Þjóðviljinn - 15.05.1976, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVlLJINN Laugardagur 15. mal 1976
NORRÆNA HÚSIÐ
Siri Derkert. Myndin er tekin 1957
YFIRLITSSÝNING
Á VERKUM
Siri
Derkert
Laugardaginn 8. mai var opn-
uö I Norræna húsinu yfirlitssýn-
ing á verkum eftir sænsku lista-
konuna Sirí Derkert, sem lést
áriö 1973 85 ára aö aldri. Riksut-
stállningar I Stokkhólmi setja
upp sýninguna, og haföi veg og
vanda af þvi Ragnar von Holt-
en, listfræöingur, i samráöi viö
son iistakonunnar, Carlo Der-
kert iistfræöing. Hér er um aö
ræöa farandsýningu, sem sett
hefur veriö upp í öllum helstu
borgum Sviþjóöar, og þegar
henni er lokiö hér, er ráögert aö
setja hana upp viöar á Noröur-
löndum. 1 Norræna húsinu verö-
ur sýningin til 23. mal nk.
Siri Derkert er talin i röö
fremstu listamanna svia. Hún
dvaldist á tslandi i átta mánuöi
1949—1950, ferðaðist þá viða,
kynntist mörgum og mun vlða
hafa skilið eftir sig teikningar
og frumskissur. Þessi Islands-
ferð er talin hafa haft djúptæk
áhrif á list hennar.
Norræna húsið fékk styrk frá
Letterstedtska föreningen i
Stokkhólmi til þess að af þess-
'ari sýningu gæti orðiö.
Siri Derkert fæddist 1888 I
Stokkhólmi, stundaði nám i
sænska Listaháskólanum
1911—13, settist að I Paris 1913
og ferðaöist til Alsir vorið 1914. í
Paris varð hún sambýliskona
finnska málarans Valle Rosen-
berg, og aðhylltust þau bæði
kúbismann. Veturinn 1915 fóru
þau til Italiu og settust að á Sik-
iley. Sonur þeirra Siri og Valle
Rosenberg er Carlo listfræðing-
ur. Leiöir þeirra Siri og Valle
skildu f heimsstyrjöldinni fyrri
og fór Siri aftur heim til Svi-
þjóðar 1916, þar sem hún kynnt-
ist listamanninum Bertil Ly-
Tréskúlþjúr frá sjötta áratugn-
um.
beck og eignaðist með honum
tvær dætur. Þau voru i hjóna-
bandi nokkur ár, en skildu 1924
og settist Siri Derkert þá að meö
börnum sinum þremur I Simpn-
'As við Álandshaf. Síðar settist
hún að I gömlu bakarii á Lidingö
við Stokkhólm, hélt fyrstu
einkasýningu slna 1932 og eign-
aöist stóran vinahóp, sem lét
mikið að sér kveða i kvenfrels-
ismálum og stjórnmálum.
Þaö var fyrst 1944, að Siri
Derkert hlaut almenna viöur-
kenningu sem listakona, en þá
var i fyrsta sinn haldin stór sýn-
ing á verkum hennar I Sten-
Sjáifsmynd Siri frá árunum
1911—13.
mans-sýningarsalnum i Stokk-
hólmi. Fjölskyldumyndir henn-
ar, oftast magnaðar en angur-
værar jafnframt, svo og seið-
andi, dulúðugar skógarmyndir
frá Grang’árde vöktu athygli. A
árunum 1943—50 málaði Siri
fjölda sérkennilegra og áhrifa-
mikilla mynda af þekktum bar-
áttukonum.
A striösárunum kynntist Siri
hópi islendinga, sem dvöldust i
Stokkhólmi víö nám eða störf.
Þessi kynni urðu til þess aö hún
lagði leið sina til Islands 1949.
Hún hugðist i fyrstu aöeins
dveljast hér á landi i tvær vikur,
en niðurstaðan varð sú að hún
varð um kyrrt á íslandi i átta
mánuði. Siri hafði aðsetur i
Reykjavik hjá vini sinum, Þor-
leifi Kristóferssyni trésmið,
sem bjó i Þingholtunum. Hún
ferðaöist um landið, var til
dæmis lengi á Siglufirði og mál-
aði myndir af sildarstúlkum,
svo og á Akranesi, i Borgarfirði
og viðar. Yfirleitt greiddi hún
mat og húsaskjói með málverk-
um og teikningum af fólki þvi er
skaut yfir hana skjólshúsi, og
munu þvi viða leynast verk eftir
hana hér á landi.
Siri Derkert kvaðst hafa orðið
fyrir miklum áhrifum af þessari
Islandsferð. Hún hreifst mjög af
ritverkum Halldórs Laxness, og
skrifaði heim: ,,Ég vildi að ég
gæti málað eins og Halldór Lax-
ness skrifar.” Hún teiknaði
myndir við söguna Ungfrúin
góða og húsið, og birtust þær i
timaritinu Vi 1953.
