Þjóðviljinn - 15.05.1976, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. mal 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Bandarískir
hergagnaframleiðendur
og aðrir auðhringar
Lockheed-málið er
ekkert einstakt tilfelli
heldur dæmi um al-
menna hegðun banda-
riskra stórfyrirtækja
gagnvart embættis-
mönnum, stjórnmála-
mönnum og ýmsum við-
skiptavinum i öðrum
löndum.
Viðskiptamútur eru alþekkt
fyrirbrigði og hafa lengi verið, en
engir hafa stundað þær i eins
stórum stil og bandariskir iðju-
höldar og útflytjendur siðari ára.
Dæmin eru mýmörg: Flugvéla-
smiðjurnar Lockheed og Nor-
throp, bananahringurinn United
Bránds, bilaframleiðandinn
General -Motors, lyfjafram-
leiðandinn Schering-Plough, svo
aö nokkur þau stærstu séu nefnd.
Krabbamein
Háttalag rúmlega eitt hundrað
bandariskra hringa er undir smá-
stofuvélar) kom sér upp
númeruðum reikningum, nafn-
lausum, i Sviss. Lockheed flug-
vélasmiðjurnar létu öðru hverju
flytja stórar fjárhæðir I reiðufé i
bankahólf erlendis. Forstjórar
Philips héldu uppi tveimur
dótturfélögum i Sviss sem ekkert
voru nema nafnið svo að auðveld-
ara væri að yfirfæra peninga.
Þegar uppvist varð um þessi
brögð varð uppi fótur og fit I for-
stjórasölum stórfyrirtækjanna.
Eli Black, stjórnarformaður
banahringsins United Brands
(vöru merki: Chiquita), braut i
örvilnun sinni gluggann á skrif-
stofu sinni á 44. hæð
PariAm-skýjakljúfsins i New
York og fleygði sér út. Ekki þurfti
að spyrja að leikslokum þar.
Kóreuistyrkur
Bob R. Dorsey aðalforstjóri
Gulf oliufélagsins stundaði það að
bera fé á stjórnarráðserindreka.
Dorsey varð að segja af sér i
janúar i vetur. Frammi fyrir
rannsóknarnefnd Frank Church
viðurkenndi hann að Gulf heföi
eytt 5 miljónum dollara i mútur i
Mútur með bandarískum útflutningi
Nokkur dæmi um mútugjafir bandariskra auðhringa
Mutuupphæð
miljónir dollara
Stjórnmálaf lokkar
í Kanada
Stjórnarf lokkurinn
í Suður-IKóreu
Barrientos forseti
Bóliviu
Embættismenn og
ráðunautar erlendis
Ráðunautar í er-
lendum málefnum
Yoshio Kodama
í Japan
Marubeni-félagið
í Japan
Japanskir
embættismenn
Foringjar í
flugher Kólumbíu
Fyrirtæki
Mútuupphæð
miljonir dollara
Phillips Petroleum
Northrop
(Rafeindatækni,
loft- og
geimferðir)
Lockheed
(Loft-geimferðir)
Milliliður við íran
Pólitískir aðilar
í Suður-Kóreu 1972
Hermálaráðuneyti
Suður- Kóreu
1974 og 1975
Milliliðir i ýmsum
löndum
ítalskir stjórnar
ráðsstarfsmenn
Mc Donnell Douglas
(Loft- geimferðir)
Grumman
(Loft-geimferðir)
Rockwell International
(Loft-geimferðir)
Schering-Plough
(Lyf jaiönaður)
Stjórnmálaf lokkar
á ftalíu
Auglýsingaherferð
araba í Líbanon
ftalskir flokkar
Umboðsmenn
f Sviss
Áhrifamenn
í útlöndum
Hollenskur
áhrifamaður
Mexíkanskir
embættismenn
Stjórnarráðs-
starfsmenn og
f lugmálafor-
stjórar
Stjórnarráðs-
starfsmenn í
útlöndum
Stjórnmála-
flokkar í Kanada
Stjórnarráðs-
starfsmenn
í útlöndum
Stjórnarráðs-
starfsmenn
i Honduras
Gefa mútur undir eftir-
liti bandaríkjastjórnar
sjá stjórnvalda vegna hneykslis-
mála af þessu tagi. Svarti listinn
verður lengri með hverjum
deginum. Eftir Watergate og
uppljóstranirnar um CIA hefur
sjálfstraust bandarisku þjóðar-
innar orðið fyrir alvarlegu áfalli.
