Þjóðviljinn - 14.04.1976, Page 13
Miðvikudagur 14. april 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
um. Af þessum ástæðum leggja
áhrifamestu kommúnistaflokk-
ar Vestur-Evrópu sig fram um
það að kveikja saman sósialiska
stefnu og lýðræði.”
Að svo mæltu ræðir Mlynár
nokkuð um samstarf kommúnista
og sósialista sem svo miklu skipti
að nú verði unnið að af heilindum.
Nú séu loks að skapast skilyrði til
þess að þeir leggi til hliðar meira
en hálfrar aldar gamlan
ágreining sinn, en þá verði
flokkarnir að sameinast um lýð-
ræðisregluna og sjálfræði hver
annars.Þessu fylgi viðurkenning
kommúnista á þvi að sósialistar
séu ekki aðeins timabundnir
bandamenn i baráttu fyrir sósial-
isma heldur bandamenn til fram-
búðar við framkvæmd sósial-
ismans.
Samskonar reglur og móta
sambúð kommúnista og sósialista
i þessari óskamynd Mlynárs, eiga
einnig við samskipti kommún-
istaflokka innbyrðis, bæði i hinum
kapitaliska sem sósialiska hluta
álfunnar. „Augljóst er að
kommúnistar allra landa hljóta
að halda áfram að styðja
kom múnistastjórnir i öðrum
löndum. Þessi stuðningur má
hinsvegar ekki byrgja úti alla
gagnrýni. Það er rétt að
kommúnistar búa við valdaeinok-
un i sumum löndum, en það þýðir
ekki að þeir hafi einokun á sann-
leikanum og megi bæla niður alla
gagnrýni frá öðrum kommúnist-
um i hreyfingunni. Þessir rikj-
andi kommúnistaflokkar eiga
ekkert með að hafna öllum öðrum
lausnum en þeir sjálfir hafa og
úrskurða það að einstefna við
framkvæmd sósialismans sé
bindandi fyrir alla kommúnista.
Sú hugmynd að þeir kommún-
istar einir sem völdin hafa geti
talað i nafni „raunverulegs
sósialisma ” er með öllu fram-
andi marxismanum. Hún er að-
ems til vitnis um gagnrýnislaust
sjálfstraust þeirra valdhafa sem
engu skilorði þurfa að hlita.”
Zdenek Mlynár leggur áherslu
á það að sósialisk þróun sé komin
undir staðháttum i hverju landi
og þvi sé það til tjóns eins að hefta
kommúnistaflokk við algildar
fyrirmyndir en gera þá brottræka
ella úr hreyfingunni og lýsa
forystumennina svikara. Þessar
aðferðir þekki menn frá dögum
Stalins, en sósialisk framþróun i
Evrópu sé óhugsandi uns siðustu
leifum þessarar stefnu sé rutt úr
vegi. Einmitt þetta sértrúarvið-
horf leiddi til fordæmingar á
tékkóslóvaska kommúnista-
flokknum fyrir það, að hann
skyldi leggja á braut lýðræðis-
sósialisma árið 1968.
Meður þvi að þessi stjórn-
málaþróun 1968 var dæmd óæski-
leg af leiðtogum sumra rikjandi
kommúnis t a f 1okka , var
Kommúnistaflokkur Tékkóslova-
kiu þvingaður til að taka upp
stefnu sem gekk þvert á anda
framkvæmdaáætlunar flokksins
(frá þvi i april 1968 eftir að
Dubcek hefði verið kjörinn
framkvæmdastjóri - aths. ÞJV).
Undir yfirvarpi þess að verið væri
að „skipta um flokksskirteini” •
var yfir hálfri milljón
kommúnista ýtt útúr flokknum
árið 1970. Þetta fólk hafði hafnað
þvi að lita á hernaðarihlutunina
1968, sem „bróðurlega hjálp við
að verja sósialismann fyrir gagn-
byltingu,” og það var siðan
brennimerkt og úthrópað sem
andsósialiskir og andsovéskir
gagnbyltingarmenn. Samskonar
hreinsun var gerð i verkalýðs-
félögunum”.
,,í dag er ástandið i Tékkó-
slóvakiu þannig að þaggað hefur
verið niður i þeim einstaklingum
sem voguðu sér að orða gagnrýni
eða láta i ljós þá óánægju sem býr
með ýmsum þjóðfélagshópum.
