Þjóðviljinn - 30.05.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.05.1976, Blaðsíða 16
l(i SÍOA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. mai 197fi. f ÚTBOÐ Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar. 1. Vörubifreið Tames Trader. árg. 1964. 2. Mannflutningabifr. 17 m. Mercedes Benz árg. 1967. 3. Sendiferðabifr. Mercedes Benz árg. 1968. 4..Jeppabifr. Landrover disel árg. 1969. 5. Fólksbifreið Ford Cortina árg. 1970. 6. Lyftikörfubifreið Thames Trader árg. 1965. 7. Lyftikörfubifreið Thames Trader árg. 1964. Bifreiðarnar verða til sýnis i porti Vélamiðstöðvar Reykjavikurborgar að Skúlatúni 1, mánudaginn 31. mai. Tilboðin verða opnuö á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, þriðjudaginn 1. júni 1976, kl. 14.00 e.h. INNKAUF'ASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAF: Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 !t| Frá Skólagörðum Reykjavíkur Innritun fer fram sem hér segir: í Laugardalsgarða mánudaginn 31. mai kl. 9—11 fyrir börn búsett austan Kringlu- mýrarbrautar og norðan Miklubrautar. í Aldamótagarða við Laufásveg sama dag kl. 1—3 fyrir börn búsett vestan Kringlu- mýrarbrautar. í Ásendagarða þriðjudaginn 1. júni kl. 9—11 fyrir börn búsett sunnan Miklu- brautar og austan Kringlumýrarbrautar ásamt Blesugróf. í Árbæjargarða á sama tima fyrir börn úr Árbæjarsókn. 1 Breiðholtsgarða við Stekkjarbakka sama dag kl. 1—3 Innrituð verða börn fædd 1963—1967 að báðum árum meðtöldum. Þátttökugjald kr. 1.500.- greiðist við inn- ritun. Skólagarðar Reykjavikur. V ÚTBOÐ Tilboð óskast i smiði og uppsetningu innréttinga i Heilsu- gæslustöð Hraunbæ 102 Reykjavik. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 9. júni 1976, kl. 14.00 e.h. ÍNNKAUPASTOFNUN RfYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvcgi 3 ~}. Sími 25800 Frá framhaldsdeildum gagnfræöaskólanna í Reykjavík Innritun i 5. bekk framhaldsdeilda fyrir gagnfræðinga og landsprófsmenn fer fram þriðjudaginn 1. og miðvikudaginn 2. júni n.k. kl. 15—18 báða dagana. Ef þátttaka leyfir, verður kennt á fimm brautum (almennri bóknámsbraut, heilbrigðisbraut, iðnbraut, uppeldisbraut og viðskiptabraut) og munu framhalds- deildirnar starfa við nokkra af gagn- fræðaskólum borgarinnar. Inntökuskilyrði eru: a. Meðaleinkunn i samræmdum greinum 4,5 eða hærri. b. Meðaleinkunn I skólaprófsgreinum 4,5 eða hærri. c. Meðaltal meðaleinkunna i a-og b-lið verði 5,5 eða hærri. Umsækjendur hafi með sér ljósrit af prófskirteini og nafn- skirteini. Á sama tima verður i Lindargötuskóla innritað I 6. og 7. bekk framhaldsdeilda. (7. bekkur áður 3. bekkur aðfara- náms Kennaraháskólans.) Fræðslustjórinn i Reykjavik. Málmiðnaöurinn ætlar að ná inn skuldunum Setur á stofn innheimtustofnun 1. júní Samband máim- og skipa- smiöja hefur ákveðið að setja á stofn innheimtustofnun fyrir aðildarfy rirtæki sin. Hún tekur tii starfa á þriðjudaginn. Stofnun- inni er komið á fót vegna þess að fyrirtæki i þessari grein hafa stöðugt meiri og meiri hluta af ráðstöfunarfjármagni sinu úti standandi í skuidum viðskipta- vina. Aðferðir innheimtustofnunar- innar verða þær að hún fær til meðferðarógreidda reikninga, og verði ekki komin greiðsla fyrir þá innan tiu daga, koma dráttar- vextir og kostnaður til viðbótar. Hafi reikningurinn ekki verið greiddur innan 45 daga verður hann innheimtur með málssókn jafnframt þvi sem aðildarfyrir- tæki Sambands málm- og skipa- Portoroz (Rósahöfnin). Af hverju var þessi staður kallaður þetta? Pað er ó- sköp einfalt svar við því. Þarna er veðráttan slík sem kallað er subtropisk eða sem við köllum Miðjarð- arhafsloftslag þ. e. nota- legir vetur en einnig sum- ur. Þarna þrífast því