Þjóðviljinn - 30.05.1976, Qupperneq 13
Sunnudagur 30. maí 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Umsjón:
Magnús
Rafnsson og
Þröstur
Haraldsson
Aö hverjum steytiö
þið hnefann?
Kæru popparar
Það hefur brugðið við
að heyrst hafa frá ykkur
óánægjuraddir sem fyrst
og fremst hafa beinst
gegn slæmum vinnu-
skilyrðum, og auk þess
hafið þið kvartað undan
skiIningsleysi á kjara-
málum ykkar. Sam-
kvæmt þeirri gullvægu
reglu að láta sér sem fæst
mannlegt óviðkomandi
þá brugðu Klásúlur fyrir
sig betri fætinum til að
kanna hina einu og sönnu
hlið þessara mála. Það lá
beint við að hafa sam-
band við menn með stað-
góða þekkingu og reynslu
í bransanum. útúr þeim
samræðum fengum við
þá lýsingu á atvinnuhátt-
um ykkar- sem hér fylgir.
Gleymið þvi ekki að við
lesturinn að skýrslan er
byggð á vitnisburði
manna úr ykkar hópi.
Félag islenskra hljóðfæra-
leikara er stéttarfélag allra is-
lenskra hljómlistarmanna. t
samningum FIH ætti þvi að
vera hægt að finna allar upp-
lýsingar um kaup og kjör hljóm-
listarmanna. Svo er þó ekki.
Stór hluti tekna poppara er
mældur á annarra stikur. FÍH
semur við Félag veitingahúss-
eigenda og við kanann á vellin-
um. Skoöum þá samninga
nánar. A vinveitingahúsum
tiökast tvenns konar ráðningar.
Annars vegar fastráða húsin
hljómsveitir til ákveöins tima,
en þrjú hús á Reykjavikur-
svæðinu lausráða hljómsveitir
fyrir kvöld og kvöld. Hljóm-
listarmenn á föstum samning-
um eru flestir gamlir i hettunni,
hjakka i sama farinu kvöld eftir
kvöld. Vinnutimi þeirra eru
dansleikir vikunnar og þar fyrir
utan æfingatimi sem oftast er
haldiö I lágmarki. Þetta geta
lesendur kynnt sér af eigin raun
meö heimsóknum á viökomandi
staði. Efnisvaliðer gjörsamlega
staðlað og nýjungar æði fá-
heyrðar og viðvaningsbragur er
á þeim nokkur fyrstu skiptin sen
þær heyrast. Hér er þvi um
hreina iðnaðarspilamennsku að
ræöa. Sem rekstralegar heildir
eru hljómsveitir af þessu tagi
hagkvæmar, kostnaöur svo sem
flutningur á hljóðfærum er eng-
inn, enda stunda þessir menn
fulla vinnu á venjulegum vinnu-
tima.
SKAMMIR
sem
popparar
ættu aö
hafa beðið
eftir
Umbornir
Popparar eru aftur lausráðnir
á dansleik og dansleik. Hér i
Reykjavik eru þrjú hús
markaður lausráðinna
hljómsveita. Þar af skiptir eitt
húsið við hljómlistarmenn
gegnum FtH, hin tvö ráða
hljómsveitir fyrir milligöngu
svokallaðra „umboðsmanna
hljómsveita.” Þeir fá tiund af
kaupi hljómsveitar fyrir tvö
simtöl. Umbinn fær hringingu
frá eiganda hússins. Siðan velur
hann sér hljómsveit að eigin
geðþótta, hringir i hana og gerir
munnlegansamning um spil þari
og þá. Hann er milliliður með
einokunaraðstöðu. I krafti þessa
getur 'hann útilokað hljómsveit
frá vinnu og komið annarri að
eftir vild. Þeir sem ekki vilja
sætta sig við þessa starfshætti
falla jafnvel i ónáð eru útilokaðir.