„Ogeðslegur blettur hefur fallið á
orðstir bandarisks viðskiptalifs”,
segir fréttaritið Time. Banda-
riski þingmaðurinn Frank
Church, lætur hneykslismálin
mjög til sin taka i öldungadeild-
inni oghann segir,: „Krabbamein
hverjar á vestrænt þjóðskipulag
og það heitir spilling”.
Watergate
Mútuhneykslin upplýstust i
tengslum við Watergatemálið;
verið var að rannsaka það hvaða
fyrirtæki veittu fé ólöglega til
kosningabaráttu Nixons 1972.
Þegar farið var ofani reikningana
kom i ljós að inntar voru af hendi
leynilegar greiðslur til erlendra
aðila ekki siöur en innlendra.
Hvarvetna var um mútur að ræða
til stjórnmálamanna. „Þetta er
eins og hin hliðin á Watergate og
það reyndar verri hliðin”, and-
varpaði forstööumaður kaup-
hallareftirlitsins, Ray Garret.
Hver af öðrum voru forstjórar
hinna voldugustu hringa kallaðir
fyrir oghver af öðrum játuðu þeir
mútugjafir.
Chiquita-örlög
Auðhringarnir gera ráðstafanir
til að fela stórar fjárhæöir fyrir
skattayfirvöldum og hluthöfum
svo að unnt væri að hagnýta þær á
auðveldan hátt. Oliuhringurinn
Gulf geymdi sérstakan mútusjóö
uppá 12,3 miljónir dollara hjá
dótturfyrirtæki s&iu á Bahama-
eyjum. Fyrirtækiö „3M” (skrif-
Suður-Kóreu, Boliviu, Libanon og
á Italiu.
Árið 1970 ávisaði Dorsey þrem
miljónum dollara á kórverjann
Mútarinn Dorsey. „Siðgæði er
alltaf afstætt”.
Kim, gjaldkera suðurkórverska
stjórnarflokksins DRP. „Þannig
var hægt að halda kyndingaroliu I
réttu verði”, sagði sérfræðingur
Church i oliumálum.
önnur fyrirtæki létu einnig sitt-
hvað af hendi rakna við aðila i
kringum einræðisherra Suð-
ur-Kóreu, Park. Frank Church
telur að alls hafi bandarisk fyrir-
tæki, einsog General Motors,
Motorola, Ford og Dow Chemical,
varið 30 miljónum dollara til
inútugjafa i Kóreu.
Mútufé stolið
Fyrir hefur komiö aö mútuféð
kæmist ekki til skila. Dæmi um
það var þegar Northrop-forstjór-
ar létu arablskan erindreka smn,
Adnan-Kaschoggi, fá 450 þúsund
dollara I þvi skyni að múta tveim-
ur hershöfðingjum I flughemum i
Sádi-Arabiu. Kaschoggi átti að fá
litla 45 þúsund dollara i
ómakslaun en þótti það litið, svo
að hann stakk 450 þúsundunum
lika i eiginn vasa. Rök hans voru
þau að Northrop skyldi svo
sannarlega blæða fyrir þaö að
halda að sádi-arabiskir her-
foringjar mundu láta múta sér.
Bumerang
Illa fór fyrir flugvélaverk-
smiðjunum Grumman þegar þær
ætluðu að selja keisaranum i íran
80 Toncat-orustuþotur. Grumman
leituðu til milliliða sem áttu að
greiða fyrir viðskiptunum og lof-
uðu þeim 28 miljónum dollara
fyrir greiðann. Aðeins 6 miljónir
dollara komu til útborgunar, þvi
að þá komustbandarikjamenn að
þvi að milligöngumennirnir voru
falsarar sem engra áhrifa nutu i
íran.
transkeisari frétti hinsvegar af
málinu og ákvað að krefjast þess
að veittur yrði afsláttur sem
næmi mútuloforðinu, 28 miljónum
dollara, af kaupverðinu sem var
fyrirhugaö 2,2 miljaröar.
Grumman færðust undan þessu
ogþásagðikeisarinn: „Þessiviö-
skipti eru móögun fyrir íran, ég
sný mér annað”, og þaö geröi
hann.
