Þjóðviljinn - 11.04.1976, Side 11
Sunnudagur 11. april 1976. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 1
GUNNAR
GUNNARSSON
Niður
með
skítt
og
lago
stefnuna!
Engin þeirra skáldsagna sem
útkomu á Islandi fyrir siöustu jól,
hefur í vetur verið eins umtöluð
og „Fuglaskottis” Thors Vil-
hjálmssonar.
Það er reyndar eðlilegt að bæk-
ur minni spámanna falli i skugg-
ann. Thor stendur nú sterkur á rit-
vellinum, lifir nú bestu ár rithöf-
undar, býr að þeirri reynslu og
menntun sem yngri höfunda
skortir. Samt á hann ef að lfkum
lætur eftir að skrifa sina bestu
bók.
Útkoma „Fuglaskottis” og
þeirra siðustu bóka Thors sem
hún er skyldust, var viðburður i
islenskum bókmenntaheimi. Eg
þykist viss um, að sú umræða
sem spratt af útkomu bókarinnar,
hafi breikkað lesendahóp Thors.
Margur maðurinn, sem hingað til
hefur af einhverjum ástæðum
skotið sér undan þvi að lesa bæk-
ur Thors, hefur nú gengið mót
tregðulögmálinu og tekið til við
að kanna þennan höfund, sem nú
hefur samanskrifað einar þrettán
bækur af ýmsu tagi.
Astæða þess, að ég byrja hér að
tala um „Fuglaskottis”, er sú, að
um daginn þegar Gylfi Gröndal
átti viðtal við Thor Vilhjálmsson i
útvarpsþættinum „Dvöl” og fékk
tvo menn til að segja nokkur fá-
tækleg orð um „Fuglaskottis”,
minntist ég þess, að islenska út-
varpið hafði ekki fyrr fjallað um
þessa bók.
„Fuglaskottis” kom út i desem-
ber að mig minnir, en nú, i mars-
lok, fer loks maður á stúfana að
tala við Thor.
Einhvern veginn imynda ég
mér, að útvarpsstöð sem hefði
áhuga á að fjalla um listgreinar i
landinu og aðra menningarþætti,
léti ekki framhjá sér fara útkomu
skáldsögueftir einn helsta höfund
þjóðarinnar. Það er reyndar und-
arlegt, að ekki skuli vera hafður
sérstakur maður, eðamenn, til að
fylgjast með þvi sem á seyði er i
menningarmálum, taka viðtöl og
fá umsagnir fyrirfram, þannig að
jafnan sé vakin rækileg athygli á,
þegar viðburðir gerast.
Dagblöð hafa ekki þá eindregnu
skyldu til að sinna menningar-
málum og útvarpið hefur, enda er
það svo, að aðeins Þjóðviljinn
virðist alla tið opinn fyrir menn-
ingarmálaskrifum og Morgun-
blaðið að einhverju leyti.
Nú um langt árabil hefur bóka-
útgáfa i landinu verið á horrim-
inni. Bókaútgefendur kvarta und-
an minnkandi sölu og sterkur
grunur leikur á, að sala glans-
myndabóka og reyfaradóts af
ódýrustu gerð sé það sem haldi
tórunni i útgáfufyrirtækjum .
Verðlag á bókum er enda óþægi-
lega hátt, þ.e. ef tekið er mið af
bókarverði erlendis.
En hvað er það sem veldur
samdrætti i bóksölu? Hvers
vegna dragast stóru útgáfufyrir-
tækin áfram i máttleysi, spýta út
einni og einni myndabók til að
halda i sér golunni, en ruddaút-
gáfur sem engu sinna öðru en
reyfurum og glanskjalabókum
með rennilás, raka til sin fé?
Bókaútgefendur hafa litt hætt
sér út i baráttu fyrir bættri stöðu
vandaðrar útgáfu. Þeir hafa
langflestir látið duga að kvarta
undan háum tollum á pappir,
segja „fólkið vill þetta” og siðan
er einu skáldverkinu ýtt frá i
prentsmiðjunni til að koma að
sölubók um þarfir framliðinna.
Þannig hefur tekist á löngum
tima, að koma inn fullkomnum
ræflahugsunarhætti meðal þeirra
manna sem koma nærri bókaút-
gáfu. Brenglun hugarfarsins er
reyndarsvo alger, að þegar menn
huga að útgáfu, virðist það oft á
tiðum aukaatriði, hvað gefið er
út. Ritverkið og rithöfundurinn
mæta afgangi. Fyrst er hugsað
um kostnað á prentverki og
bandi, síðan er hugað að sölu-
möguíeikum, en siðast hugsað til
þess hvað á að gefa út. Rithöf-
undurinn, sá aðili sem er að öllu
eðlilegu primus motor i útgáfu-
málum, er hornreka á Islandi,
fær helst ekki kaup fyrir sina
vinnu.
