Þjóðviljinn - 28.04.1976, Síða 6
(í SlDA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2S. apríl 197(>
Kissinger í Afríkuferð:
Ir&u IOWDON
tiULOMOON
\
KINSHASA
DAR ES SALAAM
ilíSAKA
SENEGAL
1-2 Maj
LIBERIA
30 Apr.-
1 Maj
Lofar að virða viðskiptabann SÞ á Ródesíu
Smith svarar með því að skipa
ættarhöfðingja i ráðherraembætti
Lusaka og víðar 27/4 reuter ntb
— Henry Kissinger utanrikis-
ráðherra Bandarikjanna sem
nú er á ferðalagi um sjö Afriku-
riki fór i dag frá Sambiu áleiðis
til Zaire. Aður en hann fór frá
Sambiu hélt hann ræðu sem
menn segja að marki timamót i
stefnu Bandarikjanna i málefn-
um Afriku.
Pólitiskir spekúlantar i
Lusaka, höfuðborg Sambiu,
voru þeirrar skoðunar að ræða
Kissingers fæli i sér sálfræði-
lega og efnahagslega striðsyfir-
lýsingu á hendur stjórn hvita
minnihlutans i Ródesiu. Hann
hefði gengið eins langt og hægt
var án þess að brjóta þær
grundvallarreglur sem utan-
rikisstefna Bandarikjanna
byggir á.
Kissinger lýsti þvi yfir að
stjórn sin myndi beita sér fyrir
þvi að þingið gerði nauðsyn-
legar ráðstafanir til þess að
Bandarikin gætu komið til móts
við kröfu Sameinuðu þjóðanna
um algert viðskiptabann á
Ródesiu og þar með að hætta
innflutningi á krómi frá
Rodesiu. Kvað hann stjórn sina
mundu hvetja aðrar rikisstjórn-
ir til að gera slikt hið sama.
Kissinger sagði að stjórn hans
styddi i einu og öllu kröfu breta
Henry Kissinger — hótar að
beita hvíta minnihlutann i
Ródesiu hörðu.
á hendur stjórn Ians Smiths um
að hún semji hið fyrsta um
stjórnlagabreytingu sem ryðji
brautina fyrir meirihlutastjórn
blökkumanna innan tveggja
ára. Einnig sagðist hann myndu
ráðleggja löndum sinum að
ferðast ekki til Ródesiu og biðja
þá sem þar eru að snúa heim.
Hins vegar kvað Kissinger
stjórn sina ekki geta lýst yfir
stuðningi við vopnaða baráttu
gegn stjórn hvita minnihlutans.
í Sambiu hitti Kissinger að
máli þá Kenneth Kaunda for-
seta landsins og Joshua Nkomo
leiðtoga hægfara arms samtaka
ródesiskra blökkumanna, ANC.
Til Sambiu kom hann frá
Tansaniu þar sem hann ræddi
við Julius Nyerere forseta.
Samora Machel forseti Mósam-
bik kom i skyndiheimsókn tii
Tansaniu i dag og átti fund með
Nyerere. Er talið að sá siðar-
nefndi hafi gefið skýrslu af við-
ræðum sinum við Kissinger.
Það stóð ekki lengi á svarinu
frá Ródesiu. Stuttu eftir að
Kissinger fór frá Sambiu til-
kynnti Ian Smith að stjórn sin
hefði ákveðið að skipa fjóra
nýja ráðherra úr hópi" blökku-
manna og sex aðstoðarráð-
herra. Þessir ráðherrar verða
að öllum likindum sóttir i hóp
ættarhöfðingja sem eigá sæti i
efri deild þingsins i Salisbury.
(Þessir höfðingjar eru allir
auðsveipir þjónar hvita minni-
hlutans og á launum hjá honum.
Þeir eru þvi til allra hluta lik-
legir annarra en að skerða völd
hvita mannsins i Ródesiu. —
Aths. Þjv.).
