Þjóðviljinn - 14.04.1976, Side 12

Þjóðviljinn - 14.04.1976, Side 12
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. apríl 1976. er Mlynár? Hver Zdenek Mlynár var einn helsti hugmyndafræðingurinn á bakvið stefnu Dubceks i Tékkóslóvakiu 1968. Seint á valdaskeiði Novotnýs, fyrr- verandi forseta Tékkó- slóvakiu og framkv.stjóra kom múnistaflokksins, var honum ásamt nokkrum hópi marxiskra fræðimanna falið að rannsaka vandamái tengd þróun lýðræðis, i stjórnmála- kerfi sósialisks samfélags. Niðurstaðan hafði mikil áhrif á gerð „framkvæmda- áætlunar ” flokksins i upphafi árs 1968, en samþykkt hennar markaði endalok Novtný-skeiðsins og upphaf hraðrar þróunar i lýðræðisátt. Á þessum tima átti Mlynár sæti i forsætisnefnd kommún- istaflokksins og gegndi ýms- um öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn sem hann sagði öllum af sér haustið eftir inn- rásina. Mlynár sat leynilegt flokksþing tékkneskra kommúnista sem haldið var i Prag á fyrstu dögum innrás- arinnar undir sérstakri vernd verkamanna. Var hann gerður Dr. Zdenek Mlynár út með skilaboð til Dubeeks og félaga sem Brésnéf hafði látið flytja fanga fyrir sig til Moskvu. Flutti Mlynár þeim sannar fregnir af ástandi mála heimafyrir og stappaði i þá stálinu. Árið 1970 var Mlynár vikið úr flokknum fyr- ir „hægri hentistefnu”. A siðastliðnu ári samdi Mlynár ailmikið rit um .tékknesku umbótatilraunina’ (Ceskoslovenský pokus o re- formu) og hefur það komið út i bókarformi á Vesturlöndum prentað eftir handriti sem tékkneska leynilögreglan lagði hald á og lét „leka” vest- urfyrir. Meðfylgjandi „opið bréf” er dagsett i Prag i febrúar i vetur. A fundinum fræga f Bratislava i ágúst 1968. Allt virtist i mesta bróðerni á yfirborðinu. ...en nokkrum dögum siðar óku skriðdrekar um götur Prag. Mynd frá ágústlokum 1968. Zdenek Mlynár tékkneskur kommúnisti :i OPIÐBRÉF til vinstri manna í Evrópu Þjóðviljanum hefur bor- ist opið bréf f rá dr. Zdenék Mlynár en hann var við hliðina á Dubcek, Smrkov- ský, Kriegel í innsta hring tékkóslóvaska kommún- istaflokksins um ,,vorið í Prag," þvi vori sósial- iskrar lýðræðisþróunar sem lauk við innrás herja Vars járbandalagsins í ágúst 1968. Bréfið er stílað til ,,félaga og vina í sósial- ista og kommúnistaf lokk- um Evrópu", og mun það birtast samtímis í mál- gögnum vinstri manna í fjölmörgum löndum. Vegna lengdar var óhjákvæmilegt að stytta bréfið i þýðingunni og endursegja ýmsa parta þess. i bréfinu fjallar Mlynár um að- stööu þeirra kommúnista i Tékkóslóvakiu, sem hafa sams- konar pólitiska sýn og nú ein- kennir alla helstu kommúnista- flokka Vestur-E vrópu. Hann hvetur eindregiö til samstöðu með kommúnistum og sósialist- um enda sé þess gætt aö flokkar þeirra viröi sjálfstæði hver annars, bæði innan hvers lands og yfir landamæri. Bréfritari legg- ur áherslu á þaö aö sósialismi i Evrópu geti ekki þrifist og unnið á án lýðræðis, og liann tengir stefnu friðsamlegrar sambúöar á al- þjóðavettvangi saman við bar- áttuna gegn arfleifð stalin, ismans, í Kom m únistaflokki Sov ét rikjanna. Við lestur bréfsins ber að hafa i huga þá pólitísku sóttkvi sem höf- undur þcss cr hnepptur i, og er þá þeim mun aðdáunarlegra hvað hann sér vandamálin í skýru Ijósi. Að sjálfsögðu eru ýmis at- riði sem islenskir sósialistar munu meta á annan hátt, en bréf- ritari er engan veginn að mælast undan umræðum og gagnrýni þótt sú málsmeðferð sé honum mein- uð í sinu heimalandi. —hj I upphafi bréfs sins minnir Mlynár á annað bréf sem sent var frá Tékkóslóvakiu fyrir hartnær 8 árum og stiiað til litils hóps kommúnistaflokka. Höfundar þess þorðu ekki að gangast við þvi