Þjóðviljinn - 11.04.1976, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur II. aprll 1976.
Afl listanna
I tilefni áttræöisafmælis sins
skartar timaritið Eimreiðin með
viðtali þriggja ungra manna við
Ragnar i Smára. Það er nokkuð
góð lesning. Þórður Sigtryggsson
hélt þvi fram,að Ragnar væri eini
siðaði maðurinn i Sjálfstæðis-
flokknum. Ég er ekki nógu
kunnugur málum til að geta dæmt
um svo afdráttarlausa kenningu.
Hitt er vist að Ragnar er lang-
samlega skemmtilegastur is-
lenskra kapitalista. Það er til
dæmis alltaf jafn hrifandi að
heyra hann útmála glaðbeitta trú
sina á volduguafli listanna. Jafn-
vel þótt veruleikinn neyði mann
til þess að taka þessari trií með
fyrirvara. Ragnar segir i viðtal-
inu að listamenn hafi lagt Jónas
frá Hriflu af velli, pólitiskt. Og
það getur vel verið. En það er
ekki nógu snjallt af Ragnari að
halda þvi fram i leiðinni að það
hafi verið listamennirnir sem
komuAdolf Hitler fyrir kattarnef.
Með djúpri virðingu fyrir
Tomasi Mann, Brecht, Georg
Grosz og fjölda annarra — þvi
miður standa þeir i niðurkvaðn-
ingu Hitlers langt að baki rúss-
Orusta peningasekkjanna og peningakistlanna eftir Pieter Brueghel.
framleiðslutækjum, sem óum-
flýjanlega leiði af sér misrétti og
ránskap.
Lífið er öðruvísi
Nú segja menn kannski sem svo
— og gera það reyndar i
Eimreiðarviðtalinu — að þetta
jafnaðartal sé allt saman gott og
blessað; gallinn sé hinsvegar sá
að „lifið er öðruvisi”. Aftur erum
við komnir að þvi „mannlega
eðli” sem „heimsfrelsunar-
kenningar” ekki viðurkenna,
hvort sem þær eru sósialiskar eða
kristnar. Forði mér allir góðir
menn frá tilraun til þess að svara
þvi hér og nú, hvert sé eiginlega
þetta margnefnda eðli mannsins.
Verjendur eignagleðinnar segja
sem svo: svona var það og er það
enn, maðurinn er spilltur og sin-
gjarn og vill sanka að sér. Hinir
sem tortryggja slika kenningu,
benda i aðrar áttir. Til dæmis
geta þeir bent á mjög farsæl sam-
félög svokallaðra frumstæðra
þjóðflokka, þar sem eignarréttur
i okkar skilningi er óþekktur. Er
það fók nær mannlegu eðli eða
fjær en við hér i velferðarrikjun-
Eignagleði og mannlegt eðli
neskra fótgönguliða, breskra
sjóliða, júgóslavneskra
skæruliða, bandariskra flug-
manna — að ógleymdum öllum
þeim þreyttu og soltnu konum
sem ráku samfélögin meðan
menn þeirra voru .úti að striða.
En það var ekki áhrifavald
lista, mikið eða takmarkað, sem
við ætluðum að leggja út af á
þessum drottins degi. Heldur
fyrirbæri sem Ragnar nefnir
eignagleði.
Manneskjan og
eigur hennar
Hann segir: „Það var einhver
konan á kvennafundinum fræga á
dögunum sem talaði um „eigna-
gleði” i ræðunni sinni. Ég hafði
aldrei heyrt þetta orð áður, en
vissulega lét það vel i minum eyr-
um, og hefi ég þó aldrei verið
duglegur að safna i sjóði. Ræðu-
konan sagði að eignagleði væri
heilbrigð. Og ég held að búið sé að
hrekja manneskjuna burt frá
sjálfri sér þar sem eignagleði er
gerð tortryggileg”.
Áður en lengra er haldið: það er
auðvitað út i hött að ætla sér að
striða Ragnari sjálfum á hans
eignakæti. Vegna þess blátt
áfram að hann er ekki háður auð-
æfum á sama hátt og tiðkast i
hans stétt. Hann hefur hent
peningum i skáldpislir og lista-
mannapakk og sinfóniugaul eins
og það heitir. Þar með hefur hann
komið sér alllangt frá venjum og
viðhorfum eignamanna upp og
ofan. Þeim er slik óráðsia fram-
andi, i mesta lagi fjárfesta þeir i
viðurkenndum myndlistarmanni,
en það er svo annar handleggur.
