Þjóðviljinn - 15.05.1976, Qupperneq 14
.14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN , Laugardagur 15. maf 1976
Upphlaup
Framhald af bls. 7.
Ragnhildur verður nokkuð
hvumsa við þessum viðbrögðum,
eitt og eitt orö koma samanbitin
úr munni hennar og segist hún þá
ekki trufla ræðumann með frek-
ari kaffiboðum.
Allt bendir nú til fleiri eldsum-
brota og horfir illa i zetuliöinu.
Það viröist-tvistrað, hikandi, ráð-
laust magnvana fyrir stólsetan-
um sem kallað hafði til forystu i
liðinu og þvi fullmektugur að ætla
mætti. Horfir nú i óefni mikið.
Þinggrið rofin og höfuðlaus her.
Ingvar varaforseti tekur við
fundarstjórn. Ragnhildur, heldur
dreissug, strunsar úr forsetastól,
snúðugt og vill nú kollvarpa
þessum þingmanni og fær til liös
við sig Vigur-Sigurlaugu. Tekst
þeim að leiða hinn vigreifa af
velli og er nú kyrrt að mestu.
Enn um sinn er þó hviskrað
viða i hinu virðulega húsi.
Magnús Torfi flytur margspök
fræði sin, eins og ekkert hafi i
skorist, yfir fáeinum þing-
mönnum, pallamönnum og
fréttamönnum. Ró og kyrrð.
Undir kraumar. Striðið heldur
áfram hægt og bitandi. Þetta er
ekki aðeins strið hinna gagnstæöu
fylkinga heldur og striðið viö tim-
ann. Upphlaupsmaðurinn er
horfinn i iður hússins eða út i vor-
nóttina. Hver veit?
Svava Jakobsdóttir er næst á
mælendaskrá. Þegar klukkan
slær tólf á miönætti tekur hin
menntaða sagnakona að flétta
saman mergjaðan söguþráð og
áður en varir er seta og herseta
orðið eitt og þegar hún lýkur máli
sinu eftir rúma hálfa aðra
klukkustund lýsir hún striði á
hendur hvoru tveggja.
Vilborg Haröardóttir tekur
næst til máls og verður nú
frásögnin hröð, krydduð með
skemmtisögum og baráttuhljóð-
um. Þegar hún lýkur máli sinu er
klukkan að verða hálf-þrjú.
Nú er komið að Ingvari
norðlingi. Hann er formlegur og
hægmæltur, flytur mál sitt skipu-
lega og fumlaust. Ahorfendur eru
farnir i háttinn nema einn og
iskyggileg þögn i húsi enda aðeins
5 þingmenn sjáanlegir. Stefán af
Morgunblaöinu er farinn heim en
við Nanna frá útvarpinu sitjum
og þraukum púandi vindla.
Ingvar talar af hlýju um gamla
kennara sina og þess láns að hafa
hlotiö góða kennslu i æsku. Við
hægan eld orða hans sofnar
Ragnhildur i forsetastól enda
klukkan oröin þrjú og erilsamir
dagar að baki. Þingverðir dotta
með pipur á við og dreif um húsið.
Gylfi skrifar og skrifar. Nú er
hann búinn að skrifa i fjóra tima.
Vilhjálmur getur ekki lengur
gantast við stelpurnar I eldhúsinu
og situr gneypur i ráðherrastól og
blaðar.
Magnþrunginn er andi þessa
húss. Vofur þyrpast að. Gamli
Magnús Stephensen stendur
eihkennisbúinn I horni og litur
vigvöllinn vökulum augum.
Skyndilega fer Ingvar Glslason
með kimilegar stafsetningarvisur
eftir Orn Snorrason og örlitið lif
færist i þingsalinn. Magnús
Stephensen hverfur og Ragnhild-
ur vaknar. Gylfi skrifar og
skrifar og stekkur ekki bros á vör
og er þó maðurinn gamansamur.
Klukkan hálf-fjögur tekur Gils
Guðmundsson við. Blaðamanni
finnst nú timi til kominn að yfir-
gefa þessa undarlegu samkomu.
Seiðþrungin frásögn hins önfirska
þuls verður honum vegarnesti i
háttinn. Borgin er þögul og
göturnar auðar nema hvað hjú
eru að kyssast undir húsvegg á
Miklubrautinni eins og ekkert
hafi i skorist.
