Þjóðviljinn - 05.06.1976, Side 8

Þjóðviljinn - 05.06.1976, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. júnl 1976. Maður er nefndur As- grímur Albertsson. Hann er 61 árs gamall. Hinn 29. mai sl. lauk hann stúdentsprófi úr öldunga- deild Menntaskóians við Hamrahlíð með láði, en námið hefur hann stundað siðan haustið 1972 ásamt því að skila fullum vinnudegi í útibúi útvegsbanka Islands i Kópavogi. Af þessu til- efni þótti blaðamanni Þjóðviljans rétt að for- vitnast svolítið um Asgrím og heimsótti hann að Vogatungu 6 í Kópa- vogi þar sem hann býr með fjölskyldu sinni. Anna Jónsdóttir, eiginkona Ásgrims og Hafliði sonur þeirra, voru að vonum ánægð með heimilisföðurinn að hann skyldi ná þessum áfanga. Hafliði var reyndar að byrja i Menntaskólanum við Hamra- hlíð i vetur svo að þeir feðgar voru báöir i sama skólanum. Sólveig, eldra barn þeirra hjóna, lauk hins vegar stúdentsprófi við Kennara- skólann árið 1972 og nemur nú Ilinn nýbakaði stúdent i stofunni heima hjá sér stæöiö en þaö var dálitið frátafasamt. Maður var t.d. flokksmaður, fyrst i Kommún- istaflokknum og siðan i Sósial- istaflokknum og það fór tals- verður timi i þaö. Stjórnmála- skoðun min haföi mótast vestur á Súöavik. Þetta voru hörð bar- áttuár og erfitt að taka ekki af- stööu til hlutanna. Arið 1942 tók ég að mér rit- stjórn Mjölnis og hafði hana i fjögur ár. Svo flutti ég til Akur- eyrar 1947 og var þar með verk- stæöi. Þar var ég ritstjóri Verkamannsins um tima. Ekki var alltof mikið að gera við gull- smiöarnar svo að ég fluttist hingað suður 1953 og var eitt ár ineð verkstæði ásamt Þorsteini heitnum Finnbjörnssyni gull- smið. Svo fór ég að vinna, lik- lega 1955 sem gjaldkeri og bókari við Þjóðviljann og eitt haust var ég þingfréttaritari fyrirblaðið i forföllum Sigurðar Guðmundssonar. Hann var veikur. 1 ársbyrjun 1957 hóf ég störf hjá Innflutningsskrifstofunni en siðan 1961 hef ég unnið við Út- vegsbankann. — Þú hefur þá ekki notið frek- ari skólagöngu þangað til þú fórst I MH haustið 1972? — Jú, haustið 1938 fór ég á pólitiskt námskeið i lýðháskóla skammt frá Stokkhólmi i Svi- NÝSTÚDENT Á SJÖTUGSALDRI Rabbað við Ásgrim Albertsson nýútskrifaðan úr öldungadeild MH. — mynd — eik sálfræði i Göttingen i Þýska- landi. Við spyrjum Asgrim hvers vegna hann hafi farið út i þetta nám. — Gamalt fólk tekur upp á ýmsu, segir hann. Mér datt þetta i hug skömmu eftir aö öldungadeildin tók til starfa og var þá aöeins i einni námsgrein til að byrja með, islensku og lauk áfanga i henni. Mig hefur alltaf langað til aö grúska eitt- hvað. Þaö er ekki svo að skilja að ég sé að leggja grundvöllinn að einhverjum embættisframa. — Ég hef heyrt að þú hafir að lokum tekið mun fleiri punkta heldur en þarf til stúdentsprófs. — Já, þrð stafaði af þvi að ég skipuiagð: r.