Þjóðviljinn - 30.05.1976, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. mai 1976.
Jafnréttissíðan í frí
Þetta verður síðasta
jafnréttissíðan, amk. um
sinn, en hún hefur nú
verið nær óslitið í blaðinu
siðan s.hl. ársins 1973.
Auðvitað hefur efnið
verið misjafnt, eins og
gengur, en áhersla verið
lögð á að fylgjast með
líðandi stund og segja
helstu fréttir af sviði
jaf nréttisbaráttunnar —
auk þess sem lesendur
hafa lagt ómetanlegt lið,
bæði með greinaskrif um
og, ekki síst, með upp-
hringingum og bréfum,
sem birst hafa í belgnum.
Er þeim hérmeð þökkuð
þátttakan um leið og bent
skal á, að þótt ekki sé nein
sérstök jaf nréttissíða
stendur blaðið sjálft þeim
opið til skrifa um þessi
mál sem önnur, i bæjar-
pósti eða annarsstaðar.
— vh
ÁSA MARÍNÓSDÓTTIR:
Réttur og
réttleysi
umdæmis-
Ijósmæöra
Umsjón: Vilborg Haröardóttir
Ráðstefnan um kjör lág-
launakvenna, sem haldin
var 16. mars s.l. að
Hótel Loftleiðum var mjög
vel heppnuð, .einsog fram
hef ur komið í fréttum. Þar
höfðu framsögu konur úr
ýmsum starf sgreinum,
þám. Ása Marinósdóttir
Ijósmóðir frá Ytra Kálfs-
skinni í Eyjafirði og hefur
jafnréttissíðan fengið leyfi
til að birta framsöguerindi
hennar um Ijósmæðra-
sförfin og viðhorf þjóð-
félagsins til þeirra i reynd.
Þess skal þó getið, að laga-
frumvarpið, sem Ása segir
frá í ræðunni, hlaut loks
afgreiðslu á síðustu dögum
nýafstaðins þings.
Þar sem þessari ráðstefnu er
ætlað að fjalla um kjör láglauna-
fólks á tslandi, mun fátt eiga hér
betur heima en einmitt kjör um-
dæmisljósmæðra. Ljósmæður eru
ein elsta launastétt landsins, þvi
það munu vera 210 ár síðan is-
lenskum ljósmæðrum voru fyrst
greidd föst laun, þó launin hafi
hinsvegar alla tið verið af skorn-
um skammti. Þetta var tveimur
árum áður en fyrsta ljós-
mæðrapróf var tekið á tslandi en
það tók Rannveig Egilsdóttir árið
1768. Þetta segir sina sögu um
það, að frá alda öðli og fram til
ársins 1768 hafa ólærðar nær-
færnar konur tekið að sér að
hjálpa fæðandi konum, og fyrir
þremur árhundruðum þótti rétt-
mætt að þessar konur fengju ein-
hverja þóknun fyrir það starf, þvi
að árið 1685 segir i kirkju-
rituannu, ao þeím skuh greitt
sanngjarnlega fyrir ómak sitt, en
fátækum skulu þær hjálpa fyrir
Guðs sakir.
...þvi hún er
góð Ijósmóðir
Arið 1670 var fyrsti landlæknir
skipaður á landinu. Var það
Bjarni Pálsson og var honum
falið m.a. að kenna ljósmæðrum.
Árið eftir settist fyrsta lærða ljós-
móðirin að á tslandi og var hún
dönsk, en gift islenskum manni.
Útvegaði Bjarni Pálsson hana sér
til aðstoðar að kenna islenskum
ljósmæðrum. Ekki gekk þó vel að
fá laun handa henni, þvi það var
ekki fyrr en að ári liðnu, að
konungur allramildilegast ákvaö
að veita henni 60 rikisbankadali i
árslaun. Áður en það hafðist i
gegn, fóru fram bréfaskifti milli
Bjarna Pálssonar og vina hans i
Kaupmannahöfn og segir m.a. i
bréfi frá professor Buchwald:
Ekkert hefur fengist handa vesa:
lings ljósmóðurinni, vona ég þvi.
að landlæknirinn geti ásamt öll-
um yfirvöldum séð henni farboða.
þvi hún er góð ljósmóðir og vel að
sér. Og seinna segir i bréfi frá
Bjarna til prófessorsins: En i
Guðs bænum hjálpið mér. Hér er
um máiefni að ræða, sem ekki
varðar mig, heldur hana og eftir
þvi sem á stendur landið ailt.
Fjórum árum siðar voru veittir
100 rdl i viðbót árlega, er skifta
skyldi milli ljósmæðra i landinu
og fékk þá hver um sig 5—10 rdl.
