Þjóðviljinn - 11.04.1976, Síða 22
22 SÍOA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. april 1976.
Olík
Framhald af bls. 2.
fallslega meira en körlum bæði i
bóklegu og verklegu námi.
Áberandi örari er þó framsókn
kvenna i bóknáms- en verknáms-
greinum og námsbrautaval er
þar fjölbreytilegra. Piltar og
stúlkur stefna þvi ekki i jafn-
ólikar áttir i verslunar-, kennara-
og menntaskólanámi og i verk-
lega náminu.
Siðan er rakið tölulega hvernig
verslunarnám á sifellt auknum
vinsældum að fagna hjá konum.
þótt stúlkur séu hinsvegar i
minnihluta þeirra, sem taka
stúdentspróf frá verslunarskól-
unum. Ennfremur, að i Kennara-
skólanum hafa hlutföllin snúist
við. Fyrstu 20 starfsár hans voru
karlar 60% nemenda, konur 40%,
en nú eru konur yfir 60% og hafa
ekki farið undir 63% siðan 1966.
Sú hlutfallsskipting hefur ekki
breyst þótt fækkað hafi i skól-
anum eftir að hann varð
Kennaraháskóli 1971.
Um menntaskólana kemur
fram, að þar fer nemendum si-
fellt fjölgandi og fjölgar stúlkum
hlutfallslega meira, frá 1967-1972
td. um 116% á móti 52% fjölgun
piltanna. Kynbundið val á deild-
um innan skólanna er þó enn
höfuðreglan og fara stúlkur aðal-
lega i mála- og félagsfræðideildir.
en piltar i stærðfræði-, eðlis- og
náttúrufræðideildir.
1 háskólanámi fer konum einnig
fjölgandi, voru td. tæp 30% nem-
enda við Háskóla fslands sl.
skólaár á móti 20% 1951. Einnig
hefur námsbrautaval kvenna
orðið fjölbreyttara en áður var.
Hinsvegar er áberandi hve miklu
fleiri karlar en konur ljúka
háskólanámi.
1 lokakafla erindis sins segir
Helga:
Hvaða lærdóm má af þessu
draga?
Litum fyrst á feril kvenbarna
gegnum skólakerfið. Við upphaf
skólagöngu eru telpur að öllum
jafnaði aðeins betur þroskaðar en
drengir bæði til likama og sálar.
Munurinn er þó það litill, að hann
á ekki að hafa nein teljandi áhrif
á námsafköst i barnaskóla.
Áberandi er þó, hvað telpur eru
betur félagslega þroskaðar en
drengir fram yfir fermingar-
aldur. 1 gagnfræðaskólum og
framhaldsskólum hafa piltar hins
vegar tekið félagslega forysty og
efst i menntakerfinu eru konur
orðnar i mikium minnihluta.
Ljóst er, að skólinn gerir sitt til
að viðhalda og styrkja rikjandi
verkaskiptingu kynjanna. Þetta
er mjög afdrifarikt, þar sem allt
annað umhverfi barnanna stuðlar
að hinu sama. Þegar unglingar
velja sér námsbraut, um 16 ára
aldur, falla þeir þvi mótþróalaust
inn i þjóðfélagsmynstrið. og full-
orðnir leika þeir siðan kynhlut-
verk sin eftir bestu getu og sam-
visku.
Bæði almenn menntun kvenna
og starfsmenntun er minni en
karla. Ýmislegt bendir lika til, að
i þeim skólum, sem sinna hefð-
bundinni starfsmenntun kvenna,
sé minna um framfarir og
nýjungar en i ..karlaskðlum,”
þeir jafnvel látnir mæta afgangi
við fjárveitingar. tslenska rikið
hefur þannig alla t.ið kostað meira
til menntunar karla en kvenna.
Meðal annars kemur bróður-
partur námslána og námsstyrkja
i hlut karla. Við getum að gamni
velt þvi fyrir okkur, hversu mikið
isl. rikið skuldar konum í bein-
hörðum peningum fyrir
menntunarleysi þeirra.
(Jón Sigurðsson reiknaði út,
hvað danir höfðu grætt á tslands-
versluninni og sendi þeim siðan
j-eikning fyrir upphæðinni.
Kannski ættum við konur að fara
eins að. Þá væri kannski ekki
talað eins mikið um, hvað dýrt
væri að byggja dagheimili og
leikskóla fyrir börn kvenna, sem
ekki nenntu aö vera heima og
passa þau).
