Þjóðviljinn - 28.04.1976, Síða 5
Miðvikudagur 28. april 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Fyrsta ár Kambodíu
eftir fall Lons Nol
Þessa daga er ár liðið frá þvi
Indó-kina styrjöldinni lauk, og
þjóðir Vietnams og Kambódiu
fengu seint og um siðir frið til að
bygfíj3 UPP þjóðlif sitt og at-
vinnuvcgi eftir áratuga eyði-
leggingu og ofbeldi af hálfu
ásælinna stórvelda og innlcndra
leppa þeirra. Enginn veit með
vissu, hversu mikið afhroð
þjóðir þessra landa guldu i
frelsisbaráttu sinni, en það
segir sig sjálft að það tekur
meira en ár fyrir þau ör að gróa.
1 Vietnam virðist þróun mála
lofa góðu. Sameining Norður-
og Suður-Vietnams stendur
fyrirdyrum og i Suður-Vietnam
hafa hinir nýju valdhafar lagt
áherslu á að taka vægum
höndum á þeim, sem áður
studdu bandarisku leppstjórn-
ina i Saigon nauðugir viljugir, i
þeim tilgangi að eyða hatrinu,
arfi striðsins, og fá landsmenn
til að sameinast um að byggja
nýtt og betra þjóðfélag. t
grannlandinu Kambódiu virðast
málin hafa þróast allmjög á
annan veg.
Fréttir um fjöldamorö
Þaðan hafa undanfarið borist
fregnir um fjöldamorð á and-
stæðingum hinna nýju valdhafa
og stuðningsmönnum Lon-Nol
stjórnarinnar, sem hjarði i
landinu um fimm ára skeið með
stuðningi Bandarikjanna. Sam-
kvæmt sumum blaðafréttum
hefur allt að tiundi hluti lands-
manna látið lifið siðastliðið ár i
þessum fjöldadrápum og af
völdum hungursneyðar, sem
var afleiðing striðsins, þar eð
flugherir Bandarikjanna og
Lon-Nol-stjórnarinnar höfðu
eyðilagt akurlendið að miklu
leyti með loftárásum og auk
þess varð fjöldi sveitafólks að
flýja jarðir sinar vegna
hernaðarins.
Bandariskir fjölmiðlar hafa
mest gert af þvi að slá upp
ógnarfréttum frá Kambódiu og
má fastlega ráð fyrir þvf gera
að þær séu mjög orðum auknar,
miðað við fengna reynslu af
Indókina-skrifum bandariskra
blaða. Engu að siður er ljóst að
andstæðingar hinnar nýju Kam-
bódiustjórnar hafa verið beittir
mikilli grimmd. Til þess bendir
meðal annars að fjöldi manna
hefur flúið til grannlandanna,
Vietnams og Tailands, eða bein-
linis verið reknir þangað.
Þannig herma fregnir að svo að
segja allur vietnamski þjóð-
ernisminnihlutinn i Kambódiu,
um hálf miljón manna, hafi
verið rekinn til Vietnams.
Annað stríð en í Víetnam
Hitt er svo annað mál að um-
heimurinn, og einkum Vestur-
lönd, stendur ekki ýkja vel að
vigi þegar um það er að ræða að
fordæma Kambódiustjórn fyrir
hryðjuverk hennar Það, sem
undanfarið hefur verið að ger-
ast I Kambódiu, er bein afleið-
ing atburðarrásar, sem ihlutun
Bandarikjanna kom af stað.
Bandarikin létu lepp sinn, Lon-
Nol hershöfðingja, ræna völdum
i landinu 1970 vegna þess að þá-
verandi þjóðarleiðtogi, Sihan-
ouk fursti, neitaði að hlýða
fyrirmælum frá Washington.
Afleiðingin varð heiftarleg
fimm ára styrjöld, sem skildi
landið eftir i flagi, bókstaflega
sagt.