ámið ekki eftir hag- kvæmustu röð. Til þess að ljúka stúdentsprófi þarf 132 punkta en ég tók 150. Allir þurfa að taka svokallaðan kjarna og um siðastliðin áramót hafði ég náð 138 punktum en vantaði samt einn áfanga i stærðfræði i kjarnann. Ég hefði getað látið mér nægja að taka hann. en hafði gaman af þvi að taka önn- ur fög með, t.d. færeysku sem kennd var sem valfag i fyrsta sinn i islenskum menntaskóla i vetur. — Hverjar eru uppáhalds- námsgreinarnar? — Mest hefur mér þótt gaman að islensku og sögu. Gallinn er bara sá að námið er voðaleg hraðferð og timinn naumur. Þetta verður dálitið ágrips- kennt. En þaö er andleg hress- ing að fást við verkefni sem til- heyra yngri aldursskeiðum og ég hef haft mjög gaman að þessu. Blaðamaðurinn lítur nú að- eins á einkunnaspjald Asgrims og sér að einkunnirnar eru ekki af lakara taginu. Þær eru gefnar i bókstöfum og sérstök einkunn fyrir hvern áfanga i grein. Asgrimur var I nýmála- deild. I islensku hefur hann t.d. fengið B-A-A-A-A-A-A-A eða hæstu einkunn i 7 áföngum af 8. 1 dönsku eru einkunnirnar B-A- A, I ensku A-B-A-A-C-A-A, i þýsku B-B-A-A-B-A-A-A, i spænsku A-A-A, I latinu B-B-B, i sögu A-A-A-A-A-A-B. Lakari eru þær hins vegar i frönsku eða B- C-B-C-C-B-C og lakastar I stærðfræði C-C-C-C. Asgrimur sagði að stærðfræöin heföi kraf- ist ansi mikillar vinnu og hefði þvi frekar oröið útundan hjá sér svo að hann hefði mátt þakka fyrir að ná prófinu I henni. — Hvenær hefurðu haft tima til aö læra? — Kennslan byrjar klukkan 5.20 og getur tekið allt kvöldið. Ásgrimur Alberlsson Það fer eftir þvi hvernig náms- greinum er raðað og i hvaða námsgreinum maður er hverju sinni. Ég hef lært svona á hlaupum milli þess sem skólinn er á kvöldin, um helgar og svo hefur maöur náttúrulega komið ólesinn i tima. Einn'ig hef ég notað sumarirlin aó noKKru. Maður hefur ekki gert annað á meöan og þetta hefur náttúru- lega gengib út yfir heimilið. Það er betra að eiga skilningsgóðan maka. Nú segir Anna að það sé betra að eiga mann i I öldungadeild menntaskóla heldur en aö hafa hann einhvers staöar annars staöar t.d. I brennivini. Greini- legt er á andrúmslofti heimilis- ins að þau hjón eru bæði sam- huga og samhent. Við spyrjum Ásgrim hvort skólafélagar hans hafi ekki verið miklu yngri. — Ég held að meðalaldur i öldungadeildinni sé um 35 ár og fer heldur lækkandi. Þó var einn maður, Páll Danielsson að nafni, sem lauk stúdentsprófi núna tæpu ári eldri en ég . Ætli viö tveir séum ekki þeir elstu sem lokið hafa stúdentsprófi hér á landi. A.m.k. haföi 'ég stundum á tilfinningunni að ég væri eins og iifandi tíma- skekkja. Það var t.d. skrýtið að taka áfanga sem nefnist saga 14 en það er saga timabilsins eftir 1914, lifsskeið mitt. Ég er fædd- ur 1914. — Ráðleggur þú öðrum að fara i öldungadeildina? — Ég álit að þaö sé siöur en svo hneisa að byrja nám i henni og hafa ekki aöstæður til að halda áfram. Ég hef orðið var viö aö sumt fólk álitur það, en fólk veit ekki hvaö það fer út i nema reyna það og getur þurft að hætta af heimilisástæðum eða vinnu eða einhverju öðru. Það þarf alls ekki aö vera neinn gáfnaskortur. Mér finnst það góöur árangur hjá öldunga- deildinni að hafa útskrifað yfir 100 stúdenta siðan hún byrjaði. . Reynslan sýnir að þetta hefur verið þarft fyrirtæki og tima- bært og ég tel að fólk eigi að reyna ef það hefur áhuga. — Svo að við vikjum að öðru. Segðu mér svolitið frá lifshlaupi þínu. — Ég er fæddur 9. ágúst 1914 i Súðavik i Álftafirði við