega samstöðu landsmanna
og sósialistaflokkinn i senn.
Bandariskir ráðamenn settu sér
að eyða báöum hindrunum, og
fyrst það ekki tókst i einni lotu
var ákveðið að fara stig af stigi i
hemað gegn Islendingum. Fyrst
var Keflavikursamningurinn
gerður 1946.
Aðferðin siðan var sú að láta
islendinga hafa peninga. Þetta
kemur fram I skýrslunum sem nú
hafa verið opinberaðar. „...krefst
öryggi okkar þess að Island fái
efnahagsaðstoð, sem gæti reynst
nauðsynleg til að tryggja lifvæn-
legan efnahag þess og nægilega
gtíð lifskjör til þess að koma i veg
fyrir pólitiskar hræringar okkur
andstæðar.” (skýrsla 23.8. ’49).
Og ennfremur: „Með efnahags-
stefnu okkar gagnvart Islandi
höfum við i huga að tryggð verði
lifskjör, sem séu nægilega miklu
betri en þau, sem þjóðin bjó viö
fyrir strið, til þess að kommúnist-
ar geti ekki hagnýtt sér þetta
mál ...” (sama skýrsla). Þessi
stefna kom fram I Marsjallað-
stoðinni svonefndu og tilgangur
hennar var sá að tryggja greiðari
framgang fyrir stefnu banda-
rikjamanna á Islandi sem annars
staðar. Fróðleg heimild um þetta
er leiðari Timans frá 5.4. 1949:
„Þess vegna er Marsjallhjálpin
einhver hin viturlegasta ráðstöf-
un, sem gerð hefur verið á sviði
alþjóðamála og vænlegri til að
tryggja öryggi og frið en nokkuð
annað, sem gert hefur verið. An
hennar myndi t.d. Atlantshafs-
bandalagið vera tilgangslitið, þvi
að það myndi ekki varna vexti
öfgastefnanna i þessum löndum,
ef fjárhagslifiö væri í kalda koli.
Það sýnir vissulega rétta starfs-
aðferð, aðfyrst var byrjað á hinu
fjárhagslega samstarfi, en ekki
hafist handa um stofnun varnar-
samvinnu fyrr en þaö var komiö á
lcgg.”
Svo blygðunarlaust var hin
pólitiska mútuaðferð játuð i
stjórnarmálgagni þessu 1949.
Kunna aö þakka
fyrir sig
En Bandarikjastjórn lét ekki
hér við sitja. Hvar sem þvi var
viðkomið reyndi hún að veita is-
lendingum „stuðning” tU þess að
kaupa sér vinsældir. Einnig það
kemur fram i bandarisku „leyni-
skýrslunum”. Þar segir m.a. frá
þvi að bandarikjastjórn hjálpaði
til þess að islendingar fengju
greitt fyrir veðurþjónustu hér á
landi. Var geröur samningur um
þau efni og „færir hann þvi ár
hvert i búið nokkur hundruð þús-
und dollara i gjaldeyri sem þaö
hefur fulla þörf fyrir”. (skýrsla
28.3. 1949). Einnig var reynt að
hafa áhrif á viðskipti tslands við
útlönd m.a. með þvi að beita sér
fyrir þvi að islendingar fengju að
selja fisk i Þýskalandi. (Sama
skýrsla). Gerð var gangskör að
samningum um flugmál:
„...gerði Island tvihliða samning
um flugmál við Bandarikin og i
beinu framhaldi af þvi voru loft-
flutningafélaginu Loftleiðum
veitt lendingarréttindi bæði í New
York og Chicago.”
Vissulega bar þessi stefna
bandaríkjastjórnar árangur
gagnvart i'slenskum valdamönn-
um: „Tekið hefur verið eftir þvi
að islenskir stjórnmálaleiðtogar
hafa oröið vinsamlegri Banda-
rikjunum og það hik og jafnvel
tregða, sem áður var á þvi að
þakka Bandarikjunum og ECA
(Marsjallaðstoðin) vissa efna-
hagslega velgerninga, sem Is-
landi hafa verið veittir hefur að
mestu horfiö.”