Dæmi eru um að samið hafi
verið beint viö veitingamenn, en
þá hefur umbinn neitað fyrir-
greiðslu við húsin, varðandi
aðrar hljómsveitir. Umbi er i
þeirri stööu að báöir aðilar eru
undirhann komnir. Hann ræður
markaðnum.
Hann er i raun ekki umboðs-
maður hljómsveita, hann starf-
ar ekki fyrir þær heldur með
þær. Hann er I senn afæta þeirra
sem i bransanum eru og hamla
á framþróun nýjungar og til-
breytingu frá lágkúrunni. 1
ofanálag eru hljómsveitir al-
gjörlega réttlausar gagnvart
þessum millilið. Þeir frumstæðu
viðskiptahættir sem hafa við-
gengist i bransanum, svo sem
munnlegir samningar gera hon-
um kleift að ganga á bak orða
sinna. Dæmi: Hljómsveitá að fá
greiðslu fyrir auglýstan dans-
leik með henna nafni, þó að
aðrir komi til fyrir tilverkan
umbans. Samkvæmt samning-
um verður verkhafi að fá til-
kynningu um samningsroí
sólarhring fyrir ball eða
greiöslu ella. Hafi verkhafi ekki
skriflegan samning eru þetta
orðin tóm. 1 flestum tilvikum
sækja hljómsveitir ekki rétt
sinn i slikum málum. Þeim er
hollara að hafa umbann góðan.
Ef borgun dregst er þaö sama
uppá teningnum. Dæmi:
Hljómsveitir eiga inni hjá
veitingahúsi hundruð þúsunda.
FIH gæti sótt málið, sett verk-
bann á staðinn og knúið
greiðsluna út. En hljómsveitir
afþakka aðstoö FtH i slikum til-
vikum, þvi þá væru komin upp
vond mál, stirt samband við
umbann og húsið. Fleiri sllk
dæmi má nefna. Hljómsveit
spilaði fyrir þrem mánuðum tvö
kvöld á veitingahúsi. Hálfum
mánuöi seinna lenda þeir i tiu
daga eltingarleik við umboðs-
manninn til aö fá borgað kaup
sitt. Þegar þeir loks ná I hann
tjáir hann þeim að greiðsla hafi
ekki borist frá veitingahúsinu.
Við nánari könnun segir
veitingamaðurinn hljóöfæra-
leikurunum að kaupiö hafi verið
greitt þegar i vikunni eftir spili-
riið. Réttindi hljómverkamann-
anna eru hér sem fyrr engin
fyrst allir samningar eru munn-
legir. Þetta er ekki frávik
heldur regla i bransanum. Við
þessi atvinnuskilyrði búa
hljómlistarmenn á veitingahús-
um I Reykjavik. Auk þess eru
vinlausu böllin, skólaböll. Þá er
samið um ákveðna upphæð, án
tillits til samninga FIH og oft án
milligöngu umboðsmanna.
Sveitaböll
A sveitaböllum er aftur
gengið framhjá FIH þrátt fyrir
tilburði félagsins til að koma á
föstum samningum. Félags-
heimilin óttast aö með þvi hækki
kostnaður viö dansleikjahald,
ofaná kaup til hljómsveitar sem
oftast er hundraðshluti af inn-
komu, þá kæmu aukagjöld svo
sem lifeyrissjóðir, tryggingar
og gjöld til FIH. Af brúttóinn-
komu er borgaður sameigin-
legur kostnaður, svo sem lög-
gæsla á staðnum og
skemmtanaskattur. Afgangn-
um skipta hljómsveitin og húsið
i misháum hlutföllum oft
helmingaskipti. Áður en
hljómsveitin sjálf getur reiknað
sér kaup ber að minnast rótar-
anna og flutningskostnaðar sem
sker af sneiðinni til hjóðfæra-
leikaranna. Það er húsið sem
gefur upp tölur um fjölda gesta.