Isafjarðardjúp. Ég gekk á barnaskóla þar og var siðan 2 vetur á Núpsskóla. Ég hafði mjög gott af skólavistinni á Núpi og ég held flestir sem þar voru. Það var kannski ekki hægt að troða neinum ósköpum i ung- linganna en skólinn mótaði viöhorf þeirra til hlutanna. Maður fékk inn i sig löngun til að halda áfram og læra meira. Eftir það var ég svo heima á Súðavik við ýmislegt sem fyrir kom á sjó og landi. Um tvitugt fór ég til Siglu- fjarðar til að læra gullsmiðar. Ég var búinn aö vera á bát áður og maður átti ekki margra kosta völ, þetta voru erfiöir tim- ar. Ég lærði hjá Aðalbirni Péturssyni og lauk þar sveins- prófi. Með þessu var þriggja vetra iðnskóli en ég var aldrei i honum nema fyrsta veturinn en lauk samt 3ja bekkjar prófi. Siöan vann ég við gullsmiðar og haföi verkstæði á Siglufiröi ásamt Eyjólfi Arnasyni. Svo flutti hann til Akureyrar en ég varð eftir og var með verk- þjóð. Þetta var félagsmálaskóli sem Kommúnistaflokkarnir á Norðurlöndum ráku i sam- einingu. Ég var þarna i 3—4 mánuði. Ýmisir ágætir is- lendingar sóttu þennan skóla eins og t.d. Eðvarð Sigurðsson. Kennd var saga verkalýðs- hreyfingarinnar, alþjóðamál o.fl. Ég held að skólinn hafi lagst niður á striðsárunum. Til gamans má geta þess að seinna fór ég aftur I 3—4 mánuða námsferð til Sviþjóðar en þá til að kynna mér bankamál. — Ég hef frétt að þú hafir bæði samið sögur og þýtt bækur. — Það er ekki hægt að segja að eftir mig liggi skáldverk en ég hef þýtt eitthvað, aðallega úr Norðurlandamálum. f kringum 1940 var ég með bókaútgáfu á Siglufirði ásamt Eyjólfi Arna- syni gullsmið, Sigtryggi Helga- syni gullsmið, Áka Jakobssyni og nokkrum fleirum. Þá þýddi ég fáeinar bækur t.d. rússneska bók sem heitir Skiðahetjurnar og fjallar um leiðangur finnskra byltingarmanna sem höfðu veriö hraktir til Sovétrikjanna eftir átökin I Finnlandi 1922 eða 3. Ég þýddi hana úr sænsku og vissi ekkert um höfundinn en hann hét Fisj. Bókin kom út 1940. Svo allt i einu þegar ég vann hjá Þjóðviljanum um 1955 kallar Magnús Kjartansson á mig og kynnir mig fyrir þessum manni, höfundi bókarinnar, sem þá var kominn til Islands. Við urðum báðir jafn undrandi þvi aö honum kom þetta alveg á óvart að til væri bók eftir sig á islensku. Einnig má nefna að i tilefni af aldarafmæli Lenins þýddi ég tvær bækur eftir hann úr ensku en hafði til hliösjónar þýskar og sænskar útgáfur. Þetta eru bækurnar Hvað bera að gera? og Vinstri róttækni. Það er lika dálitið þýtt eftir mig i safnriti Marx og Engels, aðallega úr eiisku. — Þú hefur þá verið búinn aö læra talsvert i tungumálum, áð- ur en þú fórst i menntaskóla? — Já, þegar maður var meö þessi blöð, Mjölni og Verka- manninn, neyddist maður til að þýða. Þetta er mest sjálfsnám, þó dálitið eftir bréfaskólum. Nú býður Anna upp á kaffi og kökur sem bakaðar voru i tilefni af stúdentsprófinu. Aður en blaðamaður yfirgefur heimili nýstúdentsins spyr hann hvort Ásgrimur hyggi ekki á háskóla- nám.en hann segir að það muni verða erfitt eð vinnunni. Hann segist hafa mestan áhuga á að nema miðaldasögu ef til þess kæmi einhvern tima. —GFr

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.