Þetta er nógu slæmt en vanda-
málið er stærra: Þaggað
hefur verið niður i hundruðum
þúsunda af fólki sem árum saman
var fulltrúar sérstakrar linu i
evrópuhreyfingu kommúnista,
sósialista og lýðræðissinna. A
sama tima er þessi lina að verða
æ áhrifarikari i verkalýðs-
hreyfingu Evrópu. - kommúnista-
flokkar hafa gert hana að sinni
stefnu á ttaliu, i Frakklandi, á
Spáni, i Bretlandi, Sviþjóð, Belgiu
og viðar. Litlu munar að sú stefna
sem júgóslavneskir kommúnistar
fylgdu lengi falli saman við þessa
linu, og samræmi er við ýmis
atriði i sérstöðu rúmenskra
kommunista.”
Bréfið túlkar einungis min eigin
viðhorf, segir Mlynár, enda hef ég
enga aðstöðu til að bera mig
saman við fólkið i landi minu. Þvi
fer fjarri, segir hann, að hann
vildi undanskilja sig umræðum
og gagnrýni, en hann hafi ástæðu
til að ætla að boðskapur þessa
bréfs túlki það sem sósialistar og
kommúnistar i Tékkóslóvakiu
hugsa og vildu sagt hafa, hefðu
þeir tækifæri til. Margir vitnis-
burðir hafa komið fram og verið
birtir utan lands um það, hvernig
frjálshuga kommúnistar og
sósialistar eru leiknir af nú-
verandi valdhöfum
Tékkóslóvakiu: atvinnuofsóknir,
nauðungarvinna, börn þeirra
svipt menntunarmöguleikum, út-
gáfubann, lögreglunjósnir,
pólitisk lömun verkalýðs-
hreyfingarinnar, menntamanna
og flokksins sjálfs. Að visu er
enginn tekinn af lifi og pólitiskar
fangelsanir eru ekki daglegt
brauð þótt þeim sé lika beitt, en
að öðru leyti er andinn sá sami og
rikti á þeim dimmu dögum
stalinismans sem fordæmdur var
á 20. flokksþinginu hjá sovéska
kommúnistaflokknum fyrir
tveimur átatugum. Stjórn-
málarök stalinismans, sem öll
kommúnistahreyfing Evrópu
hefur opinberlega visað á bug,
eru aftur orðin góð og gild vara i
landi minu, segir Zdenek Mlynár.
Einu brey tingarnar, segir
Mlynár, sem undirritun helsing-
fors-samkomulagsins hefur haft
fyrir aðstöðu okkar heimafyrir,
eru þær að nú erum við ekki
aðeins „andsósialiskir gagn-
byltingarmenn” i orðasafni yfir-
valdanna, heldur einnig „friðar-
spillar og striðsæsingamenn.”
Vitnar hann i grein i dagblaði
kommúnistaflokksins, Rude
Pravo, 4. janúar i vetur, sem
nefndi Dubvcek, Mlynár, Kriegel
ofl. slikum nöfnum og sagði að
þeir væru erindrekar kalda-
striðs-hugsunarháttar. Allt og
sumt sem við höfum til saka
unnið, segir Mlynár, er það að við
erum enn sem fyrr staðfastir
andstalinistar, stuðningsmenn
þeirra viðhorfa sem náðu yfir-
höndinni á 20. flokksþinginu 1956.
„Allar götur siðan 1956 hefur
geisað innri barátta i öllum
kommúnistaflokkum milli þeirra
sem vilja segja með öllu skilið við
staliniskar hefðir og hinna sem að
visu verja stalinismann ekki opin
berlega en reyna samt að halda i
eins mikið og hægt er af hug-
myndum hans og aðgerðum.
Þessi barátta kemur ekki alltaf
uppá yfirborðið en hún er samt
enn til staðar. F'rumkvæði Sovét-
rikjanna að Helsingforssátt-
málunum er ávöxtur slikrar
baráttu gegn arfleifð
stalinismans. Báðir aðilar beita
sinum eigin pólitisku og og hug-
myndafræðilegu túlkunum á
stefnu friðsamlegrar sambúðar,
og það er stundum hægt að sjá i
stefnu eins og sama flokks og
jafnvel i athöfnum einstaks
flokksforingja árekstur and-
stæðra viðhorfa sem af þessu
spretta”.
„Tékkóslóvakia hefur um
margt sérstöðu. Yfirgnæfandi
meirihluti þeirra kommúnista
sem veittu stalinismanum við-
nám og knúðu fram stefnu lýð-
ræðisþróunar árið 1968 hefur nú
verið hrakinn útúr Kommúnista-
flokki Tékkóslóvakiu. Kröfur
þeirra um það að helsingforssátt-
málarnir ættu að vera bindandi
fyrir stjórnvöld landsins eru
stimplaðar „andsovéskar” og
ákall um ihlutun i „innri málefni”
Tékkóslóvakiu. Yfirvöld segja að
slikar kröfur gangi gegn „andan-
um frá Helsingfors” og séu til
þess fallnar að endurvekja kalda
striðið. Þetta er einsog staðlað
dæmi um lýðskrum stalinista”.