Þrátt fyrir allt er þó ljósglæta á
lofti. Breytingar eru að verða á
menntun kvenna. Hún eykst hlut-
fallslega miðað við karla i öllum
skólum. Þessi aukning er þó
meiri i bóklegum greinum en
verklegum. Mest er ihaldssemin
gagnvart störfum við heimilis-
störf og barnauppeldi annars
vegar (þar eru engir karlar) og
sjómennsku og tækni hins vegar
(engar konur).
I skýrslu um sumarvinnu reyk-
viskra unglinga, sem nemar i
þjóðfélagsfræði unnu s.l. vetur,
var tekin með spurning um fram-
tiðarstörf unglinganna. Að
fengnum niðurstöðum kom i ljós,
að stúlkur sýndu mun minni
metnað en piltar, varðandi
væntanlegt fram tiðarstarf;
mjög fáar ætluðu þó að gera hús-
móðurstarfið að ævistarfi eða
einungis 1.6%
Byrjum á byrjuninni
Ég hygg að það liggi nú ljóst
fyrir, að breytinga að marki á
menntun og starfsvali kynja sé
ekki að vænta fyrr en byrjað er
skipulega og róttækt á byrjuninni,
þ.e. uppeldinu. Dagheimili, leik-
skólar og barnaskólar eiga að
vera þar i fararbroddi. Einstakir
foreldrar fá litlu áorkað, þegar
allt annað umhverfi barnanna er
andstætt uppeldisáhrifum
heimilisins i jafnréttisátt. Er ekki
kominn timi til, að fóstrur,
kennarar og aðrir uppalendur
eigi þess kost að sækja námskeið
um jafnréttismál? Mörg
nágrannalanda okkar hafa haldið
þannig námskeið um árabil.
Ég tel það ekki lengur vansa-
laust fyrir fræðsluyfirvöld að
hliðra sér hjá þvi aðsinna þessum
málum. Þeim ber skylda til aö
gera allt, sem i þeirra valdi
stendur til að út úr skólunum
komi viðsýnt og þroskað fólk,
sem þorir og getur endurmetið
verðmæta- og gildismat
umhverfisins.
Spjall
Framhald af 24. siðu.
aðstobu svo að fólk geti nýtt þetta
safn. Húsnæði er nóg, en fjár-
skortur kemur i veg fyrir að hægt
sé að halda uppi svoleiðis
starfsemi.
Að svo mæltu er lokið
samtalinu viö Guðmund Friögeir
á Þingeyri, þvi að nú ætlar hann
upp á Þjóðskjalasafn og glugga
svolitið i gömul fræði áður en
hann heldur vestur til að huga að
trillunni sinni.
—GFr
Það er erfitt
Framhald af bls. 6.
Þessu héldu þeir fram þrátt
fyrir þá vitneskju, sem þeir höfðu
fengið i Washington frá banda-
riskum ráðamönnum um að til-
tölulega litil hætta væri á slikri
innrás. Það kemur margoft fram
i skýrslunum að bandarikja-
mennirnir gera heldur litið úr
slikri hættu á innrás rússa.
En samt var haldið áfram að
hamra á þessari tilbúnu hættu,
þvi að hefðu islensku ráðherrarn-
ir viðurkennt að aðildin að Nató
ætti að beinast fyrst og fremst
gegn islendingum hefði hún aldrei
fengist samþykkt á Islandi. Svo
megn var andstaðan gegn henni.
Meira að segja formaður Fram-
sóknarflokksins kaus að sitja hjá
þegar atkvæöi voru greidd um að-
ildina.
í áróðursmoldviðrinu fyrir inn-
gönguna f Nató gripu hernáms-
blöðin til fáránlegra staðhæfinga.
Ein þeirra — sem dæmi aðeins —
er sú kenning, að Islendingar
þyrftu ekkert að óttast að vera i
hernaðarbandalagi. Þeir hefðu
nefnilega reynsluna af því hvað
slikt væri áhættulaust. Samein-
uðu þjóðirnar eru hernaðar-
bandalag, sagði Olafur Thors. En
það hernaðarbandalag hefur
brugðist og þess vegna þarf áð
stofna nýtt!
Þeir vissu um
herstöðvaráformin
Þegar aðildin að NATO var
samþykkt mætti það mjög við-
tækri andstöðu almennings i
landinu, en engu að siður var hún
knúin i gegn. Ein forsendan fyrir
Maðurinn minn og faðir okkar
GEIR ÓLAFSSON
loftskeytamaöur
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriöjudaginn 13.
april kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans cr bent á
Slysavarnafélag tslands eða Dvalarheimili aldraðra sjó-
Aðalbjörg Jóakimsdóttir
Ólafur Geirsson
Gunnar .1. Geirsson
Aðalsteinn Geirsson.
