Þjóðviljinn - 28.04.1976, Síða 13
IVliövikudagur 28. apríl 1976 ÞJÓDVILJINN — StÐA 13
Útvarp í kvöld
’ Trygginga-
bœtur
í þœtti um
* vinnumál
Sjónvarp í kvöld
útvarp
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og -
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Hreiðar Stefánssor
endar lestur sögunnar
„Snjallra snáða” eftir
Jennu og Hreiðar Stefáns-
son (8).
14.30 Miðdegissagan: „Þess
bcra menn sár” eftir
Guðrúnu Lárusdóttur. Olga
Sigurðardóttir les (16).
15.00 Miðdegistónleikar.Julian
Bream leikur á gitar Svitu i
d-moll eftir Robert de Visée.
Félagar 1 Rediviva hljóm-
listarflokknum leika Sónötu
fyrir flautu, óbó, selló og
sembal eftir Godfrey Fing-
er. Scherman Walt og
Zimblerhljómsveitin leika
F'agottkonsert nr. 8 i F-dúr
eftir Antionio Vivaldi.
Kammersveitin i Prag leik-
ur Sinfóniu i Es-dúr op. 41(
eftir Antonin Rejcha.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir.)
16.20 Popphorn.
16.40 Litli barnatíminn. Finn-
bogi Scheving sér um tim-
ann.
17.00 Lagið mitt. Arine-Marie-
Markan sér um Jiska-
lagaþátt fyrir börn yngri en
tólf ára.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Vinnumál. Umsjónar-
menn: Arnmundur Back-
man og Gunnar Eydal, lög-
fræðingar.
20.00 Kvöidvakaa. Einsöngur.
Sigriður E. Magnúsdóttir
syngur lög eftir Mariu
Brynjólfsdóttur, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, Markús
Kristjánsson og Þórarin
Guðmundsson. ólafur Vign-
ir Albertsson leikur á pianó.
b. isienskar þjóðsagnir,
skráðar I Vesturheimi.
Halldór Pétursson flytur. c.
Kvæði eftir Valdimar
Lárusson. Höfundur flytur.
d. Kýrábyrgðarfélag Keld-
hverfinga. Þórarinn
Haraldsson i Laufási segir
frá einu elsta tryggingarfé-
lagi landsins. e. Að kvöldi
Hugleiðingar eftir Þorbjörn
Björnsson á Geitaskarði.
Baldur Pálmason les. f.
Alþýðuvisur um ástina.
Söngflokkur syngur laga-
flokk eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, sem stjórnar
flutningi.
21.30 Útvarpssagan: „Siðasta
freistingin” eftir Nikos,
Kazantzakis. Sigurður
A. Magnússon les þýðingu
Kristins BjörnsMmar (21).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Sá svarti senuþjófur”,
ævisaga Ilaralds Björns-
sonar.Höfundurinn, Njörður
P. Njarðvik.les (4).
22.40 Nútiinatónlist. Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
^sjönvarp
18.00 Kjörninn Jógi.Bandarisk
teiknimyndasyrpa. Þýðandi
Jón Skaptason.
18.25 Kobinson-fjölskyid-
an. Breskur myndaflokkur
byggður á sögu eftir Johann
Wyss. 12. þáttur. ógnir
Suðureyjar. Þýðandi Jó-
harina Jóhannsdóttir.
18.45 Gluggar. Breskur
fræðslumyndaflokkur. Þýð-
andi og þulur Jón O. Éd-
wald.
Illé.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Vaka.Dagskrá um bók-
menntir og listir á liðandi
stund. Umsjónarmaður
Magdalena Schram. Stjórn
upptöku Andrés Indriðason.
21.20 Bilaleigan. Þýskur
myndaflokkur. Þýðandi
Briet Héfcinsdóttir.
21.45 Huliðsheimur Maya.
Bresk heimildamynd um
menningu Maya-indiána.
uppruna hennar og endalok
á 11. öld. Eric Thompson,
sem helgað hefur lif sitt
rannsóknum á þessari fornu
menningarþjóð. skoðar
rústir gamalla borga i
Guatemala og i fylgd með
honum er Magnús Magnús-
son. Þýðandi Þórhallur
Guttormsson. Þulur Ellert
Sigurbjörnsson.
