Þjóðviljinn - 30.05.1976, Page 11

Þjóðviljinn - 30.05.1976, Page 11
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. maí 1976. Sunnudagur 30. mai 1976. ÞJÓDVILJINN — StÐA 11 ** **■ m Þaö er vist hægt aö fá nóg af þessum lasarusum en óhægt að fa þjonustufólk Ertu ekki sæmileg til heils- unnar? Ég finn að ég er alltaf að tapa sjóninni og þeir segjast ekkert geta hjálpað mér læknarnir. Ég get ekki orðið litið i blað nú orö- ið. Svo get ég litið gengið. Ég datt einhvernveginn klaufalega og meiddi mig i baki. Siðan hef ég staf en ég fer á fætur alltaf og ofan oftast nær. Segðu mér frá lifshlaupi þinu Guðrún Ég er fædd i Hjörsey á Mýrum 20. desember 1878. Ég held þó að presturinn hafi skrifað það vit- laust i kirkjubókina. Móðir min sagði að ég væri fædd annan dag. A 4. eða 5 ári fór ég að Saurum og var þar fram undir Ég hef ekkert skipt mér af pólitik. Ég hef vit á að þegja. Ég hef kannski fylgt þeim þegar átti að kjósa. Nei, maður veit ekkert i sinn haus, fólk sem býr langt upp i sveit. Voru kannski margir kommúnistar i þinni sveit? Það voru þó nokkrir innan um. Þeir hafa verið til en ég hef ekki hitt neina núna lengi. Þegar ég var i Hraunhreppnum þá voru nokkrir menn með þessa skoðun. Maður heyrir stundum hvað fólkið segir og hlustar á útvarp og litur i blað en ég get það ekki nú orðiö. Þú ert hérna i tveggja manna herbergi. Manni liöur vel eftir þvi sem Guörún á Mel Það er það leiðinlegasta verk, sem ég hef gert, að prjóna Eg hef ekkert skipt mér af pólitík. Ég hef vit á að þegja. Ég hef kannski fylgt kommún- istunum þegar átti aö kjósa akona á98.aldursári Á dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi býr gömul kona, sem er 97 ára að aldri. Hún heitir Guðrún Guðmundsdóttir. Þangað til fyrir fjórum árum bjó hún búi sínu á Mel í Hraunhrepp ásamt Aðalsteini Péturssyni, syni sínum, sem lika hef- ur sest að á dvalarheimil- inu en hann er 77 ára. Annar sonur hennar, sem einnig bjó á Mel, Guð- mundur Pétursson, lést fyrir fáeinum árum. Guðrún er ern og æðru- laus. Blaðamaður bjóðviljans hitti hana að máli rétt áður en hún brá búi fyrir fjórum árum og spurði hana þá hvernig henni litist á að fara á elliheimilið eft- ir svo langa búskapartið. Þá svaraöi hún galvösk eins og hún á eðli til: „Ég held að það sé sama hvar svona gamlar kerl- ingareinsog ég sitja með prjón- ana sina.” Guðrún hefur um langa hrið aðhyllst hugsjónir sósialismans og fylgist enn með atburðum liðandi stundar. Guðrún færist fyrst undan að láta hafa nokkurt blaðaviðtal við sig og segist vera orðin al- veg minnislaus. „Þegar maður heyrir ekkert og sér ekkert þá veit maður ekkert,” segir hún. En þetta er nú bara litillæti. Blaðamaður spyr hvernig hún hafi það hérna á dvalar- heimilinu. „Við höfum það nátt- úrlega gott. Við erum eins og skepnur sem gefið er á jötuna. Við étum, sofum og sitjum.” Þú er farin að nálgast það að verða 100 ára? Já, það mætti segja um mig eins og haft var eftir Ingólfi gamla lækni þegar hann var sóttur til sjúklings og fékk að vita hvað hann væri gamall. Þá sagði læknirinn: Þú ættir löngu að vera dauður. tvitugt en var þó vinnukona hjá hálfsystur minni á Hömrum um tima. Ég gifti mig um tvitugt og byrjaði að búa á Saurum, það var fyrir aldamót, en