Þjóðviljinn - 30.05.1976, Side 7

Þjóðviljinn - 30.05.1976, Side 7
Sunnudagur 30. mai 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Nú fer aB sty ttast i ListahátíB, — hún hefst á föstudaginn kemur, — 4. júni, og lýkur ekki fyrr en eftir mánuB. Þó verBur haft It- arlegt listrænt hlé frá sextánda fram aB lokatónleikum þriBju- daginn 29. i Laugardalshöll, — þegar Johnny Dankworth og hljómsveit hans halda jazzkon- sert þar, og Cleo Lane syngur. Margir áhugamenn um jazz- músik (þ.á m. undirritaöur) fara aö hafa hægt um sig og tala varlega þegar jazzsöngvarar eru á næsta leiti, — þá er aldrei aö vita hvaö yfir dynur og betra aö gæta sin. Þessvegna lét maö- ur nægja aö hlusta á þessi ágætu bresku hjón i útvarpinu á siö- ustu Listahátiö og missti þar meö af einum merkasta tón- listarviöburöi áratugsins aö miklu leyti, — oghefur oft iörast þess aö vera ekki viöstaddur þegar Cleo Lane kveikti I band- inu.sem þóvarkomiö vel Igang áöur i Allen’s Alley-sveiflu og Cotton Tail. Cleo Lane er nefni- lega ein af sárafáum konum sem bera meö rentu heiöurs- nafnbótina: jazzsöngkona. Þaö sannaöist I gamla slagaranum Tea for two. Skylt er aö geta þessaö Cleo stóö ekki i Háskóla- biói ein og óstudd — þaö voru engir sleöar á sviöinu meö henni, — André Previn — Arni Egilsson — Dankworth og hinir bretarnir, og þeir sem eitthvaö þykjast vita um jazzmúsik ættu aö geta sagt sér þaö sjálfir aö úrvals jazzmenn breta gefa engum eftir, — þaö ættum viö aö vita af langri reynslu. Einhverntima veröur skráö saga jazzins á tslandi, — og þá koma bretar snemma til skjal- anna. Þegar Hótel Borg var opnuö fyrir tæpri hálfri öld var snemma fariö aö ráöa þangaö breska hljóöfæraleikara til að spila fyrir dansi, og þá slæddust annaö veifiö meö piltar sem haldnir voru þessari áráttu, — aö leika jazz. Ekki var þó Jack Quinett sem kom hingaö til lands upp úr 1930 mikill frum- kvööull á þessu sviöi sjálfur — betur horföi meö Arthur Rose- berry sem kom hingaö úr Kit Kat klúbbnum i Lundúnum, þá talinn all-liötækur jazzpianisti þar I sveit. Svipuöu máli gegndi um Billy Cook, — en þaö sem mestu máli skipti var þó aö brátt fóru innlendir menn aö leika i þessum hlij ómsveitum englendinga. Bjarni Böövarsson hefur liklega verið aö safna liöi I stéttarfélag Islenskra hljóö- færaleikara þegarhann fékk at- vinnu i hljómsveit Quinnetts 1933, — stefna Bjarna var sú aö Islendingar ættu aö spila fyrir islendinga og sitja fyrir um at- vinnu á dansstööum. Þetta mjakaöist smám saman I átt- ina, um miöjan f jóröa áratuginn voru Villi og Svenni komnir i hljómsveitina á Borginni — siö- an bættust þar viö Jói Eggerts og Þórir. Þessir ágætu lista- Jón Múli Árnason skrifar menn veröa aö afsaka gælu- nöfnin — þeir hétu þeim I gamla daga — og heita þeim enn I hug- um samkvæmisgesta á Hótel Borg, forðum tiö, — einkum þeirra sem höföu áhuga á jazz-músikk. Þessir piltar uröu nefnilega fljótlega frumherjar jazztónlistar á Islandi — og án þeirra heföu hljómsveitir hinna bresku diriigenta orðið næsta sviplitlar. Cleo Laine og John Dannworth Sögur af íslenskum og breskum jazzi Johnny Dankworth — Cleo Lane o.f A árunum fyrir heimsstyrj- öldina voru plötur litillar breskrar hljómsveitar einkar vinsælar hér á landi — Nat Gon- ella and his Georgians. Stjórn- andinn vakti fyrst athygli þegar hann blés á trompet I hljómsveit Lew Stones. Eins og margir bestu dansstjórar breta haföi Stone ævinlega innan handar jazzleikara til