þvi að meirihluti þingmanna
samþykkti aðildina var sii yfir-
lýsing að aldrei yrði farið fram á
herstöð á lslandi á friðartimum.
En þarna var holt undir eins og
viðar, og i rauninni höfðu banda-
rikjamennirnir allan timann i
huga að koma hér upp herstöðv-
um. Þetta kemur fram i ummæl-
um Andersons hershöfðingja 15.3.
1949: „Anderson hershöfðingi
sagði að það yrði langtum auð-
veldara, ef við hefðum þar her-
afla fyrir...” Og þegar alþingi is-
lendinga hefur samþykkt aðild að
NATO segir bandariski skýrslu-
skrifarinn „Bandarikin nálguðust
verulega það takmark sitt að fá
hernaðarlega aðstöðu á tslandi til
langs tima er tsland ákvað að
gangast undir Norður-Attants-
hafssáttmálann.” (23.8. ’49).
tslensku ráðherrarnir vissu
strax 1949 að bandarikjamenn
ætluðu að koma hér upp herstöð
þó að allt annað væri látið uppi:
,,Ég (skýrsluskrifarinn) endur-
tók að allur sáttmálinn væri til
varnar og hr. Bohlen benti á, að á
striðstimum væru vörn og árás
umdeilanleg hugtök. Bjarni
Benediktsson kvaðst gera sér
þetta vel ljóst, en vegna kynning-
ar málsins á Islandi væri að þvi
stoð, að þeir GÆTU SAGT, AÐ
AÐRAR BÆKISTÖÐVAR VÆRU
TIL ÁRASA og að tsland yrði ein-
vörðungu til varnar.”
Átakanlegt
öll er framganga hinna is-
lensku ráðamanna i Washington
hin aumingjalegasta samkvæmt
skýrslum. Allar spurningar
þeirra eru eins og út i hött og eng-
um þeirra virðist koma til hugar
að bandarikjamennirnir geti sagt
annað en satt og rétt frá; engum
þeirra kemur til hugar að sann-
reyna hinar bandarfsku fullyrð-
ingar. Atakanlegast er þó að lesa
þann kafla skýrslunnar þegar is-
lenskur ráðamaður spyr Dean
Acheson utanrikisráðherra
Bahdarikjanna hverju eigi að
svara röksemdum islenskra and-
stæðinga hernaðarbandalagsins.
Bandariski utanrikisráðherrann
leggur þá starfsbróður sinum is-
lenskum orð i munn eins og nem-
anda i stjórnmálaskóla Heimdall-
ar. Acheson segir i skýrslu sinni
14.3. 1949: ...önnur röksemd
kommúnista sem hann (Bjarni)
yrði aö svara væri á þá leið að
hlutleysi væri betri vemd en sdtt-
málinnsem 1 raun og veru yki lik-
urnar á þvi að ráöist yrði á ts-
land. Égstakk upp á þvi að þessu
mætti svara með þviað minna á
reynslu nokkurra smáþjóða, sem
isiðasta striðikomustað raun um
að hlutleysi veitti enga vörn gegn
árásaraðila.”
Undir smásjá
Þó að bandarikjamenn hefðu
þrælað íslendingum inn i Atlants-
hafsbandalagið og brotið niður
hlutleysistefnu landsins höfðu
þeir að sjálfsögðu enn ekki náð
marki sinu. Þeir þurftu að þurrka
út hindrunina til fulls, sem lýst
var hér i upphafi greinarinnar.
Þeir höfðu smásjá velskipulagðs
sendiráðsstarfsliðs og leyniþjón-
ustunnar, CIA,á öllum þáttum is-
lensks þjóðlffs. Innflutningur, út-
flutningur, verslun og viðskipti,
kjaramál og verkalýðshreyfing
var allt undir þeirra smásjá. Þeir
fylgdust sérstaklega vandlega
með verkalýðshreyfingunni og
hrósuðu happi yfir úrslitum
ASt-þings haustið 1948: „Þessi
árangur hefur orðiö enn meiri
vegna þess að kommúnistar
misstu tökin í islenska verkalýðs-
sambandinu i nóvember 1948.”
(23.8. 1949).