fór þaðan að Litla Kálfalæk 1907 og 1910 að Mel og bjó þar siðan i 62 ár. Breyttust ekki búskaparhætt- ir mikið á þessu timabili? Það er ekki hægt að lýsa bú- skaparbreytingunum. Það var fátækt og hvergi stór búskapur, fátæktarbasl viða. Hún var nú ekki i eyði Hjörseyin þá. Þar voru stórbændur og á ökrum og i Vogi. Jú, það hafa orðið miklar breytingar. Það þótti gott að hafa fatnað þá sem ekki þætti boðlegur núna. Þú ert kommúnisti um er að gera. Það er hér allt( mikið af aumingja vesalingui miöað við þjónustufólkið. Þett hrúgast upp. Samt er alltaf vei ið að byggja. Ég heyri haman höggin. En alltaf fyllist jafnób um. Það er vist hægt að fá nóg af þessum lasarusum en óhægt að fá þjónustufólk. Ég sé að þú ert að prjóna vettlinga Það leiðinlegasta verk, sem ég hef gert, er að prjóna. En ég er að prjóna svona eitthvað af drasli og þeir kaupa það þetta sem eru við einhverja vinnu. Svo er nú það sem mér hefur alltaf þótt skemmtilegra að vinna, það er að hekla. Nú dregur Guðrún upp forláta Ég datt einhvern veginn klaufalega og meiddi mig i baki. Siðan hef ég staf. dúk úrpússi sinu sem hún segist vera nýbúin að hekla en kveðst um leið ekki sjá orðið nógu vel við að sauma. Nú er Ijósmyndarinn að hamast við að taka myndir og Guörún hefur áhyggjur af þvi að hún sé ekki nógu fin. Ljós- myndarinn biður hana að brosa. Þá segir þessi gamla hressa kona: „Þegar maður er orðinn svona gamall hvernig á maður þá að brosa. Maður verður bara grettnari.” Við kveðjum nú þau mæðgin með virktum. Aðalsteinn fylgir okkur til dyra. Hann segist vera hættur að vinna að mestu en starfar þó i sláturhúsinu á haustin. GFr Mæðginin Aðalsteinn Pétursson og Guörún Guðmundsdóttir Dauöa- syndirnar ■ ■ ■ sjo: öfundin er leiðindafrænkan i flokki dauðsyndanna sjö. Hve glæsilega litur ekki Múnúðinút: i visum Gesualdos sveiflast háar sópranraddir tærar sem gler og lausar við alla blekkingu til hæða. Ö þvilik stund! Berum við ekki i laumi viröingu fyrir Drambinu: það kemur þjóðhöfðingi i heim- sókn og ekur til höfuðborgarinnar með fylgdarliði i löngum, svörtum bilum og lestin er um- kringd svarthvitum riddurum á lögreglumótorhjólum, og auðmjúkir þokum við okkur tii hliðar. Og Reiðin. Herra minn sæll og trýr, er hún ekki orðin að þeirri dyggð sem við mset sækj- umst eftir? Við lesum um riddaraliðssveitina léttvopnuðu, sem hvað eftir annað ræðst með blindri heift gegnum Balka- vaskarö gegn rússneskum fall- byssum. Og einhver hluti af okkur sjálfum vill gjarna hafa verið þar með i för. Eða þá Græðgin! Bara að guð gæfi að skattarnir yrðu lækkaðir og að úthlutunarnefnd- irnar fyndu púörið i bókum okkar. Hve ljúft væri okkur ekki að fylla baðkarið af skrjáfandi og fersk- um þúsundköllum og bylta okkur eins og leikglaðir höfrungar i þessum vinsamlegu laufum haustsins naktir að sjálfsögðu og stynjandi af velsæld. Það er varla til sú dauðasynd, sem gæti ekki fengið hjarta okkar til að slá örar, gæti ekki ljáð kinnum okkar ungbarnaroða. Slikt er eðli dauðasyndanna. Kenning kirkjunnar hermir, að dauðasynd sé aö þvi leyti ólik venjulegri synd, að hún geti með öllu leitt athygli okkar frá guði. Og guð verður hér látinn þýða hið góða, það sem lifir þau grænu tré, sem til eru i undirvitund okkar og vilja vaxa