Þjóðviljinn - 11.04.1976, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 11.04.1976, Qupperneq 17
Sunnudagur 11. apríl 1976. ÞJOÐVILJINN — StÐA 17 vakna klukkan átta og mæta i kaffi. — Nú höfðuð þið spilað tiltölu- lega litið opinberlega. Hvernig varð ykkur við að vera allt i einu komin inni upptökusal? — Það var hreint fáránlegt. Fyrsti dagurinn fór i að væflast um og gera ekki neitt. Við stóð- um innanum þessi tæki og gát- um hreint ekkertgert. Þetta var hálfgerð starfskynning en eftir það gekk upptakan bara vel. Réttarhöld útaf poppisma — Snúum okkur þá að tónlist- inni. Hvert sækiði ykkar stil og þess háttar? — Við gripum allt allsstaðar frá. Sækjum i okkur sjálf og stælum allt sem við getum. Ef við ráðupi viðþað þá stelum við þvi. Til að hafa eitthvert nafn á þvi, getum við sagt að við grip- um tónlistarmóral aftan úr öld- um, eitthvað frá 1930 — 40 tima- bilinu og blöndum með ,,þjóð- legu ivafi”. Svo kemur þetta einhvern veginn út á okkar hátt. — Hver semur? — Við semjum öll, en heildar- útkoman er orðin til i samvinnu. Það kemur einhver með lag og siðan er unnið úr þvi þannig að endanlegar útsetningar eru sveitarinnar. Efnið er allt frum- samið nema tvö lög. Annað er Gaggógæinn sem er eftir Björn Jónasson. Það var Gabrielulag sem var tekið til gagngerðrar endurskoðunar, settir i það alls konar taktar og svoleiðis. Hitt lagið er Bei mir bist du schoen, Andrews-systra lag. — Er eitthvert ykkar i tónlist- arnámi? — Við höfum verið, eða erum öll.meira eða minna við tónlist- arnám. Fjögur okkar, þ.e. Guð- mundur, Jón, Jóna Dóra og Aagot, eru i Tónlistarskólanum. Jóhanna er i námi hjá fyrrver- andi kennara við skólann og Páll Torfi hefur verið i einka- timum hjá Eyþóri Þorlákssyni. — Hvaða hlutverki gegnir slik menntun i Diabolus? — Það er nú varla okkar að skilgreina það. En útsetningar verða auðveldari þar sem við lesum öll nótur, skrifum lögin upp og göngum frá þeim á papp- ir. — Og úr þessum klassiska og virðulega skóla komið þið svo inná poppvettvanginn. Finnst ykkur þið vera poppgrúppa? — Nei, alls ekkil!! Einu sinni var meira að segja haldinn fundur innan hljómsveitarinnar eða öllu heldur réttarhöld með kviðdómi og öllu tilheyrandi, þarsem einn meðlimur var sak- aður um poppisma. Það var töluvert mál. Ef við erum eitt- hvað, þá erum við kammersveit með léttum reviublæ, helst dáldið djössuðum. Kreppa í paradís — Hvað með textana? — Eigum við ekki að hlaupa yfir þá? Jæja þá. Við höfum reynt að ná kæruleysismór- alnum i lifinu. Liklegast er best að visa túlkun yfir á ykkur. Við getum t.d. farið með kreppu- textann okkar. Adani og Eva áttu börn og buru þá byrjaði að fjölga á jörð. i garðinum sinum þau grófu rót og inuru, gáfu sinni barnahjörð. Ó, hér cr svoddann ofsafjör þvi guð cr farinn i helgarfri og scfur nú vært uppi skýjum. (end.t.) A sjöunda dcgi vor drottinn hclt tii himna til hressingar og hvildar um sinn. Hann kvaddi kónga og prcsta og fyrirmenn flesta og fól þciin stjórnartauminn. Ó hcr er svoddan ofsafjör . . Liðu nú árin, brátt eltust börnin bættust sífellt flciri við. En svo dó liann Adam og skömmu siðar Eva imyndið ykkur áframhaldið. Ó hér er svoddan ofsafjör . . . Nú minnkaði muran og útrýmd- ist furan þvi gróðurlendi var ofbeitt. En áfram hélt að fjölga þótt sumir færu að nöldra þvi öllum var i hamsi heitt. Ó hér er svoddan ofsafjör. . . Svangir synir Adams börðu sina bræður og borðuðu brauðið frá þeim. Þvi guð var i frii hátt uppi skýi og langaði hrcint ekkert hcim. Litlu börnin voru flest en samt þau stóru fengu mest þvi guð var i frii uppi skýi Amen úúúúúú Virkileg revía? — Nú flytjið