marg- ar plöntur sem þarfnast mikillar sólar og hita þar á meðal rósir. Skildi þetta ekki vera þægilegt fyrir manninn líka? Enginn vafi. Því þarna er einnig óvenju tær sjór, vel saltur og svo er það leirinn sem einungis finnst þarna sem þeir kalla Fango og inni- heldur fjöldan allan af „minerölum". Þetta upp- götvuðu Rómverjar til forna og síðan hefur þessi staður verið ofarlega á lista meðal allra ferða- manna sem vilja sækja í sig þrótt en njóta auk þess fegurðar lands og staðar. I fyrra voru farnar á veg- um Landsýnar þrjár ferðir við mikla ánægju, í ár tvöfaldast ferðafjöldinn og við eigum aðeins örfá sæti eftir í tvær þeirra, 23. júnf og 14. júlí. Hringið strax eða komið. Á morgun getur það verið LANDSÝN AIWWIORIOF SKÓLAVÖRDUSTÍG 16 SÍMI 28899 smiðja munu lýsa viðkomandi skuldunaut f þjónustubann. í sambandinu eru Félag dráttarbrauta og skipasmiöja, Meistarafélag járniðnaðar- manna, Félag blikksmiðjueig- enda og Bilgreinasamband ís- lands. Breytt áætlun SVR Um sumarmánuðina 1976 verða til reynslu gerðar nokkrar breytingar á akstri SVR er miða að auknum sparnaði og hag- ræðingu á þeim timum, er far- þegar eru fæstir, en það er um helgar. Verður þá felld úr gildi timatafla sú, sem merkt er laugardögum og helgidögum i leiðabók (miðtaflan) á flestum leiðum, en i þess stað ekið eftir sömu töflu og á kvöldin á virkum dögum (má-fö) kl. 9—19 en hin eftir kl. 19 og alla laugardaga og frá kl. 10 á sunnudögum og helgi- dögum. Um leið verða gerðar nokkrar minniháttar breytingar á leiðum nr. 7, 8, 9 10, og 11 er œtlast er til að horfi til bóta: Leið 7: Breyting á t&natöflu. Leiðir 8 og 9: Breyting á tima- töflum og akstursleiðum, auk þess sem endastöð er flutt frá horni Dalbrautar og Kleppsvegar að Hlemmi (homi Hverfisgötu og Rauðarársstigs). Leið 10: Breyting á akstursleið Leið 11: Breyting á akstursleið. Á tilsvarandi stöðum I sumar- áætiuninni er gerð nánari grein fyrir ofangreindum frávikum frá upplýsingum i leiðabók SVR 1975. en þar sem leiöabókin heldur gildi sinu að öllu öðru leyti, skal far- þegum bent á að geyma sumar- áætlunina með leiðabók sinni. Sumaráætlun SVR 1976 fæst ókeypis i mibasölum SVR á Hiemmi og Lækjartorgi (opið má-fö kl. 9.18). Nýr fram- kvæmdastjóri stofnlánad. Bankaráð Búnaðarbanka Is- lands hefur einróma ákveöið aö ráða Stefán Pálsson sem fram- kvæmdastjóra Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Stefán Pálsson er fæddur að Skinnastað I öxar- firði 7. desember 1934. Hann út- skrifaðist frá Samvinnuskólanum 1955og verslunarskóla i Englandi 1957. Hann hóf störf i Búnaðar- bankanum 1958 og hefur verið starfsmannastjóri bankans s.l. 9 ár. Stefán er kvæntur Arnþrúði Arnórsdóttur. Átökin Framhald af bls. 7. Þórarinn Þórarinsson s sleit fundinum með þeim oröum, að greinilega þyrfti að tryggja i samningagerðviö breta að nú yrö i um siðustu samningana við þá að ræða; þar með væru þeir farn- ir út. Þá hafði Þórarinn heyrt hvað meirihluti þingflokksins sagði — og dró sinar ályktanir samkvæmt þvi eins og fyrri dag- inn. Ólafur Jóhannesson lýsti sig á fundinum andvigan þvi að hraða samningagerð við breta; vildi hann að umboð til samninga yröi eins þröngt og frekast væri hægt að komast af með. Aðrir ráðherrar framsóknar, Vilhjálm- ur og Halldór, stóöu með Einari. A uppstigningadag steig Al- þýðuflokkurinn aftur upp úr niðurlægingu gærdagsins og sam- þykkti skelegg mótmæli við samningum við breta og hið sama gerðu samtökin. Að morgni uppstigningadags og föstud. var svo þrefað áfram um málin innan rikisstjórnarinnar og þegar þetta er skrifað liggja lykt- ir málsins ekki endanlega fyrir. Þó er alveg ljóst hvað sem öðru liöur að stjórnarflokkarnir eru báðir að ræða um