22.45 í kjallaranum. Björn R.
Einarsson. Gunnar Orm-
slev. Guðmundur Stein-
grimsson. Arni Scheving og
Karl Möller flytja nokkur
jasslög. Stjórn upptöku
Andrés Indriðason.
' 23.15 Dagskrárlok.
Huliðsheimur Mayja
1 kvöld kl. 21.45 er á dagskrá
sjónvarpsins bresk heimilda-
mynd um Mayja-indiánana i
Mið-Ameriku og menningu
þeirra sem hnignaði mjög á 11.
öld. Astekar hirtu það sem eftir
stóð, og hefur verið eignað mun
meira en rétt er, þar sem margt
af þvi, sem Evrópumenn töldu
þá hafa gert, var frá Mayjum
komið. Það er Magnús Magnús-
son sjónvarpsmaður i Edinborg,
sem fylgist meö þekktum fræði-
manni um rústir gamalla borga
Mayjanna i Guatemala. Heitir
sá Eric Thompson og hefur
helgað lif sitt rannsóknum á
hinni fornu menningarþjóð.
Mynd þessi er án efa mjög
áhugaverð og ættu menn ekki að
missa af henni.
Vinnumál eru á dagskrá út-
varpsins að loknum fréttum i
kvöld, en um þáttinn sjá þeir
Arnmundur Bachmann og
Gunnar Eydal. 1 gær var ekki
búið að taka upp þáttinn, en
Gunnar sagði að i honum yrðu
tryggingamálin tekin fyrir,
einkum þeir liðir sem stæðu i
beinum tengslum við atvinnu
eins og sjúkra-og slysabætur. Þó
yrði einnig fjallað nokkuð um
aðrar tryggingar sem
Tryggingastofnun rikisins ann-
ast.
Þá verður spjallað um tengsl
verkalýðsforystunnar við al-
menna félagsmenn, en oftlega
heyrast þær raddir að þau séu
harla litil. Munu stjórnendur
m.a. taka til umræðu aukna út-
gáfustarfsemi ASI og BSRB,
sem sé stórt skref i rétta átt til
aukinnar upplýsingamiðlunar.
Loks verður svo talað um sjó-
mannadeiluna og hvernig hún
standi, en hljótt hefur verið á
þeim vettvangi að undanförnu,
en viða ósamið. Ekki var ljóst
hver kæmi til viðtals af hendi
sjómanna.
m
Arnmundur Bacbmann
Magdalena Schram
m
■
jpjj s
Gunnar Eydal
Grœnlandsvikan í Vöku
Börn I Jakobshöfn á Grænlandi á hafnarbakkanum þar. Myndin er sett hér til að vekja athygli á Vöku sjónvarpsins i kvöld þar sem
fjaiiað verður um Grænlandsvikuna.
Að loknum fréttum i sjónvarpi
i kvöld er Vaka á dagskrá. Um-
sjón með þættinum hefur
Magdalena Schram og mun hún
fyrst fara i heimsókn til Bjargar
Þorsteinsdóttur á vinnustofu
hennar, en Björg sýnir nú i sal
Byggingaþjónustu arkitekta að
Grensásvegi 11. Eru myndir
hennar gerðar með grafiskri að-
ferð, ætingu og aquatintu, og
mun Björg skýra fyrir áhorf-
endum i hverju þær eru fólgnar.
Mestur hluti Vöku verður þó
helgaður Grænlandsvikunni
sem nú stendur i Norræna hús-
inu. Verður sýningin skoðuð vitt
og breitt og auk þess talað við
tvo listamenn, þau Hans Lynge,
sem er elstur þeirra er sýna, og
unga konu Aka Höegh. Sýningin
er á ljósmyndum, listmunum
ýmsum málverkum og fornum
gripum, auk sýningar á bókum
og timaritum i bókasafni húss-
ins. Þá eru kvikmyndasýningar
á hverjum degi og verður sýnd-
ur kafli úr einni þeirra, Palos
‘Brudefærd, 1 sem Knud Rais-
mussen gerði fyrir meira en 40
árum og þykir mjög góð. Að iok-
um ræðir svo Magdalena við
Maj-Britt Imnander forstöðu-
mann Norræna hússins, sem
senn lætur af þvi starfi.