þið meðal annars þjóðhátiðarsvituna, „Hvin i rjáfri ellefu alda”. Stefnið þið að fleiri stórum verkum? — Nokkur slik eigum við nú þegar. Þetta færist alltaf meir og meir i það horf. Við þokumst i átt að kammersveitinni eftir þvi sem við lærum meira. —■ Hvar getið þið flutt slik verk? — Það skiptir ekki öllu máli. Við erum fyrst og fremst að þessu fyrir okkur sjálf. En kannski er hægt að koma þessu inn á plötu. Kaflar i þessum verkum eru töluvert djassaðir og það er ekki markaðssjónar- mið sem ræður þvi, heldur erum við öll áhugafólk um djass. Sveiflan er með af þvi okkur þykir svo vænt um sveifluna. — A hljómleikum verður áhorfandi óneitanlega var við nokkurs konar „show” i fáein- um lögum. Hugsið þið mikið um þann þátt? — Nei, ekki er nú hægt að segja það. Sum lög bjóða uppá slikt, önnur ekki. Hljómsveitin er fjölmenn og það kemur alltaf fyrir að einhver hefur ekkert sérstakt að gera. Okkur finnst sjálfsagt að nota slik tilfelli og lifga dálitið uppá þessa dauðu punkta. t sambandi við reviulin- una sem við minntumst á áðan, þá hefur komið til tals að skapa heildarramma utan um lögin. Einhvers konar reviu þar sem tónlistin yrði flutt með tilheyr- andi leiktilþrifum og jafnvel mimik. Tvær persónur i slikt verk eru þegar komnar fram, Pétur Jónatansson og pabbi hans, Jónatan Pétur. Söguþráð- ur með þáttum, eins og „Pétur Jónatansson verður læknir”, „Pétur Jónatansson snýr aft- ur”, er fyrir hendi á hverjum konsert. En liklega verða áhorf- endur að biða i nokkur ár til þess að úr þessu verði. Þann- ig er nefnilega mál með vexti að hljómsveitin splundrast i haust, sumir eru á leið úti lönd i nám og aðrir i læknisfræði. Hvað er fagott? — Þið eruð þá næstum á leið- arenda nú þegar? — Já. En það hefur lika orðið meira úr þessu en nokkurn tima stóð til. Nú i augnablikinu starf- ar hljómsveitin ekki útaf próf- um og öðru svoddann. t sumar stendur hins vegar til að taka upp plötu, og reyndar eigum við efni á aðra til. Svo ætlum við að spila einsog við getum, jafnvel úti á landi, það er engin ástæða til að slita samstarfinu fyrr en nauðsyn krefur. Annars eru nýjustu fréttirn- ar af Diabolus in Musica þær að okkur hefur áskotnast saxa- fónn og þar er aldrei að vita hvenær hann kemst i gagnið. En það náðist úr honum dágóður tónn upp við Hafravatn eitt kvöldið. Þá vantar okkur túbu, fagott og karlrödd. Að auki tök- um við fengins hendi viö öllum hljóðfærum sem okkur berast, svo fremi þau séu ekki raf- mögnuð. Þessi hljóðfæraleit er engin ný bóla. i haust settum við t.d. auglýsingu i Visi sem hljóðaði svo: „Fagott. Fagott. Ó þið fagotteigendur. Seljið mér eitt i kvöld eða næstu kvöld i sima 30619.” Nema hvað, sá eini sem hringir er gömul kona og segir: — „Fagott. . . Hvað er nú það?” MK/PB/ÞH — Mvndir HÞ .wi Rússnesk gamanmál: Hvernig hlusta ber á sinfóníur Á baksíðu sovéska viku- blaðsins Leteratúrnaja gazéta eru höfð uppi gamanmál sem kallast einu máli Tólfstólaklúbb- urinn. Sumt spaugið er mjög staðbundið, en annað aðgengilegra. Hér fer á eftir skopstæling Tólf- stólamanna á heilræðum sérfróðra manna um það, hvernig hlusta skuli á tónlist. Semsagt: brot úr hljómleikaskrá. Sú hin niunda sinfónia sem hér verður flutt er samin á timanum milli þeirrar áttundu og hinnar tiundu. Þegar hér var komið hafði tónskáldið þegar samið fyrstu sinfóniu sina, en var ekki byrj- aður að vinna að þeirri fjórtándu. Nauðsynlegt er að taka niundu sinfóniuna sem drama, harm- þrungið og ljóðrænt í senn. Takið eftir hljómsveitinni. Allir hljóð- færaleikararnir eru i svörtum kjól og hvitu. Og þetta er ekki af tilviljun. Snjóhvitt handlin undir- strikar