Árið 1872 takið eftir, meira en
heilli öld seinna, voru enn veittir
100 rdl árlega, en breytingin var
sú, að nú voru ljósmæðurnar
orðna 65, sem þurftu að skifta
þessuá milli sin og varð þvi hlutur
hverrar fyrir sig ekki nema rúm-
lega 11/2 rdl i árslaun. Fór þvi si-
fellt minnkandi það sem ljós-
mæður fengu i sinn hlut og þar að
auki hefur verðgildi peninganna
án efa eitthvað rýrnað á heilli öld,
þó ekki hafi það siglt þvflíku
hraðbyri eins og á okkar timum.
Þetta var árið 1872 og nú er áriö
1976. Heil öld enn að baki og
margt hefur breyst hjá íslensku
þjóðinni, sem nú er orðin sjálf-
stætt riki og á að ráða yfir sér
sjálf og leysa vandamálin. Ein
örasta breyting, sem um getur i
sögu hennar úr fátækt og yfir i
svokallað velferðar þjóðfélag.
Breytingaskeiðið hefur orðið
þjóðinni erfitt ekki siður en mörg-
um unglingnum, þegarhann er að
þroskast og breytast frá þvi að
vera barn i annarra umsjá og yfir
i það að verða fullorðinn og
standa á eigin fótum. Ýmis sam-
tök og félög hafa smám saman
veriðstofnuð og hafa mörg þeirra
gætt hagsmuna félaga sinna og
réttar.
Ljósmæðrafélag Islands var
stofnað árið 1919 og hefur það frá
upphafi og allt til þessa dags
reynt að bæta hag ljósmæðra.
Félagið hefur oftsinnis óskað eftir
endurskoðun ljósmæðralaganna
frá 1933 en án árangurs.
Flutt ár eftir ár
A árunum 1971—72 var flutt
frumvarp til ljósmæðralaga af
Páli Þorsteinssyni og Helga Selj-
an. Endurflutt árið 1974 af Hall-
dóri Asgrimssyni og Helga
Seljan, var visað til rikisstjórnar
og hlaut þar enga afgreiðslu. En
flutt á yfirstandandi alþingi af
sömu mönnum. 1 frumvarinu
segir, að launakjör skipaðra ljós-
mæðra skulu ákveðin með kjara-
samningum eða af kjaradómi á
sama hátt og laun (annara) opin-
berra starfsmanna sbr. lög nr. 55,
28. april 1976.
Þá segir einnig i annarri grein:
Ljósmóðir, sem skipuð er i starf
samkvæmt lögum þessum á rétt
á orlofi ár hvert á sama hátt og
aðrir opinberir starfsmenn.
Þrátt fyrir flutning þessa
frumvarps ár eftir ár, og eindreg-
inna óska Ljósmæðrafélags Is-
Framhald á bls. 18.
JAFNRÉTTISBARÁTTA — STÉTTABARÁTTA
Fyrir hverju berjumst við?
Fyrir þó nokkru birtist hér á jatnréttissiðunni grein
eftir Gerði Öskarsdóttur skólastjóra, þar sem hreyft var
við hugmyndum, sem vitað var að vekja myndu deilur,
þe. um tímabundin forréttindi kvenna til að flýta fyrir
að jaf nrétti komist á. En þótt umsjónarmaður ætti von á,
að mótmælunum rigndi yfir síðuna er það fyrst nú, að
grein hefur borist með öndverðri skoðun og ekki vonum
seinna þar sem þetta er síðasta jaf nréttissíða að sinni.
Grein sú, sem hér fer á eftir er
skrifuð til að mótmæla grein
Gerðar G. óskarsdóttur sem
birtist i Þjóðviljanum 28. mars
s.l. Við furðum okkur á að enginn
skuli enn hafa borið við að svara
málflutningi Gerðar, því að hann
er slíkur að allir þeir sem telja sig
sósialista hljóta að vera henni
ósammála sé raunverulega ein-
hver hugsjón á bak við. Vikjum
þá að grein Gerðar. Hún skrifar:
„Hin svonefnda nýja kvenna-
barátta hefur hingað til verið
algerlega á móti forréttindum
kvenna. En að undanförnu hefur
sú hugmynd stöðugt gerst áleitn-
ari á huga minn, að þetta sé ekki
raunhæft. Konum verði að búa
viss timabundin forréttindi svo
jafnrétti verði náð. Karlmenn
hafa hingað til notið forréttinda
fram yfir kvenfólk, hvernig væri
að snúa þessu við á nokkrum
sviðum næstu 10 árin og veita
konum ýmis forréttindi fram yfir
karla i þeim tilgangi að jafna
muninn og uppfylla þannig okkar
skerf i 10 ára baráttu Sameinuðu
þjóðanna til jafnréttis kynjanna.”