þegar þaö var birt i moskvublað- inu Prövdu til réttlætingar hernaðarihlutun Varsjárbanda- lagsins i Tékkóslóvakiu. Þeir bréfritarar hafa ekki enn gengið fram i dagsljósið. Væntir Mlynár þessaðsér leyfist einnig að senda flokkum sósialista og kommún- ista bréf, enda er það undirritað og i þvi er ekki beðið um neina hernaðarihlutun. Siðan segir Mlynár að sé litið á málin i samhengi stórveldapóli- tikur einvörðungu, þá sé aðeins staðbundinn vandi á ferð i Tékkóslóvakiu þar eð hann leiðir ekki til árekstra milli stórveld- anna. En þetta hljóti að horfa öðruvisi við gagnvart sósialiskri hreyfingu i Evrópu, enda eru framtiðarhorfur sósialiskrar þró- unar i Evrópu sem heild háðar þróun sósialismans i hverju ein- stöku landi. Zsenek Mlynár vikur að tvi- skiptingu Evrópu eftir efnahags- og stjórnkerfi. Annarsvegar eru lönd þar sem veldi auðmagnsins hefur verið hnekkt og rikjandi kommúnistaflokkar hafið fram- kvæmd áætlana sinna um upp- byggingu sósialisma. Hinsvegar eru lönd sem stýrt er af auð- magni, einokunarhringum og borgarastétt. „Auðhringarnir geta reist rammar skorður við framsókn auðvaldsins á sinu yfir- ráðasvæði i Evróðu, það er aug- ljóst. En á svipaðan hátt getur sósialisminn einnig beðið hnekki af aðgerðum stjórna i sósial- iskum löndum, aðgerðum sem i orði kveðnu eiga að leiða til lausnar verkalýðsins, en eru i reynd óaðgengilegir kostir og væru það fyrir verkalýðinn i hvaða Evrópulandi sem væri.” Samningarnir sem undirritaðir voru i Helsingfors við lok öryggis- málaráðstefnu Evrópu telur Mlynár hafa mikla þýðingu fyrir þróun mála i álfunni og fyrir hegðunarreglur þjóða og hreyf- inga. „Ekki er unnt að koma á sósialisma i Evrópu án þess að hlita meginlinum friösamlegrar sambúðar, virða fullveldi rikja, hafna valdbeitingu i samskiptum rikja, tryggja lýðræðisleg réttindi og persónufrelsi einstaklinga. Einmitt þau mannréttindi eru rótföst i hefðum evrópskrar menningar og meðal ávaxta hennar er hreyfing sósialista og marxiskra kommúnista.” „Við þessar aðstæður er ekki hægt að lita á neitt hernaðar- bandalag sem meginaflið á bak- við sósialiska hreyfingu i álf- unni”, segir Mlynár, og lætur i ljós þá von að helsingfors- samningarnir greiði fyrir þvi að hernaðarblokkir leysist upp. „Hreyfiöfl sósialismans búa i innri aðstæðum hvers lands.” „Kommúnistar og sósialistar verða að viðurkenna að mann- réttindi rýrna ekki i gildi i löndum þar sem verkalýðsstéttin hefur tekið völdin. Sósialisminn getur þvi aðeins þróast i okkar heims- hluta að hann tryggi pólitiskt frelsi á gagngerðari hátt en borg- aralegt lýðræði veitir færi á”. 1 framhaldi af þessu fagnar Mlynár þvi fráhvarfi frá stalinisma sem hafið var á 20. flokksþinginu i Sovétrikjunum, hann tengir þá þróun við pólitiska möguleika sem helsingfors- samningarnir skapa og bendir á ánægjulega lýðræðisþróun i Grikklándi og á Iberiuskaga. „Lýðræði sem slikt er ekki tak- mark i sjálfu sér fyrir verkalýðs- stéttina. Lýðræði er hinsvegar tæki til að koma á djúpstæðum þjóðfélagsbreytingum, skapa sósialiskar afstæður i efnahags- málum og á öðrum sviðum þjóð- lifsins. Lýðræði er eina rétt tækið til þróunar slikra afstæðna i sósialisku landi. Aðeins sá sósialismi sem tengist lýðræðinu megnar að skapa raunverulega þátttöku af hálfu verkalýðsins i þvi að stjórna þjóðfélaginu. Ekki má hafna lýðræði i nafni einhvers æðra forms lýðræðis, enda er það svo að slik framþróuð gerð lýö- ræðis hiýtur að byggjast á fullri samþættingu og frekari þróun þeirra grundvallar mannréttinda og persónufrelsis sem eru þegar til staðar i sumum auðvaldslönd-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.