Exxon á Ítalíu
Oliuhringurinn Exxon sóttist
fyrst og fremst eftir öryggi i
Italiu-viðskiptum sinum. 1 þvi
skyni að hafa áhrif á italska þing-
menn i skattamálum og verölags-
málum útbýttu forstjórar Exxons
litlum umslögum til allra stjórn-
málaflokka Italiu, með alls 49
miljónum dollara á árabilinu
1963-71. Esso Italiana, dóttur-
fyrirtæki hringsins, bætti 19
miljónum ofaná, að sögn án
vitundar hringsins.
Af oliudollurum Exxons/Esso
nutu hópar vinstri sinna góðs,
einsog „Sósialiski einingaflokkur
öreiganna” og hugsanlega (segir
Spiegel) einnig italski
kommúnistaflokkurinn sem á að
hafa fengið 85 þúsund dollara á
árinu 1971. Tilað greiða fyrir fjár-
streyminu hafði Esso komið upp
leynilegum sjóði og þaðan gengu
umslögin til stjórnmálaflokkanna
sem aftur komu þeim áfram til
ráðuneyta og einstakra stjórn-
málamanna.
Verðskuldaö
Þessar aðferðir hringanna til
að koma sér i mjúkinn hjá stjórn-
málamönnum úti heimi hafa
valdiðþeim ótta i Bandarikjunum
að múturnar kunni að grafa und-
an bandariskri utanrikisste&iu.
Áhyggjur New York Times:
„Þegar upp kemst um múturnar
leiðir það til álitshnekkis fyrir
Bandarikin”.
Margir bandarikjamenn spyrja
sig þeirrar spurningar hvort
bandarikjastjðrn hafi ekki átt
slfkan álitshnekki skiiið.
Prófessor Seymour Melman við
Columbia-háskólann grunar
margt: „Þaðerekki skynsamlegt
að halda að hér sé um að ræða
sjálfstæðar aðgerðir af hálfu
hringa einsog Lockheed eöa Nor-
throp”.
Ríkiseftirlit
Enda er það svo, að helstu
vopnaframleiðendur standa undir
stöðugu eftirliti bandariska her-
málaráðuneytisins. Embættis-
menn Pentagons ákvarða að
miklu leyti um framleiðslu, verð
og afhendingu hergagna. Hjá
Lockheed starfa 400 eftirlitsmenn
hermálaráðuneytisins, hjá Nor-
throp 150.
„Það væri undarlegt”, sagði
bandariskur herforingi sem ekki
vill láta nafns sins getið, „ef þaö
hefði farið framhjá drengjunum
hvernig hringarnir koma sér á
framfæri erlendis, þvi það er
opinbert markmið okkar að knýja
á um vopnasölu”.
Ford bandarikjaforseti gaf að
visu út tilkynningu þess efnis að
hann muni láta erindreka sina
hafa eftirlit með aöförum hring-
anna erlendis, en bandarisku
stórblöðin taka ekki mikið mark á
henni. Bara kosningabrella,
„hann vill ekki h’ta út fyrir að
vera forsetaefni auðhringanna”
(New York Times).
Heilbrigð
viðskiptaregla
Viðskiptajöfrar Bandarikjanna
eru sannfærðir um það — upp-
ljóstranirnar hafa engu breytt i
þvi efni — að án nokkurrar mútu-
starfsemi mundu mikilvægir
markaðir glatast i ginið á
evrópskum og japönskum keppi-
nautum. Einn bandariski for-
stjórinn segir: „20% hagnaðarins
i bandarisku efnahagslifi og 8
miljónir verkamanna eru háð út-
flutningi. Hvað hefur þá þaö að
segja þótt einhver brúnn eða gui-
ur náungi úti i heimi fái svolitla
peninga aukreitis?”
Gerð var skoðanakönnun um
málið og kom þá i ljós að annar
hver forstjóri sá ekkert athuga-
vertvið þaðað „smyrja ofaná” á
þeim stöðum þarsem spilling er
landlæg. Hvað seglr ekki Dorsey,
fyrrverandi forstjóri Gulf: „Það
er ekki til neitt sértækt og algilt
siöferði. Sómatilfinning, venjur,
gildismat og reglur eru mismun-
andi frá landi til lands. Við hljót-
um aö laga okkur að aðstæðum,
annað væri fásinna”.
Spiegel — hj.