hið dramatiska eðli tón- myndanna. Harmleikurinn þrýstir sér inn i vitundina allt frá fyrstu töktum tónlistarinnar.Básúnurnar byrja á þemanu. Smám saman bætast önnur hljóðfæri við. Fagottinn er einstaklega óþolandi. „Eitthvað er rotið, eitthvað er i rúst” rymur hann i einleiksparti sinum af mik- illi þrákelkni. „Satt var orðið, ekki er það sem best”, tiugsar þú reyndar sjálfur, þegar þú hlustar á aðra eins músik. Ef að þið skiljið tónlistina rétt, þá eiga nú kettir að klóra sál ykkar og is- kaldur hrollur á að fara um ykkur. Þvi betur sem áheyr- andinn skilur sinfóniuna þeim mun kaldari er hrollurinn. Má vera að útlimina kali á þeim sem eru sérstaklega næmir. Þegar hér er komið nær drama- tikin i hljómsveitarframmi- stöðunni hámarki. Siðan dregur snögglega úr hljómburði. Innst i hægra h'örni hljómsveitarinnar verður til ný tónmynd. Róleg, björt og ljóöræn. „Olræt, allt bjargast þetta’’ segja blásturshljóðfærin i sefandi as- dúr. Þú snýrð höfði til konunnar sem situr við hlið þér og horfir á hana spurnaraugum. i svartilliti hennar má auðveldlega ráða þetta: „Þú ert svosem ágætur, en ég á mann og son sem er efstur i sinum bekk”. Og þá heyrist sjálft örlagastefið. Músikin i öðrum kafla sinfóni- unnar freistar manns til endur- minninga. Kannski eru þetta til- tölulega einfaldar tónmyndir, sem sprottnar eru upp úr mánu- dögum lifsins. Sko. þarna fórstu á vitlausum stað yfir götuna! Þarna gleymdir þú að fara með fötin i efnalaug! Eða skildir morgunbrauðið eftir hálfétið. Þú getur minnst hvers sem vera skal. Þú ert ekkert unglamb lengur, þú hefur margs að minn- ast. Hjördís Bergsdóttir velur gítargrip viö vinsæl lög Tökum lagið Hæ! i dag tökum við fyrir þriðja og siðasta lagið i bili af plötunni ”ÁFRAM STELPUR”. Lagið er eftir Leif Nylén, en Böðvar Guðmundsson gerði textann. ÞYRNIRÓSARSÖNGUR d C d Þyrnirós vantar sitt valium G7 d og af vonleysi fyllist G e A7 Hún pirringinn lagar með pillunum, A d bara’að prinsinn ekki villist. Viðlag: d C d C Limgerðið þétt, þyrnunum sett, d G B A aldrei nær háhýsið upp fyrir það. Þyrnirós tekur út sveitarstyrk sinn eftir samfélags ráðum. Svo bakar hún köku og kaupir inn, prinsinn kemur máske bráðum. Viðlag: Limgerðið. Þyrnirós röltir um hallarhlöð, alltaf hugsar hún um vin sinn. Og gáir á nálæga stoppistöð, hvaða strætó tckur prinsinn. Viðlag: Limgcrðið... Þyrnirós drekkur úr fullum feyg og hún fellur sljó um bekki. Að hún er að pipra og pind af geig, skilur prinsinn vist ekki. Viðlag: Limgerðið... Þyrnirós svefntöflur svelgir inn, þótt hún svefn fái lilinn. Pinist og grætur i púðann sinn, þessi prins hann er skrýtinn. Viðlag: Limgerðið... C~hl jómur C ) Q ) c D L L_ Siðasti og þriðji hluti sinfóniunnar einkennist af breiðri tónlist sönglagaættar. Slik tónlist tengist eindregið við náttúru- myndir, við fjörugan hátiðisdag uppi i sveit. Hádegi. Skýja- hnoðrar svamla yfir sjóndeildar- hringnum. A móti þér kemur Jón járnsmiður. Hann er i besta skapi. Jón tengist við einleik waldhornsins. En allt i einu er hátiðaskapið rokið út i veður og vind. í tónlistinni heyrast hinar harm- þrungnu rnyndir inngangs- hlutans Hið iskyggilega þema örlaganna ryðst aftur inn i vitund þina án allrar miskunnar. Herra minn sæll og trúr. þér veröur aftur ekki um sel. Sem betur fer er þetta þema afgreitt i fljót- heitum. Inn i músikina synda á nýjan leik bjartar þjóðhátiðar- myndir. Sinfóniunni lýkur með bjart- svni: Sértu stálheppinn! iþá vinnurðu i happdrættinu). er það sem hljómsveitin segir þér i loka- tökunum. Þú varpar öndinni léttar... lúrrússnesku)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.