En það er vitanlega óþarfi að
drepa útgáfuna. Og vitanlega er
það ekki mikill galdur að auka
sölu bóka, minuka kostnað við út-
gáfu, stækka upplögin, styrkja
bókamarkaðinn og greiða rithöf-
undum fyrir sina vinnu eins og
öðrum. Það eina sem til þarf er
að nokkrir menn vinni störfin sin,
hugsi lengra en til morgundags-
ins.
Bókaútgáfufyrirtæki hlýtur að
skipuleggja útgáfu sina langt
fram i timann. 1 upphafi hvers ár,
eða eigi siðan en á góunni, á að
vera ljóst, hverjar útgáfubækur-
nar verða á næstu vertið. Og þeg-
ar bókaútgáfu hefur tekist að
skipuleggja sig svolitið, þó ekki sé
nema að þvi marki að hlýtur að
vera fyrirtækinu sjálfu til hags-
bóta, þá lengist væntanlega út-
komutimabil bókanna. t ná-
grannalöndum okkarkoma fyrstu
bækur haustsins i september, þær
siðustu rétt fyrir jól. Allan þenn-
an tima, er bókin áhrifarikur fjöl-
miðill, það fyrirbæri þjóðlifsins
sem mester rætt um. Bækur árs-
ins eru alls staðar á kreiki, á veit-
ingahúsum og heimilum, vinnu-
stöðum og almenningsfarar-
tækjum. Lærðir og leikir fjalla
um menningarviðburði haustins i
blöðum og útvarpi. Þjóðin reynir
að skilja sjálfa sig.
Einn liður i þvi að viðhalda
reisn útgáfumálanna, er að út-
varpið sinni þeirri skyldu sinni,
að fylgjast vandlega
með.Menningarmálaritstjórn út-
varpsins ætti að vita löngu fyrir-
fram hvaða bækur eru vqentan-
legar á markað, fylgja bökinni
eftir i fæðingunni, vekja athygli
fólks á þýðingarmiklum hlutum.
(Um sjónvarpið er vist ekki að
tala i sambandi við menningu,
hvorki bækur né annað, það fyrir-
tæki er ekki þátttakandi i andlegu
lifi islendinga).
Ég sagði að þeir sem að bókaút-
gáfu stæðu hefðu brenglast i
hugsun. Þeir sem mest kvarta
undan áhugaleysi bókaþjóðarinn-
ar þegar bækur eru annars vegar,
bera sig amk. fjári klaufalega að.
Otgáfa hverrar bókar, af hvaða
toga sem hún er, virðist alltaf
vera hending. Samhengi i útgáfu-
málum fyrirfinnst sjaldan. Það er
sjaldan samin áætlun. Ef gefin er
út bók eftir erlendan höfund, er
eins vist að sá höfundur verði ekki
aftur gefinn út hér. Það er lika
eins vist að þýðingin sé illa gerð
(enda illa borguð) og engar áætl-
anir séu til um frekari útgáfu
þessa höfundar. Þannig er útilok-
að að hinn almenni lesandi fái
innsýn i ritmennsku höfundarins
yfirleitt eða að hugsanlegri for-
vitni um aðrar bækur hans verði
svalað.
A dögunum lét útgefandi einn
þýða bók bandariska skáldsins
Salingers, „Catcher in the rye”.
Engin önnur bók eftir þennan höf-
und hefur verið þýdd, né heldur
bækur eftir þá bandarisku rithöf-
unda sem nú eru lesnir af brenn-
andi áhuga um allan heim. Ég
nefni menn eins og Kurt
Vonnegut, Philip Roth, Saul
Bellow, John Updike, Joseph
Heller, Gore Vidal og nafnarunan
gæti orðið miklu lengri.
Nú er að visu ekki við þvi að bú-
ast, að herfylki manna sitji við og
þýði erlenda öngvegishöfunda frá
morgni til kvölds. En ef útgáfu-
fyrirtæki lætur eftir sér að gægj-
ast i bókmenntir annarrar þjóðar,
hlýtur að vera fjárhagslega skyn-
samlegt að halda þeim starfa
áfram, þannig að tryggur les-
endahópur myndist.
Hvernig stendur á þvi, að eng-
um útgefanda virðist koma til
hugar, að taka fyrir einstök
menningarsvæði? Ef hugað er að
þvi að gefa út t.d. irska skáld-
sögu, hlýtur að vera upplagt að
gefa i leiðinni út bók um frelsis-
baráttu ira, samfélagshætti i þvi
landi, menningarmál, sögu,
osfrv. Þannig væri hægt að vekja
áhuga á tilteknu svæði og svala
forvitni manna amk. aðþvi marki
að fólki fyndist það vera nokkru
nær af viðskiptum sinum við út-
gáfufyrirtækið. Og þaðer ástæðu-
laust að óttast að hátt verð fæli
frá. Vönduð bók er dýr. Og með
vandaðri bók á ég við bók sem er
svo vel úr garði gerð, að útgef-
andinn verður að greiða fyrir
hana fullt verð. Hann verður að
greiða höfundi hennar, eða þýð-
anda, ekki si'ður en iðnaðarmönn-
um. Ef menn eru hræddir um að
verðið stökkvi þannig út fyrir öll
velsæmismörk, þá er að spara
bandið, gefa bókina út sem kilju
— og fara i alvöru að kljást við
rikisvaldið, knýja þrjótana til að
lækka pappirstollana og aðrar
álögur sem prentiðnaðurinn þolir.