—GFr
Jóhann G.Jóhannsson með
málverka sýningu
FIMM KONUR
i kvöld kl. 20
miðvikudag kl. 20.
Næst slðasta sinn.
KARLINN A ÞAKINU
sunnudag kl. 15 — Uppselt.
Slðasta sinn.
NATTBÓLIÐ
sunnudag kl. 20
Tvær sýningar eftir.
IMYNDUNARVEIKIN
eftir Moliére
Þýðendur: Lárus Sigurbjörns-
son og Tómas Guðmundsson
Tónlist: Jón Þórarinsson
Leikmynd: Alister Powell
Dansar: Ingibjörg Björnsdótt-
ir
Leikstjóri: Sveinn Einarsson.
Frumsýning fimmtudag kl. 20
2. sýning föstudag kl. 20.
Litla sviðið:
STÍGVÉL OG SKÓR
Gestaleikur frá Folketeatret.
i kvöld frumsýning kl. 20.
Uppselt.
2. sýn. sunnud. kl. 20
3. og siðasta sýn. mánud. kl. 20
LITLA FLUGAN
miðvikudag kl. 20.30
Miðasala 13,15-20.
Simi 1-1200.
Jóhann G. Jóhannsson, list-
málari og tónlistarmaður',
opnaðir á laugardag sina 8.
einkasýningu. Þessi sýning er
haldin að Skógarlundi 3 I Garða-
bæ, sem og hin siðasta, sem hann
hélt á liðnu hausti. Sýningin er
opin til sunnudagskvölds 23. mai
frá klukkan 15:00 til klukkan
23:00 dag hvern. 52 myndir
málaðar með oliu og vatnsiitum
eru á sýningunni.
Jóhann sagðist vinna jöfnum
höndum að tónlistinni og málara-
listinni þessa dagana, og gerði
hvað öðru gott. Hann er að búa sig
undir að tekin verði upp með hon-
um breiðskífa, sem gerð verður
hérlendis á næstu mánuðum.
Myndina tók —ek. af Jóhanni
við frágang eins verka sinna að
Skógarlundi 3 á föstudaginn.— úþ
Fyrstu kapp-
reiðar ársins
Vorkappreiðar FAKS á
sunnudaginn verða að vanda
fyrstu kappreiðar ársins. Munu
margir frægir hestar taka þátt i
þeim, en alls taka 60-70 hestar
þátt i hlaupunum. Vegna mikils
og vaxandi áhuga unglinga á
hestamennsku efnir FAKUR nú
i fyrsta skipti til sérstakrar
keppni I unglingadeild. Ungling-
arnir munu sýna ýmsar þrautir,
sem þeir hafa æft sérstaklega
undir stjórn KOLBRONAR
KRISTJANSDOTTUR.
Keppt verður i 800 metra, 350
og 250 metra stökki. I siðast-
talda hópnum taka aðeins þátt
ung hross, þ.e. 6 vetra eða
yngri. Þá verður keppt i 250
metra skeiði og 1500 metra
brokki, þar sem 8 hestar verða
ræstir i hverjum riðli.
Keppnishrossin koma viðs-
vegar að. Af frægum skeiðhest-
um má nefna FANNAR Harðar
G. Albertssonar, sem reyndist
snjallasti vekringur landsins I
fyrrasumar, ÓÐIN Þorgeirs I
Gufunesi og HRIMNI Eyjólfs
Isólfssonar frá. Stóra Hofi. M
stökkhestum má fræga telja
LOKU Harðar G. Albertssonar,
ÁSTVALD Gunnars Svein-
björnssonar frá Sandgerði og
ÞJÁLFA Sveins Kr. Sveinsson-
ar.
Veðbanki verður starfræktur
að vanda.og happadrættishestur
FÁKS verður sýndur I sam-
bandi við mótið. Kappreiðarnar
hefjast kl. 2 og verða eins og
áður segir sunnudaginn 16.mai.
Vopnahlé!
Framhald af bls. 16
rétt eftir Geir Hallgrimssyni
höfð er það I fyrsta sinn sem is-
lenskur ráðamaður ljær máls á
þvl, að bretar fái tilslakanir hjá
Islensku landhelgisgæslunni,
gegn því aö þeir flytji herskip
sln út fyrir 200 mflur.
Forsætisráðherra svarar hót-
unum breta með undanslætti, og
slikthlýtur að styrkja þá I þeirri
trú, að hemaöaryfirgangurinn
muni beygja islendinga að lok-
um.