Striðið i Kambódiu var á
margan hátt ólikt átökunum i
Vietnam. Bandariska lepp-
stjórnin i Saigon var svo að
segja gersamlega fylgislaus
meðal landsmanna og sýndi það
sig eftirminnilega i lokin, þegar
her hennar, sem hvað liðsfjölda
og vopnabúnað snerti var meðal
þeirra öflugustu i heimi, varð að
gjalti fyrir sókn Þjóðfrelsis-
fylkingarinnar. fbúar borga
Suður-Vietnams tóku fagnandi á
móti hersveitum Þjóðfrelsis-
fylkingarinnar og traustir
stuðningsmenn Saigon-
stjórnarinnar reyndust varla
nokkursstaðar finnanlegir.
Andstæður borga
og sveita
I Suður-Vietnam var þannig
vart um borgarastyrjöid að
ræða, heldur þjóðfrelsisbaráttu
þorra þjóðarinnar gegn Banda-
rikjunum og innlendum leppum
þeirra, sem reyndust svo fylgis-
lausir að veldi þeirra hrundi
eins og spilaborg þegar Banda-
rikin gáfust upp á beinni þátt-
töku i stríðinu. í Kambódiu
leysti striðið hinsvegar úr læð-
ingi andstæður milli borga og
sveita. Þorri sveitaalþýðunnar,
mikill meirihluti landsmanna,
stóð að visu sameinaður gegn
Lon Nol-stjórninni, sem best
sýndi sig i þvi að þeirri stjórn
mistókst gersamlega, þrátt
fyrir gifurlegan stuðning frá
Bandarikjunum, að ná sveita-
héruðunum undir sig. Hins-
vegar hafði klikuspilling, sem
þróaðist i skjóli Sihanouk-
stjórnarinnar gömlu, gert hana
óvinsæla i borgunum, einkum
höfuðborginni Phnompenh, og
þær óvinsældir virðist Lon-Nol-
liðum hafa tekist að færa sér i
nyt. Að minnsta kosti bentu
fregnir til að fylgismenn Lon
Nol-stjórnarinnar hefðu varið
Phnompenh og fleiri borgir af
verulegri hörku allt þar til yfir
lauk, á sama tima og i Suður-
Vietnam fannst varla nokkur
innlendur maður, sem fús var
til þess að leggja nokkuð i
sölurnar fyrir Thieu-stjórnina.
Þjóöarstolt og tor-
tryggni gagnvart
útlendingum
Kambódiumenn eiga það
sammerkt með öðrum þjóðum,
að þeir eru mótaðir af sinni
sögulegu fortið. Á siðari hluta
miðalda voru þeir öflugasta
þjóð Suðaustur-Asiu og mikil
menningarþjóö að þvi skapi.
Siðan hafa þeir hægt og bitandi
mátt láta undan siga fyrir
grannþjóðunum, vietnömum og
tailendingum, sem öld eftir öld
sóttu að þeim að austan og
vestan og tóku af þeim hvern
landskikann á fætur öðrum.
Saigon var þannig kambódisk
borg fram á átjándu öld, er viet-
namar tóku hana.
Þessi saga hefur alið upp i
kambódiumönnum mikið
þjóðarstolt og jafnframt djúp-
tæka og nánast grimmúðuga
tortryggni gagnvart grannþjóð-
unum. Þeim er jafnlitið gefið
um tailendinga, sem hafa
bandarisksinnaða stjórn, og
vietnama, sem stefna að upp-
byggingu sósialisks þjóðfélags.
Af stórveldunum munu þeir vin-
samlegastir Kina, um hug
þeirra til Bandarikjanna þarf
ekki að spyrja og Sovétrikin
munu litlu vinsælli hjá nú-
verandi ráðamönnum i
Phnompenh, enda höfðu sovét-
menn ambassador hjá Lon Nol-
stjórninni allt til siðasta dags
þeirrar stjórnar. Grund-
völlurinn i stefnu hinnar nýju
stjórnar er að Kambódia verði
sjálfri sér nóg um hvaðeina og
þurfi sem minnst til annarra
landa að sækja. Fyrsta skilyrði
þess, að svo mætti verða, er að
Íandið verði sjálfu sér nógt um
matvæli, og i þeim tilgangi var
þegar eftir sigur þjóðfrelsis-
aflanna tekið til við að knýja
þorrann af ibúum borga og bæja
Sihanouk fursti, sem formlega
var aðalleiðlogi kambódisku
þjóðfrelsisaflanna tneðan
striðið stóð yfir, hefur nú látið af
störfum.