samninga við breta, þrátt fyrir skammirnar sem Einar fékk á þingfiokksfundi framsóknar. Meöan fjallað var um málið hér heima i miðri vikunni bárust stöðugt um það skritnar fréttir frá Osló: þar var fullyrt aö samn ingar stæöu fyrir dyrum og aö- fararnótt uppstigningadags var svo mikið haft við aö uppbúin rúmin biðu islensku og bresku samningamannanna á norskum hótelum — ekki er aö spyrja að gestrisni norömanna þegar i nauðirnar rekur! Það kom þvi fram svo skýrt sem verða má að Frydenlund gerði ráð fyrir þvl eftir skyndifundinn fræga I flug- vélinniað samiðyrði i Osló i þess- ari viku. Um þaö snerust þeir svardagar, sem Einar Agústsson og Geir Hallgrimsson hafa sam- einast um I loftfarinu snemma i vikunni. tJrslitastundin Allt frá þvi aö deilurnar hófust við breta á þessum vetri hafa landsmenn óttast að rikisstjórnin væri aö undirbúa samninga.And- staöan við samninga hefur komið skýrt i ljós, svo skýrt að i rauninni hefur rikisstjómin ekki þorað aö hreyfa sig til samninga. Það hef- ur verið þessi virka andstaða fjöldans sem til þessa hefur verið sá veggur sem samningatilraunir ráðamanna hafa brotnað á. Augljóst hefur verið aö Sjálf- stæöisflokknum er þaö beinlínis kappsmál að semja við breta, sama um hvað er samið, bara að semja vegna þess að Sjálfstæöis- flokkurinn þolir ekki að vera i rikisstjórn sem stendur i opnu striði við Atlantshafsbandalagiö. Þess vegna hefur forusta Sjálf- stæðisflokksinsallan timann setið á svikráðum við þjóðina: starfs- menn flokksins i stjórnarráði hafa ásamt pólitiskum forustu- mönnum flokksins bruggaö is- lensku þjóðinni launráð með breskum og frönskum sendiráðs- starfsmönnum. Þeir sáu sér svo leik á borði á utanríkisráöherra- fundi Nató að fanga Einar AgUstsson i netið, auðveldustu bráöina. Þar með taldi sjálfstæðisflokksforustan aö hún hefði í rauninni unniö sigur: á einni viku átti að hespa I gegn samningum við breta. Þess vegna stendur nú UrsUta- stundinilandhelgismáUnu: takist aö hindra samninga nú eru þar með verulegar Ukur á þvi að þeir séu endanlega Ur sögunni.vegna þess meðal annars að þá eru lyktir hafréttarráðstefnunnar innan seilingar. Takist aö hindra samninga nú er endanlegur sigur unninn á bretum — og islenskum handlöngurum þeirra. Er hægt aö stöðva samninga? Þeirri spurningu verður að svara játandi: Ef öll þjóðfrelsisöfl is- lendinga leggjast á eitt með að mótmæla samningum, ef verka- lýðshreyfingin.stjórnarandstaðan og þau samtök atvinnurekenda sem hagsmuna hafa að gæta sameinast I kröftunum gefast umboösmenn bresku stjórnar- innari rikisstjórn Islands upp. Þá verða uppbúnu rúmin á norsku hótelunum, fundurinn i loftfarinu og auðmýking utanrikisráö- herrans aðeins dapurleg endur- minning — en sæmd þjóðarinnar borgið. Nú er aðeins spurningin um að halda Ut viö gæsluna sumarmán- uðina og það geta islendingar vel gert. Það sýnir reynslan frá sl. vetri. Nú er þaö aðeins herslu- muninn sem vantar til þess að sigra breta. Viö eigum ekki að semja við ofbeldismennina. Viö eigum að sigra þá. Einu samn- ingarnir sem til greina kæmi að gera viö breta úr þessu eru samn- ingar þar sem bretar viöurkenna endanlega uppgjöf sina. Þaö væru sigursamningar okkar, en viö þurfum raunar ekki samninga til aö sigra, aöeins þjóöarsamstööu, kröftug landsmótmæli. Rikisstjórn Geirs Hallgrims- sonar og málgögn hennar hafa veriö vargar i véum þjóöarein- ingarinnar:allt hefur verið reynt til þess aö grafa undan trú lands- manna á eigin orku, styrk og þrótt. Þessi moldvörpustarfsemi hefur tii þessa ekki borið neinn árangur — þaö skal sannast aö svo veröur ekki heldur i framtiö- inni ef samstaöan er nægilega traust. —S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.