Þjóðviljinn - 30.05.1976, Side 9
Sunnudagur 30. mai 1976. ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 9
FLUGLEIÐIR H.F.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Flugleiða h.f. verður haldinn
að Hótel Loftleiðum i Reykjavik Kristal-
sal, fimmtudaginn 10. júni 1976, og hefst
kl. 13:30.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 10. grein
samþykkta félagsins.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum
félagsins samkvæmt 18. grein sam-
þykktanna.
3. önnur mál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum á
aðalskrifstofu Flugleiða h.f., Reykjavik frá og með 1. júni
n.k.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundinum,
skulu vera komnar i hendur stjórnarinnar eigi siðar en sjö
dögum fyrir aðalfundinn.
Allar aðaltillögur, sem koma fram til atkvæða á aðal-
fundinum liggja frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofu
félagsins frá og með 9 júni 1976.
Stjórnin
Lögtaksúrskurður
Samkvæmt beiðni innheimtumanns rikissjóðs úrskurðast
hér með að lögtak geti farið fram fyrir gjaldföllnum en
ógreiddum söluskatti/sölugjaldi fyrir mánuðina janúar,
febrúar og mars, nýálögðum hækkunum söluskatts/sölu-
gjalds vegna fyrri timabila, gjaldfallinni en ógreiddri
fyrirframgreiðslu þinggjalda ársins 1976 og nýálögðum
hækkunum vegna fyrri ára, öryggiseftirlitsgjöldum,
skoðunargjaldi bifreiða, þungaskatti af bifreiðum, vá-
tryggingargjaldi ökumanns, vörugjaldi, framleiðslugjaldi
af innlendum tollvörutegundum, útflutningsgjöldum,
lesta og vitagjöldum, tryggingargjöldum skipshafna,
skipaskoðunargjöldum og skráningargjöldum, allt ásamt
dráttarvöxtum og kostnaði.
Lögtökin geta farið fram að liðnum átta dögum frá
birtingu úrskurðar þessa.
Hafnarfirði 21. mai 1976
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði,
Seltjarnarnesi og Garðakaupstað.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Vélprjónasambandið
auglýsir
Sýnikennsla verður haldin að Hallveigar-
stöðum dagana 8., 9 og 10. júni kl. 2—6 á
eftirtaldar prjónavélar.
Brothers 8. júni — Passap 9. júni — Singer
10. júni — Kaffisala.
Sýnt verður á Toyota pr jónavél að Ármúla
23. 1. júni kl. 2—6.
Mætið vel. — Allir velkomnir
Hjúkrunarfélag
íslands
Félagsfundur verður i Domus Medica
þriðjudaginn 1. júni kl. 20.30
Fundarefni:
Kjarasamningar
Hjúkrunarfræðingar — fjölmennið
Launamálanefnd HFÍ
Gott skot
Mikið úrval bóka
Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk-
ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig
nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum,
Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja-
landi.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi
mgm Akranes
Umferðarfræðsla
Kvikmynd — Brúðuleikhús
Umferðarráð og lögreglan efna til um-
ferðarfræðslu 5 og 6 ára barna mánudag-
inn 31. mai i Barnaskóla Akraness.
Börn eiga kost á að mæta tvisvar, eina
klukkustund i hvort skipti.
6 ára börn komi kl. 10.00—11.00 f.h. og aft-
ur kl. 1.30—2.30.
5 ára börn komi kl. 11.00—12.00 f.h. og aft-
ur kl. 15.00—16.00 e.h.
Æskilegt er að börnin hafi með sér tösku
eða poka undir verkefni.
Lögreglan á Akranesi
Allar götur síðan 1936 hefur Málningarverk-
smiðjan Harpa verið í fararbroddi, hvað snertir
nýjungar í framleiðslu á málningu, lakki og ýms-
um kemiskum efnum byggingariðnaðarins.
Frá upphafi hefur rannsóknarstofa fyrirtækisins
rekið umfangsmikla starfsemi, sem beinist að
því að reyna þol og gæði framleiðslunnar við
mismunandi íslenzkar aðstæður.
Sérstaða Hörpu meðal málningarframleiðenda
á Islandi er fólgin í því, að Harpa notar ein-
göngu uppskriftir sem hannaðar eru á rann-
sóknarstofunni fyrir hina umhleypingasömu ís-
lenzku veðráttu. Reynsla fengin af nær 40 ára
viðureign við íslenzkt veðurfar tryggir gæði
framleiðslunnar.
LÁTIÐ HÖRPU GEFA TÓNINN
HARRÁ SKÚLAGÖTU 42
Nú kveóur i
vió nýjan tón