Oft má bera brigður á þá tölu og
á þá hljómsveitin einskis annars
kost en að telja i húsið til að
vera trygg um sitt. Hlutur lög-
gæslunnar er saga út af fyrir sig
og bætir ekki á frægð islensku
lögreglunnar.
Auk þessa una tröllin i
heiðinni sér við hljóðfæraslátt
Nató-kynslóöarinnar sam-
kvæmt samningum FIH.
Skammirnar
Þá er þessari grófu skýrslu
lokið. Það er engum blööum um
það að fletta aö það kerfi laus-
ráðninga sem þið búiö við er
bæði rotið og menningarfjand-
samlegt. Þið búið við litiö at-
vinnuöryggi, tjáningarmáta
ykkar sem tónlistarmanna eru
þröngar skoröur settar, þið
standið eins og hver önnur djúk-
box á sviðinu, spilandi sömu
rútinuna kvöld eftir kvöld, og
greiðið ykkar tiund til um-
banna möglunarlaust. En i rétti
hvaða athafna kvartið þið?
Hvað hafiö þið gert til aö bæta
um? Stéttarfélagi ykkar beitið
þið ekki til fullnustu. Þið kvartið
undan skilningsleysi forkólfa
félagsins á sérstööu ykkar,
löngum vinnutlma, miklum
flutnings- og tækjakostnaði án
þess að hef ja nokkra viöunandi
þátttöku i starfi félagsins þótt
þið greiöið I sjóði þess vænar
fúlgur. Ykkur ætti að vera full-
kunnugt um þær deildir innan
félagsins sem markast af hugs-
munum einstakra hópa, sér-
samningum starfsmanna
symfóniunnar, tónlistakennara,
og annarra og það stendur
engra hagsmunum nær en
ykkar aö þar væri deild sem
annaðist kjaramál poppara sér-
staklega. Skiljanlega er fyrsta
krafa ykkar sú, að geta lifað
mannsæmandi lifi á ykkar
vinnu. Stór hluti ykkar starfar
við spiliri I fristundum frá
annarri vinnu og þá er krafan að
spila frekar en ekki. Þaö mun
hins vegar vera minnihlutinn
sem hefur af spilirii sitt eina
lifibrauð. Það er aumt að láta
þennan mun eyða ykkar faglegu
samstööu. Hingað til hefur
reglan verið sú að þeir sem
leggja mesta vinnu i tónlistina
eyða miklum tima i æfingar og
fjármunum i góð tæki og vildu
sumir leggja töluverðan metnað
i það sem þeir bjóða neytendum
uppá, hafa af sinni atvinnu
sultarlaun og hrakningar þeirra
á veitingahúsunum eru hvað
átakanlegastir. Hinir sem
sleppa billegast frá slikri fyrir-
höfn frá hlutfallslega miklu
meira fyrir þann tima sem þeir
standa á sviðinu.
Það sýnir lítinn félags-
legan þroska að þið skulið
láta innbyrðis samkeppni
koma í veg fyrir að
markaðurinn njóti betri
tónlistar og skemmtana,
þið betri vinnuaðstöðu og
betri kjara ef þið beittuð
ykkur í eigin málum.
Okkar trúa er sú að þið
gætuð með aðstoð stéttar-
félags ykkar og samstöðu
komið „umboðsmönnum
hljómsveita" fyrir
kattarnef, þvingað
veitingahúsaeigendur til
hagstæðari samninga og
veitt sjálfum ykkur tæki-
færi til f jölbreyttari
tjáningar og betri verka,
því öll vitum við að á
þessu sviði er hægt að
troða marga nýja slóðina.
Enn getið þið hafið bar-
áttuna komið á samstöðu
og beitt ykkur í eigin
málum. Ef ekkert gerist
sjáum við ykkur standa
eftir þrjátíu ár: MOSA-
VAXIN DJÚKBOX
MR/pb