Sökudólgar
En við skulum sleppa einstök-
um persónum og sérkennum
þeirra, vangaveltum um
undantekningar og reglu. Huga
heldur meira að þvi viðhorfi, sem
emur fram i ummælum Ragnars
g bæði Eimreiðarstrákar og
nðarahöfundur annars siðdegis-
laðsins taka undir. Eignagleðin
íargnefnd er „heUbrigð”, og sé
! ún gerð tortryggileg þá er verið
c ð hrekja manneskjuna burt frá
sjálfri sér.
Með öðrum orðum, sú gleði,
nautn, fullnægja, sem fylgir þvi
að sanka að sér eígum er sett
fram sem snar þáttur af mann-
legueðli.Og þeir sem tortryggja
þessa eignakæti, þeir eru þá eitt-
hvað upp á kant við mannlegt
eðli, viðurkenna það ekki. Söku-
dólgarnir eru kommúnistar og
aðrir vinstrisinnar. Eða eins og
einn spyrjandinn i viðtalinu seg-
ir: „ÞU segir að vinstrimenn hafi
komið óorði á athafnamennina”
(les: kapitalistana), og hann er
bereynilega sammála þvi áliti.
Nokkrir
púnktar um
viötal
viö
Ragnar
í Smára
Kristin hefö
Eitt af þvi sem einkennilegast
er við þetta viðtal er það, að þar
virðist gengið út frá þvi sem for-
sendu, að „tortryggni og andúð”
á „athafnamenn” og „eigna-
gleði” hafi tiltölulega nylega
breiðst út fyrir tilstilli allskonar
kommúnista. Áeinum staðer t.d.
tekið fram að þessi „tortryggni”
hafi verið miklu minni, þegar
Ragnar sjálfur var að vaxa úr
grasi. En satt best að segja erum
við rauðliðar með þessu móti
taldir miklu meiri afreksmenn en
ástæða er til. Viðmælendur
gleyma þvi alveg, að þessi „tor-
tryggni” i garð eignamanna er
blátt áfram snar þáttur af þeirri
júðsk-kristnuhefð,sem við höfum
alist upp við, og Ragnar i Smára
einmitt játar sérstaka virðingu.
(Hann segir með orðum Páls
postula „Ég hef alla tið lifað i trú
fremur en sko^un” sbr. annað
Korintubréf, 5. kap. 7 v.)
Ég ætla ekki að setja saman
enneinu sinni „Litla rauða kverið
hans guðs” til að styðja þessa
staðhæfingu. En það nægir að
minna á reiðilestur spámanna
yfir eignamönnum i Jerúsalem,
dæmið af úlfaldanum og nálar-
auganu og ýmislegt annað sem
haft er eftir Kristi um auðmenn
og það sem mölur og ryð grandaj-.
Eða þá á Postulanna gjörninga:
„Enginn þeirra (sem trú höfðu
tekið) taldi neitt vera sitt, er hann
átti, heldur var þeim allt sam-
eiginlegt... Eigi var heldur neinn
þurfandi meðal þeirra, þvi að all-
ir landeigendur og húseigendur
seldu og komu með andvirði hins
selda og lögðu fyrir fætur postul-
anna og sérhverjum var úthlutað
eftir þvi sem hann hafði þörf til”.
Mitt er þitt
Hvað sem annars liður mann-
legu eðli, þá er það vist, að þessi
júðsk-kristna hefð tengist illa við
margnefnda eignagleði. Þvert á
móti: samkvæmt henni er auð-
söfnun af hinu illa. Þessi fyrir-
mynd lifir með ýmsum hætti allar
götur siðan.i bland við eðlilegar
réttlætiskröfur snauðra manna,
sem höfðu lengstaf litil kynni af
öðrum kenningum en þeim sem
taka mátti úr Bibliunni.