Smith gaf þessa yfirlýsingu i
sjónvarps- og útvarpsræðu sem
hann hélt i dag. Þar svaraði
hann einnig ræðu Kissingers i
Lusaka. Sagði Smith að
Kissinger hefði „fyrirfram-
Á þessu korti má sjá feröaáætlun Kissingers um Afriku.
ákveðnar” skoðanir um gang
mála i Ródesiu og að nú hefði
hann ákveðið að ganga til liðs
við þá sem reyna að beita
stjórnina i Salisbury sálfræði-
legum þrýstingi. Þess vegna
hefði hann ákveðið að koma
ekki til Ródesiu og „dæma sjálf-
ur um raunverulegt ástand
mála áður en hann tekur
ákvarðanir sem snerta okkur.”
Smith setti fram þá kröfu að
amk. einn fulltrúi stjórnar
sinnar fengi að heimsækja
Bandarikin til að skýra málstað
sinn
Italía:
Ekkert getur
nú afstýrt
kosningum
Róm 27/4 reuter - Flokkur
sósialdemókrata rak i dag enda-
hnútinn á 10 vikna feril minni-
hlutastjórnar Aldo Moro með
yfirlýsingu um að þingmenn hans
muni ekki greiða atkvæði með
stjórninni i atkvæðagreiðslu um
tillögu um vantraust á stjórnina
sem sennilega fer fram i vikulok.
Þar með virðist fátt geta komið
i veg fyrir þingrof og nýjar
kosningar i júnimánuði nk.
Sósialistar sem stutt hafa kristi-
lega demókrata óbeint með
hjásetu við atkvæðagreiðslur
lýstu þvi yfir i gærkvöld að þeir
muni greiða atkvæði gegn
stjórninni héreftir.
Umræður um vantraust-
tillöguna hefjast á morgun, mið-
vikudag. Ekki er vist að til at-
kvæðagreiðslu um hana komi,
kunnugir telja liklegra að Moro
segi af sér áður en til þess kemur
á þeim forsendum að grundvöllur
stjórnarsamstarfsins sé brostinn.
Flestir búast við þvi að
Giovanni Leone forseti rjúfi þing
fyrir eöa á 5. mai nk. og boði þing-
kosningar sem gætu þá orðið 20.
júni. Þá er allt útlit fyrir að
kommúnistar bæti mjög við fylgi
sitt, flestar skoðanakannanir sem
birst hafa undanfarið benda til
þess að kommúnistar nái þvi að
verða stærsti flokkur landsins en i
þvi sæti hafa kristilegir verið
siðustu þrjá áratugina.
En kosningabaráttan gæti
reynst hörð og jafnvel blóðug þvi
þegar er farið að bera á vaxandi -
ofbeldisöldu i itölsku stjórnmála-
lifi - sprengjutilræði, mannrán og
skotárásir hafa verið nokkuð
tiðar að undanförnu.
Argentína:
Höfuðsmaður
skotinn
Buenos Aires 27/4 reuter —
Höfuðsmaður i iandher Argentinu
var skotinn til bana af vinstri-
sinnuðum skæruliðum að þvi er
heimiidir með samhönd inn i
öry ggissveitir landsins staðhæfðu
i dag.
Eftir atburðinn lýstu skæru-
liðasamtök róttækra perónista,
Montoneros.á sig sök á morðinu i
simaviðtölum við fréttastofur i
höfuðborginni. Blöðin skýrðu þó
ekki frá atburðinum þarsem her-
foringjastjórnin hefur lagt bann
við fréttaflutningi af pólitiskum
ofbeldisverkum.
Eftir öðrum leiðum fréttist að
tveir menn sem taldir eru vera
róttækir skæruliðar hafi verið
drepnir i bardaga við lögreglu
rétt við þinghúsið i Buenos Aires.
Lögreglan neitaði að staðfesta
eða hafna þessari frétt.
Lögreglan neitaði einnig að tjá
sig um fréttir þess efnis að lik 10
ungmenna sem að öllum likindum
urðu fórnarlömb hægrisinnaðra
morðsveita hafi fundist og veríð
flutt i h'khús herspitala i Buenos
Aires um helgina.