„Vitanlega eru til afturhalds-
söm öfl i Evrópu sem reyna að
eyða andanum frá Helsingfors
með þvi að lýsa samningana ó-
raunhæfa barnalega blekkingu.
Verðmætur stuðningur við þessa
viðleitni valdahópa einokunar-
auðmagnsins er veittur af þeirri
stalinisku stefnu sem sumir
kommúnistaflokkar reka. úr þvi
að fyrrverandi framkvæmda-
stjóri kommúnistaflokksins telst
vera „andkommúnisti”, fullur
haturs á sósialismanum, á þeim
forsendum einum að hann hefur
gagnrýna afstöðu til einræðisað-
ferða eftirmanns sins og vegna
þess að hann er áfram þess sinnis
að sósialisminn eigi samleið meö
lýðræði, hvernig skal þá dæma
menn sem aldrei hafa verið
kommúnistar en alltaf staðið á
hugmyndagrundvelli jafnaðar-
stefnunnar, eða menn sem er all-
ur sósialismi viðsfjarri en stefna i
einlægni að friði og lýðræði i
Evrópu? Hvaða meðhöndlun
fengju slikir menn af hálfu stjórn-
arfars sem ofsækir sannfærða
kommúnista og fjölskyldur
þeirra? Hér er um kommúnista
að ræða sem hafa siðustu 25 árin
barist fyrir framþróun kommún-
isks þjóðfélags en hljóta nú kárin-
ur fyrir það eitt að hafa aðrar
skoðanir en þeir sem að völdun-
um sitja. Er raunhæft að gera ráð
fyrir þvi að slikt stjórnarfar liti á
helsingforssamkomulagið öðru-
visi en sem pólitiskt herbragð?
Opinber viðurkenning á lýðræðis-
réttindum og persónufrelsi sé
ekki annað en dula til að breiða
yfir andlýðræðislega harðstjórn?
Með þvi að ýta undir spurningar
sem þessar færa núverandi vald-
hafarTékkóslóvakiu þeim aðilum
sem andvigir eru helsingforssátt-
málunum gnægðir öflugra skot-
færa”.
1 lok bréfs sins minnir Zdenek
Mlynár enn á það að hvergi hefur
málstaður sósialismans staðið
fastari rótum meðal almennings
en einmitt i Tékkóslóvakiu, það
sannaðist hér um „vorið i Prag”.
Þá hafði sú stefna lýðræðisþróun-
ar sem kommúnistaflokkurinn
beitti sér fyrir öðlast svo mikinn
styrk og fjöldafylgi að ekkert
nema bein hernáðarihlutun gat
stöðvað hana. „Ef tékkóslóvösk-
um sósialistum leyfðist að á-
kvarða sjálfir á lýðræðislegan
hátt um framtiðarþróun sósial-
ismans i þessu landi óháð fyrir-
mælum erlendis frá, þá yrði
Tékkóslóvakia fljótlega eitt
sterkasta aflið til styrktar frið-
samlegri sambúð og auknum
sósialiskum áhrifum i Evrópu”.
Afhending
símaskrárinnar 1976
hefst þriðjudaginn 20. aprfl til simnot-
enda.
í Reykjavik verður simaskráin afgreidd á
Aðalpósthúsinu, gengið inn frá Austur-
stræti, daglega kl. 9-18 nema laugardag-
inn 24. april kl. 9-12.
t Hafnarfirði verður simaskráin afhent á
Póst- og simstöðinni við Strandgötu.
í Kópavogi verður simaskráin afhent á
Póst- og símstöðinni, Digranesvegi 9.
Þeir simnotendur, sem eiga rétt á 10
simaskrám eða fleirum fá skrárnar
sendar heim. Heimsendingin hefst þriðju-
daginn 20. april n.k.
í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði
verður simaskráin aðeins afhent gegn
afhendingarseðlum, sem póstlagðir voru i
dag til simnotenda.
Athygli simnotenda skai vakin á þvi að
simaskráin 1976 gengur í gildi frá og með
laugardeginum 1. mai 1976.
Simnotendur eru vinsamlega beðnir að
eyðileggja gömlu simaskrána frá 1975
vegna fjölda númerabreytinga, sem orðið
hafa frá þvi hún var gefin út, enda er hún
ekki lengur i gildi.
Póst- og simamálastjórnin.