Þjóðviljinn - 11.04.1976, Síða 13

Þjóðviljinn - 11.04.1976, Síða 13
12 SÍOA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. apríl 1976. Sunnudagur 11. apríl 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 stofnun dýra. Það eiga samkvæmt lögum aö vinna hér 6 visindamenn. og vonumst viö til að 2 komi til starfa hjá okkur á næsta ári. — Eitt af þvi sem við höfum ekki getað stundað sem skyldi er útgáfustarfsemi á islensku. Það sem frá okkur kemur á prenti hér á landi birtist i Náttúrufræð- ingnum. Við gefum að visu út ritið „Acta naturalia islandica”, en okkar draumur er að geta gefið meira útá islensku, segir dr. Finnur. Hann fór siðan með blaðamanni um stofnunina til að gefa innsýn i það sem þar fer fram og það er sannarlega meira en almenn- ingur veit um. Eitt af þvi sem stakk i augun var að sjá allan þann fjölda af sýningarmunum sem ekki er hægt að koma fyrir i sýningarsalnum, en verða þess i stað að geymast i kössum og skápum i geymslum. Þar er um að ræða jurtir, dýr og steina, en það sem fólk ber augum i sýningarsalnum er eins og áður hefur verið sagt frá aðeins brota- brot af þvi sem stofnunin á. Manni verður ljósara en áður, eftir að hafa skoðað stofnunina, hversu brýnt það er að koma sýningarsalnum i viðunandi horf. Það þarf að fá nýjan stóran sal fyrir náttúrugripasafnið og það þarf að búa mun betur að þeim mönnum sem við þessa merki- legu stofnun vinna. A sama tima sem mjög ör þróun hefur orðið á nær öllum sviðum hér á landi, hefur það verið látið óátalið að Náttúru- fræðistofnun Islands er vanrækt af ráðamönnum þjóðarinnar. Einhverra hluta vegna virðist ekki vera skilningur á þvi að hér er ekki um að ræða neina punt- stoínun, heldur merkilega visindastofnun, sem skömm er að fyrir þjóð, sem vill telja sig sjálf- stæða menningarþjóð, að van- rækja eins og gert hefur verið. Sýningarsalur sáfnsins er litill og á óheppilegum stað i borginni. en hann er eins vel úr garði gerður og mögulegt er við þessi slæmu skilyrði. Það geta menn gengið úr skugga um með þvi að fara þangað i skoðunarferð, en salurinn er opinn. sunnudaga. þriðjudaga. fimmtudaga og laugardaga frá kl. 13.30 til 16 og það er meira en ómaksins vert að iita þangað inn. —S.dór og færri munir sýndir hverju sinni, en betur búið um hvern hlut. Það sem sýnt er hverju sinni er þvi aðeins brot af þvi sem söfn- in eiga til. — Eruð þið rikir af sýningar- gripum? — Já, það held ég að mér sé óhætt að segja. Við eigum öll dýr sem lifa á og við ísland auk margra erlendra dýrategunda sem við höfum fengið i skiptum við erlend söfn, en slik skipti á munum tiðkast mjög um allan heim milli safna. Ég get nefnt sem dæmi að við eigum hér um allar tegundir isl. fugla, allar islenskar plöntur og margt erlendra gripa, svo dæmi séu nefnd. Það hefur auðvitað verið óskaplega mikil vinna við að ganga þannig frá dýrum og plöntum að hægt sé að sýna þetta, þar sem allt sem var i salnum i Landsbókasafninu var orðið ónýtt nema steinar og við þurftum að byrja algerlega uppá nýtt 1960. En auk sýningargripa verðum við alltaf að eiga til allar dýrateg- undir til rannsóknastarfa og frá þeim þarf að ganga á sama hátt og þeir væru ætlaðir til sýninga nema að þeireru ekki settir upp i stellingar eins og sýningarmunir. — Hvert er hágnýtt gildi stofn unar sem Náttúrufræðistofnunar íslands? — Eg fullyrði að það er mjög mikið. Þær rannsóknir sem við framkvæmum má segja að séu undirstöðurannsóknir fyrir allar hinar svo kölluðu hagnýtu rann- sóknir. Auk þess sem ég tel það skyldu hverrar