til að fara út i sveit og vinna að
uppskerustörfum. Þareð akur-
yrkjan var i kaidakoli eftir
striðið má ætla að ráð-
stafanir sem þessi hafi verið
nauösynlegar, en vist er um hitt
að þær voru knúnar i gegn af
mikilli hörku, sem kostað mun
hafa miklar fórnir. önnur
ástæða til þess að tæma
borgirnarkannaðhafa verið sú,
að þvi hlaut að fylgja upplausn
borgara- ogmillistéttanna þar,
sem munu hafa verið að nokkru
leyti hlynntar Lon Nol-stjórn-
inni.
Metuppskera
Árangur þessarar herferðar
til þess að koma fótum undir
akuryrkjuna á ný hefur orðið
metuppskera, sem þessi striðs-
og hungurhrjáða þjóð hefur
vissulega þörf fyrir. Jafnframt
heyrist að ógnarátjórnin sé i
rénum, og eru það út af fyrir sig
góðar fréttir. Ef til vill má þvi
gera ráð fyrir að þegar
kambódiumönnum tekst að
endurreisa atvinnuvegi sina —
og þeirra langhelstur er akur-
yrkjan — úr rústum striðsins og
öðlast efnalegt sjálfstæði, muni
draga úr þvi grimma óum-
burðarlyndi, sem einkennt hef-
ur afstöðu valdhafa þjóðfreisis-
aflanna til raunverulegra og
hugsanlegra pólitiskra and-
stæðinga.
—dþ
Úr dómi Aftenposten um Islandsmynd í norska sjónvarpinu
Lítið til Islands og vitkist
1 byrjun þessa mánaðar var
sýnd samtimis i norska og
sænska sjónvarpinu klukku-
stundarlöng mynd frá Islandi.
Nefndist hún „Ragnarök Is-
ienskrar menningar” og hafði
að meginþema átök auðhyggju
og náttúruverndar og hvað yröi
um islenska menningu i fram-
tíðinni, ef stóriðjusamfélag
skapaöist hér.
Mynd þessi mun hafa fengið
mjög góða dóma þar sem hún
var sýnd, en einn undantekning
er þó kunn þar frá. Birtist hún i
Morgunblaðinu s.l. laugardag,
en þar skrifaði Páll Bragi
Kristjánsson frá Arósum og fór
hinúm verstu orðum um mynd-
ina. Hefur hún greinilega hitt
hann þar fyrir sem hann var
aumastur, og tekið fyrir mál-
efni, sem hann og hans skoðana-
bræður vilja helst þegja i hel:
Framtið islendinga i landi sinu,
ef þau öfl sem nú ráða fá að
halda um taumana öllu lengur.
Fyrir bragðið fer Páll hinum
hæðilegustu orðum um þá is-
lendinga flesta sem fram komu i
myndinni, enda fæstir þeirra
með „réttar skoðanir”. Má af
þeim nefna Jónas Arnason,
Einar Braga, Bryndisi Schram,
Thor Vilhjálmsson, Halldór
Laxness, Guðmund Inga
Kristjánsson og Magnús
Sigurðsson á Gilsbakka. Þá má
enn telja Matthias Johannessen
sem er hinn eini þóknanlegi hjá
Páli Braga.
Auk viðtala við þetta fólk var
sýndur kafli úr Skjaldhömrum
Jónasar Arnasonar i myndinni,
en leikhúslif höfuðstaðarins
væri helsta glætan i þvi sam-
félagi sem þróaðist i þéttbýlinu.
Cþess má hér geta að atriði úr
Skjaldhömrum hefur einnig
verið tekið upp i hollenska sjón-
varpinu.) Enn voru svo i þættin-
um myndir viða að.en fegurstar
þó haustmyndir úr Borgarfirði.