Siri var alla ævina að leita að
nýjum tjáningarleiöum. Siðustu
tuttugu árin málaði hún nær
aldrei oliumálverk, heldur
reyndinýjaraðferðir. Hún gerði
til dæmis andlitsmyndir úr
"málmræmum, og lærði sand-
blástur til þess að geta rist rákir
i steypu. Siðustu æviárin naut
hún mikillar hylli. Efnt var til
yfirlitssýningar á verkum henn-
ar i Moderna Museet i Stokk-
hólmi 1960, i Stedelijk-safninu i
Amsterdam 1962 og á Feneyja-
biennalnum 1962 var hún fulltrúi
svia. 1 Lundi var 1969haldin stór
yfirlitssýning á verkum hennar
og i Moss sama ár. Þá hélt hún
sýningu i Konstnarshuset I
Stokkhólmi 1972.
Sem fyrr segir verður sýning-
in á verkum Siri Derkert i Nor-
ræna húsinu opin til 23. þ.m.
dþ.
Dagskrá Listahátíðar lögð fram
Fjölbreytni í
fjárhagsvanda
Þriðja listahátið i Reykjavik
verður haldin 4.-16.júni og er dag-
skráin nú tilbúin. Enda þótt fjár-
hagsiegir örðugleikar setji henni
þrengri stakk en menn hefðu
viljað er dagskráin mjög fjöl-
breytt og i sumum efnum nýstár-
leg.
Listahátiðarnefnd hélt i gær
blaðamannafund. Þar var á það
minnt, að undirbúningur hefði
hafist seinna en skyldi vegna þess
að fjárveitingaraðilar höfðu hug á
að fresta hátiðinni vegna efna-
hagsástandsins. En samtök lista-
manna voru mjög andvlg frestun
— auk þess sem Listahátið i
Reykjavik hefði misst af mögu-
leikum til að eiga aðild að
Evrópusambandi listahátiða ef
farið hefði verið að hringla með
timann. Útkoman var svo sú að
gefið var grænt ljóst á listahátið
með þvi fororði að sparað yrði
eins og unnt væri.
Það er þessvegna að ekki var
boðið erlendri sinfóniuhljómsveit,
opnunarhátið er felld niður og
sparað að prenta ýtarlega dag-
skrá á bók. Þess i stað er dag-
skráin kynnt með veggspjaldi —
öðrum megin er ljósmynd frá
Þingvöllum frá 1885 og mun hun
sýna þá sem fyrst sungu öxar við
ána. Hinumegin er svo dagskrá
Listahátiðar.
Listahátið hefur komið viða
styrkur: Norræna húsiö er með
drjúgt framlag, einnig kemur til
fjárhagsleg fyrirgreiðsla frá
báðum þýsku rlkjunum Frakk-
landi, Portúgal, Bandarikjunum.
Þá hafa islenskir listamenn greitt
fyrir hátiðinni með þvi að gefa að
þessu sinni ýmsa vinnu.
Hér væri of langt mál að rekja
dagskrána, en sagt verður frá
einstökum þáttum hennar hér i
blaðinu smám saman. En svo
getið sé um nokkra þá hluti sem
nýir eru eöa nýstárlegir, þá skal
þetta nefnt:
Grænlendingar og færeyingar
eru I fyrsta sinn gestir á hátiðinni
— Mik-söngflokkurinn kemur frá
Grænlandi og tveir færeyskir
leikarar flytja dagskrá eftir Jens
Pauli Heinesen. Frá Portúgal
kemur pólitiskt leikhús, sem
kennir sig við Parisarkommún-
una. I fyrsta sinn kemur leik-
flokkur utan af landi á Listahátíö
— það er Leikfélag Akureyrar
sem sýnir Glerdýrin eftir
Tenessee Williams. Lilla Teatern
frá Stokkhólmi kemur með frægt
leikrit frá Suður-Afriku um
apartheid, og leikur Borgar
Garðarsson annað tveggja aðal-
hlutverka. íslenskir arkitektar
sýna teikningar og likön bygginga
sem aldrei hafa risið og heitir hún
ágætu nafni: Skýjaborgir og loft-
kastalar. Einnig verður haldin
sýning á myndum og handritum
furðumannsins Karls Einarsonar
Dunganons.
Tónlist verður meiri en hér
verði rakið, þó er hinn islenski
þáttur minni en búast mætti við
vegna þess að Norrænir tónlistar-
dagar koma i kjölfar listahátiðar.
Allmikið af menningartildragels-
um verður á Kjarvalsstöðum, þvi
hátiðarnefnd kveðst vilja stuðla
að þvi að efla þann stað sem
menningarmiðstöð.
—áb •
Þrettán út-
skrifuðust úr
Barnamúsík-
skólanum
Barnamúsikskóli Reykjavlkur
héit iokatónleika sina s.l. sunnu-
dag, 9. mal. Haidnir voru tvennir
tónieikar þennan dag, I Austur-
bæjarbiói og i félagsheimili
Karlakórsins Fóstbræðra. A
tónleikunum komu fram hljóm-
sveit skóians, sönghópur, börn úr
forskólanum og fjölmargir hljóð-
færaieikarar, allt frá einleik til
fjölmenns samleiks.
13 nemendur útskrifuðust úr
skólanum, og fara þeir flestir i
Tónlistarskólann I Reykjavik til
framhaldsnáms.
í vetur voru um 350 nemendur i
skólanum, þar af um 50 I útibúi
skólans i Breiðholti (FellahelliL
Framhald á bls. 14.