sjálfstæðrar þjóðar að kunna öll skil á náttúru sins eigin lands. Við erum tiltölu- lega stutt komnir á þessu sviði og það stafar af þvi, að á árabilinu frá 1918 til 1947 , að rikið tók yfir náttúrugripasafnið, var litið unnið að náttúrufræðirann- sóknum hér á landi. Fram til 1918 höfðu danir unnið hér all gott verk á þessu sviði, en hættu alveg 1918 og allar rannsóknir lágu niðri til 1947, að við dr. Sigurður Þór- arinsson vorum ráðnir að þessari stofnun og byrjuðum þá þetta rannsóknarstarf. Og þótt mikið hafi verið gert á þeim 30 árum sem liðin eru, sjáum við hvergi nærri framúr þeim verkefnum sem við þurfum að vinna. Hér vinna nú aðeins 4 visindamenn og tvær aðstoðarstúlkur auk eins manns sem sér um uppstoppun sýningarsalurinn sé bæði alltof litill og langt frá þvi að vera eins og slikir salir eiga að vera. Hann var enda aldrei hugsaður nema til bráðabirgða eins og reyndar allt húsnæðiö, en hér erum við enn, segir dr. Finnur. Það var mögu- leiki á að hafa sýningarsalinn mun stærri i upphafi með þvi að minnka vinnuplássið, en frá þvi var horfið vegna þess, eins og áður segir, að þetta var aldrei hugsað nema sem bráðabirgða- húsnæði. En þvi miöur virðist þetta timabundna ástand ætla að vara lengur en til stóð, segir dr. Finnur, það er ekki ótrúlegt að við verðum hér næstu 10 árin, mér þætti það mjög gott ef við fengjum eitthvað að vita um hús- næðismálin innan þess tima. Inná Hverfisgötu 116 I Reykja- vlk er merkileg stofnun, sem þvi miður hefur of lengi verið i skugganum, ef svo má að oröi komast, Náttúrufræöistofnun islands og i tengslum við liana, Náttúrugripasafn islands. Aöal ástæðan fyrir því að þessi merki- lega stofnun er i skugga svo margs annars ómerkilegra, er takmarkaður skilningur og áhugi ráöamanna þjóðarinnar i gegnum áratugina og því um leið fjár- skortur, sem hamlar þvi að stofn- unin sé eins vcl i stakk búin og hún ætti aö vera, þótt ckki væri nema sóma okkar vegna, sem sjálfstæðrar þjóðar. Forstöðu- maður Náttúrufræðistofnunar islands er Pr. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur. Við heimsóttum hann einn daginn i vikunni og báðum hann segja okkur frá þvi markverðasta sem varðar stofnunina auk þess sem liann svo sýndi okkur bæði rann- sóknardeildirnar og safnið sjálft. — Ef við litum þá fyrst á sögu Náttúrugripasafnsins, þá var það stofnað árið 1889, sama ár og Hið isl. náttúrufræðifélag var stofnað, beinlinis i þvi augnamiði ,,að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á tslandi”, eins og segir i fyrstu lögum félagsins. Einn helsti hvatamaður að stofnun náttúrugripasafnsins var Björn Bjarnason, sýslumaður i Dalasýslu, en auk hans átti Stefán Stefánsson skólameistari á Mööruvöllum þar mikinn þátt i. Fyrstu árin var safnið i leiguhús- næði á hinum og þessum stöðum i bænum, en árið 1908 fékk það inni i nýbyggöu safnahúsi við Hverfis- götu, (Landsbókahúsinu) og þar var það alla tið fram til ársins 1960, að rýma varð húsnæöið. Árið 1947 varð að samkomulagi að rikið tæki viö rekstri safnsins og hlaut það þá nafniö Náttúru- gripasafn tslands, en áður nefndist það Náttúrugripasafniö i Reykjavik. t sambandi við heildarendurskoðun á löggjöf um islenskar náttúrufræðirannsóknir voru lögin frá 1951 aukin og endurskoöuð og var nafni safns- ins þá enn breytt og nefnist nú Náttúrufræöistofr.un tslands. — Frá árinu 1960 og til ársins 1967 var náltúrugripasafniö ekki opið, enda var þá enginn sýningarsalur til, en 1957 keypti rikið eina hæö hússins að Hverfis- — Nú er farið að kenna náttúrufræði við