Útvarpið verður að koma sér
upp menninigarmálastefnu, ráða lil
sm ritjórn. Og sú ritstjórn á ekki
aðeins að fylgjast með og vekja
athygli á þvi sem er að gerast,
heldur einnig hafa á sinum snær-
um góða þýðendur, láta þýða ný
erlend verk og kynna i dag-
skránni hvað standi til að lesa
hverju sinni, hvers vegna vakin
sé athygli á tilteknum höfundi
osfrv.
Núer það vafalaust, að útvarp-
ið flytur oftast gott efni einhvem
tima dagsins eða vikunnar.
Fra mhalds — og kvöldsögur eru
oft sæmilegrar ættar og stundum
bæriiega fluttar. En efnisval stöðv-
arinnar er grautarlegt. Ef góð
saga rambar inn i dagskrána, þá
er það vegna þess að einhver
mætur maður hefur boðið hana
fram.Sjálfstæð stefna útvarpsins
virðist varla til. Það er ekki gerð-
ur greinarmunur á æviminning-
um Theódórs Friðrikssonar rit-
höfundarog einhverra útlendra
meðalmenna (t.d.Erhards
Jacobsen og Jens Otto Kragh!)
Það er oftast engu likara en að
dagskrárstjóri ráði ekki efninu,
heldur gripi það sem dularfullir
förumenn á göngum útvarpsins
bjóða fram.
Styrk menningarstjórn verður
svo með tið og tima misvitrum
bókaútgefendum leiðsögn i út-
gáfumálum, og hún getur lika eflt
höfunda til dáða, t.d. með þvi að
sækjast eftir efni frá þeim og gera
við þá timabundna vinnusamn-
inga.
Bókaútgefendur hafa reynt að
gera rithöfunda að aukaperson-
um við útgáfu bóka þeirra. Sú
framkoma helst i hendur við
framkomu ráðamanna leikhús-
anna i garð höfunda sinna. Það
hefur aldrei leikið vafi á, að leik-
arar og annað starfsfólk islensku
leikhúsanna ætti að fá svolitil
laun fyrir sin störf. Það hefur
hinsvegar ekki þótt sjálfsagt mál
að greiða höfundum fyrr en nú á
siðustu timum. Og enn þykir það
peningasóun að gera ráðningar-
samning við rithöfunda leikhús-
anna. Hvað skyldu vera mörg ár
siðan aðrir launamenn voru fast-
ráðnir hjá rikisstofnunum?
Ef á að gefa út bók, þarf fyrst af
öllu að finna höfund til að skrifa.
Ef stendur til að færa upp leik-
sýningu, þá verður ekkert gert á
fjölunum, hafi höfundur ekki áður
skrifað linur á blað. Eigi að siður
er islenskum leikhúsum stýrt
með það fyrir augum að borga
sem minnst i höfundalaun.
Aðsjálfsögðu erhér um brengl-
aðan hugsunarhátt að ræða, það
er verið að horfa framhjá stað-
reyndum, hafa endaskipti á hlut-
unum. t öðrum löndum, þar sem
leikhúshefð stendur traustum fót-
um, er höfundur fyrsti maður
sem ráðinn er að leikhúsi. Þannig
var það rithöfundur sem skrifaði
undir fyrsta ráðningarsamning-
inn sem breska þjóðleikhúsið
gerði við launþega um daginn.
Kannski stendur til að breyta
framkomu leikhúsmanna i garð
rithöfunda á næstunni. Eftir
nokkur ár ris uppúr Kringlumýr-
inni svolitið stiliseruð eftiröpun af
hinni úreltu þjóðleikhúsbyggingu
islendinga. Kannski verður gerð-
ur ráðningarsamningur við rit-
höfund þegar starfsmenn verða
ráðnir þangað.
Thor Vilhjálmsson nýtur vax-
andi athygli nú um stundir. Það
erkomið að þvi að þeir sem árum
saman hafa snúið uppá sig og leitt
þennan öfluga höfund hjá sér,
þeir uppgötva nú að enn einu sinni
hafi islendingar eignast meiri
háttar rithöfund. En hverju
skyldi vera að kenna það sinnu-
leysi og þeir fordómar sem beinst
hafa gegn þessum rithöfundi og
mörgum öðrum gegnum árin?
Hvers vegna glottum viði tómlæti
framan i þá höfunda, sem nú eru
margir á miðjum aldri? Hvers
vegna hefur það verið lenska að
taka af fálæti þvi sem m.a. nokkr-
ir ágætir leikritahöfundar hafa
boðið okkur?
Getur verið að sinnuleysið og
fordómarnir stafi af þvi, að við
höfum látið okkur nægja fálm-
andi tök i útgáfumálum, stefnu-
leysi útvarpsins og við höfum
staðið slælega að rekstri leikhúsa
okkar?