Einnig lögðu bandarikjamenn á
ráðin um islensk efnahagsmál og
vildu ólmir gengisfellingu 1949, en
þar voru ýmis ljón á veginum og
ekki ráðlegt að fella gengið fyrir
kosningar, eða eins og segir I
aðalskýrslunni um tsland 23.8.
1949:
„Gengisfellingarmálið er með-
al þeirra mála, sem nú eru til um-
ræðu á vettvangi stjórnmála á ts-
landi... hver tilraun af þeirra
hálfu (stjórnarflokkanna) til að
fella gengið (hlyti) að valda mjög
öhagstæðum viðbrögðum innan-
lands.og það yrði aðeins hl þess
að leggja spilin upp i hendurnar á
kommúnistum. Eftir kosningar,
sem l'ram eiga að fara i október
1949, gæti gengisfelling orðið
I'ramkvæmanlegri en nokkru
sinni l'yrr eftir strið.”
i|>ÞJÓflLEIKHÚSIfi
KARLINN A ÞAKINU
i dag kl. 15.
Skirdag kl. 15.
FIMM KONUR
2. sýning i kvöld kl. 20.
Rauð aðgangskort gilda.
3. sýning skirdag kl. 20.
NATTBÓLIÐ
miðvikudag kl. 20.
Litla sviðið:
INUK
i dag kl. 15.
þriðjudag kl. 20,30.
Siðasta sinn.
Miðasala 13,15—20.
Simi 1-1200.
IKFÉIAG!
ykjayíkurJ
KOLRASSA
i dag. kl. 15.
EQUUS
i kvöld. — Uppselt.
SKJALDHAMRAR
þriðjudag. — Uppselt.
SAUMASTOFAN
miðvikudag. — Uppselt.
KOLRASSA
fimmtudag kl. 15.
VILLIÖNDIN
fimmtudag kl. 20.30.
Miðasalan i Iðnó opin kl. 14 til
20.30. Simi 1-66-20.
Nemendaleikhúsið
Hjá
Mjólkurskógi
Isýning á morgun kl. 21
[sýning Miðvikudag kl. 21
Fáar sýningar eftir
[Verð miða kr. 400
Miðasalan opin i Lind
arbædaglega kl. 17—19
| sýningardaga kl. 17—21.
Simi 21971.
Bandarikjamenn viija þó ekki
láta þar við sitja að fylgjast með
islenskum stjórnmálum frá degi
til dags. Þeir ákveða að semja og
framkvæma áætlun um það
hvernig hentast sé að draga úr
stjórnmálaáhrifum islenskra
sósialista: „Utanrikisráðuneytið
ætti að leggja drög að og byrja
þegar að framfylgja áætlun i því
skyni að draga úr hugsanlegu
varnarleysi islensku rikisstjórn-
arinnar gagnvart hugsanlegu
valdardni kommúnista.”
Ekki er minnsti vafi á því að
slik áætlun hefur verið gerð og
reynt hef ur verið aö koma henni i
framkvæmd.
Eftir inngönguna i NATO voru
bandariskir ráðamenn ákaflega
ánægðir með sinn hlut: ,,Á liðnu
ári hafa Bandarikin komist tals-
vert áleiðis i þvi að ná markmið-
um sinum á Islandi.” En samt:
„Rangt væri þó að draga þá
ályktun...að hin ákafa þjóðern-
ishyggja islendinga væri hér með
horfin, eða að islenskir stjórn-
málaleiðtogar verði siður en áður
á verði við að verja það sem þeir
telja hagsmuni islendinga. ...Við
samningsumleitanir við Island
verður þvi framvegis að gæta
varúðar vegna tilfinningasemi is-
lendinga.”
„Það er erfitt að ala þjóðina
upp og breýta hugsunarhætti
hennar.” Þrátt fyrir „góðan ár-
angur” bandarikjamanna með is-
lenska stjórnmálaleiðtoga 1949
heldur meginhluti islensku
þjóðarinnar enn sinni reisn. Hin
„ákafa þjóðernishyggja” er ekki
horfin,og islenskir sósialistar eru
jafnsterkir að fylgi 1976 og 1949.
Og nú hafa islensku Nató-sinn-
arnir verið afhjúpaðir svo ræki-
lega sem verða má; þar er fýrir
faö þakka hinum hreinskilnu
"bandarisku skýrslum, sem hér
hafa verið gerðar að umtalsefni
og verða áreiðanlega oft dregnar
fram i islenskri utanrikismála-
umræðu á næstu árum.