Háskóla tslands og fer sú kennsla fram i leiguhús- næði við Grensásveg. Þar eru kenndar þær sömu greinar og við erum að fást við hér við Náttúru- fræðistofnun tslands. Það kemur vart annað til mála en að þegar byggt verður yfir annað hvort Náttúrfræðistofnun tslands, eða náttúrufræðideild Ht að þá verði þessar tvær stofnanir sameinaðar i einu húsnæði, það væri skakkt að minum dómi að fara að koma upp tvöföldum tækjakosti, bókakosti og öðru sem til þarf, auk þess sem þarna er verið að fást við það sama hjá báðum. Það mun vera ákveðið að byggja yfir náttúru- fræðideildina á háskólalóðinni en hvenær, það er önnur saga. Ef við snúum okkur aðeins að safninu sjálfu, þá segir þú að þiö eigið 4-5 sinum fleiri sýningar- gripi en nú eru i salnum en samt er hann æði þétt setinn munum? — Já, hann er það og raunar erum við með alltof marga muni þar, miðað við sýningarplássið. Ef við hefðum 1000 ferm. sal, þá gætum við sett upp sýningu eins og þær eiga að vera, en samt myndum viö ekki koma nema hluta allra okkar muna þar fyrir. Hér fyrrum var það stefnan i sambandi viö náttúrugripasöfn að sýna afbrigðilega hluti siðan 'ikom upp.sú stefna að sýna hvað sem var og sem allra mest hverju sinni, en nú hefur þetta breyst all mjög. Nútima náttúrugripasofn eru allt öðru visi byggð upp, það hefur veriðgrisjað i sýningarskápunum Dr. F'innur Guðmundsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar tslands götu 116 og þar fékk Náttúru- fræðistofnun tslands inni með rannsóknarstofur sinar og 100 ferm, sal fyrir safnið sem opnaði 1967. Sá salur var strax i upphafi alltof litill, enda er það svo að stofnunin á 4-5 sinnum fleiri sýn- ingarmuni en nú eru i salnum, sem þó er yfirfullur og langt frá þvi að vera neitt i likingu við það sem nútima náttúrugripasöfn eru, segir dr. F'innur. Húsnæðis- málin hafa alla tiö verið stóra vandamálið fyrir þessa stofnun. Arið 1943 þegar leyfi Háskóla tslands til einkareksturs á happ- drætti hér á landi rann út, sótti skólinn aftur um leyfi til happ- drættisreksturs á þeim for- sendum að hagnaðurinn skyldi renna til húsnæðisbyggingar fyrir náttúrufræðistofnunina og safnið, og fleira. Alþingi samþykkti framlengingu einkaleyfisins til happdrættisreksturs, en lagfæring á háskólalóðinni var látin ganga fyrir byggingu náttúrugripahúss. Samt sem áður var þá þegar farið að afla margvislegra gagna fyrir byggingu safnhúss og 1945 var farið að teikna húsið og þegar þvi var lokið var sótt um að byggja, en fjárfestingaleyfi fékkst ekki. En 1957 var svo komið málum að stofnunin var á götunni og þá var hæðin að Hverfisgötu 116 keypt fyrir fé frá happdrætti háskólans. 1959 var lokið við að innrétta hæðina og 1960 flutti stofnunin i húsið. Samt liðu rúm 6 ár þar til sýningarsalurinn var opnaður og kom margt til sem tafði fram- kvæmdir við hann, auk þess sem gera þurfti alla sýningargripina uppá nýtt. Þeir sem verið höfðu i salnum i Landsbókasafninu voru allir orðnir ónýtir. Dr. Finnur Guðmundsson segir að vinnuaðstaða i húsnæði stofn- unarinnar sé nú all sæmileg, en . Náttúrugripasafn íslands hefur aöeins 100 ferm. sýningarsal til afnota. Safngripir fimm sinnum fleiri en komast fyrir í yfirfullum sýningarsal islenski örninn á Náttúru gripasaf ninu Geirfuqlinn sem keyptur var a uppboðinu um anð og sem mest hefur verið talað um. l þessari krukku eru óæðri sjavardyr, sem Bjarni Sæmundsson safnaði. Yfirfullur syningarskápur, sem þyrfti sannarlega að qrisja ef sýningarplassið væri nóg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.