aö llfga upp á böllin. Jack Hylton réöi til sln Coleman Hawkins, — Henry Hall stjórnandi danshljómsveit- ar BBC haföi Benny Carter og Reginald Forsyth i þjónustu sinni um árabil, — George Chis- holm og Tommy McQuater héldu sveiflunni gangandi I Am- brosebandinu og plötur þessara kappa kostuðu tvær og fimmtiu i hljóöfæraverslunum Reykja- vikur. Þær snerust lika 78 snún- inga á minútu á grammófónum útvarpsins I danslagaþáttum og öðrum dagskrárliðum, og voru raunar þaö eina sem þá bar keim af jazzi i fyrrnefndri menningarstofnun. Breski her- inn fékk aö sjálfsögöu aðgang aö Rikisútvarpinu þegar hann var búinn aðleggja undirsig landiö, — nokkrar klukkustundir á viku, — og generálarnir höfðu þar jazzþátt löngu áöur en út- varpsráö áræddi aö stiga svo djarft spor. Þegar striöinu lauk og Evrópumenn fóru aftur aö dansa I friöi kom I ljós aö æskufólk álf- unnar kaus helst aö skeiöa um gólfin I takt viö jazzmúsik, — samkvæmislif I Reykjavik haföi þvi á sér einkar hressilegan blæ næstu árin, Björn R. Einarsson stjórnaði hörkugóöu dixieland- bandi I Breiðfirðingabúð, ofan- skráöir hótelspilarar, Svenni Ólafs — Þórir og kó uröu alls ráöandi þar á Borgarböllunum, Einar Pálsson (ísólfssonar) upphóf vikulegan jazzþátt i út- varpinu, og athafnamenn fluttu áhættulítiö inn erlenda jazzleik- ara til hljómleikahalds i höfuö- borginni. Þá var leitaö til breta — Buddy Featherstonough og hljómsveit voru hér einna fyrst á ferð, þar spilaöi Steve Race á pianóiöoghefursiöanveriö einn af forystumönnum ienskri jazz- músikk, Ronnie Scott saxófón- leikari og framkvæmdastjóri frægasta jazzkiúbbs Lundúna var hér aö blása um miöja öld- ina, einnig Mike McKenzie og Mary Bryant, Vic Ash og tólf manna band o.fl. A Bretlandi blómstraöi jazz- músikk sem aldrei fyrr á árun- um eftir heimsstyrjöldina, — ekki gekk þó undirrituBum of vel aö finna jazzmúsik viö sitt hæfi þegar hann kom til höfuð- borgar heimsveldisins 1948-Viö vorum þar tveir útvarpsmenn aö segja fréttir af ólympiuleik- unum og örlögin höguöu þvi svo aö landar okkar uröu snemma úr leik, — okkur gafst þvi tæki- færi til aö kynnast næturmenn- ingu Lundúnabúa. Hún var okk- ur ekki alltaf aö skapi, og mun- aöi einu sinni minnstu aö mér yröi fleygt meö fuld musik út úr fornum New Orleans jazz- klúbbi, — forráöamenn þar töldu mig hættulegan öfgasinna og framúrstefnusnáp þegar ég fullyrti aö Armstrong væri ffa- asti trompetleikari i heimi, — þeir sögöu að hann væri just another trumpeter. Viö Iþrótta- fréttamenn útvarpsins héldum þó áfram menningarviöleitni og þar kom aö innfæddir heldri- menn bentu okkur á jazzklúbb I Oxfordstræti þar sem bestu jazzmenn breta spiluöu reglu- lega tvisvar eöa þrisvar I viku. Um þetta leyti höföu fyrstu plöt- ur Parkers og Gillespies gengiö manna á milli hér heima, og annar útvarpsmannanna með Groovin ’high á heilanum, blístrandi, púandi og baulandi laglin. frá morgni til kvölds, — þar til fél. hans hélt við sturlun. Þó þótti Siguröi Sigurössyni skörin færast helst til langt upp i bekkinn þegar við gengum á siðdegisstund inn I fyrmefndan Oxfordstrætis jazzklúbb og hljómsveitin byrjaöi á sama andartaki aö boppa upp Groov- in’ high. Þar blés rúmlega tvi- tugur piltur af mikilli snilld á altsaxófón, það var Jóhnny Dankworth og hefur mér verið einkar hlýtt til hans siðan. Hljómsveitin Johnny Dank- worth Seven spilaöi fyrst opin- berlega á skemmtistaönum London Palladium áriö 1950, og þar meö hófst