13 útskrifuðust
Frpmhald af bls. 8.
Skólinn er (eins og undanfarin ár)
meir en fullsetinn, og hamla hús-
næðisvandræði eðlilegum vexti
hans.
Um 20 kennarar starfa við skól-
ann og er kennt á pianó, gitar,
fiðlu, selló, klarinettu, altflautu,
þverflautu og hörpu.
1 vetur var starfsemi skólans
mjög fjölbreytt. Fyrir utan fjöl-
BLAÐBERAR
óskast í eftirtalin hverfi
Ásgarður Seltjarnarnes
Fossvogur Melar
Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna
— simi 17500.
ÞJÓÐVILJINN
marga tónleika, sem haldnir voru
innan veggja skólans, var farið i
nokkrar tónleikaferðir I skóla
borgarinnar og leikið og sungið
fyrir nemendur þar. Einnig var
farið I tónleikaferð til Akraness 2.
maí og haldnir sameiginlegir
tónleikar með tónlistarskólanum
þar.
Mótmælaaðgerðir
Framhald af bls. 2
var að mótmæla byggingu kjarn-
orkuvers á jaröskjálftasprungu á
Californluströnd.
Suðurarmur göngunnar, sem
lagði upp frá Birmingham I
Alabama fyrir skemmstu undir
forystu Southern Christian
Leadership Counsil (samtök sem
Martin Luther King stofnaði)
leggur höfuðáhersluna á kyn-
þáttastefnu og fátækt. 1 öðrum
sveitahéruðum leggja göngu-
menn sérstaka áherslu á sam-
stöðu slna með baráttu United
Farm Workers undir forystu
Cesar Ghavez.
Um öll Bandarlkin er með
göngunni og mótmælaaðgerðum,
fundum og menningaratburðum
henni tengdum lögð áhersla á
sambandið milli hernaðarstefnu,
pólitiskrar kúgunar og efnahags-
legs ójafnræðis. Þegar allir
armar göngunnar ná saman i
Washington D.C. I haust munu
tugir þúsunda bandaríkjamanna
hafa tekið þátt i henni.
Og þetta er ekki allt.
I næstu viku munu þúsundir
safnast saman á strætum
Oslóborgar til þess að andæfa
NATÓ meðan á utanrikisráö-
herrafundi bandalagsins stendur.
LEIKFÉLAG
REYKIAVlKUR
EQUUS
i kvöld. — Uppselt.
Allra siðasta sinn.
SAUMASTOFAN
sunnudag kl. 20,30.
Fimmtudag kl. 20,30. — 50.
sýn.
SKJALDHAMRAR
miðvikudag kl. 20,30.
Miðasalan i Iðnó opið kl. 14 til
20,30. Simi 1-66-20.
Lengri göngur til þess að leggja
áherslu á kröfur um afvopnun eru
ráðgerðar i Frakklandi, Italiu og
á Sardiniu i júli og ágúst.
Um allan heim fer fólk I mót-
mælagöngur til þess að minna
ráðamenn hins vopnaða
kapitalisma á að vopn og her-
stöðvar tryggja ekki öryggi
þjóðanna og koma ekki i veg fyrir
pólitiska og efnahagslega
kúgun.”
Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi
Magnús Vigfússon
húsasmiðameistari
Stigahilð 42 Reykjavlk,
verður jarösungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 18. maf
klukkan 13.30.
Sólveig Guðmundsdóttir
Hólmfrlður Magniisdóttir
Vigfús Magnússon
Guðmundur Magnússon
tengdabörn og barnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför
Rúnhildar Danielsdóttur
og hjartans þakkir til allra þeirra er heimsóttu hana og
hjálpuðu i veikindum hennar svo og þakkir til lækna og
alls starfsfólks á 3. hæð B á Landakotsspftala.
Fyrir mlna hönd og annarra vandamanna
Baldvin Þóröarson.
Móðir okkar
Pálmina Guðmundsdóttir
frá Litla-Fjalli.
verður jarösungin frá Stafholtskirkju laugardaginn 15.mal
kl. 2 e.h. •
Bllferö verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.15 f.h.
Anna Hjartardóttir
Emil Hjartarson
Guðmundur Hjartarson
Guðrún Hjartardóttir
Hugborg Hjartardóttir