Með öðrum orðum: Islenskir
stjórnmálaleiðtogar hafa lært að
þakka fyrir sig, en þá er það þjóð-
in, þjóðerniskennd islendinga og
styrkur Sósialistaflokksins.
Þegar bandarikjamenn fara
fyrst á flot með aðild Islands að
NATO gerir islenski utanrikis-
ráðherrann sér ljóst að það verð-
ur að fara varlega. 1 fyrstu orö-
sendingu sinni um málið til
bandariska utanri'kisráðuneytis-
ins segir bandariski sendiherrann
i Reykjavik eftir islenska utan-
rikisráðherranum hversu mikið
„vandamál” óbeit islendinga á
hernaði sé i raun og veru: „Þetta
(andúð Islendinga á hernaði) sé
meira vandamál fyrir Island en
önnurlönd." Það sé þvi nauð-
synlegt að fara’ að öllu með gát:
„Hann (Bjarni Benediktss.) taldi
að það kynni að vera heppilegt aö
fá hingað til Islands ameriskan
eða breskan fulitrúa, sem þekktu
gjörla afstöðu þeirra þjóða sem
þegar hafa tekiö þátt i undirbún-
ingsviðræðum um samninginn, til
að ræða við Islenska stjdrnmála-
flokka um samninginn eöa að val-
inn hópur íslendinga færi til
Washington i sama skyni, en þá
eins hljóðlega og kostur væri.”
(Skeyti til Bandarikjanna 12.1.
’49)
Eins hljóðlega og kostur væri!
Uppeldisstarfiö
tslenski utanrikisráðherrann
skýrði hið sérislenska vandamál
enn betur I viðræðum i Washing-
ton 15.3. 1949: „Bjarni Benedikts-
son kvað islendinga frábitna þvi
að beita valdiog flestir islending-
ar tryðu þvi ekki að kommúnistar
myndu gera það. Það er erfitt að
ala þjóöina upp og breyta hugs-
anagangi hennar og þetta er
hclsta hindrunin gegn myndun
herstyrks og aðild að Atlantshafs-
bandalaginu.”
Þetta athyglisverða uppeldis-
vandamál islensku þjóðarinnar
bar mjög oft á góma f hinum
bandarisku skýrslum ársins 1949,
en bandarikjamenn voru stað-
ráönir i þvi að venja islendinga á
að trúa á stálið og héldu þvi á-
fram ósleitilega.
tslendingar höfðu andúð á her-
setu Utlendinga en þó virtust
ráðamenn Alþýöuflokksins og
Forsiða bókarinnar sem birti
Sjálfstæðisflokksins reiðubúnir til
þess að falla á nánast hvað sem
bandaríkjamenn kynnu að fara
fram á. Samanber áramótaræðu
Stefáns Jóhanns og áramótagrein
Olafs Thors það ár. Vegna yfir-
lýsinga þessara ráðamanna kom
það bandariska sendiherranum á
óvart þegar Bjarni Benediktsson
lýsti því fýrir honum hve islend-
ingar væru I vaxandi mæli and-
vigir hersetu og að i rauninni væri
hik á þeim varðandi aðild að
NATO þrátt fyrir nefnda rUssa-
hættu.
Bandarisku uppeldisfræðing-
arnir sáu hins vegar við þessum
vanda og á fundi með islenskum
ráðamönnum (Bjarni, Eysteinn
Jtínsson og Emil Jónsson) kom
Anderson hershöfðingi þeirri læ-
vislegu athugasemd á framfæri,
að nauðsynlegt væri fyrir Island
að taka þátt f varnarbandalagi
með Bandarikjunum vegna inn-
lendrar hættu. Virðist þessi á-
bending Andersons þegar hafa
fallið i góðan jarðveg hjá islenska
utanrikisráöherranum og vafa-
laust hefur slik hugsun ekki verið
fjarri honum sjálfum að heldur. I
skýrsluum viöræðurnar 15.3. 1949
er haft eftir Anderson hershöfð-
ingja: „En alla vega væri mesta
liættan á aðgerðum undirróðurs-
ogbyltingarafla i landinu sjálfu.”