sigurfór sem staöiö hefur siðan og ekki sér fyrir endann á. Dankworth er tvimælalaust frægasti og vin- sælasti jazzmaöur breta, — margir segja lika hinn besti, — maöurinn er ólatur og hefur aldrei slegiö slöku viö, alltaf aö spila, kompónera fyrir hljóm- sveitir sinar og annarra, kvik- myndatónlist fyrir bió og sjón- varp, — útvarpsþætti og sin- fóniuhljómsveitir. Sinfóniu- hljómsveitin okkar lék eitt af verkum hans i Háskólabiói fyrir 10 árum, og þegar s vo ber undir bregöur hann sér upp á stjórn- andapallinn hjá frægustu sinfóniuhljómsveitum heims. En Dankworth er fyrst og fremst jazzistiog i þeim bransa hefur hann ævinlega haft á að skipa úrvalsliöi. Ariö 1953 stofn- aöi Dankworth fyrsta biggband sitt, — og þá var auglýst eftir söngkonu, margar sóttu um starfið, en fyrir valinu varö ung stúlka af ættum Vestur-India- manna, Cleo Lane. Þau giftu sig nokkrum árum siöar og hefur hjónabandiö veriö einkar far- sælt. Cleo hefur búiö eiginmanni sinum og tveimur börnum smekklegtheimili ihundraðára gamalli höll I Buckinghams- hire-sveit, — þau eiga þar 17 ekrur ræktaös lands og hafa innréttaö gamla hesthúsiö fyrir leiksýningar oghljómleika. Það heitir aö Wavendon — þar eru haldin námskeiö fyrir unga tón- listarmenn og hinir efnilegustu styrktir til dáöa, — þetta er góö- geröarstofnun og gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. Þar spila endurgjaldslaust mestu meist- arar heims, Mehnuin, Asken- azy, Previn, John Williams, Ogd- on, Moura Lympany og margir fleiri aö ógleymdum húsbónd- anum og félögum hans, — og húsfreyjan syngur og leikur. Hún er fæddur leikari eins og margt af skyldfólki hennar, og vann fýrst sigur á leiksviði á Edinborgarhátiöinni 19611 hlut- verki önnu i óperu Weills og Brechts — Dauöasyndunum sjö. Túlkun hennar á Titaniu i Jons- messunæturdraum Shakespear- es er rómuö viöa um lönd og ekki siöur Hedda Gabler Ibsens. En Cleo Lane er fyrst og fremst jazzsöngkona —hún er á réttri hillu i hljómsveit Dank- worths. Þau hjónin hafa verið aufúsugestir I hljómleikasölum um viöa veröld á undanförnum árum, fylltu Carnegie Hall i New York fjórum sinnum I jan- úar I vetur og hljóörituöu I leiö- inni Pierrot Lunaire Schön- bergs, einnig sifaglagaflokk eft- ir Charles Ives og eina jazz- plötu, bandarikjamenn sæmdu Cleo Lane aö þvi loknu tvennum Grammy-verölaunum, — þeim fylgdi viðurkenning: Besta söngkona klassiskrar- og jazz- tónlistar. Siöan var haldiö I tón- leika- og söngför um Kanada og þaöan fariö til Hong Kong. Gagnrýnendur þar i nýlendunni sögöu aö menn heföu hlotiö að heyra til hennar I alþýöulýö- veldi Maos, — Kina er eina landiö sem Dankworth-hjónin eiga eftir aö leggja undir sig. Núna i byrjun mánaöarins voru þau aö skemmta itölum og fóru svo til Sviss og list þeirra berg- málaði i Alpafjöllum. Og nú fara þessi bresku jazz- hjón von bráöar aö undirbúa Is- landsför sina númer tvö. Inn- lendir aular sem ekki töldu ó- maksins vert aö fara i Háskóla- bió á siöustu listahátiö ætla nú aö bæta ráö sitt og missa ekki af neinu I þetta sinn. Þaö má lika vera þeim enn frekari hvatning aö nú er orörómur á kreiki hér i borginni um nánara samstarf breskra ogislenskra jazzleikara en nokkru sinni fyrr. Þvi er jafnvel trúaö aö 18 manna hljómsveit F.I.H. fái aö leika á Listahátiöinni meö Dankworth og Cleo Lane. Þeir eru lika oft þarna I F.l.H.