Svo vitnað sé i dóma um
myndina má geta þess að
Aftenposten i Osló telur hana af-
burðagóða (utmerket) og hrós-
ar sérstaklega þeim mönnum
sem fram hafi komið i henni,
svo og þeim er að gerð hennar
stóðu fyrir heiðarlega og
trausta fréttamennsku. Telur
blaðamaðurinn sem dóminn
skrifar réttast fyrir norðmenn
að taka sér til fyrirmyndar þá
islendinga sem fram komu og
lagsbræður þeirra. Af myndinni
og islendingunum megi margt
læra, og það liggi á að tileinka
sér það.
Bandarikin:
Læknis-
þjónusta
stórhækkar
í verði
Washington 26/4 reuter — Kostn-
aður viö læknaþjónustu og heilsu-
gæsludeild i Bandarikjunum hef-
ur rokið upp úr öllu valdi að und-
anförnu. I nýútkominni skýrslu
stjórnskipaðrar nefndar segir að
þvi valdi að læknar og sjúkrahús
hafi litið sem ekkert aðhald i þá
vcru að halda kostnaðinum niðri.
A fyrstu þrem mánuðum þessa
árs jókst kostnaður sá sem hver
bandarikjamaður þarf að leggja i
læknisþjónustu um 14% miðaðvið
eitt ár á sama tima og almennur
framfærslukostnaður jókst aðeins
um 2.9%.
í skýrslunni segir að flestar
greiðslur til lækna og sjúkrahúsa
séu reiddar fram af þriðja aðila,
þ.e. tryggingafélögum eða stjórn-
völdum. Ennfremur segir þar: —
Þegar málum er svo háttað er
ekkert sem hvetur sjúkrahús til
að sýna hagkvæmni i rekstri.
Sama gildir um lækna sem fá
greitt beint fyrir þá þjónustu sem
þeir inna af hendi. Það rekur þá
ekkert til að gæta sparsemi og
nýtni. Þessi skortur á aðhaldi
virðist leiða til bruðls með lyf og
lækningatæki. segir i skýrslunni.
1 fyrra greiddu bandarikja-
menn 118.5 miljarða dollara fvrir
læknisþjónustu en það samsvarar
8.3% af brúttóþjóðarframleiðsl-
unni.
Gretskó marskálkur
Grétsjkó
marskálkur
látinn
Moskvu 26/4 reuter nlb - Varnar-
málaráðherra Sovétrikjanna.
Andrei Gretsjkó marskálkur. lést
i dag 72 ára að aldri. Banamein
hans var hjartaslag. Hann hafði
ekki legið sjúkur og kom siðasl
fram opinberlega sl. föstudag.
Grétsjkó var skipaður i
embætti varnarmálaráðherra
árið 1967 en áður hafði hann verið
yfirmaður herafla Varsjárbanda-
lagsins. Arið 1973 var hann
skipaður i pólitiska
framkvæmdanefnd kommúnista-
flokksins sem er æðsta stjórnar-
stofnun hans.
Grétsjkó fæddist árið 1903 inn i
úkrainska bændafjölskyldu. Hann
hóf að klifa metorðastigann innan
hersins á fjórða áratugnum um
likt leyti og Stalin stóð i
hreinsununum miklu. A striðs-
árunum stjórnaði hann her-
sveitum i Norður-Kákasus sem
vörnuðu þýsku herjunum aðgangi
að oliulindunum i Adserbædsjan.
Arið 1953 komst hann i svtðs-
Ijósið er hann stjórnaði sovésku
hersveitunum sem brutu á bak
aftur uppreisnina i Berlin. Eftir
það sæmdi Krústjof hann
marskálkstign og árið 1957 var
hann kallaður heim til Moskvu
þar sem hann tók við embætti
aðstoðarvarnarmálaráðherra.
næstur á eftir Malinovski
þáverandi varnarmálaráðherra
að völdum. Árið 1960 tok hann við
yfirstjórn herafla Varsjárbanda-
lagsins og hélt hann þvi embætti
þar til hann varð ráðherra 1967.
Framhald á bls. 14.