Um miðja 17. öld komst
Gerrard Winstanley svo að orði:
„Þegar þetta allsherjarlögmál
jafnaðar ris upp i hverjum manni
og konu, þá mun enginn gera
tilkall til nokkurrar skepnu og
segja þetta er mitt og þetta er
þitt... öll jörðin verður sameigin-
leg fjárhirsla allra, þvi að jörðin
er drottins.. JEn vissulega er það
sérstakur eignaréttur minn og
þinn sem hefur leitt alla vesæld
yfir fólkið”. Winstanley var for-
ingi manna þeirra sem kallaðir
voru Diggers — en þeir voru for-
feður þeirrar hefðar sem siðar
var kennd við stjórnleysi (og
Ragnar i Smára er, vel á minnst,
nokkuð hrifinn af). Við sögu
þeirrar hefðar koma margir
menn ágætir. Kannski er þeirra
frægastur Léf Tolstoj, sem gat
ekki með neinu móti fyrirgefið,
hvorki sér né öðrum, þá ósvinnu
að vera borinn til eigna og for-
réttinda. Og marxistar eru að
sjálfsögðu tengdir svipaðri hefð.
Marx er engum likari en Jesaja
þegar hann tinir fram úr skeggi
sinu mögnuð rök fyrir nauðsyn
þess að öreigar afnemi þann
einkarétt á landsins gæðum og
um? Eða er mannlegt eðli
kannski ósköp breytileg stað-
reynd?
Það má lika minna á það, að
jafnaðarboðskapur, sameignar-
hugmyndir ýmiskonar, hafa
reynst furðulega lifseigar, ekki
sist ef tekið er tillit til þess, hve
mikið hefur verið gert til að ónýta
þær, bæla þær niður. Kirkjan
sagði snemma skilið við sinn
„frumkommúnisma” og tók upp
margvislega tvöfeldni i eigna-
málum og hefur ekki gert upp hug
sinn i þeim efnum enn þann dag i
dag. Enda ekki von: i samvinnu
kirkju og rikis var eignarétturinn
lýstur heilagur og tryggður með
magnaðri innrætingu og þyngri
refsingum en flest annað.
Eignavanlíöan
Engu að siður er það svo, að
enn i dag er þessi eignaréttur
(n.b. umfram rétt til þeirra hluta
sem almenningur i hverju sam-
félgi telur hverjum manni og fjöl-
skyldu eðlilegt að ráða yfir), þessi
eignaréttur er ekki sjálfsagður
hlutur. öðru nær. Þeim sem hafa
ástæðu til að njóta eignagleði
tekst yfirleitt alls ekki að upplifa
hana, þótt undarlegt megi virð-
ast. Einn hópurinn reynir að f ela
eigur sinar eins og mannsmorð —
og koma mér þá i hug menn eins
og Wallenbergarnir sænsku, sem
aldrei hleypa slúðurblaðaljós-
myndurum til sin en hafa það
mottó að „vera án þess að sjást”.
Aðrir sleppa sér út i snargeggj-
aða privateyðslu með taugaveikl-
aðri og ögrandi sýndarmennsku
—nægir þar að vitna til þess sam-
krulls af uppgjafaaðalsfólki.kvik-
myndageddum og oliukóngum
sem amerikanar kalla þotufólk.
Þriðji hópurinn gefur fyrir sálu
sinni til ýmissa mannúðarmála,
ekki sist ef hægt er um leið að
draga gjafirnar frá skatti. Fjórði
hópurinn kvartar sáran yfir
þeirri byrði sem eignum og
rekstri fylgir; allir hafa gert sam-
blástur gegn mér, hataður er ég
og fyrirlitinn (samanber merk
ræðuhöld á þing Félags islenskra
stórkaupmanna).
Þessi vanliðan öll er sjálfsagt
að meira eða minna leyti tengd
við útbreiðslu sósialiskra hug-
mynda nú um stundir — eins og
Eimreiðarstrákar láta að liggja.
En það er varla nægileg skýring.
Kannski er þarna á kreiki lika
einhverskonar slæm samviska
hjá fólki, sem i bernsku nam eitt-
hvað af siðalærdómum sem fjar-
lægir eru eignagleðinni marg-
nefndu? Eða kannski bendir þessi
vanliðan öll til grunsemda um að
mannlegt eðli sé, þegar allt kem-
ur til alls, ekki sátt við siðferði
eignaréttarins: Eða það sem af
honum leiðir fyrir mannkyn sem
býr við versnandi umhverfi,
þverrandi auðlindir, þrengri val-
kosti ?
Getið þið svarað þvi?
Arni Bergmann.