-hljómsveitinni, strákarnir sem blésu á Borginni i gamla daga, Villi Guöjóns og Svenni ólafs og fengju þá tæki- færi til aö spila meö bretum á ný.. Raunar má ekki dragast öllu lengur aö biggbandiö okkar hljóti þá viöurkenningu sem því ber, — nú verður maöur bara aö vona aö góðviljuöum mönnum takist að láta hin gömlu jazz- kynni breta og islendinga ná listrænu hámarki I Laugardals- höll þriöjudaginn 29. júni. JMA. greinilega meö þeim hætti aö meirihluti þjóða heimsins viður- kennir 200 milna auölindalög- sögu. 3. Islendingar væru eftir þess- um aöferöum aö kalla yfir sig 'deilur viö allt Efnahagsbandalag- iö,og hver trúir þvi aö menn eins og Geir Hallgrimsson og Einar Agústsson heföu manndóm i sér til þess aö standast þann þrýsting sem EBE gæti meö aUskonar viö- skiptaþvingunum lagt á islend- inga? 4. Islendingar geta nú losnað undan samningunum viö vest- ur-þjóöverja þar sem bókun sex hefUr ekki enn tekiö gUdi og vest- ur-þýski utanrikisráöherrann hefur viöurkennt fyrir hálfum mánuðieöa svo,aöhann getiengu um þokaö varöandi bókun sex viö Efnahagsbandalagiö. Viö gætum þvi nú þegar losað okkur- undan vestur- þýska samningnum — en Istaö þess fela tillögur Croslands I sér aö viö bindum okkur viö samninginn áfram — og sleppum vestur-þjóöverjum meira aö segja viö eftirleikinn. 5. Eins og sakir standa erum viö aö sigra breta I landhelgis- deilunni; spumingin er aöeins um fáeina mánuöi. Þess vegna væri þaö glapræöi aö fara nú aö hefja samningaviðræöur viö breta — nema þá um samninga sem fælu þaö i sér aö bretar afsöluöu sér endanlega fiskveiöum viö Is- landsstrendur. Tilboö Croslands er klókt meö tilliti til ástandsins I Sjálfstæöis- flokknum. Crosland veit aö sjálf- sögöu aö Sjálfstæðisflokkurinn og Geir Hallgrimsson þola ekki aö standa I opinni deilu viö lands- menn sina um aöildina aö Nató mikiö lengur. Þar meö brysti augljóslega hugmyndagrundvöll- ur þeirrar utanrikisstefnu sem neytt var upp á islendinga 1949. Meö tilboöi sinu er Crosland aö bjóöa Geir Hallgrimssyni aö losa Sjálfstæöisflokkinn úr þessari klipu — meö þeim hætti einfald- lega aö láta EBE yfirtaka vandann, en losa Nató út snor- unni. Þessari hugmynd fagnaöi Geir Hallgrimsson auövitaö — og ekki er óliklegt aö hann hafi átt sinn þátt I að semja hana. Einar flengdur Þegar tiúögur Croslands voru kynntar i landhelgisnefnd og utanrikismálanefnd kom fátt fram þar sem fréttnæmt telst: Sjálfstæöisflokkurinn var meö samningum á grundveúi Cros- lands, Alþýöuflokkurinn vildi leysa deiluna meö samningum, Samtökin og Alþýöubandalagiö voru á móti. Framsóknarmenn- irnir I utanrikismála- og land- helgisnefnd sögöu fátt. Siödegis á miövikudag voru svo fundir i þremur þingflokkum. Alþýöu- bandalagiö samþykkti hvöss mót- mæli við samningstilboöinu, Sjálfstæöisflokkurinn samþykkti eftir tveggja tfanafund aöheimila ráöherrum sinum aö kanna möguleika á samningum viö breta á grundvelli Croslands. Fundur Framsóknarflokksins stóð i fimm tima. Þar var mættur — sjálfboöinn — Eysteinn Jóns- son öllum aöóvörum. Þegar Einar Agústsson haföi lokiö skýrslu sinni flutti Eysteinn tölu þar sem hann hirti Einar fyrir vinnubrögð hans. Einar bar sig illa, en Eysteinn fylgdi flengingunni fast eftir. Kom fram á þessum fundi megn óánægja meö framkomu Einarsogþá alveg sérstaklega aö hann skyldi hleypa Geir Hall- grtaissyni aö málinu meö þeim hætti sem lýst var hér á undan. Fundur þingflokks Framsóknar- flokksins komst ekki aö neinni niöurstööu, hann leystist upp. Framhald á 16. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.