Þessi klausa er aðaluppistaðan
i grein Gerðar og sú sem veldur
okkur hvað mestri furðu og
hneysklun. 1 þessum örfáu
setningum kemur fram svo mikið
þekkingarleysi og skilnings-
skortur á þvi samfélagi sem við
lifum i, að hin sjálfgefna
sósialistanafnbót Gerðar verður
eins og hver annar halaklepri.
Hún talar um „forréttindi karla”
og um að „jafnamuninn”, en
gleym. þvi um leið að arðrænir
karlar eru lika kúgaðir og þó svo
að konur fái sömu „réttindi” og
kariar eða jafnvel „forréttindi” i
10 ár, þá breytir það ekki þvi
þjóðfélagslega óréttlæti sem
viðgengst i auðvaldsþjóöfélagi.
Svona málflutningur á ekkert
skylt við sósialisma, þetta er
„feminismi.” Það er lágmarks-
krafa að kona sem kallar sig
sósialista skilji að kúgun kvenna
liggur i gerð þjóðskipulagsins og
henni verður ekki aflétt nema
með breyttu þjóðskipulagi. Henni
verður einnig að vera ljóst að
kúgun verkalýðsstéttarinnar i
heild á rætur sinar að rekja til
sama fyrirbæris. Það er rang-
færsla að stilla konum upp gegn
körlum, konur eru ekki ein heild,
frekar en karlar.þær skiptast i
stéttir sem eiga ólikra hagsmuna
að gæta og þær stéttaandstæður
er ekki hægt að sætta, þeim
verður að útrýma.
Rikisva Idið
En ef af yrði, hver ætti þá að
koma á þessum forréttindum
kvenna? Jú, rikisvaldið, bæjar-
stjórnir og verkalýðshreyfingin,
sem sagt að ofan. Þarna er komið
að öðrum grundvallarmis-
skilningi hjá Gerði, sem sé
skilningsleysi hennar á eðli rikis-
valdsins, sem gengur i gegnum
alla greinina. Það verður ekki
annað skilið, en að hún liti á „hiö
opinbera” sem einhvern hlut-
lausan aðila sem sé örugglega til
i að gera ýmsar breytingar á
skólakerfinu, félagslegri
þjónustu, launaflokkum og rikis-
fjölmiðlunum. Gerði er greinilega
ekki ljóst að rikisvaldið er valda-
tæki rikjandi stéttar, þ.e. hinnar
islensku borgarastéttar sem
beitir þvi i eigin þágu og notar tii
að viðhalda eigin völdum og hug-
myndafræði. Það vill nú svo til að
rikjandi hugmyndir okkar
„ágætu” borgarastéttar gegn-
sýra allt islenska skolakerfiö og
rikisfjölmiðlana (eins og reyndar
flesta aðra fjölmiðia), en þessar
hugmyndir eru jafnréttisbar-
áttunni mjög andstæðar. Fyrir
það fyrsta er það viðurkennd hug-
mynd að staður konunnar sé
innan veggja heimilisins, þrátt
fyrir að framleiðslan krefjist þess
að hún fari út á vinnumarkaðinn.
1 öðru lagi er litið á alla félags-
lega þjónustu sem illa nauðsyn,
sem kemur berlega i ljós hjá
ihaldinu i Reykjavik og rikis-
stjórninni sem skera niður fjár-
veitingar til barnaheimila og
almannatrygginga, þegar
harðnar á dalnum. Félagsleg
þjónusta er hagstjórnartæki (ekki
barlómur) og þegar þarf að koma
konum heim (þær eru jú vára-
vinnuafl, eins og við vitum) þá er
þvi óspart beitt, um leið og hert er
að gamalmennum og sjúklingum.
Þetta er nú „vilji” rikisvaldsins.
Hvers er að vænta af þvi á næstu
tiu árum? Nei það þýðir litið að
biðla til rikisvaldsins. Við sjáum
best á atburðum siðustu mánaða,
hinum gifurlegu verðhækkunum,
niðurskurði á fé til félagslegra
þarfa og námslánafrumvarpinu
hverjum það þjónar.
Verkalýðshreyfingin
Gerður spyr hver sé vilji verka-
lýðshreyfingarinnar og hvort hún
vilji „fórna einhverju fyrir
konurnar”. Við spyrjum á móti,
hverju hefur verkalýðshreyfingin
að fórna? Hún stendur ekki svo
vel að vigi að geta fórnað. Hún
hefur hins vegar allt að vinna —
konur og karlar I sameiningu.
Hins vegar er sá galli á gjöf
Njarðarað núverandi forysta ASl
virðist litinn skilning hafa á
kjörum og baráttu kvenna, það
sjáum við best af viðbrögðunum
Framhald á bls. 18.