þar og verða að vold- ugum eikum, grasið sem vill gróa. Flestar dauðasyndir geta kom- ið þessu til leiðar meö þvi að vera einstaklega freistandi og þægi- legar. Þær skila fjárfestingum okkar rikulegum arði. En öfundiner vist svo sjaldgæf, óþægileg og grámygluleg dauða- synd einmitt vegna þess að hún er með eindæmum vont fyrirtæki. Ekki hin minnsta smánautn er henni tengd.,Maður fórnar hugar- ró sinni, einbeitni sinni að þvi sem máli skiptir, missir örlæti sitt og þægilegt viðmót, aö ekki sé talaö um hlutlæga dómgreind — og fær i staöinn liðan manns sem hefur etið tvo litra af grænum plómum á fastandi maga. Við sjáum vesældöm þessarar tilfinningar best þegar við sjálf tökum ekki þátt i leiknum. Strákur uppi á girðingu öfundai annan strák af þurrum sokkum og augu hans verða súr og herp- ast aftur eins og patentlás. Skáldið x kemst að þvi, að skáldiö y hefur verið þýtt á serbnesku og hann verður náfölur og undarlegur i framan og munn- vikin frjósa. Hann geíur ekki skrifað eina linu allan daginn. Þess i staö skrifar hann grein, þar sem y er sakaður um blekkingar og spillingu. Siöan getur hann skrifaö eitthvað i viðbót. Framkvæmdarstjórinn x kemst að þvi aö y er að koma með nýja vöru á markaðinn. Hann trimmar eins og vanalega, á erfitt um and- ardrátt á öörum kilómetra. Hann fer i sturtu, fær hjartaslag og deyr. Menn velja. Menn velja sjáltir óvini sina. (Og það skiptir máli aö menn velji i raun og veru, annars verða þeir verstu einir eftir handa okkur sjálfum.) Með sama hætti velur maður sjálfur sér hverja maður öfundar og út af hverju. Það er sjaldgæft að hægt sé að rekast á einhvern sem öfundar hans hátign konung- inn af bústað hans, Ford forseta af þvi valdi sem hann fer með, eða Hans Abel íyrir stærðfræði- gáfuna. (Ef svo óliklega vill til að þú hittir einhvern sem það gerir, þá ættir þú að taka hann i þinn vinahóp. Hann er mikill maður). Þaö ömurlegasta við þetta val er einmitt þaö, aö það afhjúpar með skuggalegri ótviræðni sjálfa okkur, metnað okkar og óvissu. Það kemur fyrir að öfundin er færð i felubúning og kölluð Réttsýni.Réttsýnin er á hinn bóg- inn dregin niður i svaðið með þvi að hún er smánuö og kölluð öfund. Er það réttsýni eða öfund ef að verklýðsfélag vill fá sömu tima- laun og annað verklýðsfélag i svipaðri starfsgrein hefur? Réttsýni er það, ef það er verk- lýðsfélagið sem vill að konur i starfsgrein þess fái sömu laun og karlar eða að annað félag manna sem vinna svipuö störf fái laun til jafns við eigin félagsmenn. Rétt- sýni er þar til staðar, þar sem menn eru fúsir til að alhæfa. Rétt- sýni er að óska öðrum, sem búa við sömu aðstæður þess sama og sjálfum sér. öfund er að vilja vera einhver annar. Það ófrjóa, þyrkingslega og dauða i öfundinni er einmitt i þvi fólgiö, að það sæmir okkur ekki að vera einhver annar. Hvað sem vera skal, en ekki það. Ég er sá sem ég er. Þú ert sá sem þú ert. öfund er að hafa látið sér sjást yfir það sem máli skiptir. Það sem máli skiptir er að enginn hef- ur nokkru sinni verið til annars- staðar, að öll erum við til á einum tima og á einum staö : HÉR OG NÚ HÉR OG NO HÉR OG NO og svo framvegis Lars Gustafsson. (Or greinaflokki um dauðsynd- irnar sjö)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.