Ennfremur sagði hann: „Við höf-
um áhyggjur af árás með Tróju-
hesti — eins og til dæmis kafbát-
um eða flutningaskipum og af
skemmdarverkum. Það eru
miklu minni likur á árás með liöi
sem flutt hefur verið fiugleiðis,
sem hann kvaðstekki búast við að
rússum þætti ráðlegt.”
Bandariskir ráðamenn voru
með öðrum orðum þarna að
magna islendinga gegn islending-
um — og Anderson hershöfðingi
gekk enn lengra, hann hvatti til
innanlandsátaka, til hreinnar
borgarastyrjaldar á Islandi:
„Anderson hershöfðingi benti á
að kommúnistar væru ekki fjöl-
mennari en hinn hluti þjóðarinnar
og spurði af hverju ibúarnir tækju
ekki höndum saman”. (15.3.
1949).
Geröu lítiö úr
rússagrýlunni
Bjarni Benediktsson tók mjög
fljótt undir meö bandarikjamönn-
unum um hættuna af islenskum
sósíalistum: „Bjarni Benedikts-
son benti á að þeir gætu valdið
leyniskýrslurnar frá 1949.
jafnmiklu tjóni með minni áhættu
með þvi að nota fimmtu herdeild-
ina. Ég (sá sem skrifar skýrsl-
una) endurtók að innlend
skemmdarverk virtust vera
mesta hættan og það ylli meiri
áhyggjum en hugsanleg árás”.
Þetta er einnig staðfest i banda-
riskri skýrslu 29. júli 1949, en þar
er vitnað til einkaviðtals utan-
rikisráðherrans islenska (ekki
allra ráðherranna þriggja) við
bandariska ráðamenn: „I við-
ræðum sem fram fóru i Washing-
ton i mars 1949 milli islenska
utan rikisráðherrans og fuiltrúa
bandariska utanrikisráðuneytis-
ins og hermálaráðuneytisins voru
menn sammála um það, að hugs-
anleg bylting islenskra kommún-
ista væri mesta hættan.sem vofði
yfir Islandi.”
1 marsmánuði 1949 sátu saman
við borð i bandariska hermála-
ráðuneytinu fulltrúar islenskra
og bandariskra stjómarvalda.
Þeir voru að gera áætlun um að
ganga milli bols og höfuðs á is-
lenskum sósíalistum og isienskri
þjóðernishyggju. Þeim datt
margt i hug, meðal annars það,
að efla lögregluliðið i Reykjavik:
„Islenska rikisstjórnin hefur á-
huga á að efla þennan styrk en
skortir fjármagn til þess. Lög-
regluvernd er nauðsynleg gegn
uppþotum kommúnista.” (29. 7.
1949). „Bjarni Benediktsson sagði
að þeir hefðu 150 lögreglumenn,
að mestu óvopnaða i Reykjavik
og þeir vildu efla þann liðsstyrk
entil þess skorti fé.En þetta væri
samt vandamál sem Island þyrfti
að glima við.” (15.3. 1949). 1 aðal-
skýrslu bandariska utanrikis-
ráðuneytisins hrósa bandariskir
séraf þeim árangri sem þeirhafa
náð með islenska stjórnmálaleið-
toga, telja þá reyndar efnilega
lærisveina: „...nú eru þeir (is-
lenskir stjórnmálaleiðtogar)
farnir að ihuga vandamál eins og
það livort islenska lögregluliðið
sé nægilega sterkt til þess að fást
við ókyrrð innanlands.” (23.8.
1949).
Þannig var búið að koma þvi
inn ijiöfuðið á islenskum stjórn-
málamönnum að þakka banda-
rikjamönnum fyrir góðgerðirnar
og einnig að beita jafnvel lögregl-
unni gegn islendingum. En þegar
heim kom til Reykjavikur á ný
héldu ráðamennirnir i'slensku á-
fram að hamra á hættunni af inn-
rás rússa — sú hætta væri ein
meginástæðan til þess að islend-
ingar yrðu að ganga i Nató.
Framhald á bls. 22