Ef þessar fréttir reynast
sannar er fjöldi þeirra sem
myrtirhafa verið i pólitisku skyni
siðan herforingjastjórnin tók
völdin i landinu 24. mars sl.
kominn upp i amk. 170.
Af sem
áður var
Það varð heldur brátt
um Otelo Carvalho sem í
haust var á góðri leið með
að verða valdamesti
maður í portúgölskum
stjórnmálum en var
sviptur öllum völdum og
metorðum í hreinsunum
sem fylgdu í kjölfar
uppreisnartilraunarinnar í
nóvember sl. Hér sést hann
greiða atkvæði í kosning-
unum sem fram fóru í
landinu sl. sunnudag.
Hefja olíuútflutning
London 27/4 reuter — A morgun,
miðvikudag, bætast bretar i hóp
þeirra rikja sem flytja út oliu. Þá
verður fyrsta farminum af hrá-
oiiu dælt um borð i tankskip sem
flytur það til Vilhelmshavcn sem
er helsta oiiuhafnarborg vestur-
þjóðverja við Norðursjó.
Tony Benn orkumálaráðherra
Bretlands skýrði frá þessu i
breska þinginu i gærkvöld. Hann
sagði að oliufélagið British
Petroleum sem er að 70
hundraðshlutum i rikiseigu bygg-
ist við að flytja út rúmlega 400
þúsund tonn af hráoliu á öðrum
fjórðungi þessa árs.
Þessi fyrsta olia sem bretar
flytja út kemur úr oliulindum á
svonefndu Forties svæði en þar
hefur BP einkaieyfi á vinnslu.
Benn sagði að þessi 400 þúsund
tonn væru þriðjungur þeirrar oliu
sem fæst á svæðinu, afgangurinn
verður unninn i Bretlandi.
Fyrsti farmurinn verður 60
þúsund tonn og fer til Vestur-
þýskalands eins og áður segir.
Næstu skammtar fara til Svi-
þjóðar og siðan til annarra
Evrópulanda þar sem BP starfar.
Verðmæti útflutningsins næstu
þrjá mánuði er áætlað 20 miljónir
sterlingspunda. Tony Benn sagði
að þessi útflutningur myndi hafa
hagstæð áhrif á greiöslustöðu
breta gagnvart útlöndum og
stjórnin vonast til að þetta verði
Kairó 27/4 reuter — Dagblaðið Al-
akhbar i Kairó skýrir frá þvi i dag
að kinverjar muni á næstunni sjá
egyptum fyrir vopnum og vara-
hlutum i hergögn án þess að
krefjast greiðslu fyrir.
• Þetta erisamræmi við samning
sem stjórnir Kina og Egyptalands
gerðu með sér i Peking i fyrri
viku er Hosni Mubarak varafor-
seti Egyptalands var þar á ferð.
Blaðið sagði að kinverjar hefðu
staðfest það að þeir óskuðu ekki
eftir greiðslum fyrir hergögnin.
til þess að glæða breskt atvinnulif
nýju lifi. Ýmsir sérfræðingar
vara þó við óþarfa bjartsýni og
segja að búast megi við að at-
vinnuleysi og verðbólga standi i
stað enn um nokkurt skeið.
— Kina gefur þeim vopn sem eru
að berjast fyrir frelsi sinu eða
liggja undir erlendri árás en við
verslum ekki með vopn, hefur
blaðið eftir Maó formanni.
1 siðasta mánuði létu kinverjar
egypta fá vélar i 30 herþotur af
MIG-gerð og mikið magn vara-
hluta. Kom tilkynningin um þessa
gjöf i kjöifar þeirrar ákvörðunar-
egypta að rifta vináttu- og sam-
vinnusáttmála sem þeir höfðu
gert við Sovétrikin en hún var
Framhald á bls. 14.
Kinverjar gefa
egyptum vopn